Dagblaðið - 07.08.1981, Side 4
16 _______________________________DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981.
Hvað er á seyðium helgina?
Nýaðföng
— Sýning f Listasafni alþýðu. 8.—30. égúst 1981.
Laugardaginn 8. ágúst nk. kl. 14.00 verður opnuð
sýning í Listasafni alþýöu á nýjum aðföngum safns-
ins, listaverkum sem allflest hafa borizt safninu eftir
að ný húsakynni þess voru vígð 7. febrúar 1980. Hér
er um að ræða 57 verk eftir 29 m myndlistarmenn.
Ragnar Jónsson hefur enn baett viö málverkagjöf
slna og má þar nefna verk eftir Ásgrlm Jónsson, J6-
hannes S. Kjarval, Jón Engilberts, færeyska málar-
ann Mikines og Hafstein Austmann. Margrét Jóns-
dóttir hefur og fært safninu ný verk — eftir Bene-
dikt Gunnarsson, Nínu Tryggvadóttur, Valtý
Pétursson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
Alþýöubánkinn hefur fært safninu myndarlega
gjöf, aöallega verk eftir meðlimi SÚM, Gylfa
Gíslason, Hrein Friðfinsson, Jón G. Árnason,
Kees Visser, Kristján Guömundsson, Magnús Páls-
son, ólaf Lárusson, Tryggva ólafsson og Þorbjöigu
Höskuldsdóttur. Ámi Páll hefúr gefið safninu mynd
röðina Barriera og Guðmundur Ármann Sigurjóns-
son grafikmyndir úr atvinnulifinu. Ennfremur má
nefna aö sýnd verður frummynd Sigurjóns Ólafs-
sonar af Krfunni, sem Listasafn alþýðu og ASÍ létu
reisa á Eyrarbakka Ragnari Jónssyni til heiðurs 11.
janúarsl.
Hannibal Valdimarsson færði safninu mjög sér-
stæða gjöf, altaristöflu Samúels Jónssonar i Selár-
dal og er hún nú sýnd í fyrsta sinn í safninu.
Sýningin Ný aöföng Listasafns alþýðu veröur
opin alla daga kl. 14—22 8.-^30*ágúst.
LISTMUNAHÚSH), Lækjargötu 2: Takeo Mori,
listvefnaður. Opið út ágústmánuð frá 11 til 18 alla
virka daga.
MOKKA-KAFFl, Skólavörðustíg: Myndir eftir
italska listamanninn Liciato. Stendur til 19. ágúst.
Opið 9—23.30 alla daga.
RAUÐA HÚSH), Akureyri: Tumi Magnússon,
teikningar og furðuhlutir. Lýkur 2. ágúst. Opiö
daglega kl. 15—21.
DJÚPH), Hafnarstrætl (Homlö): Guðmundur
Björgvinsson. Olfumálverk, prentlitamyndir, túss og
svartkrítarteikningar. Opið 11—23.30 daglega til 12.
ágúst.
Úr einni af grafisku myndunum sem kynntar verða á GraDskum kvikmyndadögum. Hún er heimsþekkt og nefnist Augað
heyrir, eyrað sér.
Grafískir kvikmyndadagar í Reykjavík:
Námskeið, kynningar og almennar
sýningarágrafískum kvikmyndum
—í framhaldi af kvikmyndaviku f fyrra
,,Það er í framhaldi af kvik-
myndaviku í Regnboganum í fyrra
sem við ráðumst nú i að efna til þess-
ara Grafísku kvikmyndadaga. Þar
voru kynntar þrjár tegundir kvik-
myndaiistarinnar sem standa utan
hefðbundna formsins, það er til-
raunakvikmyndir, grafískar myndir
og heimildamyndir. Viö töldum að
grafíska formið þarfnaðist nánari
kynningar svo að ákveðið var aö
gangast fyrir henni. Síðar kom svo
hugmyndin að námskeiði upp.”
Þannig útskyrði Sigurjón Sighvats-
son, kvikmyndagerðarmaður, til-
drögin að Grafískum kvikmyndadög-
um. Þeir hefjast opinberlega á sunnu-
daginn kemur og lýkur sunnudaginn
23. ágúst. Segja má að fyrirbærinu sé
skipt í þrennt: námskeið, kvikmynda-
kynningu og almennar kvikmynda-
sýningar. Fyrsti hluti námskeiðsins
hefst á sunnudaginn.
„Því miður rúmast ekki nema
fimmtán til tuttugu manns á þessu
námskeiöi en við höfum ákveðið að
opna það fleirum sem nokkurs konar
áheymarfulltrúum,” sagði Sigurjón
Sighvatsson. Námskeiðið hefst
kiukkan níu á sunnudagsmorguninn
og stendur til klukkan fjögur um dag-
inn. Virka daga er það milli sjö og
níu á kvöldin. Nauðsynlegt er fyrir þá
sem sækja námskeiðiö að sækja jafn-
framt kvikmyndakynningarnar og al-
mennar sýningar. Námskeiðið verður
í Myndlistarskólanum og sýningarnar
á Kjarvalsstöðum utan ein í Tjarnar-
bæ. — Kynningarnar og sýningarnar
eru öllum opnar.
„Námskeiöið er í raun og veru
samanþjöppun á tólf vikna inngangs-
námskeiði í grafískri kvikmyndalist
við Háskólann í Suður-Kalifornfu
sem ég stundaði nám við,” sagði
Sigurjón. , .Prófessor Gene Coe sem
stjórnar þvl kemur hingað til lands til
að halda fyrirlestra um efnið. Einnig
verður með í förinni kona hans Paul-
ine Powers sem er virtur grafíkhönn-
uður og kvikmyndagerðarmaður (
Hollywood.
Á námskeiðinu fá þátttakendur
tækifæri til að spreyta sig i hönnun-
inni. Við vonumst svo til að geta sýnt
verk þeirra f lokin. Til að fólk geri sér
enn þetur grein fyrir viðfangsefninu
en ella er því nauðsyn að sjá kvik-
myndirnar sem boðið verður upp á.
Margar þeirra eru meistarastykki.
Tvær eða þrjár hafa hlotið Oscars-
verðlaun og margar hafa hlotið ýmiss
konar verðlaun og viðurkenningar
aðrar,” sagði Sigurjón ennfremur.
Hann bætti því við að lokum að ef
vel tækist til með Grafiska kvik-
myndadaga kæmi vel til greina að
verða með nánari útfærslu á tilrauna-
kvikmyndum á næsta ári. Það form
kvikmyndalistarinnar er á miklu
blómaskeiði vestra um þessar
mundir. -ÁT-
KYNNING Á
GRAFISKRI
KVIKMYNDALIST
Gönguf erð helgarínnar:
Rölt í þágu friðar-
ins f rá Stokksnesi
Gönguferð helgarinnar að þessu
sinni er leiðin Stokksnes — Höfn í
Hornafirði. Gangan á sunnudaginn
er í nafni friðarins — gegn atóm-
vopnum. Samtök herstöðvaandstæð-
inga á Austurlandi eru skrifuð fyrir
skipulagningunni. Á Stokksnesi er
útvarðarstöð bandarfska hersins á
Miðnesheiði. Þaðan verður lagt af
stað kl. 9.30 á sunnudagsmorguninn
og gengið 20 km leið að Fiskhól við
Höfn. Langferðabílar leggja af stað
frá Höfn að Stokksnesi kl. 9. Bílarnir
fytgja göngunni eftir og þar má
geyma farangur og hvíla lúin bein ef
þörf krefur.
Ávörp í göngunni og á fundinum
flytja Sævar Kristinn Jónsson,
Sigurður Ó. Pálsson, Torfi Stein-
þórsson og Pétur Gunnarsson.
Laugardagskvöldiö 8. ágúst,
kvöldið fyrir gönguna löngu, er
boðað til kvöldvöku í Mánagarði á
Nesjum. Frummælendur um friðar-
hreyfingar, vígbúnað og Stokksnes-
stöðina sjálfa verða Ólafur Ragnar
Grímsson, Erling Ólafsson, Geir
Gunnlaugsson og Jón Ásgeir Sigurðs-
son.
Hópferðir eru skipulagðar af
Austurlandi og frá Reykjavík til
Hafnar. Reiknað er með að þátttak-
endur komi að Mánagarði síðdegis á
laugardag. Þeir geta gist i húsinu sem
vilja. Aðrir hafi með sér tjöld.
Upplýsingar og skráning f síma
17966 milli kl. 17 og 19.
- ARH
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, SkólavörOu-
holli: Opiö alladaga kl. 13.30—16.
KJARVALSSTAÐIR: Vesturaalur: Leirlist, gler,
textfll, silfur, gull. Sumarsýning: Steinunn M»rtrin«.
dóttir, Haukur Dór, Jónína Guönadóttir, Elísabet
Haraldsdóttir, Hulda Jósefsdóttir, Sigríður Jó-
hannsdóttir, Leifur Breiðfjörð, Guðrún Auöuns-
dóttir, Ragna Róbertsdóttir, Ásdis Thoroddsen,
Jens Guðjónsson, Guðbrandur Jezorski, Sigrún Ó.
Einarsdóttir. Opið 14—22 alla daga. Kjarvalssalur:
Kjarvalssýning.
ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74: Opið alla
daga nema laugardaga til 1. sept. kl. 13.30—16.
Aögangur ókeypis.
BÚNAÐARBANKINN, EgilsstöOum: SUfur frá vik-
ingaöld. Til sýnis i sumar á venjulegum afgrtima.
GALLERÍ KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10: Sig-
rún Jónsdóttir, batík, kirkjumunir. Opið 9—18
virka daga, 9—16 um helgar.
GALLERÍ GUÐMUNDAR, BerestaOastræti 15:
Kristján Guömundsson, ný málverk, Rudolf
Weissauer, ný grafik. Opið 14—18 alla virka daga.
NORRÆNA HÚSIÐ: Anddyri: íslenskir steinar.
KJallari: Þorvaldur Skúlason, yfirlitssýning. Opin
14—20alladaga.
TORFAN, veitingahús: Lcikmyndir úr Alþýðulcik-
húsinu.
HÖGGMYNDASAFN Ásmundar Sveinssonar:
Opið þriðjud., fimmtud., laugard. & sunnud. kl.
13.30—16.
Tilkynningar
Stokksnesganga
Helgina 8.—9. ágúst nk. efna Samtök hcrstöðvaand-
stæðinga á Austurlandi til kvöldvöku og Stokksnes-
göngu.
Ráðgert er að þátttakendur safnist saman seinni
hluta laugardagsins þann 8. ágúst í félagsheimilinu
Mánagarði, Nesjum. Kl. 20.00 hefst þar fjölbreytt
fræðslu- og skemmtidagskrá. Daginn eftir kl. 9.30
hefst gangan viö Stokksnes. Þar mun Sævar Kristinn
Hellnanes
Jónsson bóndi ávarpa göngumenn. Við Hellnanes
flytur Sigurður ó. Pálsson stutt ávarp og á eftir
skemmta göngumenn sér við visnasöng, gítar- og
harmóníkuleik. Eftir að komið er til Hafnar verður
gengiö um helztu umferðargötur og endaö með úti-
fundi á Fiskhóli. Þar munu Pétur Gunnarsson rit-
höfundur og Torfi Steinþórsson frá Hala flytja
ræöur. Miðað er við aö aögerðunum ljúki um kl.
15.30.
Rútuferöir verða skipulagðar frá flestum þétt-
býlisstöðum á Austurlandi og einnig frá Reykjavík.
Þátttakendum verður séð fyrir gistingu en þeir þurfa
aö hafa svefnpoka og nesti meö sér. Þeim sem vilja
tjalda er bent á að við Mánagarð eru fyrirtaks tjald-
stæöi.
Til þess að auðvelda skipulagningu eru væntan-
legir þátttakendur beðnir aö skrá sig hjá trúnaöar-
mönnum herstöðvaandstæðinga á hverjum staö.
Fyrir Austurland i síma 97-1248, í Reykjavík 17966.
Sumargleðin 1981
7. ágúst Borgarnes
8. ágúst Hellissandur
9. ógúst Sævangur að Ströndum
Sumarrevfan á Sögu
Um næstu helgi gefst Reykvíkingum tækifæri aö sjá
hina vinsælu sumarrevíu sem sýnd hefur verið i
Sjálfstæöishúsinu á Akureyri undanfarin föstudags-
kvöld. Verður revian sýnd á Hótel Sögu á laugar-
dags- og sunnudagskvöldiö. Eru það síðustu sýning-
arnar i sumar.