Dagblaðið - 28.08.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 28.08.1981, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981. Samkeppnisnef nd fjallar um „gosdrykkjastríðið”: Sanitas kærir Egil og kók fyrir atvinnuróg — enþaufyrirtæki hafa áðurkært Sanitasfyrir meinta ólögmæta viðskiptahætti Gosdrykkjastríðið svonefnda heldur áfram. Aukin harka virðist hafa færzt í það undanfarna daga og er nú kært til samkeppnisnefndar á báða bóga. Sanitas hefur t.d. sakað ölgerðina Egil Skallagrímsson hf. um „sífelldan stuld í gegnum árin á umbúðum Sanitas. Sanitas hefur orðið að fjárfesta gífurlega mikið i nýjum umbúðum vegna ofangreinds stulds ölgerðarinnar en markaðsverð á glerjum er nú um 50% lægra en kostnaðarverð,” segir í fréttatilkynn- ingu frá Sanitas. Fyrirtækið hélt í vikunni fund með fréttamönnum til að kynna sjónar- mið sín í „gosstríðinu”, en Sanitas framleiðir Pepsi, 7-Up og Thule- pilsner. Segjast Sanitas-menn hafa stóraukið markaðshlutdeild sína á þessu ári og aö á undanförnum tveimur árum hafi hlutdeildin aukizt úr 7% í 20%. Greinilega veldur þetta sam- keppnisaðiium Sanitas miklum áhyggjum, segja Sanitas-menn. „Þeir þola mjög illa hina auknu samkeppni sem óhjákvæmUega hefur fylgt í kjöl- far uppvaxtar Sanitas. Þeir hafa haft um það samantekin ráð að kæra Sanitas og birta samdægurs niðrandi auglýsingar um Sanitas vegna þjóð- hátíðarinnar í Vestmannaeyjum. Einnig hefur ölgerðin hafið ófræg- ingarherferð á hendur Sanitas á heldur ósmekklegan hátt í öllum fjöl- miðlum landsins, þar sem niður- stöður samkeppnisnefndar varðandi kærur þeirra liggja ekki ennþá fyrir,” segir í fréttatUkynningunni. Segir þar einnig að Sanitas hafi nú kært bæði ölgerðina og VífUfeU (kókakóla) til samkeppnisnefndar fyrir atvinnuróg. -ÓV i i Safaríkar „síamsgúrkur” Þessa „siamsgúrku” rak á fjörur Dagblaðsmanna í vikunni. Eins og sjá má er í rauninni um tvær samvaxnar agúrkur að ræða og varð úr griðarlegur ávöxtur. Það var Bjarni Kristinsson, garðyrkjubóndi á Brautarhóli i Biskupstungum, sem ræktaði gúrkuna og var hún búin að standa í um þrjár vikur þegar ættingi Bjarna, Sverrir Kristinsson sem hér er á myndinni, kom með hana á ritstjórn DB. Við þetta má bæta að gúrkan (eða gúrk- urnar) var bæði bragðgóð og safamikil. En það þurfti ekki mikið meira en eina sneið ofan á brauðsneið! - ÓV / DB-mynd Bjarnleifur. Ný sundlaug og miimis- varði á Staðastað Um síðustu helgi var afhjúpaður á Staðastað á Snæfellsnesi minnisvarði um Ara fróða. Minnisvarðann af- hjúpaði forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir. Við sama tækifæri var vígð ný sundlaug að Lýsuhóli í Staðarsveit og í framhaldi af öllu saman var haldin mikil veizla. Var þar margt gesta og haldnar ræður undir borðum. Á minni myndinni má sjá Vigdísi forseta við minnisvarðann. Á hann er letruð tilvitnun í Snorra Sturluson, svo- hljóðandi: „ Ari prestur hinn fróði Þor- gUsson GeUissonar ritaði fyrstur manna hér á landi fræði bæði forna og nýja.” Á stærri myndinni sér í kollinn á VU- borgu Þórðardóttur, 9 ára, sem varð fyrst tU að synda i nýju lauginni að Lýsuhóli. Að iaunum fékk hún á eftir blóm frá forseta fslands. - BC, Grundarfirði. Starfsmenn á Grundar- tanga vilja bónuskerfi —samningarlausir frál.septembernk. Kjarasamningar í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga verða lausir frá 1. september nk. Fulltrúar starfsmanna hafa fundað nokkrum sinnum að undanförnu með fuUtrú- um fyrirtækisins um kjaramál, síðast í gær. Hefur nýr fundur verið boðaður eftirhelgi. Að sögn Kjartans Guðmunds- sonar, aðaltrúnaðarmanns starfs- manna, hefur fyrst og fremst verið rætt um bónuskerfi hingað tU. Hann sagði starfsmenn leggja mikla áherzlu á að bónuskerfi verði tekið upp. Ákvæði væru i fyrstu kjarasamning- unum, sem gerðir voru á Grundar- tanga, um að bónuskerfi yrði tekið upp þegar fuUum afköstum verk- smiðjunnar væri náð. í samningum í fyrra væri einnig bókun þess efnis að bónuskerfi verði komið á á samnings- timabilinu. Rafmagnsskömmtun til Járn- blendiverksmiðjunnar hefur komið í veg fyrir fuU afköst og því tafið fyrir viðræðum um bónuskerfið. Raf- magnsskömmtuninni var aflétt i vor og komst reksturinn þá í eðlilegt horf. Telja starfsmenn því nú eðlilegt að bónuskerfi verði komið á. Viðræðurnar eru enn á frumstigi og því varla hægt að tala um ágrein- ing, enn sem komið er, að sögn Kjart- ans Guðmundssonar. Sagði hann að viðræðurnar hingað til hefðu verið vinsamlegar. -KMU

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.