Dagblaðið - 28.08.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Grænmetisveizla
þessa vikuna
— Notið tækifærið og kaupið
grænmetið á meðan verðið er
falgjöru lágmarki
Alla vikuna hefur staöiö yfir
stórkostleg útsala á grænmeti sem nú
hefur verið „lækkaö niöur úr öllu
valdi” eins og sagt er. Heildsalan á
blómkálinu hjá Sölufélaginu er
komin í 14 kr., sem gæti þá kostað i
smásölu 19,40 kr. Aðrar tegundir á
útsölunni kosta eftirfarandi. Við
fengum uppgefið heildsöluverð hjá
Sölufélaginu en bættum svo við
hugsanlegu útsöluverði, reiknuðum
með 38,6% álagningu
Teg.
Ekki vildi viðmælandi okkar hjá
Sölufélaginu, Niels Marteinsson lofa
því að útsalan stæði fram yfir
helgina. Við hvetjum því alla sem
vettlingi geta valdið að gera stór-
innkaup á grænmeti einmitt núna. Á
morgun getur það verið oröiö of
seint. Við höfum margsinnis bent á
hvernig hægt er að frysta nánast allt
grænmeti, það þarf aðeins
mismunandi mikinn undirbúning.
-A.Bj.
Heildsöluverð Smásöluverð
Blómkál 14 kr. 19,40 kr
Hvitkál 6 kr. 8,30 kr.
Tómatar 20 kr. 27,70 kr.
Agúrkur 13 kr. 18,00 kr.
Gulrætur 8 kr. 11,10 kr.
Gulrófur 4 kr. 5,55 kr.
Sem dæmi um verðmun á barnamatnum i krukkum má nefna að epli og perur voru til dæmis á 7 kr. og 3,75 (Beech-nut) og
blandað grænmeti á 2,60. Verzlunarstjórinn i stórmarkaði KRON sagði okkur að hann vissi dæmi þess að ein tegundin af
barnamatnum hefði lækkað úr 9 kr. f 3 kr.!
DB-mynd Bjarnleifur.
Barnamaturinn lækkar í verði:
EKKILENGUR AÐ-
FLUTNINGSGJÖLD
AF BARNAMATNUM
„Sem dæmi um verðlækkunina á
-barnamatnum get ég nefnt að ein
tegundin af bamaþurrmjólkinni fer úr
38 kr. í 20 kr. Maturinn í glösunum
Iækkar einnig gífurleg mikið. Við
erum einmitt að leysa fyrstu
pöntunina okkar út eftir
verölækkunina,” sagði Kristján
Gunnlaugsson hjá Sól h/f fyrir
nokkru í samtali við umsjónarmann
neytendasíðunnar.
„Eitt af síðustu verkum þingsins
áður en það fór í sumarfrí í vor var
að samþykkja frumvarpið hans
Alberts um niðurfellingu tolla og
vörugjalds af barnamatnum. Það
<c
munar um minna en 80% tolla og
24% vörugjald,” sagði Kristján.
,,En svo er islenzk verðlagslöggjöf
svo bjánaleg að við þetta stórtöpum
við. Eftir því sem varan erdýrari þess
meira hagnast fyrirtækin sem flytja
inn og verzla með vöruna. Við töpum
fleiri þúsundum á þessari
verðlækkun á barnamatnum,” sagði
Kristján.
Þeir kaupmenn sem áttu miklar
birgðir af barnamatnum á gamla
verðinu neyðast auðvitað til þes að
lækka hann í verði um leið og nýjar
sendingar koma í verzlanirnar. Þeir
verða sjálfir að bera skaðann af þess-
ari verðlækkun.
rjr 1.
„Upphafið að þessu var auðvitað
það umtal sem há aðflutninsgjöld á
barnamatnum fengu hjá ykkur á DB,
á meðan gæludýramaturinn var flutt-
ur til landsins tollfrjáls,” sagði Krist-
ján.
Gífurleg aukning hefur orðið á
notkun á barnamat í glösum og
pökkum á undanförnum árum.
Einnig hefur aukizt mikið að unga-
börnum sé gefin þurrmjólk, sem
inniheldur mikil og nauðsynleg
bætiefni sem ungbömum eru
nauðsynleg ef þau geta ekki fengið
það sem þeim er eðlilegast, brjósta-
mjólk.
- A.Bj.
Blómkál og annað grænmeti er
sprengfullt af bætiefnum sem okkur
vantar svo tilfinnanlega i skrokkinn á
okkur. Fátt er betra en nýtt blómkál,
bæði hrátt og soðið.
DB-mynd.
Veizluréttur úr skötusel
í einni af þeim fiskimat-
reiðslubókum sem við höfum undir
höndum segir að skötuselur og
humar séu mjög líkir, en varla sé
réttlátt að líkja þeim saman. Þeir eru
mjög góðir hvor á sinn hátt. Hér er
uppskrift að skötuselsrétti sem sýnist
vera spennandi og hentar einkar vel
ef von er á gestum því það þarf ekki
að gera neitt í eldhúsinu á allra
siðustu stundu. Þetta er skötuselur í
deigbotni, bakaöur með sveppum og
út á hann er höfð bérnais sósa. —
Uppskriftin er reiknuð fyrir sex.
Botninn
240 gr hveitl
120 gr smjör
1 eggjarauða
kalt vatn
pinulitið salt
Búið deigið til á venjulegan hátt og
fóðrið tertuform með því, látið það
ná vel upp á hliöarnar og bakið.
Búið því næst til sósuna og haldiö
henni heitri yfir heitu vatni. Vitaskuld
má einnig kaupa botninn tilbúinn i
bakaríi.
Reiknið með um það bil hálfu kg
af skötusel (beinlausum), salt og
pipar, um 100 gr af smjöri og 3—
400 gr af sveppum, smátt söxuðum.
Skerið fiskinn í sneiðar, kryddið
hann og steikið í helmingi smjörsins.
Notið afganginn til þess að steikja
sveppina í.
Þegar tertubotninn er bakaður eru
sveppirnir látnir í botninn og
fisksneiðunum raðað ofan á og
sósunni er hellt yfir. Smátt söxuðu
tarragon er stráð yfir og stungið inn í
vel heitan ofn i um það bil 5 mín.
Borið fram strax.
Með þessum rétti er mælt með
bérnais sósunni en einnig er bent á að
nota aðrar tegundir, t.d. bæta 3—4
Uppskrift
dagsins
Upplýsingaseðill
! til samanbuiðar á heimiliskostnaði
[ Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarscðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar
I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
1 tæki.
1 Nafn áskrifanda
1----------------------------------
Heimili
i
I
i Sími
J
l Fjöldi heimilisfólks.
matsk. af tómatpuree út í, en þá er
komin alveg ný sósutegund, sem heit-
ir Choron í höfuðið á frönskum
meistarakokki sem bragðbætti fyrr-
nefndu sósuna. Einnig er bent á sósu
er nefnist Trianon, en það er
hreinlega hollenzk sósa búin til úr
sítrónusafa og einni matskeið af
miðlungs þurru sérrii.
Skötuselurinn hefur fengizt í
öllum „betri” fiskbúðum borg-
arinnar og kostar 30 kr. kg.
-A.Bj.
[Kostnaður í júlímánuði 1981
i'----------:----------------
i Matur og hreinlætisvörur kr.
i Annað kr.
! Alls kr.
m VIKUM
Ji