Dagblaðið


Dagblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981. ' Hvað segja skattakóngar? Útkoma skattskrárinnar vekur alltaf töluverða athygli. Skattskrá Reykjavíkur I Sigurð Ólafsson og Rolf Johansen. Skattakóngur ársins, Pálmi Jónsson í Hag- fyrir árið 1980 var lóksins lögð fram í gær og af því tilefni fór Dagblaðið á stúfana kaupi, er I útlöndum og sömuleiðis lngólfur Guðbrandsson og því náðist ekki í þá. og ræddi við þrjá af gjaldhæstu einstaklingunum, þá Þorvald Guðmundsson, \ -KMU Þorvaldur Guðmundsson: ,,Búlnn að vera með þelm hœstu slðustu þrjátiu ér.” Ekki sama aðvera ríkurog skatthár — segirÞorvaldur íSfldogfiski ,,Ég er búinn að vera með þeim hæstu síðustu þrjátiu ár þannig að þetta kemur ekki á óvart,” sagði Þor- valdur Guðmundsson, sem jafnan er kenndur við Sild og físk, en hann er samkvæmt nýútkominni skattskrá næsthæsti greiðandinn í Reykjavik. Gjöld hans nema samtals tæplega 87 milljónum gkróna. Þorvaldur var spurður að því hvort honum þætti gaman að vera ríkur: „Það er nú allt annað að vera ríkur og skatthár. Þeir verða sjaldan rikir sem eru skattháir.” Ertu ánægður með skattinn þinn? „Segir ekki enska máltækið: smile and pay?” sagði Þorvaldur og hló. -KMU APÓTEKIN REKIN Á NAFNI □NSTAKUNGA —segir Sigurður Ólafsson lyfsali sem mundsson i Háaleitisapóteki, Birgir Einarsson í Vesturbæjarapóteki og Sigurður. Hann var spurður hvernig áþvi stæði: „Apótekin eru rekin á nafni ein- staklinga. Þetta er óaðskiljanlegt samkvæmt lögum sem veita þó vissar undanþágur. Þetta er þvi gjaldið til ríkisins frá fyrirtækinu.” Er gaman að vera ríkur? „Fer það saman að vera rikur og greiða háa skatta? í mínu tilfelli gerir það þaðekki.” Ertu ánægöur með skattinn þinn? „Verður maður ekki að vera þaö. • Þetta fylgir því að vera með stórt fyrirtæki,” sagði Sigurður. - KMU SKATTSKRÁIN EKKI ALVEG RÉn Bræðurnir Gunnar Þór Ólafsson ingana í Reykjavík. Skattar þeirra Skattar Magnúsar K. Jónssonar og Ásgeir Bragi Ólafsson, sem reka beggja eru hins vegar áætlaðir og að byggingameistara, sem er i ellefu fyrirtækið Andra, eru i þriðja og þeirra sögn ekki réttir miðað við sæti, eru sömuleiðis áætlaðir og ekki fjórða sæti yfir skatthæstu einstakl- stöðu mála í dag. endanlegakomniráhreint. -KMU erítíundasæti „Ég er vanur þessu. Svo má illu venjast að gott þyki,” sagði Sigurður Ólafsson, lyfsali í Reykjavikurapó- teki, er hann var inntur eftir því hvernig skattarnir legðust í hann. Siguröi er gert aö greiða tæpar þrjá- tíu miUjónir til hins opinbera og er hann í tiunda sæti. Það vekur athygU að samkvæmt skattskrá Reykjavikur eru meðal 25 efstu þrír lyfsalar; Andrés Guð- <c Þessi mynd var tekin af Sigurði Ólafssyni lyfsala fyrir nokkrum árum er hann var að mála húsið sitt. DB-mynd Bjamleifur. Mikiðfjár- magn fer um hend- umarámér — segir Rolf Johansen stórkaupmaður „Nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Þetta er búið að vera svona í nokkur ár,” sagði Rolf Johansen stórkaupmaður sem samkvæmt skattskránni greiðir 36,5 mUljónir gkróna. Rolf sagðist hafa búizt við þessari upphæð, hann hefði getað séö hana út frá bókhaldinu. Hann var spurður að þvi hvernig honum þættí að vera ríkur en eins og flestír vita hefur hann undanfarin ár verið með skatthæstu mönnum landsins. „Ég er alls ekkert rikur. Það fer mikið fjármagn um hendurnar á mér og því verða skattarnir mikUr. Ég er auk þess ekki með hlutafélag heidur er reksturinn á mínu nafni,” sagði Rolf Johansen. -KMU Rolf Johansen: „Ég er alls ekkert rík- ur.” DB-mynd: BJarnleifur. Flugvél til sölu Flugvélin PA-28R-180 er til sölu. 800 timar eru cltir á mótor. Vélin er vel búin tækjum t.d. ADF. VOR með glide-slope, trans|»nder, markerum og auto-pilot. Vélin er ný árskoðuð og lítur mjog vel út. Upplýsingar i sima 95-5456 og 95-5189 eftirkl. 19. Auglýsing um undanþágu frá ákvæðum 5. gr. laga nr. 85/1968, um eiturefni og hættuleg efni varðandi innflutning og sölu á blöndum rícínusolíu (laxerofíu) og metanóls. Með stoð i 21. gr. laga nr. 85/1968 um eiturefni og hættuleg efni hefur ráðuneytið með reglugerð, útgefinni i dag, veitt verslunum, sem til þess hafa fengið sérstakt leyfi ráðherra, heimild til þess, að fengnum meðmæl- um eiturefnanefndar, að flytja inn og selja sem eldsneyti á módelmótora blöndur rícinusoliu (laxerolíu) og metanóls án þess að til kaupanna þurfi sérstök leyfi eins og gert er ráð fyrir i reglugerð nr. I31/I97I. Magn ricinusoliu í þessum blöndum skal minnst vera 20%. Leyfi þessi eru bund- in nánari skilyrðum um ilát, merkingar, varðveislu o.fl., er eiturefnanefnd ákveður. Framangreint auglýsist hér meðskv. 21. gr. laga nr. 85/1968. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Jónas Elíasson prófessor á Orkuþingi: HÆKKUN HÚSMTUNARKOSIN- AÐAR Á ÍSLANDi VARANLEG —verulegt átak þarf til að halda í horf inu á næstu árum „Húshitunarkostnaður landsmanna hefur hækkað verulega á siðustu sex árum og sú hækkun er varanleg,” sagöi Jónas Eliasson prófessor í erindi á Orkuþingi í gær. „Verulegt átak þarf til að halda í horfinu næstu sex árin, svo hitareikningur landsmanna haldi ekki áfram að hækka.” Jarðhití, rafmagn og olía eru þeir orkugjafar sem íslendingar hita hús sin með nú, en notkun mós og kola er lokið að heita má. Á timabilinu 1973—1979 jókst hús- hitun um 3,34% á ári að jafnaði (orku- einingum mælt. Notkun jarðvarmans eykst stöðugt og hefur aukizt meir en nemur allri áðurnefndri aukningu húshitunar á landinu öllu. Hlutur rafmagns hefur lika aukizt en hann er áfram minnstur hluti heildarnotkunar. Hlutur oliu hefur minnkað sem nemur aukningu rafmagns og jarðhita. Hluti olíu i kyndingu húsa var 1973 um hetmingur en 1979 er hlutur olíu i húsahitun lands- manna fimmtungur af þeirri orku sem tíl hennar er notuð. Þrátt fyrir þetta heldur kostnaðarhíutur oiiunnar velli, sllk eru áhrif olíuverðshækkana. Hlutur olíunnar er ennþá meira en helmingur hitakostnaðar árið 1979. Það ár er notkun jarðhita orðin 71,1% af allri orku til húsahitunar, rafmagns 10,7% og oliu 18,2%. Kostnaöarhlutí jarðhita varð það ár 33,9% af heildar- hitakostnaði og kostnaðarhlutí raforku 15,4%. Á timabiiinu hefur raunverð meðal- kostnaðar á hverja orkueiningu vaxiö úr 4,37 kr. á kwst. í 5,86 krónur eða um 34%. Hækkunin stafar af mikilli hækkun olíuverðs. 18% hækkun á raunverði rafmagns á þar tíltölulega litínn hlut að máli. SUÐURNES Skrifstofustarf Óskum að ráða starfsmann til skrifstofustarfa og innskriftar í tölvu fyrir skrifstofu okkar, sem verður opnuð í Keflavík síðar í sumar. Upplýs- ingar veita Már Sveinbjörnsson eða Kristján Sigurgeirsson fyrir 20. júní nk. Qö rekstrartækni sff. SiBumúla 37 - 8fini 85311 - A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.