Dagblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR íl. JUn! 1W1. 21 Bubbi Morthens — Það voru oft fieirí en einn og fleirí en þúsund þorskar á færibandinu hjá honum i einu. DB-myndir ESE. Nú er að duga eða drepast The Outsiders á hljómleikum í Osló Þrátt fyrir að Islendingum sé frem- ur lítið gefið um það að standa f bið- röð, hafði myndazt alllöng halarófa yfir utan Club 7 i Osló er DB bar þar jað garði. Halarófa þessi, sem aö mestu leyti samanstóð af félögum fslendinganýlendunnar i Osló, var öll já iði og greinilegt að eftirvæntingin var mikil. Og það var ekki að ástæöulausu. Löngu áður hafði það kvisazt út að hin feikivinsæla rokk- hljómsveit, The Outsiders, ætti að leika á klúbbnum um kvöldið og i auglýsingum norsku blaðanna stóð að boðið yröi upp á „nyveiv” eins og það gerðist bezt á íslandi. Nokkrum klukkustundum fyrir hljómleikana höfðu The Outsiders, öðru nafni Utangarðsmenn, rennt i hlaðið á hinum glæsilega farkosti sinum, 40 sæta rútu ættaðri frá Holl- andi, eftir langt og strangt ferðalag frá Stokkhólmi. Reyndar máttu Utan- garðsmenn prisa sig sæla yfir þvi að komast til Ósló i tæka tið, þvf að lengi leit út fyrir að sænska lögreglan myndi kyrrsetja Pollock-bræðurna i Sviþjóö. Laganna verðir komu nefni- lega auga á það að þeir bræöur voru bandarískir rikisborgarar og stóðu því i þeirri trú að þeir hefðu ekki at- vinnuleyfi á Norðurlöndunum. Þeir Mike og Danny héldu þvi þó statt og stöðugt fram að þeir væru meiri íslendingar en Bandarikjamenn, þó að þeir hefðu sjálfkrafa fengiö bandariskan ríkisborgararétt við Myndir og texti: fæðingu og fór svo að lokum aö sænska lögreglan sleppti þeim úr haldi. Það voru þvl þreyttir og slæptir Utangarðsmenn sem stóðu á sviðinu í Club 7 þetta kvöld, en að hætti alvöruhljómsveita stóðu þeir sig þó með prýði. Eftir rólegan fyrri hluta, settu Utangarðsmenn allt i botn og er greinilegt að þeir eru til alls líklegir á þessu hljómleikaferðalagi. „It’s now — or never,” sagði Mike Pollock i samtali við undirritaðan og átti þar við að framtíð hljómsveitarinnar réðist af gengi hennar næstu mánuð- ina. „The Outsiders” eru menn framtíðarinnar, þeirsem eiga að erfa landið og a.m.k. jafn góðir og allir hinir. í þessum „bransa” eru það hamingjudisirnar sem ráða mestu, en hvort þær eru með þeim Utangarðs- mönnum verður framtíðin ein að skera úr um. -ESE — Hún var alin upp til þess að iiggja á bakinu og fjöiga sór, segir i einum texta Bubba og hér iifir hann sig inn i hiutverkið. lendingar i Osló hita upp fyrir hljómleikana. Ogþað var kneyfað ölúrkrúsum.. Samband Bubba og viðstaddra varmeð ágætum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.