Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 5
nar.DT Anm cActiTr\am td < ffrxif 1 oqt } Hvað er á seyðium helgina? Starfsmenn sýna á Reykjalundi Dagana 3.—14. júnl veröur haldin málverkasýning í dagstofunni ó Reykjalundi. Þaö eru tveir starfs- menn, Sjöfn Eggertsdóttir og Herdís Hjaltadóttir, sem sýna þar myndir slnar, en verk á sýningunni eru tæplega 30 talsins. Bæöi Sjöfn og Herdls hafa að undanförnu notiö leiðsagnar Sverris Haraldssonar listmólara og er sýning þeirra sölusýning. 1 norflanmaður og 3 sunnanmenn sýna (Raufla húsinu Golf umhelgina: Meistaraflokksmenn slást um stigin f Faxakeppninni Þriðja mótið i golfinu sem gefur stig til landsliðs er Faxakeppnin og verður hún háð í Eyjum um helgina. Haldist veður skaplegt fram undir helgina er ekki að efa að mikill fjðldi kylfinga kemur til með að leggja leið sína þangað. Ef marka má spennuna 1 fyrstu tveimur stigamótunum ætti að verða hörkuskemmtileg keppni i Eyjum. Ragnar Ólafsson var t banastuði um sl. helgi og setti vallarmet á Nesinu og þeir Eirikur Þ. Jónsson, Geir Svansson og Björgvin Þorsteinsson voru ekki iangt undan. Enginn skyldi svo gleyma mönnum á borð við Hannes Eyvinds- son, eitilharðan keppnismann, Sigurð Pétursson, nafna hans Hafsteinsson, Svein Sigurbergsson og svo alla ungu kylfingana. Eins og lög gera ráð fyrir um stiga- mót til landsliðs verður að leika minnst 36 holur og sú verður raunin á í Eyjum. Það er þó aðeins meistarafiokkur sem gerir slikt — aðrir fiokkar láta sér nægja 18 holurnar. -SSv. Tvcggja vikna löng samsýning dns norölenzks og þriggja sunnlcnzkra listamanna verður I Galleri Rauöa híisinu á Akureyri frá og mcð laugardeginum 6. júni. Sunnlendingarnir þrlr eru þeir Daði Guö- björnsson, sem hefur aö baki nám I handiðn jafn- framt námi I nýlistadeild Myndlista- og handíöa- skóla lslands, Eggert Einarsson, sem einnig nam I MHl, og Björn Roth, fyrrverandi nemandi I MHÍ. Sá norðlenzki heitir Guömundur Oddur Magnússon og nam hann grafik og nýiist i MHÍ. Listamennirnir hafa aö baki þátttöku i fjölda list- viðburöa heima sem heiman. Á sýningunni veröa málun og prentun i hávegum höfö ásamt fleiri klasslskum listformum svo sem rómantiskum ljóð- um og kammertónlist. Á þessum tveimur vikum veröur galleríiö opiö alla daga frá kl. 3—9 e.h. en möguleikar eru á aö yfir- setumenn fáist ekki til aö opna fyrr en kl. 6 e.h. vegnasumarvinnu. Tilkynningar Torfœrukeppni á Rangárvöilum ámorgun Hin árlega torfærukeppni Flugbjörgunarsveitar- innar á Hellu fer fram laugardaginn 6. júni kl. 14 á Rangárvöllum rétt austan við Hellu. Að venju keppa þar sérútbúnir jeppar til torfæruaksturs meö hæfum ökumönnum viö stýriö. Má þar nefna sigurvegarann út torfærukeppninni á Akureyri um siðustu helgi, sem ekur Willys '46 meö 4 cylindra Volvo vél meö túrbinum, ásamt haröasta keppinauti hans á Willys ’72 með 401 cu. vél. Einnig er skróöur til keppni Volkswagen rallý cross með 200 hestafla vél, sem er til alls liklegur ásamt fleirum. Sú nýjung veröur tekin upp i þessari keppni aö einnig veröur keppt I flokki almennra jeppabifreiöa, sem eru á engan hátt sérútbúnar fyrir slika torfærukeppni, en eru þó ekki af verri endanum. Fjöldi áhorfenda hefur sótt þessa keppni frá ári til árs og má geta þess aö ekki er krafizt aðgangseyris af bömum 12 ára og yngri en jafnframt er nauðsynlegt aö böm á þeim aldrei séu i fylgd meö fullorðnum sem gætu litiö eftir þdm. Fólk af Stór-Reykjavikursvæðinu ætti ekki að þurfa aö láta vegalengdir hamla för sinni á keppnina þvi að ekki er nema rúmlega klukkustundarakstur á malbiki alla leið aö mótsstaö. Þess má að Iokum geta aö i hléi mun Coca-Cola vélmenni koma i hdmsókn og gera ýmsar kúnstir. Fyrsta Kvartmflukeppnin á þessu sumri Kvartmíluklúbburinn heldur sina fyrstu kvartmílu- keppni á þessu sumri laugardaginn 30. mai kl. 2. Reynt veröur aö hafa þessa keppni sem bezt úr garöi geröa. Tekin verður upp sú nýbreytni aö hundraö- asti hver gestur fær aö fara eina ferö með kvartmilu- bll út kvartmiluna og ætti þaÖ að veröa vinsælt. Ferðalög Ferðafálag íslands Dagsferðir um hvitasunnu: 1. sunnud. 7. júni kl. 13: Ásfjall og nágrenni. Farar- stjóri: Guðrún Þórðardóttir. Verð kr. 30.- 2. minud. 8. Júni U. 13: Stóri — Meitlil. Fararstjóri: Sturta Jónsson. Verð kr. 30.- Farið frá Umferðarmiðstöðinnl, austanmegin. Farm. v/bU. Miðvikudaginn 10. Júni kl. 20: Heiðmörk (gróður- ræktarferð). Fritt. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Fararstjóri: Svelnn Ólafsson. ATH. Göngudagur Ferðafélagslns 1981 er sunnu- daginn 14. júni. Útivistarferðir Laugardagur 6.6. kl. 13: Lyklafell-Elliöakot, verö kr. 40. Sunnudagur 7.6-kl. 13: Lakarmeitill, verö kr. 40. Mánudagur 8.6. Kl.'8: Þórsmörk, verö kr. 170, Kl. 13: Hellishriði-Reykjavík, verðkr. 40. Farið veröur frá BSÍ, vestanveröu. Er Hrauneyjafoss horfinn? Skemmtiferð á laugardag Alþýðufiokksfélag Reykjavíkur efnir tii árlegrar sumar-hópferöar sinnar næstkomandi laugardag og veröur hún að þessu sinni farin aö Hrauneyjafossi. Virkjunarframkvæmdirnar veröa skoðaöar og þær breytingar er fréttir herma aö orðið hafa ó fossinum nýlega. Þar veröur snæddur hádegisveröur (nesti). A heimleið veröur ekiö um Skálholt og kvöldverður snæddur i Hótel ValhöU, þar er Kjartan Jóhanns- son alþingismaöur, formaður Alþýöuflokksins, mun óvarpa gesti. Verö hvers farmiða (aö báðum ofan- greindum máltiöum meötöldum) er aðeins 175 krónur. Lagt veröur af staö frá Alþýöuhúsinu i Hafnarfiröi kl. 8.30, frá Hamraborg 1 á sama tíma og frá Alþýöuhúsinu við Hvcrfisgötu i Reykjavik kl. 9 á laugardagsmorgunn. Miöasala og nánari upplýsingar eru-á skrifstofum Alþýöufiokksins i AJþýðuhúsinu i Reykjavik, simi 15020. Fjölmennlð i fyrstu, ódýrustu og skemmtilegustu sumarferð ársinsl Tónleikar 4 nýir söngvarar f„La Bohéme" Nú um helgina munu veröa tvær sýningar á óper- unni La Bohéme eftir Giacomo Puccini í Þjóöldk- húsinu. Nokkur breyting hefur veriö gerö á hlut- verkaskipan þar sem 4 nýir söngvarar hafa tekið viö aðrJhlutverkum i sýningunni. Þau eru Kristján Jó- hannsson sem syngur hlutverk Rudolfos, Sieglinde Kahmann sem syngur hlutverk Mimiar, Elln Sigur- vinsdóttir sem syngur hlutverk Musettu og Jón Sigurbjömsson sem syngur hlutverk Collines en hann söng það hlutverk á sinum tima i uppfærslu Tónlistarfélagsins og Félags íslenzkra einsöngvara ó La Bohéme. Sinfóniuhljómsvdt íslands undir stjórn Jean Pierre Jacquillat sér um undirleik á sýningunni sem fyrr og einnig syngur Þjóöleikhúskórinn með. Leikstjóri er Svdnn Einarsson og Þuriður Pólsdóttir er aðstoðarleikstjóri. Aöeins munu verða 7 sýningar meö hinum nýju söngvurum og er tveim þegar lokiö, en í kvöld verður ein sýning og svo önnur á annan i hvitasunnu. Þá eru aðeins 3 eftir og veröa þær 10., 12. og 14. júní. Gömul mynd sem tekin var I leik Vals og Akurnesinga. Hér eigast viö þrir knáir kappar, þeir Hermann Gunnarsson, Karl Þórðarson og Teitur Þórðarson. DB-mynd Bjarnleifur. Knattspyman í 1. deildinni um helgina: Toppslagurinn á Skipaskaga —er heimameim mæta meisturum Vals Laugardagurinn næsti átti að vera fridagur hjá knattspyrnumönnum 1. deildar en þá fara fram tveir leikir. Annar þeirra, viðureign Akraness og Vals, ætti að geta orðíð hörku- skemmtilegur. Leikur liðanna átti upphaflega að vera á skrá í 1. umferð mótsins en var svo færður til vegna fyrirhugaðrar ferðar Skagamanna til Indóneslu. Af henni varð þó aldrei en leikurinn engu að síður færður til. Akranes og Valur eru tvö þeirra liða sem almennt er talið að muni verða í baráttunni um titilinn í sumar. Valsmenn hófu mótið með miklum látum, unnu KR og FH i fyrstu leikjunum, og sömu sögu er reyndar að segja um Skagamenn. Sigrar gegn KA og Vestmannaeying- um. Framlína Valsmanna hefur reynzt skörpust allra I sumar — skorað 8 mörk I þeim þremur leikjum er fram hafa farið er þetta er skrifað. Vörn Skagamanna hefur hins vegar komið bezt út — ekki fengið á sig mark I þremur leikjum. Það ætti þvi að vera ljóst að annar aðilinn verður að láta sinn hlut. Ekki er Ijóst hvort leikurinn hefst kl. 14 eða 15 en siðari tíminn er liklegri vegna ferða Akra- borgarinnar. Á laugardag er einnig viðureign FH og ÍBV, sem frestað var um nokkra daga — ætti að vera á mið- vikudag. FH-ingar eru eina liðiö án stiga í 1. deild til jæssa og ef ekki kemur til sigur gegn Eyjamönnum er útlitiö orðið allt annað en glæsilegt. Gengi Eyjamanna hefur verið ærið skrykkjótt framan af en ef marka má styrkleika liðsins verður það einhvers staöar um miðja deild í sumar. Leikur FH og ÍBV hefst Iíkast til kl. 14 en upplýsingar um leiktima lágu ekki fyrir er þetta var hripað á blað. - SSv. Ragnar Ólafsson var i banastuði á Johnny Walker mótinu um sfðustu helgi og setti vallarmet á Nesinu. Nokkrir aðrir voru þó alveg á hælum hans. Það má þvi búast við spennandi keppni i Eyjum um helgina. Tónkór Fljótsdalshérafls syngur í Bústaflakirkju Tónkór Fljótsdalshéraös, sem á 10 ára afmæli á þessu vori, heldur tónleika i Bústaöakirkju mánu- daginn 7. júni nk., annan hvitasunnudag, og hefiast þdr kl. 17. Þetta er upphaf söngferöalags til Danmerkur og Noregs. Kórinn mun halda tvenna tónldka i Dan- mörku: I Grundtvigskirken i Kaupmannahöfn 10. júni og I Sorö-kirkju 11. júni. Aö þvi búnu heldur kórinn til Noregs og tekur þátt i vinabæjamóti á Eiösvöllum, en Eiösvdlir eru vinabær Egilsstaöa. Á efnisskrá kórsins verða verk eftir: Bach, Þorkel Sigurbjömsson, Sigursvdn D. Kristinsson, Jón Ásgeirsson, Inga T. Lárusson o.fl. Einsöngvari meö kómum er Laufey Egilsdóttir en stjórnandi er Magnús Magnússon.. Kórfélagar em 40 en alls veröa i feröinni 70 manns. Iþróttir íslandsmótifl í knattspyrnu 1981 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ AKUREVRARVÖLLUR Þór — Vikingur, 1. ddld, kl. 20. GRUNDARFJARÐARVÖLLUR Grundarfj. — Bolungarv., 3. deild C, kl. 20. BREIÐDALSVÖLLUR Hrafnkdl — Súlan, 3. dcild G, kl. 20. FELLAVÖLLUR Lciknir — UBK, kvennafl., kl. 20. AKRANESVÖLLUR ÍA — Leiknir, 4. fl. A, kl. 19. ÍA — FH, kvennafl., kl. 20. V ALSVÖLLUR Valur — Víöir, kvennafl., kl. 20. Arbæjarvöllur Fylkir — Valur, 4. fl.A,kl.20. FRAMVÖLLUR Fram — UBK, 4. fl. A, kl. 20. KEFLAVÍKURVÖLLUR ÍBK — FH, 4. fl. A.kl. 20. KR-VÖLLUR KR—ÍR, 4. fl. A, kl. 20. NJARÐVÍKURVÖLLUR Njarövik — Afturelding, 4. fi. B, kl. 20.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.