Dagblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981.
DB á neytendamarkaði
Sérkennilegasti skóli landsins?
Meiríhlutinn konur og
flestir læra tungumál
— örlítið um Bréf askólann
„Langflestir eru að læra tungumál
og svo er það bókfærslan,” sagði
skólastjóri eins sérkennilegasta skóla
landsins. Sá heitir Bréfaskólinn og er
í eigu Sambands ísl. samvinnufélaga,
Alþýðusambandsins, BSRB, Far-
manna- og fiskimannasambandsins,
Kven félagasambandsins, Stéttarsam-
banda bænda og Ungmennafélags ís-.
lands. í Bréfaskólanum er hægt að
læra fjölmargar greinar. Eru þar
fyrst tungumálin, bókmenntir,
heilsufræði, félagsfræði, tómstunda-
störf og fræðsla um ýmsar greinar at-
vinnulífsins. Einnig má nefna greinar
fyrir sjón- og hreyfiskerta.
Námið er yfirleitt byggt þannig
upp að menn fá send í póstkröfu tvö
bréf. Hinu fyrra leysa þeir úr með
hjálp þar til gerðra bóka og snældna
(kassettna) og senda aftur. Á meðan
þeir bíða eftir því að í skólanum sé
farið yfir bréfið leysa þeir úr bréfi
númer tvö. Senda það þá af stað og
er þá ekki langt að bíða þess að inn
um lúguna' komi úrlausn á fvrsta
bréfinu og þriðja bréfið. Svona geng
ur þetta koll af kolli. Misjafnt er
hvað hver námsflokkur er langur,
hvað honum fylgir af bréfum og
öðrum kennslugögnum. Verðið er
einnig misjafnt. Um allt þetta geta
menn fengið mjög nákvæmar upplýs-
ingar með því að hringja í síma 81255
og panta kynningarrit skólans sem þá
eru send endurgjaldslaust.
Bréfanámið er miðað við þá sem
búnir eru að ljúka grunnskólaprófi.
Enda sagði Birna skólastjóri að
mikið væri um nemendur í Bréfaskól-
anum sem væru að búa sig undir nám
í fjölbr'autaskólum eða öldungadeild-
um. Fyrir þá sem lengra eru komnir
gefst hins vegar kostur á sjálfsnámi.
Þá fá menn sendar bækur og snældur
og læra síðan heima. Þeir senda
engin svör í skólann aftur og frétta
því ekkert frá öðrum um það hvernig
þeim gengur. Þetta sjálfsnám er ein-
göngu i tungumálum og miðast við
það að menn nái að tala og skilja
•daglegt mál án þess að hafa mikinn
málfræðigrundvöll. Æskilegt er því
fyrir þá sem ætla sér að ná umtals-
verðri leikni að byrja fyrst á bréfun-
um og fá með þeim málfræðigrunn-
inn undir frekara nám.
Meirihlutinn
konur
60% nema í Bréfaskólanum eru
konur og helmingurinn af þeim hús-
mæður. Núna eru skráðir til náms
3800 nemendur. Um þúsund nýir inn-
ritast á hverju ári og eru margir í
skólanum meira en eitt ár. Mikið er
eins og fyrr segir um fólk sem er að
búa sig undir nám í öðrum skólum og
jafnvel nema annarra skóla. Fólkið
sem er að læra kemur úr mörgum
stéttum þjóðfélagsins. Sem dæmi má
nefna að á undanförnum árum hefur
því bændafólki, sem í skólanum er,
fjölgað stórlega.
Skólinn hefur undanfarin ár verið
rekinn með nokkru tapi sem aðildar-
félög hans hafa greitt. Nú er hins veg-
ar bjartara framundan því ríkið hefur
lagt stærri hlut til skólans. Framlög
til hans eru 120 þúsund á þessu fjár-
hagsári auk 85 þúsunda sem veittar
hafa verið til að útbúa nýtt námsefni.
Birna sagði að skólinn hefði hin
síðari ár dregizt nokkuð aftur úr með
nýtt efni vegna fjárskorts en með
þessari aukafjárveitingu liti allt miklu
betur út. Nemendurnir eru eftir sem
áður þeir sem mestan hluta kostnað-
arinsgreiða.
„Okkar stærsta og stöðuga vanda-
mál hefur verið það að menn gefast
upp og hætta í miðju námi. Það er
erfitt að vera eigin húsbóndi og þurfa
að vinna einn að námi sinu. Við
höfum verið að reyna að senda því
fólki sem gefst upp hvatningarbréf.
Við það hefur svörun frá því aukizt
að mun auk þess sem við náum miklu
betra sambandi við nemendur okkar
en áður,” sagði Birna.
Bréfaskólinn er miðaður við að
menn ljúki hverju bréfi á þrem
vikum. Ef ekki hefur borizt svar eftir
þrjá mánuði hefur verið litið svo á að
neminn væri hættur. Nú er honum
hins vegar gefið að minnsta kosti eitt
tækifæri eftir það til að taka sig á og
halda áfram.
Bréfaskólinn er til húsa að Suður-
landsbraut 32.
-DS.
■
Skóladótið drjúgur kostnaður
Hóffý skrifar:
Hér sendi ég inn ágústseðilinn og
hann er eins og venjulega svimandi
hár (535 krónur á mann í mat og
hreinlætisvörur, það kalla ég ekki
hátt, innskot DS). Bókin ykkar er
ágæt á sína vísu en ég skrifa ekki inn í
hana eins og á að gera. Ég hef áður
Qin-f -i-'r ■ • —-
tuitai sKnrao inn i stilabók og svo
fært inn á veggspjaldið. Ég hef alltaf
fært inn hvað kostar hvað, s.s.
bensín, rafmagn, sími, föt og fieira.
Nú eru skólarnir að byrja og þá
þarf aö kaupa skóladót og er það
ærinn kostnaður þar sem mörg börn
»<i i ->■*’- *• • - —-
w.m < sKoia. tg hef tekið eftir því að
kennararnir láta börnin skrifa í, t.d.
stílabækur, bara öðrum megin á
síðuna og jafnvel í aðra hverja línu
þannig að bækurnar eru ódrjúgar.
En í fyrravetur var hér kennari sem
lét börnin snúa við Vv—— u
. . _ pau voru
oúin með bókina og skrifa til baka,
þ.e. byrja aftast í bókinni öfugri og
skrifa fram hinum megin á síðurnar.
Mér finnst þetta alveg bráðsnjallt.
ODYRARA AÐ VERA TVEIR EN EINN
S.Á. skrifar:
Hér sendi ég inn ágústseðilinn
minn. í þessum mánuði var ég ekki
ein, því vinur minn sem annars
borðar hjá mömmu sinni var í fæði
hjá mér alian mánuðinn. Við vorum
bæði í sumarleyfi og fórum því oft í
útilegur og hleypti það matar-
reikningnum nokkuð upp. Annars er
það mun ódýrara á mann að vera
fleiri. í júlí eyddi ég 1.118,40 kr. i
mat og var ein en nú 1.579,65 eða
789,85 á mann. Mismunurinn er því
328,55.
Liðurinn annað hefur hins vegar
hækkaðmjög. Úr 1,725,65 í 2,952,25
eða um 1,226,60. Það skal tekið fram
að annað er algjörlega minn einka-
reikningur. Ber hæst bensín og
viðhald á bil 842, gjafir 637,45,
búsáhöld 462, skemmtanir 426, húsa-
leigu 300, handavinnu 190 og Dag-
blaðið 80. (Skrýtið að ekki skuli vera
hægt að hækka áskriftina á einu
bretti frekar en að hækka þetta um 5
kall á mánuði, 70, 75, 80og nú 85).
Svar: Þetta með verðið á Dagblaðinu;
stafar víst af því að alltaf er verið að
reyna að hafa það eins ódýrt og
nokkur kostur er. Þegar verðið er
hækkað er það gert eins lítið og menn
telja sér unnt að komast af með. En i
okkar verðbólguþjóðfélagi eru allar
slíkar niðurstöður fljótar aö breytast
og þá þarf aðreikna upp á nýtt.
-DS.
plataðir
við mynt-
una
G.P. skrifar:
September seðillinn sýnir mikið í
dálknum annað. Bíll var seldur og
annar ódýrari keyptur og greiddir
vixlar og lán. Mér finnst matar-
reikningurinn alltaf hár enda dýrt
að verzla í kaupfélögum. Það sá ég
þegar ég dvaldi i Reykjavik í viku
núnaumdaginn. -
Ég hef haldið svona reikninga
það lengi að ég hef auðveldlega séð
þann mikla mun sem varð á kostn-
aði við heimilið eftir áramót. Mun-
urinn er geysilegur, varð strax um
3000 gamlar krónur frá því í
nóvember og fram i febrúar. Ég
held að neytendur hafi verið stór-
lega pl ataðir við myntbreytinguna.
Svar: Þessa síðustu athugasemd
höfum við heyrt oft áður og reynt
hana á sjálfum okkur. Hvað sem
stjórnmálamennirnir segja viröist
hafa orðið umtalsverð hækkun á
verði vöru, og þá aðaliega þeirrar
vöru sem var ódýr fyrir áramót.
Hvers konar „óþarfi” hefur.
hækkað gífuriega og allt það sem
ekki er inni í visitölu. Fyrir áramót
fékk fólk ýmislegt i innkaupapoka
fyrir fimm þúsund gamlar krónur.
En nú reynir enginn að fara út i búð
með 50 nýjar krónur, þó það eigi að
vera sama upphæðin. Jafnvel fyrir
hundrað nýjar krónur, sem er heim-
ingi meira fé, fæst næsta litið.
-DS.
Meira
I
en júlí
Þegar menn stunda sjálfstætt nám, þarf viljastyrkurinn að vera mikill svo menn gefist ekki upp. Kannski er ráðið að
læra saman eins og þessar ungu stúlkur gera greinilega.
S.I. skrifar:
Þá er það ágúst og allmikil
hækkun áöllum liðum. Við höfum
greinilega borðaö meira í ágúst en
júlí enda talsverður gestagangur.
Af öðru munar mest um skattana,
þá var og greitt fyrir rafmagn, hita
og tryggingu.
Bensinreikningurinn lækkaði
sem betur fer. Ég segi hiklaust að
bensínkostnaður hjá okkur sé 2.200
krónur á mánuði og eru þó aðeins
meðalaksturshættir viðhafðir.
G. A.skrifar:
Hér sendi ég inn ágústseðilinn.
Liðurinn annað er mjög hár núna
þar sem við erum að byrja að
byggja. Hann er sem hér segir,
barnagæzta 500,00, sjúkrabill
510,00, lækniskostnaður 66,85 og
byggingarvörur fyrir 111.220, 25 og
svo er ýmislegt annað smávegis.
Heimilisdagbókin er mjög góð.