Dagblaðið - 18.09.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981.
7
Einhver skriður að komast á sölu Glæsibæjar?
Húsnæðismál íslenzku
óperunnar í deiglunni
„Húsnæðismál íslenzku óper-
unnar eru ekki lengra á veg komin í
dag en þau voru í fyrra,” sagði
Garðar Cortes er blaðið ræddi mál
óperunnar við hann í gær. „Óperan
fékk höfðinglega gjöf í fyrra, sem var
fjórði hluti af tilteknum eignum
hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigur-
liða Kristjánssonar kaupmanns. Þær
eignir voru þá metnar á um það bil
4 milljarða gkr., þannig að um millj-
arður gkr. kemur í hlut óperunnar”.
Garðar sagði að eignirnar væru
bundnar í ýmsum fasteignum, þó
aðallega í Glæsibæ. Enn sem komið
er hefur lítið verið selt af eignunum
en Garðar taldi að einhver skriður
væri að komast á þau mál. Fyrr en
séð væri fyrir um sölu eignanna væri
ótímabært að huga að kaupum á
gömlu húsi fyrir óperuna eða hefja
byggingaframkvæmdir, hvor leiðin
sem valin yrði.
Aðalskiptaráðandi dánarbúsins,
Sveinn Snorrason lögfræðingur,
verður erlendis fram undir mánaða-
mót og því ekki unnt að fá hans álit á
málum er varða sölu fasteigna þeirra
sem arfleifð Sigurliða og konu hans
er bundin í.
Hjá íslenzku óperunni er hins
vegar mikið starfað. Unnið er að því,
að sögn Garðars, að byggja óperuna
upp sem fyrirtæki og félag sem
heldur uppi óperustarfsemi allt árið.
Fjallað er um hvaða óperur verða
teknar til flutnings í náinni framtíð
og hugað er að ráðningu fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
,,Svo mun austurrískur andi svifa
hér yfir vötnum í vetur,” sagði
Garðar Cortes. „Sígaunabaróninn
verður tekinn til sýninga um jólin.
Ráðinn hefur verið hljómsveitarstjóri
frá Vínarborg sem Mascat heitir.
Þaðan kemur einnig leikstjóri sem
— þó ötullega sé
unnið að skipulagi
óperuflutnings í
framtíðinni og
undirbúningur
jólasýninga sé
á lokastigi
Steuer heitir en æfmgastjóri verður
Tom Gligoroff, Bandaríkjamaður af
ungverskum ættum.
Gligoroff kemur til starfa hér i
október, Steuer leikstjóri siðast í
nóvember og Mascat hljómsveitar-
stjóri fyrst i desember,” sagði
Garðar.
,,Það er síður en svo uppgjafar-
tónn í óperuliðinu þó húsbyggingar-
mál framtiðarinnar verði að þróast á
eðlilegan hátt.” -A.St.
UTGJOLD TIL
VEGAMÁLA ÞRIÐJ-
UNGUR AF TEKJ-
UM RÍKISINS
AF BIFREIÐUM
Segli hulin bifreið í Bankastræti
vakti athygli vegfarenda í fyrradag,
en seglinu var skipt í mismunandi
litla og stóra hluta. Bílgreinasam-
bandið stóð fyrir þessari uppákomu
en tilefni hennar var að vekja athygli
á því að ríkið hirðir 56% af verði
hverrar bifreiðar. Verksmiðjan sem
bifreiðina framleiðir fær 27,5%, inn
flytjandinn 9,5% og flutningskostn-
aður er 7% af verðinu. Þá hirðir
ríkisvaldið rúm 56% af verði hvers
bensínlitra. Alls er áætlað að tekjur
hins opinbera af bilum árið 1980 hafi
numið 735,6 milljónum nýkróna, en
á sama tíma voru útgjöld til vegamála
aðeins 252,4 milljónir nýkóna.
Útgjöld til vegamála i fyrra voru því
aðeins 34% af tekjum ríkisvaldsin^ af
bifreiðum.
-SA
a ti| '■m'-in ^ _
',Ef49 » ? a « 4 1-,'aS '.l»ní>* 9 4 9 9 9 9|
DB-mynd Bjarnleifur.
Hríngtorgin
reynast
ýmsum öku-
mönnum erfið
Þessi mynd var tekin við Miklatorg
laust fyrir hádegi í gær. Volvo-bif-
reiðin á myndinni var í hringtorginu,
á ytri akrein þess, þegar stór flutn-
ingabíll frá Kók-verksmiðjunni ók
inn í hringtorgið af Hringbraut.
Volvo-bíllinn rakst í Kókbílinn og
snerist hálfhring við höggið.
Engin slys urðu á mönnum en
Volvo-bíllinn er töluvert skemmdur
eins og sjá má. Hins vegar sást litið á
Kókbílnum.
Árekstur sem þessi minnir öku-
menn á að gæta ítrustu varkárni
þegar ekið er um hringtorg. Að
mörgu þarf að hyggja og athyglis-
gáfan verður að vera vel vakandi ef
ekkiáillaað fara.
-KMU
Jafnréttisráö sendir Ríkisútvarpinu bréf vegna auglýsingar innheimtu-
deildar:
Sjónvarpið hætti að
sýna auglýsinguna
Jafnréttisráð hefur nú farið þess á
leit við Ríkisútvarpið að það hætti
sýningum á hinum umtöluðu auglýs-
ingum innheimtudeildar Ríkisút-
varpsins. Sem flestum er eflaust
kunnugt um koma fram í umræddri
auglýsingu tvær stúlkur sem dansa og
vel klæddur herramaður.
Segir Jafnréttisráð að auglýsingar
þessar hafi vakið athygli fyrir
fádæma ósmekklega framsetningu
þar sem ekkert samræmi virðist vera
á milli myndar og texta. Vekur ráðið
athygli á jafnréttislögunum og
reglum um auglýsingar í útvarpi.
Telur það að ekki hafi verið gætt
ákvæða jafnréttislaganna í marg-
nefndum auglýsingum.
Loks fer ráðið þess á leit við Ríkis-
útvarpið að það ræki betur hlutverk
sitt í baráttunni fyrir jafnrétti kvenna
og karla og gæti þess í framtíðinni að
auglýsingar og annað efni Ríkisút-
varpsins sé í samræmi við tilgang
jafnréttislaganna.
-KMU.
DB-mynd: Sigurður Þorri.
tíi
UMBÚÐA-
SAMKEPPN11981
Umbúðasamkeppni Félags ísl. iðnrekenda
verður nú haldin í sjötta sinn.
Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, svo sem flutn-
ingsumbúðir, sýningarumbúðir og neytendaumbúðir.
Verða þær að vera hannaðar á íslandi og hafa komið á
markað hér eða erlendis. Allir íslenzkir umbúða-
framleiðendur og umbúðanotendur geta tekið þátt í sam-
keppninni svo og aðrir þeir sem hafa með höndum gerð og
hönnun umbúða. Einungis er leyfilegt að senda inn
umbúðir sem komið hafa fram frá því að umbúðasam-
keppnin fór síðast fram eða frá miðju ári 1977.
Fimm aðilar skipa dómnefnd og eiga sæti í henni: Brynj-
ólfur Bjarnason, fulltrúi Félags ísl. iðnrekenda, Þröstur
Magnússon, frá Félagi ísl. teiknara, Kristmann Magnússon
frá Kaupmannasamtökum Islands, Ottó Ölafsson frá
Myndlista- og handíðaskólanum og Gunnlaugur Pálsson
frá Neytendasamtökunum.
Allar umbúðir sem sendar eru til þátttöku á að afhenda í
þremur eintökum og skulu, ef unnt er, tvö þeirra vera með
innihaldi en eitt án innihalds. Fyrir sérstakar gerðir
umbúða má þó veita undanþágu frá þessu skilyrði.
Umbúðirnar ásamt upplýsingum um nafn og heimilisfang
þátttakenda, umbúðaframleiðanda, umbúðanotanda og
þann sem hefur séð um hönnun umbúðanna, skal senda til
Félags íslenzkra iðnrekenda fyrir 9. október nk.
Ritari nefndarinnar er Þórarinn Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri FÍI og geta þátttakendur snúið sér til hans með
allar fyrirspurnir í síma 27577.
Félag íslenzkra iðnrekenda,
Hallveigarstig 1,
pósthólf 1407,
121 Reykjavík.