Dagblaðið - 01.08.1981, Side 10
10
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstoffustjóri rítstjómar Jóhannes Roykdal.
ípróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalstoinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. ^
tllaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
orðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir,
Kristján Már Unnarsson, Sigurður Svorrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall
dórsson. Oroifingarstjóri: Valgeröur H. Svoinsdóttir.
Uitstjórn: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askriftarverð á mónuöi kr. 80.00. Verð í lausasölu kr. 5,00.
Svartasta afturhald
Smám saman er stjórnarstefna
Reagans Bandaríkjaforseta að koma í
Ijós. Hún reynist vera mjög markvisst
fráhvarf frá meginstefnu síðustu ára-
tuga þar vestra. Hún er vel skipulagt
afturhald af svartasta tagi. __________
Mikilvægur þáttur hennar felst í minnkun opinberr-
ar verndunar neytenda, launþega og minnihlutahópa.
A.nnar mikilvægur þáttur felst í minnkun opinbers
eftirlits með atvinnulífi. Og hinn þriðji felst í minni
áherzlu á mannréttindi.
Opinber embætti, sem þjóna neytendum, laun-
þegum og minnihlutahópum hafa sumpart alls ekki
verið skipuð, sumpart seint og þá mönnum, sem annað
hvort hafa engan áhuga á verkefnum embættisins eða
eru þeim beinlínis andvígir.
Opinber embætti, sem þjóna atvinnulífinu, hafa
hins vegar verið skipuð fljótt og vel. Og embætti, sem
hafa eftirlit með atvinnulifinu, hafa verið skipuð
mönnum, sem koma úr þeim greinum og hafa þar
hagsmuna að gæta.
Stjórn auðlinda ríkissvæða hefur verið falin
mönnum úr námugreftri, timbur- og olíuiðnaði. Stjórn
umhverfismála hefur verið falin talsmönnum
aukinnar nýtingar á kolum og kjarnorku og Iækkunar
gæðastaðla vatns og andrúmslofts.
Stjórn dómsmála og forsetaskrifstofu hefur verið
falin mönnum, sem vilja draga úr afskiptum hins opin-
bera af siðferði i viðskiptum, til dæmis mútum og
hagsmunatengslum og vilja almennt draga úr upplýs-
ingaskyldu.
Meðal annars er byrjað að leggja áherzlu á að draga
úr og leggja helzt niður starfsemi á.sviði baráttu gegn
hringamyndun og viðskiptamútum. Reynt hefur verið
að leggja niður stofnun, sem vann að verndun lítilla
fyrirtækja gegn stórum.
Sömuleiðis hefur verið reynt að leggja niður
stofnanir á sviði réttlætis- og velferðarmála. Þar á
meðal er jafnréttisráð, stofnun heilsu og öryggis á
vinnustöðum, vöruvöndunarstofnunin og opinbera
lögfræðiþjónus'an
Hrammur Reagans teygist líka til fátækra þjóða í
nágrenninu. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að setja
Ernest Lefever í embætti ráðherra mannréttindamála,
en varð að beygja sig fyrir utanríkismálanefnd
öldungadeildarinnar.
Lefever var frægur fyrir andstöðu gegn því, að
Bandaríkin setji markmið í mannréttindum í sam-
skiptum við útlönd. í raun þýðir þessi afstaða, að
Bandaríkin skuli taka upp vinsamlegri samskipti við
glæpastjórnir í útlöndum.
Þótt Lefever næði ekki embætti, hafa ráðamenn í
Rómönsku Ameríku skilið stefnu Reagans. Þeir hafa
aukið ofsóknir sínar gegn alþýðu manna heima fyrir
og fá sjálfvirka syndaaflausn fyrir að segjast vera að
berjast við kommúnista.
Reagan telur sig hafa umboð kjósenda til að draga
úr ríkisbákninu, meðal annars með því að leggja niður
skriffinnskustofnanir og fella niður höft á at-
vinnulífinu. Og rétt er, að báknið var orðið allt of
mikið.
En grunntónninn að baki er þó sá, að stjórn
Reagans er stjórn hinna ríku fyrir hina ríku. Hún er
stjóm þeirra, sem aðstöðu hafa, til að tryggja þessa
aðstöðu og magna hana. Hún er stjórn þeirra, sem
fyrirlíta lítilmagnann.
Fyrir vestrænar þjóðir, sem standa andspænis æ
skýrari dæmum um heimsvaldastefnu stjórnar Sovét-
ríkjanna, er ákaflega dapurlegt, að í öflugasta banda-
lagsríkinu skuli svartasta afturhaldið vera tekið við
völdum.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1981.
Flestir þeir Pólverjar sem ætla sér að flýja land fara með Chopin-hraðlestinni til Vinarborgar en upp á siðkastið hefur
straumur þeirra til Sviþjóðar aukizt verulega.
Óánægðir og hungraðir Pólverjar
flykkjast nú til Svíþjóöar í von um að
fá þar hæli sem pólitískir flóttamenn.
Að því er pólsku flóttamannasam-
tökin i Stokkhólmi segja þá koma nú
150 Pólverjar til Svíþjóðar á degi
hverjum.
Pólsku flóttamannasamtökin segja
að vara ætti Pólverja við þeim erfið-
leikum sem geta verið samfara því aö
setjast að í Svíþjóð. Jafnframt hafa
samtökin skorað á sænsku stjómina
að koma upp búðum fyrir þá Pól-
verja sem setjast vilja að í þriðja
landi.
Sænskir embættismenn er fara
með málefni innflytjenda segjast þó
ekki hafa orðið varir við aukningu á
umsóknum frá Pólverjum sem venju-
lega eru um 200 á ári.
„Pólverjar koma hingað sem
ferðamenn og mega dvelja hér sem
slíkir i þrjá mánuði,” sagði einn
sænsku embættismannanna i samtaii
við fréttamann Reuters-fréttastof-
unnar.
„ Við telum ekki þá feröamenn sem
koma til landsins og við vitum ekki
hversu margir þeirra ætla sér aö
framlengja dvöl sína . . . Eftir þrjá
mánuöi kann svo að fara að við
sjáum bylgju,” bætti hann við.
Pólsku flóttamannasamtökin, sem
veita flóttamönnum hjálp og ráðlegg-
ingar, eru hins vegar viss í sinni sök
og segja að flóttamannalekinn frá
Póllandi hafi breytzt í straum frá því
að pólski Kommúnistaflokkurinn
hélt aukaþing sitt snemma í júlímán-
uði.
Samtökin benda á að 150 pólskir
ferðamenn komi á degi hverjum meö
ferjunni yfir Eystrasaltið og margir
þeirra gerðu sér vonir um að fá hæli
sem pólitískir flóttamenn.
Mjög auövelt er fyrir Pólverja að
heimsækja Sviþjóð því þeir þurfa
einungis að fá vegabréfsáritun frá
yfirvöldum heima fyrir. Þeir sem hins
vegar ætla sér til dæmis til Vestur-
Þýzkalands verða að bíða klukku-
stundum og jafnvel dögum saman i
biðröð viö sendiráð Vestur-Þýzka-
lands í Varsjá til að fá þar vegabréfs-
áritun.
Pólsku flóttamannasamtökin í Svi-
þjóð segjast vara við þvi að gera sér
of háar vonir um að fá hæli sem póli-
tískir flóttamenn i Sviþjóð, nema þeir
gætu sýnt fram á að þeir hefðu sætt
ofsóknum vegna pólitískra skoðana
sinna. Aðeins einn af hverjum tiu
ferðamönnum á möguleika á að fá
Sifellt fleiri Pólverjar eru að gefast upp á að standa i biðröðum fyrir framan
hálftómar verzlanir.
Sviþjóð segja hins vegar enga mögu-
leika á því að Svlar setji upp slíkar
búðir.
,.Svíþjóð er mannúðlegt land. Við
veitum pólitískt hæli hverjum þeim
sem er i hættu ef hann snýr aftur til
heimaiands sins,” sagði einn emb-
ættismannanna.
,,En þeir sem ekki fá hæli verða að
snúa aftur heim. Við getum ekki séð
fólki fyrir matvælum sem eru að
flytjast til þriðja lands eða tekið á
móti þeim sem eru að flýja efnahags-
legaerfiðleika.”
Undanfarna daga hafa borizt
stöðugar fréttir af mótmælaað-
geröum í Póllandi vegna matvæia-
skorts og yfirvofandi hækkunar á
vöruverði. Stjórnvöld þar í landi
segjast ekki geta lofað úrbótum og
leggja áherziu á að mótmælin muni
ekki leiða til þess að matvælin aukist
i hillum póiskra verzlana.
Það þarf þvi ekki að koma á óvart
þó flóttamannastraumurinn haldi
áfram að aukast úr landinu og þá er
Svíþjóð ekki verri valkostur en hver
annar þrátt fyrir aðvaranir samtaka
pólskra flóttamanna þar í landi um
aö Pólverjum muni reynast erfitt að
fá leyfi til að setjast þar að.
segja að komnir séu til Svíþjóðar í
þeim tilgangi aö komast þaðan til
Ástralíu, Kanada eða Bandarikj-
anna.
Embættismenn innflytjendamála i
hæli, að þvi er talsmenn samtakanna
segja.
Jafnframt hafa samtökin hvatt
ríkisstjórnina til að setja upp búðir
fyrir þá eitt þúsund Pólverja sem þau
Flóttamannastraumurinn frá Póllandi:
150 Pólverjar koma
til Svíþjóðar á dag
— margir þeirra gera sér vonir um að fá þar hæli sem
pólitískir f lóttamenn