Dagblaðið - 01.08.1981, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1981.
Þjóðhátíðarsöngur Vestmannaeyinga í ár œttaður afDalvík:
Vinahópssöngur sem
auðvelt er að lœra”
segir höfund-
urinn,
Ingólfur
Jónsson
á Tréverk
„Ég var að vinna að lllugastöðum
í Fnjóskadal um páskaleytið og sá
auglýsingu í blaðiTjar sem beðið var
um tillögur að þjóðhátiðarlagi. Þetta
fór að berjast í mér og lét mig ekki i
friði. Textinn varð að miklu leyti til á
leiðinni milli Dalvfkur og Illugastaða,
þegar ég fór á milli til að taka þátt í
uppsetningu á Kertalogi Jökuls hjá
leikfélaginu,” sagði Ingólfur Jóns-
son, húsasmíðameistari á Dalvik, i
stuttu spjalli við Dagblaðið.
Ingólfur sendi inn tvær tillögur að
þjóðhátíðarljóði Vestmannaeyinga.
Dómnefnd Eyjaskeggja ákvað að
velja aðra tillöguna og þar með
leggur Ingólfur þjóðhátíðarsönginn
til f ár: „Þetta er rólegheitalag með
valstakti, vinahópssöngur sem
auðvelt er að læra,” sagði
höfundurinn. Hann er að sjálfsögðu
boðinn til hátíðarinnar í Eyjum um
helgina ásamt fjölskyldunni.
Þetta er reyndar önnur Vest-
mannaeyjaferðin hans á ævinni og
um leið fyrsta þjóðhátfðin sem hann
tekur þátt í.
Verðlaunatextinn er nýr, eins og
fram kom í spjallinu við Ingólf hér
áður, en lagið sjálft er eldra. Hann
sagðist hafa gert svolítið að því að
semja lög og texta en Eyjamenn hafi
veitt sér fyrstu og einu upphefðina
fyrirtónsmfðar!
Ingólfur er liðtækur pfanisti og
hefur meðal annars lagt Leikfélagi
Dalvíkur iið með hljóðfæraslætti í
leiksýningum. Og svo minnast menn í
byggðarlaginu daganna þegar hann
var í gömludansabandi staðarins á-
samt Sigga á Sigurhæðum, Villa á
Karlsá og fleiri tónsinnuðum piltum.
-ARH
Helgi Pétursson f Rfó, til skamms tima starfsmaður á fréttastofu hljóðvarps
(rauðliðadeildarinnar — nafngift Svarthöfða), var einu sinni fréttahaukur á DB.
Þá fór hann til Dalvfkur og hitti að máli Ingólf á Tréverk, svo sem meðfýigjandi
mynd sýnir og sannar. Nú gerist það, sumarið ’81, að Ingólfur semur lag og Ijóö
fyrir Vestmannaeyinga en Helgi fer f skóla til Washington. Svona geta örlagadfsir
flippað út. DB-mynd: Bjarnleifur.
Mikið að gerast í Háskólabíói á fimmtudaginn:
Frumsýna kvikmynd, rokk-
kabarett og nýtt hljóðfœri
— sjegið verður upp hljómleikum í bíóinu að jrumsýn-
ingu Brennunjálssögu lokinni
Frumsýning kvikmyndarinnar
Brennunjálssögu, sem Friðrik Þór
Friðriksson hefur unnið við að und-
anförnu, verður gestum áreiðanlega
um margt minisstæð. Leikin verður
lifandi tónlist meðan á sýningu
stendur. Að henni lokinni verður efnt
til hljómleika' og þar verður meðal
annars kynnt nýtt íslenzkt hljóðfæri
sem Gunnlaugur Óttarsson gítar-
Hljómsveitin Þeyr leikur meðan á sýningu myndarinnar Brennunjálssaga stendur.
‘ Guðlaugur Óttarsson er lengst til vinstri.
leikari hefur hannað.
Það er á fimmtudaginn kemur sem
Brennunjálssaga verður frumsýnd í
Háskólabíói. Hljómsveitin Þeyr
hefur samið tónlist við myndina og
flytur hana á staðnum. Að sýningu
lokinni slá Þeyr og Kamar-
orghestarnir frá Danmörku upp
hljómleikum í bíóinu. Þeyr fylkir sér
að þessu sinni saman undir hugtakinu
Tónlist frá Trans-Plútó. Kamarorg-
hestarnir ætla við þetta tækifæri að
frumsýna nýjan rokkkabarett.
Af mörgu forvitnilegu í Háskóla-
bíói verður þó kynning frumút-
gáfunnar af hljóðfærinu Fourier
áreiðanlega forvitnilegust. í frétt frá
hljómsveitinni Þey, þar sem
Guðlaugur Óttarsson starfar sem
gítarleikari, segir meðal annars að
Fourier muni valda byltingu í tónlist-
arsköpun framtíðarinnar.
Hljóðfærið heitir í höfuðið á
franska stærðfræðingnum Jean
Baptist Fourier. Hann lagði ásamt
forngrikkjanum Pýþagórasi grund-
völlinn að stærðfræðilegri skil-
greiningu tóna og hljómlistar. Guð-
Fiðrik Þór Friðriksson kvikmynda-
gerðarmaður leikstýrir Brennunjáis-
sögu. Handritið er einnig eftir hann.
DB-mynd.
laugur hefur ráðizt í að gera að
veruleika hugmyndir þessara tveggja
manna. Það er nú fyrst fyrir atbeina
nýjustu framfara í digital óg
örtölvutækni, sem hægt er að mæta
þeim kröfum og þörfum sem þess
háttar úrvinnsla kallar á. í samtali
við blaðamann DB á dögunum lagði
Guðlaugur áherzlu á að i Há-
skólabíói yrði frumútgáfa Fouriers
kynnt.
Auk Kamarorghestanna og Þeys
er líklegt að þriðja hljómsveitin komi
fram í Háskólabíói. Nafn hennar er
ekki gefið upp því að hún mun eiga
að komaáóvart.
Hljómsveitin Þeyr ætlaði að nota
tækifærið og gefa út fjögurra laga
hljómplötu sína á fimmtudaginn.
Henni hefur verið seinkað fram eftir
mánuðinum, aðallega af kurteisisá-
stæðum gagnvart hljómplötumark-
aðinum, sem er fremur mettaður
þessa dagana. -ÁT-
Liðsmenn dönsku hljómsveitarinnar Smalltown:
Vilja leyfa íslendingum að heyra í sér
— komu hingað í sumarieyfi en langar nú að soila
„Hljómsveitin er orðin tveggja ára
gömul eða svo. En með núverandi
mannskap hefur hún starfað saman í
þrjá .mánuði,” sagði Sveinbjörn
Sváfnisson, bassaleikari dönsku
hljómsveitarinnar Smalltown, er
blaðamaður DB hitti hann að máli.
Sveinbjörn er nú staddur hér á landi
ásamt félögum sínum.
„Upphaflega ætluðum við aðeins
að koma hingað í sumarfrí. En svo
datt okkur í hug, að það gæti verið
gaman að spila dálítið hérna,” sagði
hann. „nei, við höfum ekkert fengið
að gera ennþá enda erum við
nýbyrjaðir að leita fyrir okkur um
starf.”
Sveinbjörn sagði að Smalltown
léki aðallega bluestóniist og rythm’
n’ blues. Hljómsveitin hefur ein-
göngu leikið í Kaupmannahöfn og
nágrenni til þessa og mest haldið sig
við smærri staði. Þó hefur hún einnig
komið fram í Húsinu, þekktum
skemmtistaðí Kaupmannahöfn.
„Við höfum ákveðið að fara með
haustinu út á land i Danmörku og
jafnvel einnig yfir sundið til
Svíþjóðar,” sagði Sveinbjörn. Hann
kvað plötuupptöku ekki vera á dag-
skránni hjá liðsmönnum Smalltown
eins og á stæði. „Það er erfitt að fá
plötusamning í Danmörku. Þar er
samkeppnin milli hljómsveitanna
ákaflega hörð. Einnig teljum við
okkur verða að öðlast meiri reynslu
áður en við förum að leiða hugann að
plötumálum. Við erum jú ekki búnir
að leika saman nema í þrjá mánuði.
Við eigum þó dálítið af eigin efni.
Ætli hlutur þess á prógramminu sé
ekki í kringum tíu prósent.”
Sveinbjörn Sváfnisson hefur
dvalið i Danmörku undanfarin tvö
ár. Hann kvaðst í samtalinu við
blaðamann DB ekki hafa farið að
fást við tónlist að ráði þar ytra fyrr
en fyrir um það bil ári.
-ÁT-
Hljómsveitin Smalltown bregður á leik. Svona skipuð hefur hún verið í þrjá
mánuði. DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson.
Sögur af
bindindismótum:
Þá var listin
súaðsmygla
áfengiísem
mestum mœli
Fyrir rúmum áratug tiðkuðust
bindindishátlðir mjög um vezlunar-
mannahelgina. Þrátt fyrir að
vínbann væri á svo til hverri einustu
hátíð þýddi það samt ekki að ung-
dómurinn — sem nú horfir á ungviði
sin jseysast á útihátíðir — sætti sig við
að vera þurrbrjósta. Því var mikið á
sig lagt til að smygla áfengi á há-
tíðirnar og hugvitið sem beitt var
lofaði góðu um greindarvisitölu
uppfmningamannanna.
Nokkrir lögðu það á sig að kaupa
niðursuðudósir með baunum eða
einhverju slíku. Litið gat var borað á
dósirnar og allur vökvi látinn leka úr.
Siðan var öðrum vökva tappað á og
verðmiði limdur yfir gatið. Að vísu
þótti vodki með baunabragði engin
sérstök guðaveig en ánægjan yfir vel
heppnuðu bragði bætti bragðið upp.
Starfsmenn ölgerðar Egils Skalla-
grímssonar þurftu hins vegar ekki að
kvarta yfir óbragði af sínum vökva.
Þeir settu áfengið á malt- og pilsner-
flöskur og siðan var réttur tappi
settur á. Ógjörningur var að greina
hvað væri í flöskunum vegna þess
hversu dökkar þær eru.
Helztu samkomurnar voru í Húsa-
felli fyrir nokkrum árum. Eitthvað
var um að helgina fyrir verzluna-
mannahelgi færi fólk í Húsafell og
græfi áfengi sitt í jörðu. Siðan þegar
hátiðin var hafin var allt grafið upp
og setzt að sumbli. Yfirieitt fórai't
vel en vitað er um eitt dæmi þar seni
gröfturinn gekk ekki upp. Þegar ná
átti í flöskurnar kom f ljós að búið
var að tjalda hústjaldi yfir þær.
Þá tóku langferðabilstjórar að sér
fyrir unglingana að fela áfengi í
bilum sínum. Einn í Reykjavik var
nokkuð kræfur. Hann hafði
leynihólf í rútunni og fyrir að fela
vínið þar tók hann aukaþóknun. Um
eina verzlunarmannahelgina tók heill
hópur unglinga sig saman og tók
langferðabil þennan á leigu.
Bílstjórinn faldi allt vínið sem skipti
tugum lítra. Gegn því innheimti hann
tíu prósent hærra verð en hinir. Þeg-
ar að hliðum Húsafells var komið
biðu allir spenntir eftir þvi að
verðirnir kæmu að leita. En . . .
öllum að óvörum fékk bíllinn að fara
óáreittur í gegn öllum til hinnar
mestu armæðu.
Vel þekkt bragð var að fela á-
fengisflöskurnar undir bilum. Er eitt
af slðustu mótunum i Atlavik var
haldið lögðu tveir kumpánar af stað á
jeppa og höfðu vænar birgðir fólgnar
undir bílnum. Er þeir áttu skammt
ófarið að Atlavík tókst ekki betur til
en svo að þeir óku út af og veltu
jeppanum á hvolf. Blasti þá
brennivinið við öllum sem leið áttu
hjá jeppanum. Það voru leitar-
mennirnir í hliðinu að Atlavik sem
komu kumpánunum til hjálpar og
veltu bflnum á hjólin aftur.
Fyrrum
hótelstjóri
Esju til
Cargolux
Steindór Ólafsson, fyrrverandi
hótelstjóri á Esju, mun brátt taka við
stöðu framkvæmdastjóra Cargolux í
London. Rætnar tungur segja að
einn af æðstu ráðamönnum Cargolux
hafi rekið þann sem fyrir var til að
rýma fyrir Steindóri, góðvini sínum.