Dagblaðið - 07.08.1981, Síða 7
Laugardagur
8. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð.
Kristján Þorgeirsson talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tikynningar. Tón-
leikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Kristín
Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir).
11.20 Nú er sumar. Barnatitni undir
stjórn Sigrúnar Sigurðardóttur og
Sigurðar Helgasonar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.35 Iþróttir. Umsjón: Hermann
Gunnarsson.
13.50 Á ferð. Óli H. Þórðarson
spjallar við hlustendur.
14.00 Laugardagssyrpa — Þorgeir
Ástvaldsson og Páll Þorsteinsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Qaude Debussy. Árni Krist-
jánsson fyrrum tónlistarstjóri
kynnir tónskáldið i erindi og með
músik. (Áður útv. 4. september
1962).
17.00 Siðdegistónleikar. Hátíðar-
hljómsveitin í Lundúnum leikur
lög úr „Túskildingsóperunni” eftir
Kurt Weill; Bernard Hermann stj.
/ Róbert Amfinnsson syngur lög
eftir Gylfa Þ. Gíslason með hljóm-
sveit undir stjórn Jóns Sigurðsson-
ar. / Sinfóníuhljómsveitin í
Minneapolis leikur sinfónískar
myndir úr „Porgy og Bess” eftir
George Gershwin; Antal Dorati
stj.
18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á uppsiglingu. Smásaga eftir
Gunnar M. Magnúss; höfundur
les.
20.10 Harmonikuþáttur. Bjarni
Marteinsson kynnir.
20.25 Gekk ég yfir sjó og land — 6.
þáttur. Jónas Jónasson ræðir við
Sigríði Stefaniu Gfsladóttur frá
Papey, Kristján Jónsson bónda og
einsetumann á Teigarhomi og
Sigrúnu Svavarsdóttur háseta á
varðskipinu Ægi. Þátturinn verður
endurtekinn á sunnud. kl. 16.20.
21.20 Hlöðuball. Jónatan Garðars-
son kynnir ameriska kúreka- og
sveitasöngva.
21.50 Falinn eldur. Jón R. Hjálm-
arsson ræðir við Snorra Gunn-
laugsson á Geitafelli í Þingeyjar-
sýslu.
22.00 Hljómsveit Guðjóns Matthías-
sonar leikur gömiu dansana.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Miðnæturhraðlestin” eftir
Billy Hayes og William Hoffer.
Kristján Viggósson lýkur lestri
þýðingar sinnar (24).
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
9. ágúst
8.00 Morgunandakt. Biskup
íslands, herra Sigurbjörn Einars-
son, flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar
dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Fílharmóníu-
sveitin í Vínarborg leikur; Willi
Boskovsky stj.
9.00 Morguntónleikar. a. Capricci-
oso í a-moll op. 33 nr. 1 eftir Felix
Mendelssohn og Sónata í e-moll
. op. 7 eftir Edvard Grieg.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður. Kína haustið
1975. Magnús Karel Hannesson
segir frá. Umsjón: Friðrik Páll
Jónsson.
11.00 Prestvigslumessa i Dómkrikj-
unni (Hljóðr. 31. mai sl.). Biskup
íslands, herra Sigurbjörn Einars-
son, vígir Döllu Þórðardóttur til
Bíldudalsprestakalls, Ólaf Þór
Hallgrímsson til Bólstaðarhlíðar-
prestakalls og Torfa Hjaltalin
Stefánsson til Þingeyrarpresta-
kalls. Vígsluvottar: Séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, sem lýsir vígslu,
séra Bernharður Guðmundsson,
séra Lárus Þorvaldur Guðmunds-
son prófastur, dr. Kjell Ove
Nilsson frá Norrænu kirkjustofn-
uninni í Sigtúnum i Svíþjóð og séra
Þórir Stephensen, sem þjónar fyrir
altari ásamt vígsluþega Ólafi Þór
Hallgrímssyni. Dómkórinn syngur.
Organleikari: Marteinn H. Frið-
riksson.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Frá tónlistarkeppni Sofíu
drottningar i Madrid sl. sumar.
Ladwiga Kotnoska frá Póllandi og
Sharon Isbin frá Bandaríkjunum,
sem hlutu önnur verðlaun, leika. a.
Sónatína fyrir flautu eftir Pierre
Boulez. b. Nocturnal op. 70 fyrir
gítar eftir Benjamin Britten.
14.00 Dagskrá um Örn Arnarson.
Þættir frá menningarvöku í Hafn-
arfirði 9. apríl sl. Stefán Júlíusson
flytur erindi um skáldið og hefur
umsjón með dagskránni, Arni Ib-
sen og Sigurveig Hanna Eiríksdótt-
ir lesa kvæði. Einnig verða flutt
sönglög af plötum við ljóð eftir
örn Arnarson.
15.00 Fjórir piltar frá Liverpool.
Þorgeir Ástvaldsson kynnir feril
Bitlanna — „The Beatles”; tólfti
þáttur. (Endurtekið frá fyrra ári).
A HvmJu naarast tré? Ingimar Ósk-
arsson náttúrufraaflingur flytur
erindl um tré á sunnudag kl. 16.40.
15.40 Á hverju nærast tré? Ingimar
Óskarsson náttúrufræðingur flytur
erindi. (Áður útv. 22. október
1966).
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Gekk ég yfir sjó og land — 6.
þáttur. Jónas Jónasson ræðir við
Sigríði Stefaníu Gísladóttur frá
Papey, Kristján Jónsson bónda og
einsetumann á Teigarhorni og Sig-
rúnu Svavarsdóttur háseta á varð-
skipinu Ægi. (Endurtekinn þáttur
frá kvöldinu áður).
17.00 Á ferð. Óli H. Þórðarson
spjallar við vegfarendur.
17.05 Öreigapassian. Dagskrá í tali
og tónum með sögulegu ívafi um
baráttu ðreiga og uppreisnar-
manna. Flytjendur tónlistar: Aust-
urríski músíkhópurinn „Schmett-
erlinge”.Franz Gíslason þýðir og
les söngtexta Heinz R. Ungers og
skýringar ásamt Sólveigu Hauks-
dóttur og Birni Karlssyni sem
höfðu umsjón með þættinum.
Sjötti þáttur: Eftirmáli.
17.25 „Musica Poetica”. Michael
Schopper, Dieter Kirsch og Laur-
enzíus Strehl flytja gamla, breska
tónlist. Guðmundur Gilsson kynn-
ir.
18.05 Art van Damme-kvintettinn
leikur létt iög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þetta snerist einkennilega i
höndunum á mér”. Finnbogi Her-
mannsson ræðir við Jensínu Óla-
dóttur fyrrverandi Ijósmóður á Bæ
í Trékyllisvík.
19.50 íslandsmótið i knattspymu —
fyrsta deild, Fram — Akranes.
Hermann Gunnarsson lýsir síðari
hálfleik frá Laugardalsvelli.
20.45 Þau stóðu i sviðsljósinu. Tólf
þættir um þrettán islenska leikara.
Fimmti þáttur: Arndís Björnsdótt-
ir. Klemenz Jónsson tekur saman
Þau atóflu f svlflsljósinu, eru tðlf
þaattir um þrettán lelkara. Afl
þessu sinnl er fimmti þáttur og
fjallar um Arndísi Björnsdóttur
leikara. Klukkan 20.45 á sunnu-
dagskvöld.
og kynnir. (Aður útv. 22. nóvem-
ber 1976).
21.50 Hljómsveit Ingimars Eydals
leikur létt lög.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dágskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Agneta gamla”, smásaga
eftir Seimu Lagerlöf. Einar Guð-
mundsson les þýðingu sina.
23.00 Danslög.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
10. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Séra Lárus Þ. Guðmundsson flytur
(a.v.d.v.).
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir tal-
ar-
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
landsmálabl. (útdr.). Dagskrá.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund bamanna. Svala
Valdimarsdóttir lýkur lestri þýð-
ingar sinnar á „Malenu í sumar-
fríi” eftir Maritu Lindquist (12).
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónar-
maður Óttar Geirsson, ræðir við
Erlend Jóhannsson um kúasýning-
ar og starfsemi nautgriparæktar-
félaganna.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 tslensldr einsöngvarar og
kórar syngja.
11.00 Þankar og svipleiftur úr Pól-
landsferð. Dr. Gunnlaugur Þórð-
arson hæstaréttarlögmaður segir
frá. Fyrrihluti.
11.20 Óperutónlist. Evelyn Lear,
Birgitte Fassbaender, Fritz
Wunderlich o.fl. flytja atriði úr
óperunni „Eugen Önegin” eftir
Tsjaíkovský með kór og hljómsveit
Ríkisóperunnar í Miinchen; Otto
Gerdes stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Mánudagssyrpa —
Ólafur Þórðarson.
15.10 Miðdegissagan: „Praxis” eftir
Fay Weldon. Dagný Kristjánsdótt-
ir lýkur lestri þýðingar sinnar (26).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. David Poeri
tenórsöngvari, kór og Sinfóníu-
hljómsveitin í Boston flytja fyrsta
þátt úr „Útskúfun Fásts” eftir
Hector Berlioz; Charles Munch stj.
/ Fíladelfiuhljómsveitin leikur Sin-
fóniu nr. 1 í d-moll op. 13 eftir
Sergej Rakhmaninoff; Eugene
Ormandy stj.
17.20 Sagan: „Litlu fiskarnir” eftir
Erik Christian Haugaard. Hjalti
Rögnvaldsson les þýðingu Sigríðar
Thorlacíus (8).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall-
dórsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn. Einar
Karl Haraldsson ritstjóri talar.
20.00 Lög unga fólksins. Hildur
Eiríksdóttir kynnir.
21.30 Útvarpssagan: „Maður og
kona” eftir Jón Thoroddsen.
Brynjólfur Jóhannesson leikari les
(15). (Áður útv. veturinn 1967-68).
22.00 Hljómsveit Kurts Edelhagens
leikur lög úr ameriskum söngleikj-
um.
Það eru aHir sammála um þafl afl
BrynjóHur Jóhannesson sé frábaar
upplesari. 15. lestur hans á út-
varpssögunni Maflur og kona
verflur kl. 21.30 á mánudaginn.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kelduhverfi — við ysta haf.
Annar þáttur Þórarins Björns-
sonar í Austurgarði um sveitina og
sögu hennar. Auk hans koma fram
í þættinum: Séra Sigurvin Elíasson
á Skinnastað, Björn Guðmunds-
son, Lóni, Sveinn Þórarinsson,
Krossdal, Heimir Ingimarsson,
Akureyri, og Þorfinnur Jónsson á
Ingveldarstöðum, sem flytur frum-
samið ljóð.
23.30 Qeveland-hljómsveitin leikur
Tékkneska dansa op. 72 eftir
Antonín Dvorák; George Szell stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
H.ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð.
Esra Pétursson talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Helga J. Halldórssonar frá kvöld-
inu áður.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Bogga og búálfurinn” eftir
Huldu; Gerður G. Bjarklind byrjar
lesturinn (1).
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tón-
leikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 íslensk tónlist. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leikur „Mistur”,
hljómsveitarverk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson; Sverre Bruland
stj. / Guðmundur Jónsson og
Söngsveitin Fílharmónía flytja
„Völuspá” eftir Jón Þórarinsson
með Sinfóniuhljómsveit islands;
Karsten Andersen stj.
11.00 „Áður fyrr á árunum”. Um-
sjónarmaðurinn, Ágústa Bjöms-
dóttir, les ferðasögu — „Á rölti
um Reykjanesfjöll”. í þættinum
verða sungin lög eftir Sigvalda
Kaldalóns.
11.39 Morguntónleikar. Renata
Tebaldi, Carlo Bergonzi o.fl. flytja
atriði úr „Madama Butterfly” eftir
Puccini með kór og hljómsveit
Santa Cecilia-tónlistarskólans í
Róm; Tullio Serafin stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tiikynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa. —
Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ást-
valdsson.
15.10 Miðdegissagan: „Á ódáins-
akri” eftir Kamala Markandaya.
Einar Bragi byrjar Iestur þýðingar
sinnar.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskráin 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Beaux Arts-
tríóið leikur Píanótríó í e-moll op.
99 eftir Antonin Dvorák / Irmgard
Seefried, Raili Kostia, Waldemar
Kmentt og Eberhard Wáchter
syngja „Ástarljóðavalsa” op. 52
eftir Johannes Brahms; Gilnther
Weissenborn leikur með á píanó.
17.20 Litli barnatiminn. Stjórnandi:
Guðrún Birna Hannesdóttir.
17.40 Á ferð. Óli H. Þórðarson
spjallar við vegfarendur.
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á vettvangi. Stjórnandi
þáttarins: Sigmar B. Hauksson.
Samstarfsmaður: Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
20.00 Áfangar. Umsjónarmenn:
Auðvitað förum vifl bömin ekki
varhluta af athygli hjá útvarpinul
Einn barnatíminn okkar er kl. 17.20
á þriðjudaginn.
Asmundur Jónsson og Guðni
Rúnar Agnarsson.
20.30 „Áður fyrr á árunum”.
(Endurt. þáttur frá morgninum).
21.00 „Bergmál”, lagaflokkur ftir
Áskel Snorrason. Sigurveig Hj.ilte-
sted syngur. Fritz Weissliappoel
leikur með á píanó.
21.30 Útvarpssagan: „Maður og
kona” eftir Jón Thoroddsen.
Brynjólfur Jóhannesson leikari les
(16).
22.00 Gréttir Björnsson leikur létt
lög á harmoniku.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Ur Austfjarðaþokunni. Um-
sjónarmaður, Vilhjálmur Einars-
son skólameistari á Egilsstöðum,
ræðir við Guðjón Hermannsson í
Skuggahlíð í Norðfirði í fyrra sinn.
23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson list-
fræðingur. Lundúnir loga. Ian
Richardson les úr dagbókum
Samuel Pepys frá plágunni miklu í
Lundúnum 1665 og eldsárinu,
1666.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
12. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð.
Ásgerður Ingimarzsdóttir talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Bogga og búálfurinn” eftir
Huldu; Gerður G. Bjarklind les
(2).
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tón-
leikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Sjávarútvegur og siglingar verfla
afl venju á miflvikudagsmorgun kl.
10.30 og hlusta þá margir sjómenn-
irnir á pistil Guflmunds Halivarfls-
sonar um sjávarútveginn.
10.30 Sjávarútvegur og siglingar.
Umsjón: Guðmundur Hallvarðs-
son.
10.45 Kirkjutónlist. „Vesparae sol-
ennes de confessore” (K339) eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. Kiri
Te Kanawa, Elizabeth Bainbridge,
Ryland Davies og Gwynne Howell
syngja með Sinfóníukór og hljóm-
sveit Lundúna; Colin Davis stj.
11.10 Þankar og svipleiftur úr Pól-
landsferð. Dr. Gunnlaugur
Þórðarson hæstaréttarlögmaður
flytur síðari hluta.