Dagblaðið - 07.08.1981, Page 1

Dagblaðið - 07.08.1981, Page 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981. 13 [vaðerásevðiumhi Sjónvarp næstuviku • M s^j Sjónvarp L Laugardagur 8. ágúst 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.00 Einu sinni var. Franskur teiknimyndaflokkur. Ellefti þátt- ur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Lesarar Einar Gunnar Einarsson og Guðni Kolbeinsson. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaógrip átáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Konunglagt brúflkaup þeirra Karls og Dfönu varflur á skjánum kl. 21.00. álaugardag. 21.00 Konunglegt brúðkaup. Frétta- mynd um brúðkaup Karls Breta- prins og lafði Díönu Spencer 29. júlí sl. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. (Evróvision — Breska sjónvarpið). BLEIKIPARDUSINN—sjónvarp kl. 22,10 á laugardagskvöld: BRÁÐFYNDIN MYND Inspektör Clouseau er lífshættulegur hrakfallabélkur Alveg eins og hrakfallabálkurinn Clouseau lögregluforingi veltur um tærnar á sjálfum sér, geta áhorfendur velzt um af hlátri yfir Bleika pardusn- um. Bleiki pardusinn er gimsteinn sem er stolið af sleipum skartgripaþjófi i Sviss. En hann var þó ekki svo sieipur að hann skildi ekki einhver ummerki eftir sjálfan sig, eins og t.d. hanzka sem „inspektör” Clouseau er fljótur að finna. Það er þó furðulegt að Clouseau skuli yfirleitt finna nokkurn hlut, eins utangátta og hann virðist vera. Maðurinn er svo vonlaus og svo hræðilegur hrakfallabálkur, að það eina að vera nálægt honum er lífs- hættulegt, hvort sem um vini eða lóvini er að ræða. Hann er að fara með taugar yfirmanns síns, Dreifus, enda alltaf að detta á hann og þvíiík óhöpp. Dreifus óskar sér þess eins, að ganga svo rækilega frá Clouseau, að hann sjáist ekki á yfirborði jarðar nokkurn tfma aftur. En hvað sem á gengur, hrökklast Clouseau lögreglu- foringi á hina furðulegustu háttu út úr hættunum og tekst að álpast á þjófinn. Myndin er bráðfyndin og auðvitað er það sjálfur Peter Sellers í hlutverki „inspektör” Clouseau, með sinn drafandi franska hreim. Með honum leika: David Niven, Capucine, Claudia Cardinale og Robert Wagner. Myndin var gerð árið 1963 og leikstjóri er Blake Edwards. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson og sýningartiminn hefst klukkan 22.10, strax eftir brúðkaup Karls og Díönu. -LKM Lilja K. Möller Peter Sellers fer með aðalhlutverk i Bieika pardusnum. Þar leikur hann Clouseau lögregluforingja, sem veltur um tærnar á sjálfum sér. KONUNGLEGT BRUÐKAUP - sjónvaip kl. 21,00 á laugardag: BRUÐKAUP ALDARINNAR Milljarður fylgdist með Loksins fá landsmenn að sjá hvernig hið heimsfræga brúðkaup Karls og Díönu fór fram. Það hefur ekkert lítið gengið á siðan fréttin um að Karl prins ætlaði loks að festa ráð sitt barst út. Og ekki fór það svo, að þau fengju frið til þess að ganga í það heilaga, án hvers kyns árása úr öllum heimshornum. IRA-skæruliðar söfn- uðust saman í mótmælasvelti fyrir utan frsku sjónvarpsstöðina, til að mótmæla tilstandinu í kringum brúð- kaupið. Og jafnvel Spánverjar vildu fá að ráða hvert brúðkaupsferðinni yrði heitið. En hvað um það, allt er nú yfir- staðið og Karl og Díana komin í eina sæng og allir bíða spenntir eftir nýrri tilkynningu: Að þau standi sig í rúminu og litill erfingi fæðist. Jii, hvað það hlýtur að vera erfítt að leika konungshlutverkið! Millljarður manna fylgdist með þvi, þegar þau voru gefin saman í Sankti Páls-dómkirkjunni þann 29. júli. Fjórir gráir gæðingar drógu opinn vagn brúðhjónanna að lokinni vigslu til Buckinghamhallar og kirkjuklukk- ur Sankti Páls hljómuðu um nágrennið. Hundruð þúsundir manns voru búnir að koma sér fyrir til að veifa til brúðhjónanna. Gífurlegur viðbúnaður var í heimsborginni. Þrjú þúsund lögreglumenn gættu öryggis brúðhjóna og gesta. Þyrlur flugu yfir svæðinu, sérþjálfaðir lögreglumenn voru á húsþökum og sjónvarpsvélar á hverju strái. -LKM. ,,ÉG, Karl Filip Arthúr Georg, geng að eiga þig Diönu Frances. . . Bleiki pardusinn er fyrsta myndin, sem gerfl var um . hrakfallabálk- inn Clouseau lögregluforingja. Aðalhlutverk: David Niven, Peter Sellers, Capucine, Claudia Cardin- ale og Robert Wagner. Klukkan 22.10 á laugardagskvöld. 22.10 Bleiki pardusinn. (The Pink Panther). Bandarísk gamanmynd frá árinu 1963. Leikstjóri Blake Edwards. Aðalhlutverk David Niven, Peter Sellers, Capucine, Claudia Cardinale og Robert Wagner. Þetta er fyrsta myndin, sem gerð var um hrakfallabálkinn Clouseau lögregluforingja, og hún lýsir viðureign hans við sleipan skartgripaþjóf í Sviss. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 9. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Páli Pálsson, sóknarprestur á Bergþórs- hvoli, flytur hugvekjuna. 18.10 Barbapabbi. Tveir þættir, annar endursýndur og hinn frum- sýndur. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögumaður Guðni Kolbeinsson. Emil ( Kattholti verflur aftur á skjánum kl. 18.20 á sunnudag og verflur þar á ferðinni fimmti þáttur. 18.20 Emil í Kattholti. Fimmti þátt- ur endursýndur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragn- heiður Steindórsdóttir. 18.45 Flugdrekar. Bresk mynd um flugdrekasmíð og þá ánægju, sem má hafa af þessum leikföngum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Sinfónfa nr. 36 í C-dúr eftir W.A. Mozart. Sinfóníuhljómsveit- in í Bamberg leikur. Hljómsveitar- stjóri James Loughran. Einsöngv- ari Edith Mathis, sópran. Upptaka frá Mozart-hátíðinni 1 Wúrzburg 1981. Evróvision — Þýska sjón- varpið).

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.