Dagblaðið - 11.06.1981, Síða 13

Dagblaðið - 11.06.1981, Síða 13
/V. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981. 13 N í fjölmiðlum, blöðum, sjónvarpi og útvarpi, er næstum daglega verið að segja frá hinni gifurlegu fram- leiðniaukningu, sem hagræðing i fjölda prjónastofa á landinu hefur haft i för með sér. Búið er nú þegar að auka framleiðsluna um 100— 130% og i júllmánuði verður búið að framleiða meira af prjónafatnaði en framleitt var allt árið I fyrra. Vist væri gott eitt um þetta að segja ef fyrir væru nóg verkefni til þess að taka við framleiðslunni en ekki blasti við fækkun og uppsagnir í þessum iðnaði og ef hann auk þess gæfi fólkinu sem að iðnaðinum vinn- ur veruiega kauphækkun fyrir þessa geysilegu framleiðniaukningu. En skoðum nú málið dálitið nánar. í Tímanum 3. júní er ásamt þessum frásögnum birt mynd af saumakon- unum sem allra afkastamestar eru taldar en það eru konumar sem vinna á Saumastofu Akraþrjóns á Akra- nesi. Þar segir blaðið að framleiðni- aukningin hafi orðið 100% eða meira síðan í fyrra. Hvað hafa þessar afbragðsgóðu konur fengið í sinn hlut fyrir þessi geysilegu afköst. Segi og skrifa, í maimánuði fengu þær samkv. kerfinu 16,3% í meðalbónus fyrir að auka framleiðni fyrirtækisins um meira en 100%. Fyrirtækið 100% eða meira, konurnar 16,3%. Hvilíkum arðræningjagaldri er hér beitt. Og best er að segja söguna eins og hún gengur. Eins og allir vita er iægst af öllu lágu kaupi, launin sem konurnar i iðnaðinum búa við. Eða í þessum umrædda mánuði, maí, var mánað- arkaupið i saumaskap byrjunarlaun Konur í idnaði 100% eða meiri f ramleiðniaukning í prjónafatnaði 16,3% launahækkun til saumakvenna Kjallarinn Herdís Ólafsdóttir kr. 3.915 og getur orðið hæst eftir 4ra ára starfsreynslu kr. 4.191. Verður fólki ekki sifellt umhugsunarefni sem býr við slik launakjör, hvað sé nú til ráða svo afbragðsgóðir starfsmenn ,Verkakonur, þiö eigið oröiö.’ Konur í hvers konar iönaði búa viö hið lægsta af öllu lágu kaupi, segir greinarhöf- undur. geti bætt við launin sín. Jú, ráð er til sem sögur fara af, það er að vinna i bónus. Enda þótt kunnugt sé hvílikt vinnuálag og þrælapiskur bónusinn er hefur hann hækkað kaup i fiskiðn- aðinum hjá fólki sem stendur uppá sitt besta, þótt að visu framleiðni- aukningin komi að stærri hluta i hendur atvinnurekenda eins og kunn- ugter. Útlenskt þrælakerfi En nú skal lika fara að skipuleggja iðnaðinn. Til er stofnun sem heitir Iðntæknistofnun fslands. Hún hefur haft með höndum skipulagningu í verksmiðjum og saumastofum iðnaðarins, með þessum ágæta ár- angri, sem segjr frá daglega i fjöl- miðlum. Hún hefur haft frumkvæði að þvi, að erlent fyrirtæki með er- iendar forskriftir og kerfi hefur verið ráðið til starfa hér og þá helst 1 saumastofur, með loforði um bónus og aukin laun, þegar öllu hefur verið komið i kring sem þetta kerfi kallar á. Verkakonurnar hafa verið fúsar á að taka þátt í þessu, i fyrstu vegna þess að þær þurfa hærrí laun og vilja fúsar stuðla að aukinni arðsemi á sinum vinnustað. Vist er hægt að viðurkenna það að i upphafi hefur veríð byrjað á þvi að skipuleggja og taka til i ruslbomum vinnustöðum á saumastofum, þar sem öllu var hrúgað saman i einn haug svo rétt sást i saumakonurnar og vélarnar uppúr efnishaugunum. Og virða skal það að stjómendum er gert ljóst að þannig á ekki vinnustaður að vera og sjálfsagt gerir sú hagræðing eitthvað til framleiðniaukningar. En strax þegar byrjað er að skipu- leggja verkakonurnar með skeið- klukku í hönd þá er öllum ljóst hvar afkastaaukningin liggur. Útlendingar standa þungbúnir yfir hverri mann- eskju, með nokkra aðstoðarmenn við hlið sér til mælinga og kerfisbreyt- inga. Vinna skal hraðar, hraðar brrrr — vélin verður hiklaust að sauma hraðar, hraðar. Engin aukaviðbrögð, allt mælt og skipulagt. Ef einhverjum verður á að lfta af vélinni sinni og hika við, koma útlendir mælinga- meistarar og snúa höfði viðkomandi starfsmanns að taufæti vélarinnar og verkefninu. Enginn má segja orð, allt líf fólksins, öll hugsun og einbeiting á meðan á vinnu stendur skal lögð fram fyrir meiri framleiðni fyrir fyrirtækið. Útlenskt þrælakerfi hefur verið tekið í notkun sem gefur iðn- fyrirtækjunum meira en 100% aukin afköst, en verkakonunum í Akra- prjón i maimánuði aðeins 16,3% í meðaitaislaunahækkun, sem þýðir kr. 3,82 pr. tlma eða mánaðark. kr. 4.577—4.853. Er ekki kominn timi til fyrir ykkur, verkakonur i iðnaði, að risa upp og segja svivirðingunni strið á hendur og láta ekki fara með ykkur á þennan hátt? Vinnum ekki eftir erlendu þrælakerfi. fslendingar hljóta aö geta skipulagt þann vinnustað og mælt það bónuskerfi sem okkur hentar. Verkakonur, þið eigið orðið. Athugið vel hverju þið viljið fórna fyrir smánarlegar launahækkanir. Herdis Ólafsdóttir, Akranesi. VIÐ H0LDUM UTIFUND Kjallarinn Á laugardag.nn höldum við úti- fund á Lækjartorgi klukkan hálftvö. Hann er í tengslum við aukaþing Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra. Þetta aukaþing samtakanna er haldið um aðeins tvö málefni. At- vinnumál fatlaðra og lífeyrismál. Atvinnumál fatlaðra eru einn af þýðingarmestu þáttum i lífsbaráttu fatlaðra. Fyrir fatlaðan einstakling, eins og aðra, er sá möguleiki að fá að vinna grundvallaratriði og forsenda þess að hægt sé að lifa eðlilegu lifi. Þetta gildir um þá sem hafa heilsu til að vinna og þeir eru miklu fleiri en margir telja. Svo mikilvægt er þetta atriði að „Sumir trúðu því til að mynda varla að tí- undi hver maður fatlast einhvern tíma á ævinm... 55 Frá æfingu Alþýðuleikhússins á leikritinu Sterkari en Súpermann. Þýðingu leiksins gerði Magnús Kjartansson. Höfundur cr breskur og heitir Roy Klift. Verkið var samið árið 1979—1980 og frumflutt 7. mars 1980 og erenn leikið fyrir fullu húsi. Sjálfsbjörg blæs nú til aukaþings með þessi málefni sem grunntón. Betri staða í Iffinu Þó að það séu fatlaðir sem standa fyrir þessum útifundi, vonum við að fatlaðir verði aðeins litill hluti af fundargestum. Þessi fundur er ekki sist haldinn til þess að leita eftir sam- stöðu og siðferðilegum stuðningi þeirra sem (íjfatlaðir eru. í baráttu fatlaðra fyrir betri aðstöðu í lífinu, baráttu þeirra fyrir jafnrétti og sömu mannréttindum og aðrir búa við, er stuðningur og sam- starf við hina ófötluðu afar mikil- vægur. Vegna þessa er það von okkar að Reykvikingar og ibúar allra ná- grannabyggðanna verði meö okkur á þessum útifundi og sýni samstöðu sína með þeirri þátttöku. Sívaxandi skilningur Við höfum orðið áþreifanlega vör við það að málefni fatlaðra njóta nú sivaxandi skilnings alls almennings. Ekki sist höfum við orðið vör við þetta við undirbúning þessa útifund- ar. Þessi staðreynd byggist ekki síst á því að þessi málaflokkur hefur verið meira i sviðsljósinu á þessu ári en oft áður. Almenningur i landinu hefur ekki haft mikla innsýn i kjör og að- búnað fatlaðra hingað til. Flestir sem ekki þekktu til hafa orðið mjög undr- andi á þeirri staðreynd, hve margir eru fatlaðir og hve margir fatlast ár- lega. Sumir trúðu þvi til að mynda varla að tiundi hver maður fatlast einhvem tima á ævinni i meira eða minnamæli. „Sterkari en Súpermann" Útifundurinn verður með léttu ivafl. Hljóðfæraleikarar munu hefja leik á torginu kiukkan eitt. Engar langar ræður verða fluttar heldur stutt ávörp. Hrafn Sæmundsson Alþýðuleikhúsið mun þarna frum- flytja hluta úr leikriti sem verið er að æfa. Allstór hópur fatlaöra sá þetta leikrit á æfmgu nú nýlega. Allir voru sammála um að þarna væri ekki ein- ungis um að ræða afburðaverk, heldur hefði það unga fólk sem að sýningunni stendur náð ótrúlegum tökum á hinu vandmeðfarna efni sem þarna er fjallað um. Þetta leikrit heitir „Sterkari en Súpermann” i ísienskri þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. Þetta leik- rit er alveg ótrúlega grípandi og skemmtilegt verkefni. Hvergi örlar þar á þeirri viðkvæmni og stundum væmni sem oft einkennir slík verk. Textinn og hin frábæra túlkun ganga þarna fram á ystu nöf í fullkominni ádeilu, en hvergi heldur feti framar, og verkið skýrir á ljósan hátt þau mannlegu samskipti sem um er fjall- að. Sá sem þetta ritar vill gjarnan leggja mikið að veði fyrir þvi að þetta leikrit muni setja mikinn og litrikan svip á næstu vertíð i leikhúsunum. Það myndi gleðja okkur mikið, ef hinir ófötluðu sýndu samstöðu og kæmu á fundinn, þúsundir Reykvík- inga og íbúa úr nágrannabyggðum. Hrafn Sæmundsson prentari.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.