Dagblaðið - 18.06.1981, Page 16

Dagblaðið - 18.06.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ1981. FÓLK Snyrtijrœðingar í Parísarreisu Þarna er hópurinn fyrir utan Versali. Talið frá vinstri Sigriður Kristmanns, Halldóra Guðmundsdóttir, franskur fararstjóri, Ása Magnúsdóttir, Erna Einarsdóttir, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Maria Kristmanns, Bryndis Friðþjófsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Brynhiidur Þorsteinsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Ölafia Magnúsdóttir ogÁgústa Guðmundsdóttir. íhópinn vantar Ernu Guðmundsdóttur. Komið var með Ijósmyndir sem teknar höfðu verið i ferðaiaginu. A mynd- inni eru Bryndis Friðþjófsdóttir snyrtist og verzi. Nana, og Sólveig Ein- arsdóttir, snyrtist Dana, Keflavík. DB-myndir Einar Ólason. Kvenleg fegurð og rómantískur stlll ræður ríkjum í tízkuhciminum í París þessa stundina. Litirnir sem eru rikjandi hjá tízkuhúsi Nina Ricci á vorsýningunum eru svart, hvítt og stórrósótt sjiffonefni, leikandi létt. Litirnir í andlitsförðun eru rauð- gyllt, gult, grænt og appelsinugult. Förðunin er mild og finleg og aðal- áherzlan er lögð á að hafa hana sem eðlilegasta og draga fram þaö feg- ursta í andUtinu. Sjapiinarnir úr Borgarneshljómsveitinni Chaplin framan við Höfða i Reykjavik: sniðugu tjaldað um verziunarmannaheigina. -Ljósm.: Björgvin Pálsson. Hljómsveitin Chaplin frá Borgarnesi: Senda frá sér litla plötu í nœstu viku — og veröa á stöðugum feróalögum í sumar Hljómsveitin Chaplin úr Borgar- nesi sendir frá sér í næstu viku sína fyrstu plötu. Það er tveggja laga plata og lögin heita Teygjutwist eftir þá Ævar Rafnsson og Magnús Baldursson og 12612 eftir Hafþór Helgason knattspyrnukappa úr Vík- ingi. Hljómsveitin Chaplin verður þriggja ára i haust. Hún kemur nú aftur fram á sjónarsviðið eftir hlé í vetur. Um næstu helgi fer hljómsveit- in í ferðalag um landið og verður fyrsti viðkomustaðurinn Vestfirðir. „Við erum bókaðir allar helgar í sumar alveg fram í september,” sagði Ævar Rafnsson bassaleikari hljóm- sveitarinnar i samtali við Fólk-síð- una. Aðrir meðlimir hennar eru Magnús Baldursson saxófónleikari, Kristján Edelstein sem leikur á pianó og gítar, Gunnar Ringsted sem einnig leikur á píanó og gítar, Kári Waage söngvari og Halldór Hauksson trommari. „Magnús Baldursson er nýkominn heim frá Þýzkalandi og um verzl- unarmannahelgina munum við væntanlega tjalda svolitlu sniðugu sem hann kom með sér þaðan,” sagði Ævar ennfremur. í júli verða þeir félagar á Húnavatnsgleði ásamt hljómsveitinni Friðryk. — Er stór plata væntanleg í kjöl- farþeirrarlitlu? „Það er aldrei að vita. Ennþá höfum við ekki rætt það, við munum að minnsta kosti sjá hvernig þessi litla gengur. Svo er aldrei að vita hvað maðurgerir.” Chaplin-platan er gefin út af þeim sjálfum, Hljóðriti tók upp og Alfa sá umpressun. -ELA Helgi Hermann sigurvegari í spurningakeppni úr Gamla testamentinu: Það eru auðvitaö snyrtisérfræðing- ar sem sjá um að halda kvenfólkinu, og kannski karlmönnunum einnig, fallega snyrtum. Snyrtivörur hf. efndu til hópferðar snyrtifræðinga á dögunum. Fyrirtækið skipulagði heimsóknir til fyrirtækja sem það hefur umboð fyrir í París, Germaine Monteil, Orlane og Parfums Lager- feld. Fjórtán snyrtifræðingar tóku þátt í ferðinni, sem þótti takast sér- lega vel. Á dögunum hittust ferðalangarnir í salarkynnum Snyrti- vara hf. i Sundaborg. — Fararstjóri hópsins var María Kristmanns snyrti- sérfræðingur. Hópurinn heimsótti höfuðstöðvar áðurgreindra fyrirtækja en Orlane rekur einhverja stærstu og glæsileg- ustu snyrtistofu Evrópu. Fyrirtækið Lagerfeld bauð hópnum á tízkusýn- ingu hjá tízkuhúsi Nina Ricci, þar sem sýningar Lagerfelds eru aðeins tvær og voru ekki á þessum tíma. — Þá var farið í skoðunarferðir um París og einnig til Versala. - A.Bj. „Lít á þetta sem Boðið var upp á vertingar þegar snyrtisórfrœðingarnir komu saman tii þess að gleðjast yfir vel heppnaðri ferð. Frá vinstri Maria Kristmanns, sem var fararstjóri i ferðalaginu, Erna Guðmundsdóttir, verzl. Andreu, Erna Einarsdóttir, snyrtistofunni Dana, Keflavik, og Sigriður Kristmanns. gjöffrá Guði „Mig hefur lengi langað til fsraels svo ég hlakka mikið til að fara þangað,” sagði Helgi Hermann Hannesson sem síðastliðinn sunnu- dag sigraði i spumingakeppni úr Gamla testamentinu sem var út- varpað. Helgi hlaut 27 stig af 30 mögulegum og svo var einnig um mótkeppanda hans, Sæmund G. Jó- hannesson frá Akureyri. Einni auka- spurningu var þá kastað fram og svaraði Helgi henni rétt og hlaut því ísraelsför í vinning. Þar mun hann taka þátt í úrslitakeppninni ásamt sigurvegurum hvaðanæva úr heimin- um. Heyrði fagnaðarerindið fyrst 19 ára Helgi Hermann er 28 ára gamall. 18 ár hefur hann verið búsettur í Bandaríkjunum, þó ekki samfleytt. Þess vegna heyrir maður örlítinn hreim er spjallað er við hann. „Ég kom hingað 19 ára gamall til að læra ltffræði í Háskóla fslands. Þá kynntist ég samtökunum KSS og KSF. Þar heyrði ég fagnaðarerindið fyrst og það vakti mikinn áhuga hjá mér,” segir Helgi. „Þegar ég átti að fara aftur um haustið í líffræðideildina hafði ég misst áhugann. Ég sneri þvi aftur heim til Bandaríkjanna og var þar í fjögur ár við biblíunám hjá óháðum söfnuði í Oregon-fylki. Hingað til lands kom ég aftur árið 1979 og hóf þá að kenna ensku hjá námsflokkunum. Jafnframt þvi hef ég numið grísku og hebresku í guð- fræðideild HÍ. Ég hef hug á að nema frekar guðfræði hér á landi, þar sem ég tel að hún sé öðruvisi kennd hér heldur en i Bandaríkjunum.” Les Biblíuna tvisvar á ári — Hvernig ferðu að þvi að muna svo margt úr Biblíunni? „Frá því ég tók á móti Kristi 1972 hef ég lesið Biblíuna að meðaltali einu sinni á ári. Undanfarið hef ég lesið hana minnst tvisvar sinnum á ári að meðaltali. Biblían er guðsorð og ég hef unun af þvi að lesa hana og íhuga. Eg tel að ef maður hefur virki- legan áhuga á því sem maður er að lesa tolli það frekar í kollinum,” sagði Helgi. — Ert þú i einhverjum trúarsöfn- uði hérálandi? „Ja, það er kannski ekki hægt að segja að það sé formlegur trúarsöfn- uður. Eg er í söfnuði sem nefnir sig bi ím ” Bað Drottin að úrslitin mættu verða að hans viija — Fannst þér ekki spurningarnar i keppninni erfiðar? „Jú, mér fannst sumar spuming- arnar mjög erfiðar en ég hafði mjög gaman af þessu. Annars fannst mér að Sæmundur hefði frekar átt að vinna. Ég hugsa að hann viti meira úr Bibliunni en ég. Áður en keppnin hófst bað ég Drottin að úrslitin mættu verða að hans vilja. Ég lit svo á að þetta hafi átt að fara eins og það fór.” — Átt þú von á að sigra i keppn- inni í Israel? „Ég held að það sé óliklegt. Ann- ars er ekkert ómögulegt ef Drottinn ræður. Ég lít á ferðina til fsraels sem gjöf frá Guði,” sagði Helgi Hermann HífniiKQnn. • K.T.A Helgi Hermann Hannesson kynntist fagnaðarerindinu hór ó landi er hann var 19 ára og heillaðist afþvi. Núna les hann Bibliuna að meðaltali tvísvar á ári. DB-mynd Einar Ólason.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.