Dagblaðið - 28.08.1981, Qupperneq 24
KVIKMYNDAHÚSIN UNDIRBÚA
SAMEIGINLEGA VIDEÓLEIGU
fulltrúi farínn til Svíþjóðar að velja vél sem f ramleiðir videósnældur eftir
kvikmyndum húsanna
„Sameiginleg videóspóluleiga
kvikmyndahúsanna allra er nú líkleg-
asta svar þeirra við þeim ólöglegu að-
gerðum sem einstaklingar stunda nú
með útleigu mynda gegn gjaldi án
leyfis og „einkasjónvarpsstöðvum” í
fjölbýlishúsum, ýmist einum sér eða
samtengdum,” sagði Grétar Hjartar-
son formaður Félags kvikmynda-
húsaeigenda í samtali við DB.
„öll kvikmyndahúsin gera sína
kaupsamninga á tímabilinu
september til nóvember ár hvert.
Ætlun þeirra allra er að ná vidóeinka-
réttinum fyrir ísland á myndum þeim
sem stóru kvikmyndafélögin fram-
leiða, ásamt með sýningarrétti í kvik-
myndahúsi. Með slíkum einkarétti á
160—180 kvikmyndum árlega úti-
lokast á fáum árum möguleiki ólög-
legu videóleiganna til útleigu.”
í samtalinu kom einnig fram að nái
þessi hugmynd fram að ganga, sem
mjög líklegt er talið, muni kvik-
myndahúsaeigendur hér á landi sam-
eiginlega kaupa þar til gerða vél sem
framleiðir videóspólur eftir kvik-
myndafilmum þeim sem kvikmynda-
hús nota til sýninga. Með því móti
verða allar videóspólur með
íslenzkum texta og þar af leiðandi
miklu eftirsóttari. í þessu skyni er
maður frá Texta hf. farinn til Sví-
þjóðar til að kanna alla möguleika,
en Texti hf. sér um innsetningu
íslenzks texta á flestar eða allar
filmur er hér eru sýndar.
Sameiginleg videóspóluútleiga
kvikmyndahúsanna hér fer ekki í
gang fyrr en þau hafa öll Iokið sínum
samningum við umboð sin. Laugar-
ásbíó hefur umboð fyrir Universal,
Háskólabíó fyrir Paramount,
Stjömubíó fyrir Columbia, Nýja bíó
fyrir 20th Century Fox, Austur-
bæjarbíó fyrir Wamer Brothers,
Tónabíó fyrir United Artists og
Regnboginn fyrir EMI, en Regnbog-
inn er eina húsið sem búið er að
semja og búið að fá videóeinkarétt á
öllum sínum myndum. Utan félagsins
er svo Gamla bíó með umboð fyrir
MGM og Disney.
Kvikmyndahúsaeigendur benda nú
á að eitt videótæki fyrir heila blokk
eða samtengdar blokkir sé í raun ekki
annað en „einkasjónvarpsstöð” og í
engu frábrugðin lítilli útvarpsstöð
sem útvarpar á litlu svæði á FM
bylgju. Slíkar útvarpsstöðvar séu
hleraðar uppi umsvifalaust og gerðar
upptækar. Yfirvöld horfi hins vegar í
gegnum fingur sér með einkasjón-
varpsstöðvar, að þeirra dómi. Þeir
kveðast ekki á móti videóþróuninni
eða útbreiðslu þeirrar tækni, sé hún á
sama grunni og t.d. tónspólumar
eru. , - A.St.
Hasssmyglið
ígangi
bróðurpart
þessa árs
— áþriðjatugíslend-
inga tengdust
málinu sem
neytendur
Rannsókn hasssmyglsins nýjasta á
Keflavikurflugvelli er nú að mestu
lokið. í gær var hálfísienzka
„varnarliðsmanninum” sleppt úr
varðhaldi en áður hafði fslendingun-
um tveimur, sem í varöhald voru
úrskurðaðir, veriðsleppt.
Sannprófað var aö smyglið hefur
verið i gangi bróðurp'art þessaársog
nokkrar sendingar komið í pósti til
„vamarliðsmannsins”. Engin fyrri
sendingar var neitt I líkingu að stærð
til við þá síðustu sem innihélt hálft
þriðjakilóafhassi.
Sannreynt var að annar íslend-
ingur sá um dreifinguna en „vamar-
liðsmaðurinn” um móttökuna og þar
með innflutning fíkniefnanna. Á
þriðja tug manna utan vallar tengd-
ust málinu, aðallega sem neytendur.
Reynt er nú að ná til þeirra sem
stóðu að sendingum fíkniefnanna til
„varnarliðsmannsins” en þeir aðilar
eru erlendir. -A.St.
Engin
loðnuveiði
— eftirað loðnuverðið
varákveðiðfgær
Ekki hafði verðákvörðun á loðnu
nein áhrif á veiðarnar til batnaðar. 1
nótt er ekki vitaö til þess að nokkurt
skipanna hafi fengið afla. Þrír fengu
afla í gær samtals 1700 tonn. Voru
það Hrafn með 550 tonn, Albert með
600 og Ljósfari með 550 tonn. „Sá
bati sem virtist i veiðunum á
dögunum hefur reynzt tálvon,” sagði
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd i morgun.
Heildarafli loðnuskipanna á
þessari vertið er nú á milli 20 og 30
þúsundlestir.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins ákvaö á fundi sinum i gær
loðnuverðið. Skal það vera 450 kr.
fyrir tonnið á loðnu veiddri til
bræðslu frá 10. ágúst til 30.
september. Verðið er miðað við 15%
fitufritt þurrefni og breytist um
20.25 kr. til hækkunar og lækkunar
fyrir hvert 1% sem fituinnihald
breytist. Það breytist um 27.20 kr. til
hækkunar eöa lækkunar fyrir hvert
1% sem þurrefnismagn breytist frá
viömiðun. Kaupendur greiða enn-
fremur 75 aura af hverju tonni til
Loðnunefndar.
Verðið var ákveðið með atkvæðum
oddamanns og fulltrúa seljanda.
Móti voru fulltrúar kaupenda.
-A.St.
keppninni að Ijúka: Minkur, hvar?
Þeir leita af brennandi áhuga og veiðimaðurinn I brjóstinu á þeim hefur tekið mikinn kipp. Myndin sú ama er ein af
hundruðum mynda, sem borízt hafa Dagblaðinu í keppnina um Sumarmynd Dagblaðsins 1981. Á mánudagskvöldið 31. ágúst
rennur út skHafrestur I keppnina. Þátttaka hefur verið áberandi mikil I sumar og er það ekki undaríegt, þvl verðlaun eru
mjög glœsileg. Höfundurþessarar myndar er Ari Viðar Jóhannsson, Hálsaseli 6 Reykjavlk.
EYRABÚAR FÁ HITAVEITU
í sumar hefur verið unnið að því að
leggja hitaveitulögn frá Selfossi að
Eyrarbakka og Stokkseyri á vegum
Hitaveitu Eyra, sem stofnuð var af
sveitarfélögunum tveimur fyrir rúmu
ári. Þá hafa dreifikerfi verið lögð í
þorpunum og hefur það verk gengið
mjög vel. Stefnt er að því að vatni
verði hleypt á aðveituæðina frá Sel-
fossi um miðjan september og byrjað
verði að tengja hús við veituna um
mánaðamótin september-október.
Er því allt útlit til þess aö flestir
Eyrabúar ylji sér við jarðhitann frá
Selfossi á komandi vetri og þurfi þvi
ekki að sjá buddur sínar tæmast i
hendur olíufurstanna úti i hinum
stóra heimi. MKH, Eyrarbakka.
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST1981.
Jón L. í
efsta sæti
íLondon
Jón L. Árnason vann hinn sterka
bandariska stórmeistara Seirawan í 3.
umferð alþjóðlega skákmótsins í
London. Jón hefur farið ákaflega vel
af stað og unnið þrjár fyrstu skákir
sínar og er því í efsta sæti ásamt
Hebden, Englandi, og Hollendingun-
um Van der Sterren og Ligterink.
Keppendur í mótinu eru rúmlega
hundrað og er teflt eftir Monrad-kerfi.
Fyrst Jón byrjar svona vel mun hann
mæta einhverjum af efstu mönnunum
og i samtali við DB í morgun kvaðst
hann mjög ánægður með að fá að
keppa við öfluga meistara.
Margeir Pétursson vann í gær Eng-
lendinginn Wells og er í miðjum hópi
keppenda með 1,5 vinninga. Sjö
þekktir stórmeistarar taka þátt í
mótinu og hefur þeim gengið misjafn-
lega. Þannig varð Smyslov, fyrrum
heimsmeistari, að gera sér að góðu
jafntefli við 14 ára pilt að nafni Con-
quest. Að sögn Jóns er það í annað
skiptið í skáksögunni sem svo ungur
/piltur nær jafntefU við fyrrverandi
heimsmeistara. Af öðrum úrslitum í
gær má nefna að hinn sterki brezki
stórmeistari MUes tapaði fyrir HoUend-
ingnum Ligterink.
-GAJ
iZ.
Q Q
IVIKU HVERRI
Áskrrfendur
DB athugið
Einn ykkar er svo Ijónheppinn
að fá að svara spumingunum I
leiknum „DB-vinningur I viku
hverri". Nú auglýsum við eftir
honum á smáauglýsingaslðum
blaðsins í dag.
Vinningur i þessari viku er
Crown-sett frá Radlóbúðinni,
Skipholti 19Reykjavík.
Fylgizt vel með, áskrifendur,
fyrir nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegu Crown-setti rlkari.
hressir betur.