Dagblaðið - 01.08.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1981.
5
valdi hún Velamos-barnareiðhjól fyrir
þriggja ára gamla dóttur sina, Ástu
Björk.
Hin heppna er búsett á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum i Árnessýslu. Maður
hennar, Þráinn Sigurðsson, er sonur,
bóndans á Hlemmiskeiði og rekur véla-
verkstæði i Brautarholti á Skeiðum.
Á Hlemmiskeiði er fimmbýli. Þaðan
er um hálftima gangur f Brautarholt en
Marfa segist einmitt ætla að nota hjólið
m.a. til að fara þar á milli því í Brautar-
holti er sundlaug sem hún fer oft í.
Annars er Maria ekki af Skeiðunum.
Hún er Vestfirðingur, nánar tiltekið
Dýrfirðingur, fædd og uppalin á Þing-
eyri. Sjö ár eru sfðan hún flutti frá
Þingeyri en sl. tvö ár hefur hún búið á
Hlemmiskeiði. í millitfðinni bjó hún 1
Reykjavfk.
„Það er ágætt að fá hjól. Ég átti hjól
fýrir um 10 árum en það var keyrt í
klessu. Bróðir minn var að bakka
dráttarvél, sá ekki hjólið og bakkaði
yfir það. Síðan hef ég litið sem ekkert
hjólað.” -KMU
Herramannsmatur
úr bugtinni
Flatfiskur, einkum rauðspretta,
þykir herramannsmatur og til eru þeir
sem telja kola úr Faxaflóa betri en ann-
an. Þeir leggja engan dóm á það, skip-
verjar á Aðalbjörginni RE-5, sem
undanfarið hafa stundað þessar um-
deildu veiðar i bugtinni, norðan við
Hraunið. Eftir um viku veiðar voru
þeir búnir að fá þrjátfu tonn undir
stjórn Guðbjarts Einarssonar skip-
stjóra (til vinstri á myndinni) — stóran,
feitan og fallegan fisk. ísbjörninn
kaupir af þeim allan flsk og skipa þeir
beint upp i húsið á Grandagarði. Aðal-
bjðrgin er raunar frægur bátur fyrir
margra hluta sakir, byggður f atvinnu-
bótaskyni í Reykjavik 1935.
- ÓV / DB-mynd S.
„Tveir mánuðir síðan ég
gerðist áskrífandi”
<c
Mæðgurnar Maria og Ásta Björk á
nýju hjólunum.
DB-mynd Einar Ólason.
„Mágkona min lét mig vita af þessu.
Fyrst hélt ég að hún væri að gera grin
að mér en svo þegar ég sá að nafnið mitt
var í blaðinu þá trúði ég þessu,” sagði
Maria Guðmundsdóttir, vinningshafl
sfðustu viku i áskrifendaleik Dag-
blaðsins.
„Það eru ekki nema tveir mánuðir
síðan ég gerðist áskrifandi að Dag-
blaðinu. Ég var ekki áskrifandi þegar
þessi getraunaleikur byrjaði.”
Maria er tiundi áskrifandinn sem
kost fær á að svara hinum laufléttu
spurningum sem birtast á baksfðu
blaðsins í viku hverri. Hún gataði ekki
frekar en hinir og fékk þar með reið-
hjól frá Fálkanum að verðmæti um
3.500 krónur.
Hún ákvað að fá sér tvö hjól frekar
en eitt fyrir vinningsupphæðina. Hún
valdi sér sjálf danskt hjól f gamla stiln-
um, sem er af BKC-gerð, og einnig
— segirMaríaGuð-
mundsdóttir,
busettáSkeiðum
en Dýrfírðingur
íhúð oghár.sem
svaraði spuming-
um síðustu viku
— hún og dóttir henn-
ar eiga nú splunku-
ný reidhjól
Ríkissjóðurtapar4,7 millj. króna
—vegna niðurf ellingar vörugjalds af heimilistækjum
Borgames:
Rakað með sveiflu
Heyskapur stendur nú sem hæst víða tlðindamaður DB átti leið hjá. Heima-
um land og þótt horfur séu ekki allt of sætan, sem tekur svo hressilega á hrff-
góðar, vegna kulda og slæmrar sprettu. unni, heitir Inga Lára Bragadóttir og fá
þýðir ekld að láta það á sig fá. Það var hross hennar að njóta töðunnar.
því rakað meö sveiflu 1 Borgarnesi er DB-myndir Jónas Haraldsson
RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS
VERKFRÆÐINGUR -
RAUNVÍSINDAMAÐUR
Rannsóknaráð rfkisins leitar eftir verkfræði- eða raunvisindamenntuðum
manni til starfa, m.a. að gerð langtímaáætlunar um þróun rannsókna-
starfsemi í þágu atvinnuveganna. Æskileg grundvallarmenntun á sviði
verkfræði og raunvísinda. Góð ritfærni og hæfileiki til samvinnu
mikilvægir kostir.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist skrif-
stofu Rannsóknaráðs rikisins fyrir 30. ágúst nk.
t dag lækka kæliskápar, þvottavélar,
hrærivélar og ryksugur i verði, í kjölfar
ákvörðunar fjármálaráðherra um að
nýta heimild í lögum um að fella niður
24% vörugjald af þessum heimilistækj-
um. Aðflutningsgjöld af þessum varn-
ingi hafa numið 123% en verða eftir
breytinguna80%.
Þá hefur fjármálaráðherra einnig
ákveöið að fella niður frá 1. ágúst sölu-
skatt af aðgangseyri sundstaöa. Sölu-
skattur er nú almennt ekki greiddur af
íþróttastarfsemi og er niðurfelling sölu-
Tilkynning
til eigenda tékkareikninga um
samdægurs bókun á tékkum
Frá og með 4. ágúst 1981 verða tekin upp svokölluð skjalalaus
greiðsluskipti á milli banka og sparisjóða. Þetta hefur í för með sér að allir tékkar,
sem Reiknistofa bankanna sér um bókun á og innleystir verða hjá
afgreiðslustöðum banka og sparisjóða, verða bókaðir sama dag og innlausn fer fram.
Bókun fer fram með tvennu móti:
1. Samkvæmt innlestri á tékkunum sjálfum í Reiknistofu
bankanna, þegar um er að ræða afgreiðslustaði, sem afhenda
tékka daglega til Reiknistofunnar. Er það óbreytt meðferð
frá því sem verið hefur.
2. Samkvæmt símsendum upplýsingum frá þeim
afgreiðslustöðum, sem eru símtengdir Reiknistofunni.
Þegar bókun fer fram símleiðis, verður tékkinn geymdur á
innlausnarstað. Þurfi reikningseigandi að fá upplýsingar um
slíkan tékka, mun reikningsbanki sjá um útvegun á þeim.
Reykjavík, 29. júlí 1981
BANKAR OG SPARISJÓÐIR
skatts af aðgangseyri sundstaöa gerö til
samræmis og til stuðnings við mikil-
væga almenningslþrótt. '
Talið er að tekjutap rfkissjóðs vegna
þessara aðgerða nemi 4,7 milljónum
kr. áþessuári. -ESE