Dagblaðið - 18.06.1981, Side 13

Dagblaðið - 18.06.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ1981. Göngum bjartsýn á laugardagmn /~~l' Og nú skal lagt af stað í Kefla- víkurgöngu einu sinni enn. í ár er það friðarganga á vegum Samtaka her- stöðvaandstæðinga þann 20. júní (næsta laugardag) með framhaldi á næstu blaðsíðu i almanakinu um Kaupmannahöfn alla leið til Parísar. Það verða ekki margir, sem eiga tök á að vera með alla þá leið, en það geta allir sem andvígir eru afskiptum ís- lendinga af hernaðarbrölti verið með í göngunni til Reykjavíkur. Þann dag þurfum við helst að hafa rjómalogn og sólskin svo gangan geti orðið sem fjölmennust og skemmtilegust og mannleg samskipti í því hámarki sem tilefni gefst til. Þarna hittast baráttu- félagar af öllum gerðum til að rifja upp, áætla og treysta samstöðuna. Flestir verða auðvitað vígreifir og baráttuglaðir og vonandi verða engir með voteygir af svartsýni því flestir sem þannig þenkja setja strax þann fyrirvara að það borgi sig betur að liggja heima, enda fer best á því, menn eiga að ganga fram sigurvissir og fulhr bjartsýni. Fyrirvarar Ég hef alltaf haft þá skoðun að barátta gegn hersetu á íslandi og þátttöku okkar íslendinga í fjöl- þjóðamorðklúbbi (NATÓ) eigi og verði að vera óbundin af fyrirvörum og skilyrðum sem sumir freistast til að vera alltaf að setja fyrir þátttöku sinni. Mér hefur þótt það gefa til kynna heldur veika trú á málstaðinn að vera sí og æ að setja fyrirvara eða heimta að öllum þeirra andskotum sé sveiað um leið í nafni Samtaka her- stöðvaandstæðinga, annars verði þeir ekki með. Það sem einum finnst of finnst öðrum van og þegar maður þannig getur fundið aðferðafræðun- um sitthvað til foráttu er auðveldur eftirleikurinn að hreiðra um sig nota- lega á gamla sófagarminum og láta aðra um bjástrið. Við þurfum nefnilega ekkert að vera að láta vonleysi ná tökum á okkur í baráttunni þvi einmitt nú eru augu fólks um allan heim að opnast gagnvart þeirri fásinnu og brjálæði sem felst i því að láta vopnasala móta viðhorf ráðamanna voldugra rikja. Fólki hefur skilist sú tortímingar- hætta sem vofir yfir öllu mannkyni ef hugmyndir slíkra manna um „tak- markað kjarnorkustríð fá aukinn meðbyr. Og það sem meira er, fólki er smátt og smátt að verða ljóst sam- hengið milli þess háttar glæfra- mennsku og þeirrar skammsýnu hugsunar sem felst í rányrkju á gæðum jarðar og eyðileggingu lífríkis með eitrun af völdum úrgangs. Gott fordæmi Islendingar gáfu þjóðum heims gott fordæmi þegar þeir færðu ein- hliða út fiskveiðilögsögu sína til vemdunar hagsmunum sínum og gegn rányrkju og eyðileggingu fiski- miðanna. Við höfum lagt fram drjúg- an skerf til friðsamlegrar lausnar og alþjóðasamninga um rétt strandrikja til verndunar á auðæfum hafsins og skynsamlega nýtingu þeirra. En allur sá ávinningur, sem þannig hefur náðst, getur orðið að engu fyrir okk- ur ef fiskimiðin mengast af geisla- virkum úrgangi t.d. Kjallarinn Rúnar Ármann Arthursson Það er helst að skilja að sú herstöð, sem hér er staðsett, hafi einkum því hlutverki að gegna að fylgjast með umferð í og á og yfir hafinu í kringum okkur með alls kyns tólum svo hægt sé að vara þá við fyrir vest- an haf ef eitthvað gruggugt er á seyði, t.d. ef flugvélin rússneska sem Mogg- inn tók mynd af fyrir 25 árum sést hér á sveimi, en samkvæmt fréttum þess blaðs gerist það nokkrum sinnum á ári, tíðast rétt fyrir kosning- ar. Þessi sömu tæki á svo lfka að vera hægt að nota til að stjórna stríði. ís- lendingar hafa enga tryggingu fyrir því að hér séu ekki geymd kjarnorku- vopn á vegum Ameríkana og það má telja það nokkuð vist að farartæki, sem flytja slík vopn fyrir þá, séu á sveimi á og i og yfir hafinu i kringum okkur sem hefur að geyma mikilvæg- ustu náttúruauðlind okkar, fiski- stofnana. Þama úti eru tröll að leika sér með fjöregg þjóðarinnar. Kjarnorkuslys Það er stutt síðan ameríski kjarn- orkukafbáturinn George Washington sökkti japönsku flutningaskipi i árekstri undan ströndum Japans. Þar hefði getað orðiö kjarnorkuslys því kafbáturinn er ekki einasta kjarn- orkuknúinn heldur flytur hann lika k jarnor kueldflaugar. Eigum við að bíða eftir þvi að það verði slys undan ströndum íslands þar sem geislavirkur úrgangur eyði- leggur möguleika á nýtingu fiskimið- anna til lengri tíma? Eða eigum við að byrja strax að berjast fyrir því að landið og hafsvæðið i kringum það verði friðað fyrir allri umferð hem- aðarfarartækja? Slfk friölýsing er að minu mati ekki síður nauðsynleg en útfærsla landhelginnar var á sínum tíma og gæti um leið orðið mjög mikilvægur skerfur f þágu heimsfrið- ar. Þetta eru hlutir sem allir ættu að geta orðið sammála um, en auðvitað munu hernámssinnar tjalda sínum rökum og tala um barnalega ósk- „Friðlýsing Norður-Atlantshafsins til verndar lífsafkomu íslensku þjóðarinn- ar. hyggju, öryggishagsmuni landsins og jafnvel atvinnuhagsmuni Keflvfk- inga. Ég sé ekki betur en að með friðlýs- ingu í framkvæmd mætti taka til greina bæði öryggishagsmuni og at- vinnuspursmál, en þá væri hin barna- lega óskhyggja líka orðin úthugsuð staðreynd. Við skulum reikna meö því að sakir vináttu amerísku þjóðarinnar í garð íslendinga, sem m.a. kemur fram ! meintri löngun hennar til að vernda okkur, þá verði þeir lfka svo vinsamfegir að eftirláta íslendingum öll sín hlerunartól þegar þeir fara héðan. Þessi tæki munum við svo nota til að fylgja eftir væntaniegum samþykktum Sameinuðu þjóðanna um friðlýsingu N-Atlantshafsins og séu þau jafngóö til sins brúks og af er látið ættu þau aö duga til að stugga burt allri óæskilegri umferð jafnt Ameríkana sem Rússa, og um leið vara við öllum þeim skuggaböldum sem á okkur kynnu að vilja ráðast þannig að hjálp gæti borist i tíma. Stöðin á Miðnesheiði og aðrar varð- stöðvar á fslandi yrðu þannig reknar af Sameinuöu þjóðunum tU að fylgja eftir friðlýsingunni, en öU þau störf sem við getum mannað yrðu unnin af íslendingum sjálfum, þannig að at- vinna af þessu yrði vísast meiri en nú er að hafa hjá ameríska hernum. Ég vona að af framansögðu hafi öllum sem þetta lesa skUist að það eru ekki draumóramenn með steinfóstur f kviði sem ætla að ganga I friðar- göngunni á laugardaginn kemur. Það verður gengið tU að sýna fram á að þeir sem þar fara meina það sem þeir segja um brottför ameríska hersins og úrsögn úr NATÓ og eru til i að rökræða þá skoðun við hvern sem er hvar sem er og benda á þá valkosti sem við höfum f staðinn fyrir hernám og samábyrgð á manndrápum. Barátta okkar gegn hersetunni og NATÓaðUd er friöarbarátta sem allir ættu að geta stutt hvar f flokki sem þeir standa því hér er um framtiö ís- lands, lífshagsmuni okkar og barna okkar að tefla. ísland úr NATÓ — herinn burt. Rúnar Ármann Arthursson. kennari. Rauði bjöminn í austri Kommúnistarnir í Kreml hafa átt margar andvökunætur að undan- förnu vegna ástandsins og þróunar mála í PóUandi. Dauðinn í brjósti kommúnismans er borinn í einni aðalyfirsjón Marx en hann gleymdi gjörsamlega þvi furðufyrirbrigði i mannlegu lffl sem valdið er og eðli þess. Hann gerir ráð fyrir að valdið breytí um eðU þegar það er komið f hendur „verkamanna og bænda” og alhr sem með það fari úr þessum þjóðfélagsstéttum, séu algóðir. Ef til vill las hann aldrei hið sígilda verk um valdið, prinsinn, eftir Machia- veUi. En raunin hefur nú kennt heim- inum nokkuð annað. Hinir algóðu fulltrúar öreiganna hafa yfirleitt hrifsað völdin með blóðsúthelUngum og ofbeldi og dregið sér til handa alls- herjarvald á öUum sviðum þjóðlífs- ins. Lenin og félagar sáu f hendi sér möguleikana á allsherjarvaldi vald- hafanna í riki sósiaUsmans og sviku samstundis öll loforð og aUar vonir hinna mörgu þjóðfrelsishreyfinga f Rússlandi keisarans. Og I stað þess að veita hinum ýmsu þjóðum sjálfstæði, eins og gert var í austurrísk-ung- verska keisaradæminu, bjuggu þeir tíl svindlkerfið, „Samband hinna sósíalísku Sovétlýðvelda”. En það dylst engum, sem tU þekkir, að þar er ein herraþjóö, Stór-Rússarnir, sem drotma yfir öUum hinum þjóðunum innan Sovétsambandsins, eins og t.d. Úkraínumönnum, Georgiumðnnum, töturum. Þetta undirokunarkerfi Rússa í nafni sósíaUsmans var svo fært út yfir 100 miUjónir manna i Austur-Evrópu í lok heimsstyrjaldar- innar. Brestír hafa komið í þetta kerfi sem hefur útheimt rússneskt hernaðarofbeldi. Austur-Berlfn 1953, Ungverjaland 1956og Tékkóslóvakfa 1968. Og nú virðist röðin komin að Póllandi. Þróunin í Póllandi Atburðarásin f PóUandi er ekki eingöngu ógnun við kommúnista- stjórnina í Varsjá, ekki sfður við aUt valdakerfi Rússa f allri Austur- Evrópu. Hin gjaldþrota komm- únistastjórn í Varsjá hefur ekki treyst sér tíl þess að láta tU skarar skriða gegn frelsisöflunum í Póllandi, þar sem hún virðist vera búin að ganga sér algjörlega til húðar og ekki bjóða upp á neitt í framtíðinni nema áfram- haldandi og ennþá frekari kúgun á al- menningi þar sem andstaða gegn stjórninni vex stöðugt og mundi enda 1 algerri efnahagslömun pólsku þjóðarinnar. Stjórnin í Varsjá á það ekki lengur vlst að hún eigi traust f leynilögreglu og her tU þess að fram- kvæma áframhaldandi og vaxandi kúgun. Ógnarstjóm án böflla er einskis nýt. Því er eitt aðalmálið hjá Samstöðu frá byrjun að böðlarnir verði sóttir tíl saka og látnir bera ábyrgð á böðulsverkum sínum, sbr. kröfu um réttarhöld í Bdgorsk. Hver gaf fyrirskipunina um árás lögregl- unnar á almenning? í dag þarf mikið tíl að lögregluforingi eða flokksleið- togi gefi fyrirskipun um skotárás lög- reglu á mótmælagöngumenn sem haft gætí í för með sér morð á óbreyttum borgurum. Það er erfitt að hugsa sér að sUk fyrirskipun yrði gefln í dag í PóUandi. Afleiðingin af valdleysi stjómvalda og samstöðu þjóðarinnar gegn sinni eigin ríkisstjórn er sú að gera á tilraunir tU að færa valdakerfi kommúnistaflokksins og skipulagn- ingu alla tU lýðræðislegri átta. Þvi á að halda sérstakan fund Kommún- istaflokks PóIIands um miðjan næsta mánuð þar sem stendur til að gera kerfisbreytingar á valdakerfi flokks- ins, meðal annars að enginn foringi megi sitja lengur en 2 kjörtímabil, hvert í 5 ár. Þessi kerfisbreyting mundi hreinsa út alla aðalforingjana i Kommúnistarikjunum í Austur- Evrópu, Breznev meðtalinn. Val full- trúanna á flokksþingið skal einnig vera lýðræðislegra. Þessar breytingar em alvarleg ógnun við miðstjórnar- vald Flokksins og allt valdakerfi Rússa. Þvi eru Rússar byrjaðir á al- varlegum afskiptum af innanrikis- málum f Póllandi með orösendingum og bréfaskriftum i sambandi við fuUtrúaval og árásir á gerðir Sam- stöðu sem eru innan ramma skrifaðra pólskra laga og framkvæmdar skv. samningum og réttindum viður- kenndum af rfkisstjóm PóUands. Jafnvel stöðu Kania flokksleiðtoga var ógnað af Rússaleppum fyrir nokkrum dögum. Og nú, þegar þetta er skrifað, hefur verið skipt um 5 ráð- herra f pólsku rfkisstjóminni. Því virðist svo að Rússar hafi engum ár- angri náð með afskiptum sfnum aö sinni. Og því lítur út fyrir að sérþing Kommúnistaflokks PóUands, sem ganga á frá skipulagsbreytingum flokksins, verði haldið f næsta mánuði. Svo virðist i dag sem ekkert geti snúið við þróuninni i Póllandi nema rússnesk hernaðarinnrás. En ákvörðun um hana er erfiðar og af- drifaríkari fyrir „Gúlagforstjórana” en nokkur önnur ákvörðun er þeir hafa staðið andspænis að taka frá upphafi sinnar tilveru. Öteljandi spurningar vakna við slika spum- ingu. Berst pólski herinn? Verður hreint blóðbað i Póllandi? Hvemig á að réttlæta slikt rússneskt blóðbað í Póllandi? Horfir hinn frjálsi heimur aðgerðalaus á rússneska slátrun á Pólverjum? Er hugsanlegt að hinn al- menni rússneski hermaður fáist ekki til framkvæmda á níðingsverkinu eða geri það meö hangandi hendi? Hvað skeður i hinum leppríkjunum i Austur-Evrópu? Megna Sovétríkin að bera þær efnahagsbyrðar sem inn- rásinni verða samfara sem getur þýtt fæði og klæði tU handa 30 milijón- um manna? Verður útkoman alls- herjarverkfall pólsku þjóðarinnar á komandi árum? Er hernaðarinnrás ef til vUI engin lausn í pólska tilfellinu? Er engin lausn til önnur en aukið frelsi? Er þá rússneska ógnarkerfið að ganga sér hér til húðar? Er komið upp á yfirborðið í PóUandi það þjóð- félagskrabbamein er mun draga ógnarstjórnkerfi rússnesku kommún- istanna tU dauða? Hver verður af- staða almennigns f Sovétríkjunum? Við innrás í Pólland, breytist þá ekki fmynd hundraða milljóna um allan heim á Rússum, sem framvörðum heimsbyltingar kommúnismans, í ímynd rússneskra böðla með tvöföld- um keisaralegum heimsveldisstimpli? Hverra kosta völ á ríkisstjórn sem sækir eingöngu styrk sinn i vélbyssur, skriödreka, táragas og fangelsi? Lokaorð Það hörmulega við þau örlög, sem pólska þjóðin nú býr sér, er að hún getur engan styrk sótt til hins frjálsa heims i valdslegu tilliti því engin sam- ræmd stefna og samræmt afl er til á Vesturlöndum gegn hugsanlegum ódæðisverkum Rússa. Ein og ein yfirlýsing berst frá utanríkisráöherra Bandaríkjanna, þó svo loðin og lftið afgerandi að ekki er að sjá að Rússar þurfi neitt verulegt að hræðast í þeim. Þvf er það vald og styrkur þau öfl er orsaka vanda „Gulagforstjór- anna”, sá styrkur er felst i pólsku þjóðinni sjálfri. Pólska þjóðin hefur margendur- tekið á umliðnum öldum verið örlagavaldur evrópskrar sögu. Ef tíl vill verða örlög Evrópu og heims- byggðarinnar ráðin í Varsjá eftir 4 vikur. Pétur Guöjónsson. Rússalepparnir ógnuðu jafnvel stöðu Kania flokksleiðtoga. A „Stjórnin í Varsjá á þaö ekki lengur víst ^ aö hún eigi traust í leynilögreglu og her til þess að framkvæma áframhaldandi og vax- andi kúgun.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.