Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.06.1981, Qupperneq 28

Dagblaðið - 18.06.1981, Qupperneq 28
Góð hegðun kom flatt upp á lögregluyfírvöld —„ekki svo góð þjóðhátíð í Reykjavík í mörg ár” Landsmenn komu lögregluyfir- völdum þægilega á óvart nóttina fyrir og á sjálfan þjóðhátíðardaginn. „Það hefur ekki verið svona rólegt 17. júní í Reykjavík i mörg ár,” sagði lögregluvarðstjóri í morgun. „Þetta r var eins og bezt gerist á virkum ’ degi.” Svipaða sögu hafði Iögreglan í öllum stærstu kaupstöðum landsins að segja. Gífurlegur mannfjöldi var í mið- hluta höfuðborgarinnar i gærdag en allt fór mjög vel fram og án óhappa. Sömu sögu var að segja um kvöldið. Tveimur eða þremur var vísað út úr LaugardalshöU þar sem dansað var. Yfirbragð dansleiksins var óvenjulega rólegt og ölvun mun minni en á undanförnum árum. Geymslur lögreglunnar í Reykjavík fyUtust aldrei og þykja það tiðindi þennan dag. Á Akureyri tóku þúsundir þátt í skemmtunum dagsins. 5—6000 manns horfðu t.d. á „ökudjöflana”. Um kvöldið var dansað á Ráðhús- torgi. Fimm menn stöldruðu við í geymslum lögreglu i nótt. Álíka rólega gekk þjóðhátiðin fyrir sig í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavik, Vestmannaeyjum og víðar. Ein skýringin á góðri hegðun, sem DB fékk, var að fólk væri uppgefið orðið eftir hvítasunnuhelgi og sjó- mannadag næstu helgar á undan þjóðhátíð. -A.St. ■*' 'WB Barbapapa, Tóti trúður, Eiríkur Fjalar, dansarar, leikarar, söngvarar og kynja■ skepnur skemmtu yngstu horgurunum ú skemmtunum þjóóhátíðardagsins i gœr. Og ekki sakar að benda á að allt þetta litla fólk situr á herðum foreldra sinna, sem misstu af nœr allri dýrðinni. DB-mynd Einar Úlason. Mikið um dýrðir á þjóðhátíð Það var mikið um að vera í Reykja- vik á þjóðhátíðardeginum í ár. MikUI fjöldi fólks var viðstaddur flest atriði hátíðarinnar og ölvun, sem oft hefur sett leiðilegan svip á hátíðarhöldin, var í algjöru lágmarki. Er það mál manna að þjóðhátið hafi sjaldan eða aldrei tekizt betur i Reykjavík. Það var fjölskrúðugt mannlffið í miðborginni og við Bemhöftstorfu hafði verið sett upp götuleikhús sem vakti mikla athygli. Lúðrasveit blés á blettinum fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík, söngflokkur var á Austur- velli og á Hótel-íslandsplani lék jass- hljómsveit úr tónlistarskóla FÍH. f úthverfunum var einnig mikið um dýrðir og var fjölmenni við Árbæjar- og FeUaskóla. í Árbænum voru það Eirikur Fjalar og Tóti trúöur sem unnu hug og hjörtu íbúanna en við Fella- skóla settu Breiöholtsleikhúsið, nem- endur úr Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar, Jörundur og Eirikur Fjalar, svip á hátiðina. Nánast engin ölvun var á dans- skemmtuninni f LaugardalshöU, en þar léku hljómsveitirnar Brimkló og Grýl- urnar, að viöstöddu miklu fjölmenni. Nánar segir frá hátiðarhöldunum i Reykjavík á bls. 10 og 11. -ESE. Albert um Abendzeitung-f réttina: Hef beðið utannkisráðu- neytið að útvega blaðið „Ég hef beðið utanríkisráðuneytið að útvega mér þetta blað,” sagði Albert Guðmundsson alþingismaöur í morgun. f DB á mánudag var greint frá frétt blaðsins Abendzeitung i MUnchen, þar sem sagði að Albert fengi stórar fjárupphæðir, færi svo að knattspymusnillingurinn Ásgeir Sigurvinsson gengi til liðs við knatt- spyrnufélagið Bayem Mílnchen. í sömu frétt sagði að belgiska knattspyrnuliðið Standard Liege hafi greitt Albert stómpphæðir á ári hverju, en hann hafði á sínum tima hönd I bagga um samningagerð Ás- geirs og Standard. „Það er ekki fótur fyrir þessu og ég skU ekki hvaða tUgangi svona fréttatilbúningur þjónar,” sagði Albert. -JH. Albert Guflmundsson. Srfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR18. JÚNf 1981. Litla Hraun: Fangardæmd- ir fyrir íkveikju Þrír refsifangar á Litla Hrauni hafa verið dæmdir til fangelsisvistar vegna íkveikju i fangelsishúsinu. Tveir fang- anna, Kristmundur Sigurðsson og Úlf- ar Ólafsson, sem enn sitja i fangelsinu, vom dæmdir í tveggja ára fangelsi en sá þriðji, sem var laus, í eins árs fang- elsi fyrir hlutdeild i verknaðinum. Fangarnir bám eld að fatageymslu á neðstu hæð hússins í janúar 1977. Eldur magnaðist fljótt og var slökkvilið Eyrarbakka nokkra stund að ráða niðurlögum eldsins. Dómurinn var kveðinn upp á Sel- fossi og komst hann að þeirri niður- stöðu að fangamir þrir hefðu komið samföngum sfnum og starfsmönnum Litla Hrauns í lífshættu og valdið hættu á stórtjóni. Ekki varð sannað að fangarnir hefðu ætlað aö flýja i þeim glundroða er varð vegna eldsins, en grunur lék á því. Fángarnir tveir, sem lengri dóma fengu, sitja inni vegna manndráps- mála. - JH xr Q e VIN NINGUR IVIKU HVERRI ÍDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsiðu er þessi smáauglýsing i blaðinu í dag? Óska eftir barngóöri stúlku til að gæta 3ja ára stelpu í sumar úti á landi. Uppl. í sima 97-8585 eftir kl. 18. Vinningur í þessari riku er ÍJt- sýnarferð til Mallorka með Ferða- skrifstofunni Útsýn, Austurstrœti 17 Reykjarik. / dag er hirt ú þessum stað i hlaðinu spurning, tengd smá- auglýsingum hlaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið út og birt I smáauglýsingadálkum á morgun. Fylgizt rel með, áskrif- endur, fyrir nœstu helgi rerður einn ykkar glœsilegri utanlands- ferð rlkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.