Dagblaðið - 28.08.1981, Síða 2
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981.
2
r
Um skort á leiguíbúðum:
ÞAÐ ERILLMOGULEGT AÐ
LOSNA VIÐ VANDRÆÐAFÓLK
—þurfa leigjendur ekki að standa við samninga?
Sigrún Bergþórsdóttir skrifar:
Um þessar mundir er mikið raett
um skort á leiguíbúðum. Þeim sem
eru í húsnæðishraki svíður í augum
að vita af auðu húsnæði jafnvel mán-
uðum saman. Og hvers vegna láta
eigendur íbúðir, sem þeir hafa áður
leigt út, standa auðar?
í grein í Dagblaðinu þann 20.
ágúst er því haldið fram, meðal
annars, að eigendur láti húsnæði
standa autt vegna þess að þeir
komist ekki upp með lengur að leigja
út með sömu afarkostum og þeir hafi
áður gert. Það er einn þáttur í þessu
máli, sem þeir er skrifað hafa um
málefni leigjenda hafa forðast að
nefna, en það er sú staðreynd, að ill-
mðgulegt er að losna við vandræða-
fólk úr húsnæði. Það virðist ekki
skipta máli þótt persónan eyðileggi,
sé með hávaða og standi ekki í skilum
meðneitt.
Hvernig stendur á því, að
leigjendur virðast ekki þurfa að
standa við neina samninga? Það eru
þó forsvarsmenn þeirra, sem tala
manna hæst um að húseigendur fari
ekki að neinum lögum í samskiptum
við leigjendur. Það er vanskilafólkið,
sem er vandamál og fyrir það verða
saklausir að gjalda.
Ef það væri grein í húsa-
leigulögunum. scm hcimilaði að vísa
því fólki umsvifalaust úr húsnæðinu,
ef það eyðilcgði cðu stæði ekki í
DB-mynd: Einar Ólason.
Sumir leigjendur skilja mjög illa við leigufbúðir og spilla þannig fyrir öðrum.
skilum, myndu þá ekki koma fleiri
íbúðir á markaðinn? Mjög sennilega.
Myndi svona ákvæði ekki verða til að
veita aðhald, jafnvel svo að ekki
þyrfti aðbeita því.
Nú veit ég um íbúðir hér á
Reykjavíkursvæðinu sem standa
auöar vegna þess að eigendur þeirra
eru búnir að fá nóg af að fást við
leigjendur, þessar íbúðir voru ódýrar.
1 áðumefndri grein eru viðhöfð stór
orð um að taka beri þær íbúðir
leigunámi, sem nú standa auðar.
Ætlar Jón Ásgeir Sigurðsson að á-
byrgjast góða umgengni og skilvísar
greiðslur í leigunámsíbúðunum?
í Dagblaðinu þann 20. ágúst er
einnig önnur grein um viðskiinað
leigjenda, skyldi sá hafa skrifað
undir samning um að skila íbúðinni í
sama ástandi og hann tók við henni?
Það er ekkert nýtt, að þeir hjá
Leigjendasamtökunum skemmti sér,
þegar einhver af þeirra fólki hefur
komið andstyggilega fram. Rafn
Guðjónsson og fjölskylda hans eiga
fremur samúð skilið en háð og spé.
Hvernig stendur annars á því, að
þegar fólk hefur fengið ódýra ibúð á
íeigu þá er komið svo óþverralega
fram að það tekur engu tali? Hvorki
forsvarsmenn Leigjendasamtakanna
né Jón Ásgeir Sigurðsson skulu halda
að einhliða æsingaskrif séu tií neinna
bóta. Og ef þetta fólk veit það ekki,
þá heitir það þjófnaður, að taka
eignir fólks án vilja þess.
Um séra Áma Pálsson:
Virðulegur prestur
að sendast með
leikmannsatkvæði
— vekur furðu tveggja áhugamanna
Sóknarbarn séra Árna:
Alveg furðar okkur, tvo áhuga-
menn, á kæru séra Árna okkar Páls-
sonai Kópavogsprests.: sani’.-andi við
biskupskjörið. Og spurning er, hvaða
fyrirhöfn þeirri kæru er ætiað að
valda.
Okkur finnst undarlegt og jafnvel
tortryggilegt að virðulegur prestur sé
að sendlast með Ieikmannsatkvæöi, á
síðustu stundu, og heimta að einmitt
það atkvæði skipti jafnvel sköpum í
biskupskjörinu.
Það er skoðun okkar að dóms-
málaráðherra eigi bókstaflega
ekkert að gera með þetta umtalaða,
grunsamlega og síöbúna atkvæði. Því
mátti vera búið að koma til skila
fyrir löngu.
)tuttogsWrJr¥\
r'
Póstur og sími útskýrir skrefakerfið
Athugasemdir vegna greina Jóns
Ögmundar Þormóössonar lögfræð-
ings i Velvakanda Morgunblaösins
21. ágúst sl. og kjallaragreinar Gisla
Jónssonar prófcssors f Dagblaðinu
24. ágúst sl.
1 báðum þessum greinum er því
haldið fram að svipaðan jöfnuð og
fengist með tímamælingu bæjarsím-
tala mætti fá með því að hækka
skrefagjaldiö og lengja skrefalengd
langlinusímtala. Gísli segir í grein
sinni orðrétt: „í áðurnefndri greinar-
gerð póst- og símamálastjóra til sam-
gönguráðuneytisins, dags. 17. mars
1981, er heildarfjölgun seldra skrefa
vegna fyrirhugaðrar skrefatalningar
áætluð 13,9%. Sömu tekjuaukningu
mætti því fá með því að hækka
skrefagjaldið um 13,9%, en til þess
að sú hækkun hefði ekki áhrif á verð
langlínusímtala, þyrfti að lengja
skrefalengd allra gjaldflokka þeirra
um sömu hundraðstölu til viðbótar
þeirri lengingu, sem tekjuaukning
gæfi möguleikaá.”
Þarna virðist prófessorinn hafa
skrifað án þess að hafa hugsað málið
til hlítar. Ef ná skal 13,9% hækkun
heildarskrefa, þ.e.a.s. summu allra
bæjarskrefa og langlínuskrefa, með
því að hækka eingöngu bæjarskrefin,
þar sem hækkun langlínuskrefanna
er eytt með fækkun þeirra orsakaðri
af lengingu skrefalengda, þá verður
skrefagjaldshækkunin ekki 13,9%
heldur 35,0%.
Til þess að sýna fram á þetta skal
eftirfarandi tekið fram um ofan-
nefnda áætlun póst- og símamála-
stjóra í bréfinu til samgönguráðu-
neytisins, 17.3. 1981:
1. Seldskref áársfj.
Höfuðborgarsvæðið 32,9 millj.
Dreifbýlið 38,5 millj.
Samtals 71,4 millj.
2. Skipting seldra skrefa milli bæjar-
símtala og langlínusímtala s?m-
kvæmt mælingum:
Bæjarsamtöl Langlínusamtöl
Höfuðborgarsv. 60% 40%
Dreifbýlið 22% 78%
3. Áætluð skrefaaukning bæjarsím-
tala miðað við 6 minútna skrefa-
lengd virka daga og ótakmark-
aðan tíma um kvöld og helgar er
35%.
4. Fyrir höfuðborgarsvæðið gefur
þetta 32,9x 106 x 0,6 x 0,35 =
6,9 millj. skrefaaukningu en það
er 21 % aukning á heildarskrefum
höfuðborgarsvæðisins.
5. Fyrir dreifbýlið gefur þetta 38,5
x 106 x 0,22 x 0,35 = 3,0millj.
skrefaaukningu en það er 7,8%
aukning á heildarskrefum dreif-
býlisins.
6. Miðað við heildarskref alls lands-
ins verður aukningin
6,97|93’0 x 100 = 13,9%.
Ef sami jöfnuður milli höfuð-
borgarsvæðis og dreifbýlis á að fást
með aðferð þeirra Jóns ögmundar og
Gísla fæst eftirfarandi:
1. Bæjarsímtalaskref höfuðborgar-
svæðisins þurfa að gefa af sér
tekjuaukningu svarandi til 6,9
millj. skrefa sbr. lið 4 hér að ofan
0,6x32,9 = 19,74 millj. skref
þurfa því að hækka um 6,9 millj.,
en það svarar til 35,0% hækk-
unar á skrefagjaldi. Eins og áður
gæfi þetta 21% aukningu gjalds
heildarskrefa höfuðborgarsvæðis-
ins
(6,9 x 100 - 21%).
32.9
2. Fyrir dreifbýlið myndi 35%
hækkun skrefagjalds gefa hækk-
un, sem svaraði til 38,5 x 0,22 x
0,35 = 3 millj. skrefa, en það er
sama hækkun og í lið 5 að ofan.
3. Heildarhækkunin yrði svarandi
til verðgildis 6,9 + 3 = 9,9 millj.
skrefa eða 9,9 x 100 =
71,9
13,9% hækkun heildarskrefa.
4. Komið er í veg fyrir hækkun lang-
línugjalda vegna 35% verðhækk-
unar hverrar talningar með 35%
lengingu skrefsins.
5. Á móti 13,9% tekjuaukningu
heildarskrefa kæmi viðbótarleng-
ing á langlínuskrefin um 23%.
6. Heildarlenging langlínuskrefanna
yrðiþví35 + 23 = 58%.
Niðurstöðumar eru því einfaldlega
þær, að til þess að fá sömu leiðrétt-
ingu fram með hækkun skrefagjalds
eins og með skrefamælingu bæjar-
símtala að degi til virka daga þarf
hækkun skrefagjaldsins að verða
35%. Það þýddi til dæmis að bæjar-
símtöl um kvöld og heglar (laugar-
daga og sunnudaga) myndu hækka
35% meira en með tímamælingunni.
Aðferð Jóns ögmundar og Gísla er
einnig öðrum annmörkum háð:
1. Hún hvetur ekki til flutnings
símanotkunar frá annatímum
virkra daga til kvölda og helga.
2. Hún hvetur ekki til styttri símtala
virka daga og þar af leiðandi til
hagkvæmrar notkunar símakerf-
isins og sparnaðar í tækjabúnaði.
3. Hún leysir ekki gjaldtökuvanda-
málið fyrir aðra notkun síma-
þjónustu en símtala eins og
gagnasendinga til og frá tölvum,
myndsendinga o.fl. Notkun
símtms fyrir aðra þjónustu sem
kæmi til viðbótar simtölum léttir
gjaldabyrði hins almenna símnot-
anda.
Í grein sinni fjallar prófessor Gísli
um breytingu á hlutföllum langlínu-
taxtanna. Á undanförnum 10 árum
hefur stofnunin 8 sinnum lengt lang-
línuskrefin á fjölmörgum leiðum með
heimild hæstvirts samgönguráðherra.
Þessar aðgerðir voru að sjálfsögðu
gerðar í sambandi við fjölgun síma-
rása þannig að fullyrðingar Gísla um
að breytingar á langlínutöxtum eigi
að deilast jafnt á þá alla er út í hött.
Það er engin tilviljun að stofnunin
leggur til lækkun á taxta nr. 2 og 4.
Símanotkunin er langmest á taxta-
svæðum þessara taxta eða um 60%
langlínuumferðarinnar samanlagt
með um 80% langlínutalninganna
samkvæmt ofannefndri skýrslu.
Að lokum skal bent á leiðinlega
prentvillu á forsíðu Dagblaðsins, en
þar stendur neðst i 3. dálki að símtöl
til Suðurlands (frá Vestmannaeyjum)
lækki um 40%, en til annarra staða á
landinu um 0%, en þessi seinni tala á
að sjálfsögðu að vera um 20%.
Jón Skúlason,
Þorvaröur Jónsson.
V