Dagblaðið - 18.06.1981, Side 27

Dagblaðið - 18.06.1981, Side 27
77 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1981. Helgl J. Halldórsson. DAGLEGT MÁL—útvarp kl. 19,35: TEL OFNOTKUN NAFN- ORDA SPILLA FORM- GERD ÍSLENZKS MÁLS —segir Helgi J. Halldórsson Aö þessu sinni mun Helgi J. Halldórsson ræða um ofnotkun nafn- orða. „Ég tek til athugunar grein í Frétta- bréfi um heilbrigðismál og þar þykir mér nafnorðum vera beitt heldur mikið,” sagði Helgi. Hann bætti því við að einkum þætti sér lærðir menn gerast sekir um þessa ofnotkun. Viðvikjandi grein þeirri er Helgi fjallar um i þetta skiptið, sagði hann: „Hún hefur á sér það einkenni, sem ég tel að sé verulega að spilla formgerð íslenzks máls, ofnotkun nafnorða. Einn meginmunurinn á íslenzku og ensku, hvað þessu viðvíkur, er sá að í íslenzku eru sagnorð eiginlegri. Nú er ég ekki að halda því fram að gera eigi nafnorð útlæg úr málinu en aðrir orðflokkar, svo sem sagnorð og lýsingarorð, eiga einnig að fá að njóta sín.” -FG. SELLÓKONSERT í C-DÚR EFTIR JOSEPH HAYDN —útvarp ífyrramálið M. 10,30: HINN HEIMSKUNNIR0STR0- POVITSJ LEIKUR Á SELLÓ —einn af mörgum sem hrökklazt hafa frá heimalandi sfnu, Sovétríkjunum vegna stjómmálaskoðana Mstislav Rostropovitsj eða Slava Rostropovitsj, eins og hann vill sjálf- ur láta kalla sig, leikur i útvarpinu i fyrramálið sellókonsert i C-dúr eftír Joseph Haydn. Hann leikur með Ensku kammersveitinni og stjórn- andi er enginn annar en Benjamin Britten. Rostropovitsj er Islendingum að góöu kunnur því hann hefur komið hingað á listahátið. En það eru ekki aðeins íslendingar sem kannast við nafnið heldur er hér um heimsþekkt nafn að ræða. Rostopovitsj fæddist i borginni Bakú á strönd Kaspíahafs árið 1927. Móðir hans var pianóleikkari en faðir hans sellóleikari, snjall en óþekktur, þannig að tónlistargáfuna var ekki langt að sækja, enda byrjaði Rostro- ovits ungur að læra á hljóðfæri, fyrst á píanó og siðar á selló. Þritugur var hann þegar orðinn þekktur f heimalandi sínu, Sovétrikj- unum. Hann var einnig orðinn nokkuð kunnur í Evrópu. Til margra verðlauna hefur hann unnið, bæði f heimalandi sinu og víðar. Má meðal annars nefna Lenin-verðlaunin og tvenn Stalín-verðlaun auk þess sem hann hlaut nafnbótína Þjóðlista- maður Sovétríkjanna. Rostorpovitsj naut mikillar virö- ingar í Sovétríkjunum allt þar tíl hann komst i kynni við pólitíkina. Hann var prófessor við tónlistarhá- skólann í Moskvu en i kringum 1970 komst hann í ónáð hjá yfirvöldum. Var það aðallega vegna stuðnings hans við Nóbelsverðlaunarithöfund- inn Alexander Solzhenitsyn. Árið 1975 fékk Rostropovitsj leyfi til að dvelja í Bandaríkjunum i tvö ár og síðan þá hefur hann verið á sifelldum þönum um heiminn til að halda hljómleika. Hann hefur þó þurft að endurnýja heimfararleyfi sitt frá Sovétríkjunum reglulega en nýjustu fregnir benda til þess að hann sé endanlega skilinn við heimaland sitt. Rostropovitsj hefur á sfðustu árum snúiö sér æ meir að hljómsveitar- stjórn en sellóleikurinn er þó hans aðaláhugamál. -KMU. Rostropovitsj ásamt dætrum sínum, Olgu og Elenu, viö matarborðið. Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. m Verdlircfn- AisirluMluriiiM Nýja húsinu v/Lækjartorg. ™ “ Bjóðum stoltir PENTAX MV, MV-1, MX, ME-super og LX myndavélar PENTAX linsur, flösh og fylgihlutir. Góð greiðslukjör! Landsins mesta úr val af Ijósmyndavörum td: 35 gerðir myndavéla, 50 gerðir af linsum, 35 gerðir af töskum, 85 gerðir af filterum og um 100 gerðiraf filmum —eitthvað fyrir alla! Verslið hjá M fagmanninum ILJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.| LAUGAVEG1178 SÍMI 85811 BtSTRICTED UNOffl 17 flfOUIHIS ACCOMPANTING PARtNT OR AOIH T GUAHOlAN LamABÍÖ Tryllti Max WHEN THE GANGS TAKE ! . OVER THE HIGHWAYS... L*AY HE’S OUT THERE §TSOMEWHERE! - SAMUtL l. ARKuFF PnesentsMAD MftX" m m Musíc by BRIAN MAY V Written by JAMES McCAUSLAIUD snd GEflRGE MILLER Produced byBYRON KENNEOY Direciedby9E0RGE MILLER witb MEL GIBSON Coior prints by MOVIELAB Rfifssfn rv flMFRiran intf nnfliinNfli /i fn mwavs rn Mjög spennandi mynd sem hlotið hefur metaðsókn víða um heim. Leikstjóri: George Miller. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Hugh Keays-Byrne. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.