Dagblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 12
mmiABW fijálsl, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir Haiiur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldssor Handrit: Ásgrimur Póisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Biaðamenn: Anna Bjamason, Atil Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurður Svorrisson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamieifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HalF dórsson. DroHingarstjórí: Valgerður H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Begin einangrar ísrael Hinn gamli hryðjuverkamaður, Men- achem Begin, forsætisráðherra ísra- els, hefur farið hamförum í baráttunni fyrir þingkosningarnar 30. júní. Hann hefur beitt hinum fautalegustu brögð- um og því miður náð hylli lýðsins að nýju. Fyrir þremur mánuðum virtist svo sem hin hægri sinnaða Likud-samsteypustjórn Begins mundi kolfalla í kosningunum. En nú hafa skipazt svo veður í lofti, að talið er líklegt, að forsætisráðherrann muni halda velli. Fyrst tók Begin upp á því að níða erlenda þjóðarleið- toga, einkum Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýzka- lands. Ofsafengnar og með öllu tilhæfulausar skammir hans virtust falla í frjóan jarðveg Þjóðverja- haturs í ísrael. Síðan lét hann flugher ísraels skjóta niður herþyrlur Sýrlendinga í Líbanon. Þetta var árás á annað land og gerði að engu tilraunir Bandarikjanna til að koma á friði í borgarastyrjöldinni í Líbanon. Einnig þá fagnaði ísrael. Síðasta og mesta óhappaverk Begins var að láta flug- herinn ráðast á kjarnorkuverin, sem ítalir og Frakkar hafa hjálpað írökum að reisa. Færustu sérfræðingar úr hlutlausri átt telja þessi ver eingöngu hafa verið nýtanleg á friðsamlegan hátt. ísraelsmenn fögnuðu ákaft á götum úti, þegar þeir fréttu af þessu nýjasta óþverrabragði Begins. Þeir virðast orðnir svo helteknir af Massada-hugsun hins umkringda, að þeir telji sig yfir almenn siðalög og þjóðarétt hafna. Margir góðir menn á borð við Anwar Sadat Egypta- landsforseta og Jimmy Carter Bandaríkjaforseta höfðu lagt mjög hart að sér við að draga úr spennu á landamærum Israels. Allt þetta starf hefur Begin sprengt í loft upp. Með árásinni á írak einangraði Begin ísrael í heimin- um. Til að bjarga stjórn sinni frá falli eyðilagði hann hið viðkvæma jafnvægi heimshlutans. Hann kann að sigra í kosningunum, en sá sigur felur í sér ósigur ísraels. Otraustieg vinnubrögð Fyrirsögnin ,.Stálbræðsla er æskileg” var á leiðara Dagblaðsins 4. maí, þar sem mælt var með þátttöku manna í stofnun hlutafélags um framleiðslu steypu- styrktarjárns. Fyrirsögnin fól í sér heildarniðurstöðu leiðarans. Stuðningur blaðsins var með þeim sjálfsagða fyrir- vara, að verksmiðjan skyldi ekki njóta neinnar opin- berrar verndar. Blaðið telur til ills, að hið opinbera styðji starfsemi, ef hún leiðir til hærra vöruverðs eða aukinna skatta. Eitthvað hefur fyrirvarínn farið fyrir brjóst aðstand- enda verksmiðjunnar. Einn þeirra, Elías Gunnarsson verkfræðingur, hefur kvartað á prenti, kryddað óvið- komandi dónaskap, sem segir töluverða sögu um höfundinn. í fumi greinarinnar ruglar hann saman áliti Dag- blaðsins á salt- og steinullarverksmiðjum, sem birtist 1. júní og áliti þess á stálbræðslunni frá 4. maí. Efasemd- ir blaðsins voru miklum mun þyngri í garð fyrrnefndu verksmiðjanna. Hinu er ekki að leyna, að nýjar efasemdir hljóta að vakna í garð stálbræðslumanna, þegar þar koma í ljós strákar, sem verða sér til skammar á opinberum vett- vangi út af eigin misskilningi. Slíkt fælir bara hluthafa á brott. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981. Mikið var skrifað i jslenzkum fjölmiðlum um niðurstöður Russel-dómstólsins um striðsglæpi Bandaríkjamanna i Indókina, en minna er sagt frá nýlegum niðurstöðum sams konar dómstóls um stríðsglæpi Rússa i Afganistan, segir greinarhöfundur. Sovétríkin dæmd fyrir stríðsglæp Það er kannski ekki i frásögur færandi að alþjóðlega samsettur dómstóll kveði upp úrskurð um strið Sovétrikjanna á hendur Afganistan. Hjá okkur yfirgnæfir striðið við verðbólguna og stríðið flokkanna á milli, um atkvæði, önnur strið og þá ekki sist þau strið sem gerast i Langti- burtulandi. Þó gerðist það hér á árunum að sum blöð voru nokkuð iðin við að tiunda fregnir af striðs- glæpum i Indókina. Þá var, ef mig misminnir ekki, sagt vel frá störfúm dómstóls þess er kenndur var við rit- höfundinn Russel, en sá dómstóll fjallaði oftar en einu sinni um striðs- glæpi Bandarikjanna i Indókfna. Nú bar svo við að Permanent Peoples Trlbunal (PPT) hélt slna sjöttu ráðstefnu i Stokkhólmi 1,—3. mai sl. Verkefnið var að yfirheyra vitni og sérfræðinga um strfðsrekstur Sovétrikjanna í Afganistan og kveða upp úrskurð. Ég hef ekki séð fjallað um dómstól þennan f dagblöðum, og þó svo hafi verið gert er allt i lagi að bæta við. Hverjir dœmdu? Ef að likum lætur má búast við að einhverjir rússadindlar ati slíkt til- tæki sem Afganistan-vitnaleiðslurnar auri og uppnefni það sem handbendi Reagans, svipað og gert var er Russel-vitnaleiðslurnar um stríðs- rekstur Bandaríkjamanna í Indókina voru af kanadindlum uppnefndar sem verkfæri Rússa. Það er því ekki úr vegi að kynna, þó ekki annað en nokkur nöfn þeirra er við sögu komu við Afganistan-vitnaleiðslurnar í Stokkhólmi. Formaður ráðstefnunnar i Stokk- hólmi var Francois Rigaux prófessor i alþjóðarétti í Belgiu, en hann er einnig formaður PPT. Þrír dómar- anna eru þekktir frá Russel-réttar- höldunum um striðsglæpi Bandarikj- anna. Þeir eru Vladimir Dedijer, rit- höfundur og sagnfræðingur frá Júgóslaviu, en hann á upphaflega frumkvæðið að þessum vitnaleiðsl- um. Leo Matarasso, prófessor i lögum frá Frakklandi, og Laurent Schwartz, franskur stærðfræðingur. Aðrir dómarar voru m.a. Richard Baumlin, stjórnarskrárlögfræðingur frá Sviss, Eduardo Gallans, rithöf- undur frá Uruguay, Ernesto Mela Antunes, fyrrv. utanríkisráðherra Portúgals, Anjit Roy, blaðamaður og rithöfundur frá Indlandi, George Wald, líffræðingur og nóbels- verðlaunahafi í læknavísindum 1967 frá Bandarikjunum, erkibiskupinn i Mexikó Sergio Mendez Arco, Denchik Medjid, lögfræðingur frá Alsír. Albert Enarsson Vitnaleiðslur og skýrslur í þrjá daga voru vitni yfirheyrð og sérfræðingar fluttu skýrslur sinar. Þær ákærur sem dómararnir áttu að taka afstöðu til voru: — Hafa Sovétrikin brotið gegn al- þjóðalögum með því að ráðast inn i Afganistan? — Hafa Sovétrikin brotið gegn lögunum um mannúð í striði, með striðsrekstri sinum í Afganistan? Frásagnir vitna þeirra sem komin voru frá vigvellinum í Afganistan eru í flestu sláandi likar og þær sem vitni sögðu frá við hliðstæð réttarhöld um striðsrekstur Bandarikjanna í Víet- nam, bæði bandariskir hermenn og Víetnamar. Mohammed Rahim Henar frá mið- hluta Afganistan sagði frá atburðum i Hazarajat: — Ég var fangelsaður í upphafí stjómartiðar Tarakis. Þá var barátta okkar enn i burðarliðnum og ekki skipulögð. Síðar varö hún umfangs- meiri og þá hafði stjórnin ekki tíma til að yfirheyra alla og jafnvel ekki einu sinni til að lifláta alla fanga. Þeim var bara ekið lifandi í grafirnar og ýtt yfir með dráttarvél. Maður sá jörðina iða í hálftima á eftir. Það var óhugnanlegt að sjá þetta. I skýrslu sinni um brot Sovétríkj- anna á alþjóðalögum sagði Joe Ver- hoeven, prófessor í alþjóðarétti, m.a.: — Innrás Sovétrikjanna i Afgan- istan uppfyllir engin skilyrði greinar 51 í iögum Sameinuðu þjóðanna, um réttinn til sameiginlegra sjálfsvama. Sovétrikin hafa heldur aldrei lagt fram nokkur gögn er staðfesta að Afganistan hafi óskað eftir því að Sovétrikin gripi inn í. Ríkisstjórn getur heldur ekki beðið 0 „Þá komu fram uppiýsingar um að fangar væru iíflátnir án dóms og laga og um hryðjuverk.” annað land um hernaðaraöstoð ef það hefur i för með sér meiri skaða fyrir íbúana en sú ógn sem verjast á, gerir. Ihlutun óviðkomandi valds I innanlandsátök er i algerri andstöðu við allt sem heitir alþjóðaréttur, sagði Joe Verhoeven. Rannsóknarnefnd, sem fjár- mögnuð var af blaði ítalska Sósial- istaflokksins, Mondo Operaio, og var I Afganistan frá 20. des. 1980 til 3. mars 1981, greindi frá þvi að allir þjóðfélags- og pólitískir hópar væru með i samfylkingunni gegn innrás Sovétrikjanna I landið. Sovétríkin hafa einnig sett upp stjómkerfi við hliö þess afganska og ræöur þvi al- gerlega. Þannig er t.d. afganska utanrikisráðuneytinu stjómað af Valdimir Safrontjuk í sovéska sendi- ráðinu. Rannsóknarnefndin fann engar sannanir fyrir þvi að afganska and- stöðuhreyfingin fengi vopnaaðstoð frá, hvort sem er Pakistan eða Kfna, eins og Sovétríkin fullyrða. — Við höfum séð fólk sem illa er farið eftir napalmsprengjur, sagði Carlo Di Meana fulltrúi nefndarinnar og lagði fram Ijósmyndir til sönnunar. Þá greindi nefndin frá þvi að hún hefði fyrirhitt fólk illa farið eftir flisa- sprengjur. Innrósin fordœmd Jafnframt þvi sem innrás Sovét- rikjanna i Afganistan er fordæmd og fordæmingin rökstudd með tilvisun- um til þess á hvem hátt hún brýtur i bága við alþjóðleg lög, var niður- staða dómstólsins sú að senda rann- sóknarnefnd til Afganistan til frekari rannsóknar á stríðsglæpum. Mörg vitnanna skýrðu frá notkun vopna sem em alþjóðlega bönnuð svo sem eiturgas og ýmsar tegundir sprengja. Þá komu fram margar upplýsingar um að fangar væru liflátnir án dóms og laga og um hryðjuverk. Dómararnir fjórtán, frá Evrópu, Asíu, N- og S-Ameriku og Afriku, skiluðu frá sér úrskurði i 30 bls. riti, þar sem öll þau gögn sem dómsúr- skurðurinn byggist á eru birt. Gegn strfði og innrós Allstór hópur fólks tók þátt i þvi fyrir 5—10 árum að andæfa innrásar- stríði Bandarikjanna i Indókina. Flestir gerðu þetta af tvenns konar ástæðum. Annars vegar gegn stríðs- rekstri og hins vegar til að styðja al- þýðu þessara landa i réttlátri baráttu gegn innrásaröflum og fyrir þvi að ráða málum sínum sjálf. Gildir ekki það sama í dag um innrás Sovétrikj- anna i Afganistan? Auk þess að kveða upp ítarlegan úrskurð sendi PPT-ráðstefnan i Stokkhólmi frá sér hvatningarávarp þar sem hvatt er til stuðnings við sjálfsákvörðunarrétt afgönsku þjóðarinnar og réttar ibúa E1 Salva- dor og annarra þjóða i heiminum til frelsis til að ráða eigin málum. Þá var hvatt til baráttu gegn uppskiptingu jarðarinnar i andstæðar blokkir. í ávarpinu segir að slik barátta gefi von um nýjan og betri heim. Albert Einarsson kennari

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.