Dagblaðið - 18.06.1981, Síða 5

Dagblaðið - 18.06.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1981. 5 Nýtt samnorrænt bókmennta- tímarit á ensku í burðarfiðnum Við islendingar kvörtum iðulega yfir þvi að okkar ágætu bókmenntir komi aldrei fyrir augu alheimsins og eigum þá í fiestum tilfellum við hinn enskumælandi heim. Af islenskum rithöfundum á Laxness einn visar enskar þýðingar á bókum sinum og aðeins tvö tlmarit, Scandinavian Review og Iceland Review, birta islenskan skáldskap á ensku, en mjög óreglulega þó. Nú bendir ýmisleg til þess að á þessu verði breyting til batnaðar. Hér á landi er staddur breskur rithöf- undur, búsettur i Sviþjóð, Jeremy Franks að nafni, ritstjóri ársQórð- ungsrits er nefnist Swedis Books. Á mánudag hélt hann fund með blaða- mönnum og fulltrúum Rithöfunda- sambands íslands til að kynna nýtt bókmenntarit á ensku sem væntan- lega kemur út að ári. Þjónar hagsmunum margra Nefnist það Northern Lights Re- view og á að birta skáldskap frá Norðurlöndunum öllum, þ.á m. frá' Færeyjum, Grænlandi og Lapplandi. Northem Lights Review, sem verður i dagblaðsformi, á annað- hvort að koma út ársfjórðungslega eða á tveggja mánaða fresti með löngu sumarhléi og að þvi er Jeremy Franks sagði, á það að brúa bilið milli almennra rita um norrænar bók- menntir og fræðirita. 1 þvi á að vera rúm fyrir smásögur, kafla úr skáld- sögum, ljóð, leikrit, ritgerðir og ann- að efni bókmenntalegs eðlis, svo sem viðtöl við höfunda, útgefendur, Þeir Njörður P. Njarðvik, Jeremy Franks og Sigurður A. Magnússon á blaða- mannafundi i Norræna húsinu vegna hins nýja bókmenntatimarits. DB-mynd Gunnar Örn. fræðimenn og menningarpólitikusa og á ritið að geta þjónað hagsmunum allra þessara hópa. í ritnefnd eru nokkrir þekktir höfundar, Poul Borum frá Dan- mörku, Magnus Hedlund frá Sví- þjóð, Carl-Gustaf LOius ftá Finn- landi, Sigurður A. Magnússon frá Isiandi, Pentti Sarikoski frá Finn- landi og Einar Ökland frá Noregi. Góðir þýðendur óskast Sagði Franks að Norræni menn- ingarsjóðurinn hefði gefið góð orð um að styrkja fyrirtækið og sagði að helsta vandamálið yrði að hafa upp á reglulega góðum þýöendum. Lýsti hann yfir sérstakri ánægju með dvöl sína hér og þær viðtökur sem hann hefði fengið hjá öllum þeim aðilum sem hann hefði talaö við. Þeir Sigurður A. Magnússon og Njörður P. Njarðvík, formaður Rithöfunda- sambands Islands, fögnuðu þessu framtaki Franks og sögðust báðir binda við það miklar vonir. - AI Sníkjuvespa íheimsókn í Breiðholtinu Edda Birna Eggertsdóttir, 9 ára fbúi i Þórufelii 8, fann þessa sjaldgæfu flugu fyrir utan hús sitt um helgina. Á Nátt- úrufræðistofnuninni fengust þær upp- lýsingar að hér væri um svonefnda snikjuvespu að ræöa. Berst hún hingað til lands með timbri. Á Náttúrufræði- stofnunin nokkur eintök slikra flugna. Vespan er um 3 cm að búklengd en aftur úr búknum stendur ca 4 cm langur hali. Vespan hefur fjóra vængi og er allógnvekjandi þegar hún er ekki lokuð niðri í krús eða öðru íláti. Hér getur að líta vespuna í hön ím föður Eddu Birnu, en Edda er á minni myndinni. -DB-myndir Einar Ólason. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast frá 1. júlí á Seyðis- fjörð. Uppl. í síma 97-2428 eða 91-27022. MSBIABa Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vekur athygli félagsmanna sinna á námskeiði sem haldið verður samkvæmt ákvæðum í kjara- samningi og veitir rétt til kauphækkunar. Námskeiðið er ætlað afgreiðslufólki, sem hefur náð efsta þrepi í 9., 11. og 13. launaflokki. Þó getur vinnuveitandi heimilað starfsfólki að sækja námskeiðið eftir styttri starfstíma. Námskeiðið verður haldið 22. júní til 10. júlí í Verzlunarskóla íslands. Þátttökugjald er greitt af vinnuveitendum og ber þeim að skrá afgreiðslufólk á námskeiðið hjá Kaupmannasamtökum íslands fyrir 18. júní nk. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. BMW520 BMW316 Renault 20 TL Renault 14 TL Renault F4 Van Renault 12 station Renault 12 station árg. 1980 árg. 1980 árg. 1979 árg. 1979 árg. 1978 árg. 1974 árg. 1977 Renault4 TL Renault 4 Van F6 BMW320 árg. 1980 árg. 1978 árg. 1980 Vantar BMW bifreiðir á söluskrá. Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 TIMBUR FRÁ KANADA HÖNNUÐ FYRIR ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR Einbýlis- og parhús út- vegum við frá Kanada með stuttum jyrirvara. Leitið upplýsinga og gerið verðsamanburð. 16 GERÐIR eldhúsinnréttinga, all- ir skápar og inni- og útihurðir fylgja. SÖLUAÐILI: HÚSAMIÐLUN Símar 11614 og 11616

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.