Dagblaðið - 11.06.1981, Side 11

Dagblaðið - 11.06.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981. 11 Aukaþing Sjálfsbjargar í Reykjavík 13. og 14. júnf: HLUTIAF LEIKRIH FRUMFLUTTUR Á ÚTIFUNDIFATLAÐRA fyrirheymaiiausa 1 tilefni alþjóðaárs fatlaðra heldur Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, aukaþing i Reykjavik dagana 13. og 14. júni. Meðal dagskrárliða á þessu þingi verður útifundur á Lækjartorgi laugar- daginn 13. júní og hefsthannklukkan 13.30. Þar mun Alþýðuleikhúsið flytja hluta af nýju leikriti sem frumflutt verður næsta haust og ber nafnið Sterkari en Súpermann. Leikritið, sem Magnús Kjartansson þýddi, fjallar um vandamál fatlaðra og ófatlaðra. Höfundur þess er Bretinn Roy Klift og var verkið frumflutt ytra 7. marzi fyrra. 1 fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörgu segir að allstór hópur fólks, þar á meðal margir fatlaðir, hafi séð æfingu á leikritinu fyrir skömmu. „Voru allir sammála um að Alþýðuleikhúsið hefði ekki einungis valið afburðagott verk til sýningar heldur að það unga fólk sem að sýningunni stendur hefði náð ótrú- legum tökum á hinu vandmeðfarna efni sem þarna er fjallað um,” segir i fréttatiikynningunni. Eftir síðustu áramót var stofnuð samstarfsnefnd Alþýðusambands íslands og Sjálfsbjargar með þremur fulitrúum frá hvorum aðila. Hefur nefndin unniö margvisleg störf til undirbúnings framtiðarsamvinnu sam- takanna. Má þar nefna drög að kröfu- gerð um réttindi fatlaðra, sem lögð var fyrir fyrsta fund i 34 manna samninga- nefnd ASÍ sem undirbýr samninga verkalýðsfélaganna á hausti komanda. Útifundurinn á Lækjartorgi verður túlkaður á táknmáli fvrir heyrnarlausa, auk þess sem ferðaþjónusta og aðstoð verður látin fötluðum í tc. Bolvíkingar í söngferðalag til Færeyja: SÖNGSTJÓRINN MESSAÐI0G KÓR- INN SÖNG UNDIR Karlakórinn Ægir í Bolungarvík skrapp út fyrir landsteinana nú um hátiðina og hélt til Færeyja í söng- ferðalag. Hélt kórinn fimm tónleika en ferð kórsins stóð i fjóra daga. Til Færeyja var haldið aöfaranótt laugardags og daginn eftir hélt karla- kórinn tónleika i Skálum. Á hvita- sunnudag fór kórinn i ferð um eyj- arnar og hélt tónleika i Þórshöfn. Daginn eftir var kórnum boðið í skemmtisigiingu um eyjarnar meö Smyrli og ferðinni lauk með tónieik- um í Skálum. Þar stóð þá yfir mikii hátið, ekki ósvipuö þjóðhátið Vest- mannaeyingja, og voru eiginkonur kórfélaganna 22 í islenzkum þjóö- búningum á hátiðinni. Vöktu þær mikla athygli. Auk nefndra þriggja tónleika hélt kórinn tvenna i viðbót og voru aðrir þeirra í kirkju. Messaði söngstjóri karlakórsins, séra Gunnar Björns- son, sem einnig er sóknarprestur í Bolungarvik, en kórinn sá um söng i kirkjunni. Sem fyrr segir eru kórfélagar 22, en alls var i ferðinni hálfur fimmti tugur Bolvikinga. Færeyingar kostuðu uppihald og gistingu en ferðirnar voru fjármagnaðar með tónleikunum fimm. - SA / KF, Bolungarvik. Kariakórinn Ægir frá Boiungarvík gerði góða ferö til Færeyja um hvítasunn- Þá hefur verkaiýðshreyfingin tekið virkan þátt i undirbúningi útifundarins þann 13. og sýnt með þvi i verki vilja sinn til samstöðu með fötluðum. Sem fyrr getur hefst fundurinn kl. 13.30 en fundurinn verður túlkaður á táknmáli fyrir heyrnarlausa. Fólki er bent á að útvega sér aðstoðarfólk i tima og athuga um flutning til og frá fundi. Ferðaþjónusta og aðstoð verður veitt i tengslum við fundinn og eru þeir sem þurfa á aðstoð að halda beönir að hafa samband við skrifstofu Sjálfsbjargar i sima 17868 og 29133 sem allra fyrst. -SA PANTANIR OSKAST SÓTTAR SEM FYRST ÓDÝR EINANGRUN Nú bjóðum við einnig upp á mjög góða hijóðeinangrun / tilsniðnum mottum í stærðinni 31/2"x57cm x243 cm. Hin vinsæ/a 6" og 3 1/2‘ g/erufíar- einangrun m/áipappa komin aftur EINANGRUN Sound Control Batts AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 45810. (Ekið inn frá Nýbýlavegi). I fyrsta sinn á Íslandi - Hinir heimsfrægu „AMERICAN"

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.