Dagblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981. 3 Steini telur Electric Light Orchestra skara fram úr öðrum hljómsveitum. Electric Ught Orchestra am hálW^ — segirhrifinn l aðdáandi Steini skrifar: Ég hef lesið mikið um hljómsveitir í Dagblaðinu og Vísi, en nú ætla ég að skrifa um eina þeirra sem ég hef svo til aldrei séð minnzt á i neinu ís- lenzku dagblaði. Það er Electric Light Orchestra. Hljómsveitin er sú bezta og skemmtilegasta sem mér er kunnugt um. Þar með er ég ekki að segja að t.d. Utangarðsmenn, Bara flokkur- inn, Kiss, Queen og fleiri séu ekki ágætar, en mér finnst hin 12 ára gamla hljómsveit, Electric Light Orchestra, skara fram úr. Vonandi sér sjónvarpið sér fært að sýna fleiri þætti með þekktum hljóm- sveitum. Það yrði vinsælt hjá mörgum. ■ W"* 1 V* \tutt ogskýr bréf u Enn cinu sinni minna lexcndadálkar DB alla þá. cr hyMRÍast senda þœttinum linu. a<) lála fylgja fullt nafit. heimUisfany. simanúmcr (efum þa<) cr a<) rœáa) oy nafnnúmer. Þetta cr litil fyrirhöfn fyrir hrcfritara okkar oy til mikilla þœyinda fyrir DB. Lcsendur eru jafnframt minntir á a<) hrcfciya a<) i cra stutt <>n skýr. Áskilinn crfullur réttur til a<) ' stytta hrcfoy umorða til að spara rúm op koma cfni hctur til skila. Brcf wttu helzt ekki að vcra lenpri en 200—300 orð. Simatimi lcscndadálka DB cr milli kl. * 13 <>k /5 frá mánudöKum til /östudaKa. Víxlaviðskipti: Eru svörtu listamir launungarmál? —ekki reyndist svo með öllu Lesandi skrifar: Það hefur mikið borið á því und- anfarið að bílar hafa verið sviknir út úr mönnum með því að greiða þá með víxlum sem eru einskis virði. Ég seldi bílinn minn fyrir nokkru og fékk meirihluta söluverðsins greiddan með vixlum. Eftir á vildi ég komast að því hvort heiðarlegir menn hefðu skrifað undir víxlana. Ég hringdi i Landsbankann og vildi vita hvort þessir menn væru á hinum svo- kallaða svarta lista. En viti menn, það er ekki mögulegt að fá svo einfaldar upplýsingar sem þessar. Er verið að halda hlífiskildi yfir glæpamönnum svo að þeir geti ótrauðir haldið iðju sinni áfram? Bílasalar hafa montað sig af því að hafa þennan „svarta lista”, en hvernig hafa þeir fengið hann? Og hvernig stendur á því að þeir vilja ekki gefa neinar upplýsingar, þótt þeir segist hafa þær. „Ef þú kaupir bílinn af dkkur, þá göngum við úr skugga um að útgefendur víxla séu heiðarlegir,” er látið nægja. Svo virðist vera sem tvær stéttir hafi einkarétt á að vita hvort þeir eiga vbdaviðskipti við glæpamenn eða heiðarlega menn; bilasalar og banka- starfsmenn. Að lokum óska ég eftir að for- svarsmenn bankakerfisins svari þessu bréfi. Ekki eru allar bjargir bannaöar: Hjá Seðlabankanum fékk DB þær upplýsingar, að innan bankakerfisins væru þessir vanskilalistar trúnaðar- mál en hins vegar myndu einstaka fyrirtæki hafa komið sér upp sínum eigin skrám yfir slíkt. Skrá yfir gjaldþrot og árangurslaus fjárnám mun vera gefin út af Þ.B. út- gáfunni —pósthólf 4280, Reykjavik. Síðan mun Verzlunarráð gefa út skrá yfir afsagða vixla. -FG Eru athaf nasvæði Vega- gerðarinnar illa merkt? —slíkt getur valdið slysum l.esandi skrifar: Vegagerðin ætti nú stundum að at- huga sinn gang. Síðastliðinn sunnu- dag vorum við nokkur á leið frá ÞingvöIIum, þegar minnstu munaði að illa færi. Austan við Seljabrekku í Mosfells- dal standa yfir vegaframkvæmdir og þar átti m.a. að sneiða hressilega af beygju, sem er allra góðra gjalda vert. Hins vegar voru framkvæmdir ekki lengra komnar en það, að vegur- inn hélt áfram beint út í móa — gjör- samlega ómerktur. Síðan var manni ætlað að beygja -td-hægri af.þvi sem sýndist vera rétti vegurinn, ef maður hafði ekki sér- stakan áhuga á að fara sér að voða. í slæmu skyggni hefði nú svo getað farið, hvort sem áhuginn var fyrir hendi eður ei. Er of mikil fyrirhöfn að koma slá fyrir á tveim tunnum eða merkja svona lagað á einhvern hátt? „Vegagerðin ætli nú stundum að at- huga sinn gang,” segir lesandi. Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig? Axel Guðmundsson, meindýraeyðir: Ekki nógu vel og sízt í verðlags- málunum. Svala Árnadótlir, húsmóðir: Með heiðri og sóma. Það er bara mesta furða. Guðmundur Friðjónsson, bóndi: Hún hefur gert margt gott en á margt eftir ógerl. Sigriður Halldórsdóttir, húsmóðir: Æ, flest hefur verið fjárhagslega misgert — en einstaka hefur veriðgott. Tómas Ludwig, garðyrkjumaður: Nokkuð vel, en ég er ekki stórhrifinn af öllu. Jóna Guðmundsdóttir kennari: Ég er tiltölulega nýkomin heim eftir 6 ára dvöl ertendis, svo ég get eiginlega ekki svarað þessu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.