Dagblaðið - 28.08.1981, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981.
10
Útgefandi: Dagblaðið hf. ..
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Aðstoóarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson
Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamonn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson. Biagi Sig-
urðsson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Álbertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hu>H Viákonardótt .,
Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sig'urður Þorri Sigurðsson
og Svoinn Þormóðsson.
Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hali*
dórsson. Dreifingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur).
Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12.
Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askrfftarverð á mánuði kr. 80,00. Verö í lausasölu kr. 5,00.
Snarl mun lækka í verði
Vaninn ræður sjálfsagt mestu um, /S
hvar neytendur verzla. Þegar þeir hafa
fundið stað, sem þeim líkar við, hætta
þeir seint viðskiptum, þótt nýir og betri
hafi komið til sögunnar, enda líklegast,
að þeim sé ekki kunnugt um það.
Fjarlægðin skiptir ekki minna máli. Menn verzla
helzt, þar sem þeir eiga leið, eða í nágrenni heimilanna,
enda heldur það samgöngukostnaði niðri. Það er
nefnilega dýrt að elta kostaboð og kjarakaup út um
allar trissur.
Verð og gæði eru þó einnig farin að ráða töluverðu á
síðustu árum. Fólk þjálfast í að átta sig á verðmun og
gera innkaup í stórum stíl til að halda niðri samgöngu-
kostnaði og tímamissi við að notfæra sér lága vöru-
verðið.
Vaxandi skilningur á gæðum hefur á siðustu árum
komið í ljós í miklum uppgangi hinna beztu í hópi ým-
issa sérverzlana, eins og bakaría og fískbúða. Margir
neytendur láta hvorki tíma né ferðakostnað aftra sér
frá slíkum búðum.
Skilningur manna á verði og gæðum mundi eflast, ef
frjálst verðlag væri hér á landi. Þeir eru því miður enn
of vanir því, að vörur kosti alls staðar nokkurn veginn
hið sama, svo að ekki taki því að kynna sér málin.
Frjálst verðlag þarf auðvitað að fara saman við
fræðslu. Of dýrt er fyrir fólk að fara út um allt til að
kynna sér misjafnt verð nýlenduvöruverzlana og mis-
jöfn gæði bakaría og fiskbúða. Það þarf aðgang að
upplýsingum.
Neytendasíða Dagblaðsins reið á vaðið á sínum tíma
með ítarlegum verðsamanburði á ýmsum sviðum og í
sumum tilvikum einnig gæðasamanburði. Sem betur
fer hefur Verðlagsstofnun líka tekið upp þráðinn á
þessu mikilvæga sviði.
Nýbirt könnun stofnunarinnar á snarlstöðum hefur
vakið verðskuldaða athygli, enda kom þar í ljós
skemmtilega mikill verðmunur á einföldustu hlutum.
Neytendur eru líka þegar farnir að notfæra sér þessar
upplýsingar.
Að vísu vantar þar ýmsa fyrirvara. Sumir dýrustu
staðirnir í könnuninni veita þjónustu, sem kostar nátt-
úrlega miklu meira en sjálfsafgreiðsla. Að vísu hefur
ódýrasta veitingahúsið þjónustu og er undantekningin,
sem sannar regluna.
Auk þess fjallaði könnunin í átta atriðum um
drykkjarföng og átta atriðum um ýmsar tegundir
brauðs, í tveimur atriðum um súpur og þremur at-
riðum um hamborgaralega fæðu. Eiginlegur matur var
ekki á dagskrá könnunarinnar.
Hún sýnir vel, hvar ódýrast er að fá sér brauð og
drykk. Hún sýnir ekki, hvar ódýrast er að borða venju-
legan mat, heimilismat og sparimat. Sú hlið hefur hins
vegar rækilega komið fram i veitingahúsaþáttum Vik-
unnar síðustu árin.
Kunnugum kemur þó ekki á óvart, að ódýrasta veit-
ingahúsið er hið sama í báðum þessum könnunum.
Það er Lauga-Ás, sem þar á ofan reyndist í könnun
Vikunnar einnig vera með betri veitingahúsum
landsins. Þar ráða menn, sem ættu að fá orðu.
Athyglisvert er, að síðasta verð- og gæðakönnun
Vikunnar leiddi í ljós, að yfirleitt er bara eðlilegt, að í
raunverulegum mat sé eitt veitingahús helmingi dýrara
og betra en annað.
í snarli ræður verðið hins vegar mestu, því að gæðin
eru sumpart hin sömu og sumpart svipuð. Þar er helm-
ings verðmunur út í hött. Enda má búast við, að sumir
snarlstaðir lækki nú verð sín snarlega, könnuninni til
vegsemdar.
Svíar vilja tryggja hlutleysi sitt betur:
Óskar sænski herinn
eftir námskeiðum hjá
Varsjárbandalaginu?
— Gagnrýni hef ur komið f ram á að hundruð sænskra
liðsforingja hafi sótt námskeið hjá Nató en enginn
hjá Varsjárbandalaginu
Hundruð sænskra liðsforingja
hafa hlotið mcniitun sina í Nató-
löndum að því er segir í sænska her-
blaðinu VSmpliktsnytt. Sænska dag-
blaðið Dagens Nyheter tekur málið
upp á forsíðu og spyr í framhaldi af
frétt Vámpliktsnytt: „Er Sviþjóð
hlutlaus?”
Umræða fer nú fram um þetta mál
í Svíþjóð og sýnist ýmsum sem Svíar
standi í nánara sambandi við Atlants-
hafsbandalagið en æskilegt geti talizt
af ríki sem kenna vill sig við hlutleysi.
Thorsten Gustafsson, varnarmála-
ráðherra Svíþjóðar, segir: „Jafnvel
þó við lítum á okkur sem hlutlausa þá
vitum við hverjum við heyrum til.
Bandaríkin em hið stóra lýðræðis-
ríki.”
í varnarmálaráðuneytinu er gagn-
rýninni svarað á þann hátt að sænskir
liðsforingjar séu vel færir um að
verjast áhrifum Nató á þeim
námskeiðum sem þeir sækja.
Lennart Ljung herforingi. Hann er
einn þeirra sem hlotið hafa menntun
bæði f Bandaríkunum og Bretlandi.
Thorsten Gustafsson varnarmálaráð-
herra: „Við vitum hverjum við
tilheyrum þó við séum hlutlausir.”
Lennart Frick: „Ég vildi gjarnan
sækja námskeið f Sovétrikjunum. Ég
tel að þar gætum viö mikið lært.”
TVEGGJA ARA
SANNLEIKUR ENN
í FULLU GILDI
Eftirfarandi grein eftir mig birtist i
tímaritinu Ægi, áttunda tölublaði
1979. Ég hygg að áhugamenn um
fiskveiðar og fiskvinnslu hefðu
gaman af að renna yfir hana. Les-
endur eru beðnir um aö hafa í huga
að h ún er tveggj a ára gömul.
Undanfarin ár hefur skipafjöldinn
aukist óeðlilega mikið, vegna þess að
ekki hefur verið staðið við það fyrir-
heit, að skip væru seld úr landi í stað
nýrra. Það gefur auga leið, að ef
þessi þróun heldur áfram öllu lengur,
verður rekstrargrundvöllurinn stór-
skertur hjá fiskiskipaflotanum. Er
þetta hneyksli og algjör þversögn við
það sem allir fiskifræðingar og
framámenn í sjávarútvegi eru sam-
þykkir a.m.k. í orði, en það er að
takmarka þurfi sóknina í fisk-
stofnana.
Hætt er við, að aukin sókn í hina
svokölluðu vannýttu fiskstofna sé
ekki lengur fyrir hendi. Ufsastofninn
er ofveiddur, sem sést best á því, að
aflinn hefur stórlega dregist saman á
undanfömum árum, þrátt fyrir meiri
sókn. Það sama gildir um karfastofn-
inn. 1 nýafstöðnum leitarleiðangri
sem togarinn Guðsteinn fór í fyrir
mánaðamótin júní, júlí sl. á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar með
dr. Jakob Magnússon sem leiðangurs-
stjóra, fannst lítið af karfa í Rósa-
garðinum og á Þórsbankanum og er
álitið að varla geti borgað sig að
stunda þar karfaveiðar. Einnig hefur
komið i ljós að undanfömu, að karf-
inn á FjöUunum, Reykjaneshryggn-
um og Jökultunguenda hefur fariö
Kjallarinn
Auðun Auðunsson
smækkandi. Töluvert er af ýsu á
miðunum sem stendur, en fyrirsjáan-
legt er að stofninn verði harkalega úti
á þessu ári vegna mikillar sóknar í
hann, sem orsakast af löngum þorsk-
veiðibönnum og ágangi útlendinga í
ýsuna.
ísf isksölur erlendis
þjóðhagslega
óaröbærar
Ástæður þess, að meira hefur verið
veitt á þessu ári en undanfarin ár. eru
tilkoma blýteinsins á þorskanet,
fjölgun fullkomnari skuttogara,
áframhaldandi veiðar erlendra togara
og báta ásamt mjög harðri sókn í
sumum landshlutum. Ef beita á tak-
mörkunum þannig að þær komi jafnt
niður á alla verður að setja ákveðin
mörk fyrir úthaldsdögum allra fiski-
A „Það er hrein tilviljun að Þingeyri komst
í sviðsljósið nú um daginn. Dæmin, sem
við höfum frá síðustu vertíð á HornaSrði,
Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og víðar, svo
að einhver dæmi séu nefnd, voru síst betri.”