Dagblaðið - 14.08.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 14.08.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1981. Föstudagur 21. ágúst 19.45 Fréttaágrip á tftVnmAli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döflnni. 20.50 Pasadena Roof Orcbestra. Tónlistarþáttur með samnefndri hljómsveit. 21.25 VarAð á vinnustað. Siðasti þáttur af sex um slysavarnir og hollustuhætti á vinnustað. Þýð- andi Bogi Amar Finnbogason. 21.35 Að duga eða drepast. Hin fyrri tveggja mynda um erfíða lifsbar- áttu 1 Suður-Ameriku. Þýðandi Sonja Diego. Þulur Einar Gunnar Einarsson. 22.25 Falln börn. s/h. (These Are the Damned). Bresk biómynd frá 1963. Leikstj. Josep Losey. Aðal- hlutverk Oliver Reed, Viveca Lind- fors, Alexander Knox og Shirley Ann Field. Bandarikjamaður i Bretlandi er á flótta undan óaldar- flokki. Hann leitar afdreps í helli, þar sem hann rekst á nokkur börn. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 23.45 Dagskrárlok. Laugardagur 22. ágúst 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.00 Einu sinnl var. Lokaþáttur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Les- arar Einar Gunnar Einarsson og Guðni Kolbeinsson. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáii. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Satt og iogið um „villta vestrið”. Heimildamynd í léttum dúr, þar sem rýnt er m.a. í þjóð- sögur um „villta vestrið”. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. A laugardagakvöldið verður myndin Hefnd fyrir dollara með Clint Eastwood og Lee Van Cleef. Hún hefur verið sýnd í bíó og var geysivinsæl. 21.50 Hefnd fyrir dollara. (For a Few Dollars More). ítalskur „vestri” frá árinu 1965. Leikstjóri Sergio Leone. Aðalhlutverk Clint Eastwood og Lee Van Cleef. Mikið fé hefur verið lagt til höfuðs bófa- foringjanum Indió. Tveir menn taka sér fyrir hendur að reyna aö ná óþokkanum, látnum eða lif- andi. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.55 Dagskráriok. Sunnudagur 23. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Páll Pálsson, sóknarprestur á Bergþórs- hvoli, flytur hugvekjuna. 18.10 Barbapabbi. Tveir þættir, annar endursýndur og hinn frum- sýndur. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögumaður Guöni Kolbeinsson. 18.20 Emil i Kattbolti. Sjöundi þáttur endursýndur. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögu- maöur Ragnheiður Steindórs- dóttir. Hinn stærsti, eða stærsta landdýr veraldar ar afriski ffllinn. Brazk haimildamynd, aýnd á aunnu- daginn kl. 18.45. Susannah York leikur fráskilda konu f þættinum Annað tækifæri, sem er sýndur á sunnudagskvöldum. Það rennur upp fyrir henni að við skilnaðinn ger- breytist tilvera hennar og hún ákveður að verða sjálfstæð persóna. ANNAÐ TÆKIFÆRI - sjónvarp kl. 21.30 á sunnudagskvöld: Við skilnaðinn gerbreytist tilvera Kates —og hún ákveður að leita sér að vinnu Annar þáttur Annars tækifæris eftir Adele Rose verður á sunnudags- kvöldið kl.21.30. Fyrir þá sem ekki sáu fyrsta þátt skal rifja upp efni hans: Chris og Kate hafa verið gift í nítjan ár en sjá þá.einsog svo margir aðrir, að þau eiga ekki lengur neina samleið og ákveða að skilja. Þau eiga tvö uppkomin börn sem verða eftir hjá móður sinni. Dóttirin, sem virðist hafa vitið fyrir öllum í fjölskyldunni, reynir þá að deila sér milli foreldr- anna og heimsækir oft föður sinn. Chris býr fyrst í stað hjá kunningjum sinum á meðan hann leitar sér að ibúð. Það gengur þó erfiðlega að finna íbúð því fjárhagurinn er þröngur. Að lokum finnur hann þó íbúðar- holu og sýnir dóttur sinni hana. En henni lízt illa á íbúðina og hvetur hann til að leita betur. En hann vill hefja sitt eigið líf og þar af leiðandi ekki vera upp á kunningja sina kominn lengur. Hann ákveður að taka íbúöina. Dóttirin fer þá til móður sinnar og segir henni hve ömurleg íbúðin sé. Kate fer þá í heimsókn til Chris og reynir að telja hann ofan af því að taka íbúðina. Þau fara þá að ræða málin eftir margra ára hlé. Síðan rennur það upp fyrir Kate að við skilnaðinn ge^breytist tilvera hennar. Hún hafði verið heimavinn- andi húsmóðir á meðan hjónabandið stóð og var ekki viss um hvað hún kynni fyrir sér á atvinnumarkaðin- um. Hún ákveður að byrja upp á nýtt og fá sér atvinnu. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Aðalhlutverk leika Susannah York, Ralph Bates, Mark Eadie og Kate Dorning. Mynda- flokkurinn er i sex þáttum. -LKM. 18.45 Hlnn stærsti. Bresk mynd um stærsta landdýr veraldar, afríska fílinn. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Þulur Einar Gunnar Einars- son. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Samlelkur I sjónvarpssal. Hlif Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, og Glen Montgomery, pianóleikari, flytja tónlist eftir Fauré, Kreisler og Þórarin Jónsson. Stjórn upp- töku Kristín Pálsdóttir. 21.10 Annað tækifæri. Breskur myndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.00 Beaubourg. Bresk heimilda- mynd um Pompidou-menningar- miðstöðina í Parls. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.50 Dagskráriok. ÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar sýna LETTHERE BE ROCK Ryljendur. AC/DC flokkunnn Sýningarstaöun Hafnarbió Þeir sem gaman hafa af bárujárnsrokki verða ekki sviknir af heim- sókn I Hafnarbió. Hljómurinn er reyndar afleitur enda hljómburðar- tækin ekki beysin, en myndin sem slfk stendur mjög vel fyrir sinu. Hér er á ferðinni mynd um tónleikaferð AC/DCi Frakklandi 1979 og reyndar er myndin að mestu eða öllu leyti tekin upp á sömu hljóm- leikunum. Inn á milli eru stuttar glefsur — viðtöl við flokksmeðlimi og annað álíka gæfulegt. Það er hins vegar tónlistin, sem þessi mynd byggist upp á og þá einkum og sér I lagi tryllingsleg sviðsframkoma gítarleikarans, Angus Young. Hamagangurinn og lætin eru slik að engu tali tekur. Svitinn drýpur af hverju andliti enda er á köflum engu líkara en menn séu þama í harðri akkorðsvinnu. Eftir að hafa barið þessa mynd augum er ákaflega auðvelt að skilja hvernig popparar 1 llkingu við meðlimi AC/DC verða úrvinda fyrii aldur fram. Þrekið sem fer í eina slika tónleika er á við ótal vinnu- stundir venjulegs verkamanns. Rokkarar ættu ekki aö láta myndina fram hjá sér fara þótt hljómgæðin séu afleit. Hafi menn séð Síðasta valsinn með Band er auðvelt að segja að Let there be rock sé alger andstæða hennar. Rokk heitir þetta hvort tvegRja en andstæðurnar eru ótrúlegar. -SSv. HÚSIÐ VIÐ GARIBALDASTRÆTI Leikstjórí: Peter Coliinson. LeHcendun Topol, Nick Mancuso, Janet Suzman, Martin Balsam. Sýningarstaður Háskólabió. ÁRÁSIN Á LÖGREGLUSTÖÐ 13 LeHcstjóri: John Carpenter. Sýningarsteður Háskólabió. 1 Húsinu við Garibaldastræti er góður efniviður, margir afbragðs- góðir leikendur (sjá Leo McKern sem Ben Gurion), en leikstjóranun tekst ekki að tendra þá spennu sem þarf, þrátt fyrir ýmsa jákvæða til burði. Myndin fjallar um það þegar ísraelsmenn höfðu upp á Eich- mann í Argentinu og hvernig þeir fóru að þvi að koma honum þaðan til að rétta yfir honum í ísrael. Segja má að Húsið sé eiginlega heimildamynd sem hefur villst upp á stóra hvíta tjaldið enda er hún byggð á endurminningum yfirmanns leyniþjónustu ísraels. Háskólabíó hefur tekið upp á því að sýna myndir kl. 11 og byrjar með hörkuhasar, Árásinni á lögreglustöð 13. Hún er gerð af John Carpenter, sem er e.t.v. þekktastur fyrir hrollvekjur á borð við Þokuna. t myndinni reynir bófaflokkur að frelsa einn félaga sinn úr varðhaldi og þótt efnið sé ekki frumlegt er öll úrvinnsla á því fyrsta flokks og gerð með það fyrir augum að magna spennu. LILI MARLEEN Leikstjóri: Rainer Wornor Fassbinder. Leikendur Hanna Schygulla, Mel Ferrer, Giancario Giannini. Sýningarstaóur Rognboginn. íslenskir kvikmyndahúsagestir hafa haft þá blöndnu ánægju undanfarið að geta fylgst með nýjustu myndum Fassbinder. Hingaí til hef ég haft fremur lítið álit á þeim ofmetna leikstjóra en ég verð þó að viðurkenna að Lili Marleen ergóðmynd. Hversu góðer hins vegar stór spurning. Bestu bútarnir í myndinni fjalla um það hvort fólk á að taka afstöðu eða hvort jtað eigi bara að reyna að lifa, skítsama hvar eða hvernig. Fassbinder tekuróvenju skýra afstöðu í þessari mynd sinni oger myndin þvi að mörgu leyti meðeinföldustu frá hans hendi. Það er hins vegar auðvelt að benda á stóran galla á myndinni en það er hve oft Fassbinder endurtekur pælingar sínar. Það hefur verið sagt um myndir Fassbinder að í þeim sé ekki að finna eitt einasta raun- verulegt atriði. Þessi fullyrðing er ekki út í hött en á móti má benda á að enginn alvarlegur kvikmyndagerðarmaður gerir fullkomlega raun- verulegar myndir. Lili Marleen er þægilegasta kvikmynd sem ég hef séðeftir Fassbinder en ekki endilega sú merkilegasta. SPEGILBROT Loikstjóri: Guy Hamitton. LeHcendur Angola Lansbury, Goraldina Chaplin, Tony Curtis, Edward Fox, Rock Hudson, Kim Novak, EUzabath Taylor. Sýningarstaður Regnboginn. Sakamálasögur Agöthu Christie verða vist seint flokkaðar með heimsbókmenntunum, en þær hafa stytt mörgum stundir í sumar- friinu. Sama er líklega hægt að segja um kvikmyndir þær sem farið er í ríkum mæli að gera eftir sögum gömlu konunnar. Til þeirra hefur verið smalað stórstjörnum og ekkert sparað í sköpun rétts umhverfis og andrúmslofts. Þetta hefur gefið góða raun og myndirnar, einkum og sérilagi Dauðinn á Níl, hafa verið góð afþreying og skilað gróða. Sama formúlan er notuð við Spegilbrot sem er alveg glæný mynd. Svolítið lúnar stórstjörnur leika eiginlega sjálfa sig og í leiðinni er gert vægt grín að kvikmyndaiðnaðinum. Traust og snjöll leikkona, Angela Lansbury leikur Ungfrú Marple, sem leysir morðgátu sem fjöldi manns er viðriðinn og auðvitað er sá seki ekki afhjúpaður fyrr en í lokin. Myndin er spennandi og allur frágangur hennar fyrsta flokks. . Fyrir utan Angelu Lansbury er kannski mest varið í leik Edwards Fox og kvikmyndastjórnin er í höndum fagmanns. Enginn ætti að verða illa svikinn af kvöldstund meö Spegilbroti.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.