Dagblaðið


Dagblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 20
24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981. 1 Menning Menning Menning Menning II Góðaferð Þorgerður Ingólf sdóttir og krakk- amir hennar í Þýskalandsreisu Hamrahlíðarkórinn lagði land undir fót nú um hvítasunnuna. Leiðin liggur um Þýskaland og Rin- arhéruð, og i ferðinni eru fyrir hug- aðir níu tónleikar, auk þess sem sung- ið verður við messur, og ugglaust verður lagið tekið oftar en opinber tilefni segja fyrir um. Kórinn kvaddi aðdáendur sina hér heima með tón- leikum á laugardag fyrir hvítasunnu. Undirritaður átti þess ekki kost að komast á tónleikana, en brá á það ráð að laumast inn á æfingu hjá kórnum í fyrri viku og ræna hvíldinni frá sðngstjóranum þessar tæpu fimm mínútur sem hún gaf sínum ungu söngvurum til hvíldar. Að hafa þá djörfung Aðspurð um tilefni fararinnar svaraði Þorgerður því til að lfklega væri það sú dirfska sín og kórsins að vera að bjástra við að syngja „O sac- rum convivium” eftir Olivier Mess- iaén. Sú ágæta kona Almut Rössler, sem islenskir tónleikagestir ættu að muna vel eftir, frá tónleikum hennar í Landakoti siðastliðið haust, hefði haft spurnir af því að Hamrahlíðar- H Miskunnarbæn Rófferts Abrahams flutt með strengjasvelt: ÞorgerOur og kórinn á æflngu. DB-mynd Sig. Þorri. ■ ■ ndbönd Landakynni Vikunnar: Holl .. w, HPPf kórinn hefði þá dirfsku að leggja til atlögu við verkið — og upp úr því hefði spunnist boð um tónleika í Jóhannesarkirkjunni i Dilsseldorf. Verkefnaval kórsins i ferðinni sagði Þorgerður vera alþjóðlegt og ís- lenskt, veraldlegt og geistlegt, eða í þeim dúr, sem verkefnaval kórsins hefði lengst af verið. Ég get ekki stillt mig um að birta glefsur úr geistlegu prógrammi kórs- ins. Þar tróna verk eins og — Upp- hafsstef Þorlákstíða, Heyr himna smiður, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Svita úr Gullna hliðinu, eftir Pál Isólfsson, Requiem, eftir Jón Leifs, Nun lasst uns gehen und treten, eftir J.S. Bach, O sacrum convivium, eftir Messiaén, Miskunnarbæn, eftir Ró- bert Abraham Ottósson, Heilræði eftir Atla Heimi Sveinsson og Hamrahlíðarkórinn heldur svo varla tónleika að hann frumflytji ekki verk, syngur splunkunýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Resessionale við lokaorð Þorlákstfða. Þorkell var sjálfur viðstaddur þegar verkið var sungið i Krists kirkju i Altendorf i Westerwald á annan hvítasunnudag. Hefðir og heimasmíð En fleira er nýtt á dagskrá. Það er hefð kórsins að frumflytja verk eftir íslenskt tónskáld við skólaslit hverju sinni. Skólaslitaverk- í vor var Heil- ræðavísa eftir Jón Nordal, fallegt verk sem á vel við kórinn. — Til marks um hvert kapp er lagt á að hafa upp á verkum til að glíma við má geta tilkomu Miskunnarbænar Róberts Abrahams Ottóssonar á söngskrá kórsins. Róbert Abraham samdi verkið fyrir söngraddir og strengi. Strengjaraddirnar glötuðust og verkið hefur ekki verið flutt, utan hvað Einsöngvarakórinn mun hafa flutt að minnsta kosti hluta þess. En svo fannst píanórödd við hluta verks- ins og þá var fenginn til góður tón- smiður að skrifa út strengjaraddir og nú syngur Hamrahlíðarkórinn ásamt strengjasveit kórfélaga þetta máttuga verk Róberts Abrahams. Annars þarf kórinn ekki að róa á önnur mið eftir söngverkum. Haukur Tómasson samdi kórlag við ljóð Bergþóru Ingólfsdóttur, örvænting. Lag sem ber vott um frjóa sköpunar- gáfu ungs tónskálds. Hauki tekst einnig að varðveita einlæga og barns- lega einfeldni ljóðs Bergþóru, sem lika syngur f kómum. Sendiboðar íslenskra tónmennta í Þýskalandsförinni fær kórinn til liös við sig organleikara á geistlegu tónleikunum. Ekki er sá beint sóttur til útlanda þótt ráðinn sé við eina af höfuðkirkjum Dilsseldorfborgar, Neanderkirche. En það er Hörður Áskelsson, sem leikur úr Praeludiae organo, eftir Jón Leifs, úr Suite im 2. Ton, eftir Clérambault og tvö atriði úr Les Corps Glorieux, eftir Messi- aén. Til marks um að fleiri en við hérna heima álita Hamrahlíðarkórinn tölu- vert meira en meðalskussa í söng flnnst undirrituðum rétt að geta þess að hinir þýsku gestgjafar kórsins setja hann til borðs með kórum eins og Coro Universitario de Oviedo frá Spáni og Schola Cantorum frá Osló. Ekki er að efa að þar sem Hamra- hliðarkórinn syngur á erlendri grund fara verðugir sendiboöar íslenskra tónmennta. Góða ferð. -EM.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.