Dagblaðið - 14.08.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 14.08.1981, Qupperneq 6
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1981. Hvað er á seyðium helgina? Þrennir rokkhljómleikar um helgina: Rokkaðdáendur ættu að f á sitt- hvað við sitt hæf i Það verður talsvert að gerast á rokksviðinu um helgina. Nýrri hljómsveitirnar svokölluðu, það eru þær sem einbeita sér að kraftmiklu rokki, efna til tveggja hljómleika. Þeir fyrri eru í dag og hinir á morgun. Það eru hljómsveitirnar Kamar- orghestar, Fræbbblarnir og Tauga- deildin sem skemmta á útihljómleik- um á Lækjartorgi í dag. Allar hafa þessar hljómsveitir nýlega lokiðviðað leika inn á hljómplötur sem allar verða gefnar út hjá Fálkanum. Plata Fræbbblanna, Bjór, er reyndar komin út. Taugadeildarplatan hefur tafizt í tvo mánuði. Nú mun búið að pressa hana svo að væntanlega verður hún komin í verzlanir um allt land áður en langt um liður. Plata Kamarorghestanna, sem ber nafnið Bísar i banastuði, er óútkomin. Hljómleikar Fræbbblanna, Kamarorghesta og Taugadeildar- innar hefjast klukkan hálffimm. Utangarðsmenn koma á morgun í fyrsta skipti fram á hljómleikum í Reykjavík síðan þeir komu úr Norðurlandareisu sinni. Þeir verða í Háskólabíói og hefjast klukkan fimm. Áður en Utangarðsmenn hefja upp raust sína kemut Bara flokkurinn frá Akureyri fram í tuttugu mínútur og flytur lög af nýútkominni plötu sinni. Utangarðsmenn leika síðan i nákvæmlega fimmtíu minútur. Að sögn aðstandenda hljómleik- anna i Háskólabiói verður allt kapp lagt á að láta hlutina ganga sem fag- mannlegast fyrir sig, án væls, tafa eða rollurúninga. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og verður því áherzla lögð á að hljómburður verði sem beztur. f því augnamiði verður settur upp 24ra rása mixer í salnum. Forsala aðgöngumiða að hljóm- leikunum í Háskólabíói er í verzlun- um Karnabæjar á Laugavegi og í Austurstræti. Verð hvers miða er 69 krónur. Bara flokkurinn verður aftur á ferðinni um kvöldið. Þá treður hann upp í Félagsbíói í Keflavík ásamt hljómsveitunum Þey og Box úr Keflavík. Sú síðasttalda kom fram á sögulegum tónleikum í Laugardals- höllinni fyrir rúmum mánuði og þótti standa sig með ágætum. Hljómleikarnir í Félagsbíói eru hinir síðustu með Þey áður en hljóm- sveitin leggur í ’ann norður í land. Þar mun hún veröa í nokkurn tíma og væntanlega koma víða við. Hljómleikarnir hefjast klukkan niu á laugardagskvöldið. Aðstandendur lofa að verði aðgöngumiða verði stillt íhóf. -ÁT-. f Æmfí' mr-ífu'' ftór3 f Fræbbblarnir troða upp á Lækjartorgi.... Utangarðsmenn i Háskólabfói. DB-myndir. og Þeyr f Félagsbfói f Keflavfk. AC/DU með nýja söngvaranum, Bnan Johnson (f miðið). Undramaðunnn Angus Young er annar frá hægn. Kvikmynd vikunnar: OSKRANDIBARUJARNSROKK HJÁ AC/DC í HAFNARBÍÓI —aðrir en grjótharðir rokkarar ættu ekki að hætta sér inn um hússins dyr því eyrunum er ekki hlíft á þessum bæ „The say I drink too much” (þeir segja ég drekki of mikið) segir Bon heitinn Scott, fyrrum söngvari AC/DC flokksins frá Ástralíu í spjalli í kvikmyndinni Let there be rock, sem frumsýnd var í Hafnarbíói á miðvikudag. Víst drakk Scott mikið enda er hann allur eftir að hafa drukkið sig í hel snemma á sl. ári. Scott er annars eini meðlimur AC/DC sem virðist þokkalega fær um að tjá sig í talandi máli. Hinir, þ.á m. undramaðurinn Angus Young gítarleikari, láta tónlistina tala fyrir sig og bæta þar upp óeðlilegan / eðli- legan stirðleika í talanda. Það er .e.t.v. óeðlilegt að svo sviðsvanir menn sem þeir eru í AC/DC geti ekki tjáð sig vammlaust en eðlilegt í raun eftir að menn hafa barið myndina, Let there be rock, augum. Djöfulgangurinn á sviðinu er slíkur að engu tali tekur. Trommarinn þurfti að skipta um sneril eftir aðeins örfá lög — krafturinn var slíkur að kjuðinn fór í gegn. Angurs Young varð að fá súrefnisgjöf fyrir loka- átökin, hann varð einnig að skipta um gítar þar sem hann sleit tvo strengi í einu í látunum, bassaleikar- inn varð að styrkja hægri úlnliðinn með sterkri leðuról fyrir átök kvölds- ins enda virtist maðurinn vera í akkorði á bassanum. Let there be rock er tekin upp i Frakklandi fyrir tveimur árum og kom á markað i fyrra, eftir dauða Bon Scott. AC/DC á geysilegu fylgi að fagna um gervalla Evrópu á meðal bárujárnsrokkara og reyndar beggja vegna Atlantsála. Fylgi flokksins hefur aldrei verið meira en einmitt nú i kjölfar breiðskífunnar Back in Black, en í myndinni er að finna flest af frægustu lögum AC/DC af fyrri plötunum, þ.á m. Highway to hell, sem fékk bíógesti til að stappa niður fótunum í hrifningu í þau tvö skipti sem undirritaður sá myndina frum- sýningardaginn. Fyrir nokkru var hér sýnd myndin The Last Waltz með hljómsveitinni Band. Hún er eins mikil andstæða við þessa mynd eins og frekast er kostur, ef það mætti verða til þess að gefa Iesendum til kynna hvað hér er á ferðinni. Hér er ekki slegið af eitt augnablik og útkoman dúndrandi bárujárnsrokk. Myndin er prýðilega tekin (þ.e. sviðssenurnar) en hljóm- burðurinn í Hafnarbíói er ömurlega slakur. Unnendur ósvikins bárujámsrokks ættu því að taka á sprett og taka stefnuna á Hafnarbió hið allra fyrsta því óvist er að myndin verði sýnd lengi. Hér er á ferðinni styrkleika- rokk, sem engan svíkur, en gæti þó komið margfalt betur út t.d. í Laugarásbíói eða einhverju kvik- myndahúsi, sem hefur góð hljóm- burðartæki. Það er synd að fara svo illa með hávaðarokk. -SSv. FÖSTUDAGUR14. ÁGÚST GLÆSIBÆR: I Diskó-sal 74 scr feróadiskótekió „Rocky” um fjðríö. Stanslaust stuð frá kl. 22—3 . í öðrum sal hússins leikur hljómsveitin Glæsir fyrir dansi. Húsiö opnar kl. 20. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Diskótek frá kl. 21—3. HÓTEL SAGA: Sögunaetur i Súlnasal kl. 20. KLtJBBURINN — Hljómsveitin Hafrót og diskótek á tveimur hœðum. LEIKHÓSKJALLARINN: Lokað vegna sumarleyfa út ágústmánuö. LINDARBÆR: Lokaö vegna sumarleyfa út ágúst- mánuö. ÓÐAL: Diskótek, vinsælustu lögin. SIGTÚN: Hljómsveitin Demó leikur. SNEKKJAN: Tríói Þorvaldar leikur og í diskót- ekinu. verður Halldór Ámi. ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Pónik LAUGARDAGUR15. ÁGÚST GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir leikur og feröa- diskótekiö „Rocky” veröur i diskótekinu. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Diskótek frá kl. 21—3. HÓTEL SAGA: Sögunætur i Súlnasal kl. 20. HREYFILSHÚSIÐ: Gömlu dansarnir. KLÚBBURINN: Hljómsveitin Hafrót og diskótck. LEIKHÚSKJALLARINN: Lokað vegna sumar- leyfa. LINDARBÆR: Lokað vegna sumarleyfa. ÓÐAL: Diskótek. SIGTIJN: Hljómveitin Demó leikur. SNEKKJAN: Trió Þorvaldar leikur. Halldór Árni í diskótekinu. ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Pónik leikur. SUNNUDAGUR16. ÁGÚST GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir leikur og ferða- diskótekiö „Rocky” veröur i diskótekinu. HOLLYWOOD: Valin verður stúlka mánaöarins, Boðið uppá böggla sem innihalda föt frá Kamabæ. Þátturinn: Réttur maður á réttum stað sýndur . Kynnt veröur plata með Elo. HÓTEL BORG: Gömlu dansarnir. HÓTEL SAGA: Sumargleöi Ragnars Bjarnasonar. ÓÐAL: Hljómsveitin Chaplin kemur og kynnir plötu sina. Þaö verður tvistaö og teygjutvistaö. Kynnt verða lög eftir Peter Sarstedt, en þriðjudags- kvöld verður Peter í Óðali og kynnir lög sín sjálfur. Matsölustaðir REYKJAVÍK ASKUR, Laugavegi 28 B. Símar 18385 og 29355: Opið kl. 9—24 alla daga. Vinveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Simi 81344: Opið kl. 11-23.30. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Óðinstorg. Sími 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10—23.30 á sunnu- dögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. Sími 82200: Opið kl. 7-22. Vínveitingar. HLÍÐARENDI, Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóa- túni); Borðapantanir i sima 11690. Opið kl. 11.30— 14.30 og 18—22.30. Vinveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir i sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vik- unnar. Vinveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opið kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokað kl. 21. Léttar vinveit- ingar. HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir i síma 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. vín- veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. Borðapantanir í sima 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30 (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. Veitingabúð Hótels Loftleiða opin alla daga kl. 5—20. HÓTEL SAGA við Hagatorg. Borðapantanir í Stjörnusal (Grill) í sima 25033. Opið kl. 8—23.30. Matur framreiddur kl. 12—14.30 og 19—22.30. Vin- veitingar. Borðapantanir i Súlnasal í síma 20221. Mat- ur er framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vínveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miðnætti til kl. 23.30. Vínveit- ingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opið alla daga kl. 9—22. LAUG AÁS, Laugarásvegi 1. Sími 31620. Opið 8—24. MATSTOFA AUSTURBÆJAR, Laugavegi 116. Sími 10312. Opið kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í síma 17759. Opiðalladagakl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Simi 11340. Opið kl. 11 — 23.30 alla daga. ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir í síma 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnudaga til fimmtu- daga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. SKRÍNAN, Skólavörðustíg 12. Simi 10848. Opið kl. 11.30— 23.30. Léttar vínveitingar. VESTURSLÓÐ, Hagamel 67. Sími 20745. Opið kl. 11 —23 virka daga og 11 —23.30 á sunnudögum. Létt- ar vínveitingar. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 20. Borðapantanir í síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vinveitingar. KÓPAVOGUR VERSALIR, Hamraborg 4. Simi 41024. Opið kl. 12— 23. Léttar vinveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sími 54424. Opið alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vínveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1—3. Borða- pantanir í síma 52502. Skútan er opin 9—21 sunnu- daga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugar- daga. Matur er framreiddur i Snekkjunni á laugardög- umkl. 21-22.30. AKRANES STILLHOLT, Stillholti 2. Sími 93-2778. Opið kl. 9.30— 21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttar vínveitingar eftir kl. 18. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Sími 96- 21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30—21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11.30—14 og 18.30—21.30. Vinveit- ingar. HÓTEL KEA, Hafnarstræri 87—89. Sími 96-22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vínveitingar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.