Dagblaðið - 18.09.1981, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981.
SKOLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI 20235.
r ,Dale .
Carnegie
námskeiðið
Viltu losna viö áhyggjur og
kvíða?
• Viltu veröa betri ræðumaður?
• Viltu verða öruggari i framkomu
og njóta Ufsins?
• Þarftu ekki að hressa upp á sjálf-
an þig?
\ i twmskcii) Q®T6 ij Tl
a<) In l/asi QfcH E I
STJORNUNARSKÓLINN,
Konrád Adolphsson
KVARTMÍLUKEPPNI
VERÐUR HALDIN
LAUGARDAGINN 19. SEPT. KL 2 E.H. A
BRAUT KVARTMÍLUKLÚBBSINS VIÐ ALVERIÐ.
Keppt verður í öllum flokkum ásamt nýjum
„SE” „Street Eliminator” flokki.
Keppendur mœti kl. 11 f.h.
Keppni byrjar kl. 2 e.h.
Keppt verður um íslandsmeistaratitil. Mœtið
og sjáið einu kvartmílukeppni ársins og kynnizt
hinum nýja fjölmenna SE keppnisflokki.
STJÓRNIN
nriTTn ■ ■ ■ wwtttttwwí ■'■■■■■ ■ rr
FILMUR DG VÉLAR S.F.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
Bandarískur kardínáli sakaður um fjárdrátt:
HNEYKSU FYR-
IR KAÞÓUKKA
Eins og Dagblaðið hefur skýrt frá
hefur bandaríski kardínálinn John
Patrick Cody verið ákærður fyrir að
draga sér fé frá kirkju_sinni og
nemur upphæðin milljón dala.
Blaðið Chicago Sun Times, sem fyrst
birti ákæruna, segir sig hafa rannsak-
að þetta mál í tvö ár og er málið nú
komið til dómstóla í Chicago. Enn er
þó ekki búið að ákveða hvort ákæra
skal kardínálann opinberlega.
Ef sök þessi sannast á Cody er
þetta meiri háttar hneyksli fyrir
kaþólsku kirkjuna því kardínálinn,
sem nú er 71 árs gamall , nýtur svo
mikillar virðingar innan kirkjunnar
að hann kom jafnvel til greina sem
heppilegur frambjóðandi við síðasta
páfakjör.
Chicago blaðið sakar kardínálann
um að hafa gefið ástkonu sinni um
margra ára bil, frú Wilson, pening-
ana en bæði neita þau þessum ásök-
unum harðlega og fuilyrða einnig að
um ástarsamband hafi aldrei verið að
ræða þeirra á milli. Cody kardináli: Tvöfalt hneyksli, fjárdráttur og ástarsamband.
Erlent
Erlent
Pólska kommúnistastjórnin herðir nú enn á viðvörunum sínum til óháðu verkalýðssamtakanna, Einingar. Segja þeir Einingu
stefna eindregið i átt að valdatöku og harðra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir slikt. Eining mun halda áfram að þinga I
næstu viku.
Stungið hefur verið upp á því við nóbelsnefndina að forystumaður Einingar, Lech Walesa, fái friðarverðlaun Nóbels við
næstu úthlutun en hún fer fram 14. október nk.
Á myndinni hér að ofan sjáum við Lech Walesa í skemmtilegri félagsskap en við eigum að venjast af fréttamyndum og var
hún tekin er ungar stúlkur úr Einingu færðu foringja sinum blóm.
Fyrrverandi ognúverandi forsetar
Valéry Giscard d’Estaing, fyrrver-
andi Frakklandsforseti, er nú í heim-
sókn hjá öðrum fyrrverandi forseta,
Gerald Ford, fyrrum forseta Banda-
ríkjanna. Bauð Ford d’Estaing til
Bandaríkjanna í tilefni af vígslu hins
nýja Ford-safns í Michigan. Reagan
forseti verður einnig viðstaddur
vigsluna, og má þvi búast við að
miklum ljóma stafi af athöfn þessari,
engu siður en vígslunni okkar á
Hrauneyjafossvirkjun hér á dögunum.
Tilraunadyr við eigin rannsóknir
Pierre Bastien, 57 ára gamall
franskur læknir, sem oft hefur notað
sjálfan sig sem tilraunadýr við vísinda-
iegar rannnsóknir, snæddi 70 g skammt
af eitursveppum sem ætti að duga til að
drepa mann. Gerði hann þetta til að
sanna að hann væri búinn að finna
rétta mótefnið gegn þeim.
Hann féll þegar í djúpan svefn, en
undir kvöldið sótti á hann ákafur
magaverkur. Einn af kollegum hans
fylgist með líðan hans á meðan á
tilrauninni stendur.
Bastien hefur tvisvar áður gert
svipaða tilraun, en heilbrigðisyfirvöld
fullyrða að rúmlega helmingur fólks
sem vegna mistaka neytir sveppa
þessara bíði banaaf.
Er vinir hans voru spurðir um lifsT
horfur læknisins voru þeir varkárir í
svörum og sögðust vona það bezta og
samkvæmt nýjustu fréttum er hann á
batavegi.
Einu reglulegu óvæntu úrslitin í
norsku kosningunum var aukið fylgi
Framfaraflokksins, em hann hlaut
fjóra menn kjörna á þing.
Framfaraflokkurinn, sem stofn-
aður var í anda hins útsmogna,
danska lögfræðings Glistrups, er eini
flokkurinn i Noregi sem með sanni
stendur undir nafninu „svartasta
íhald”. Veldur því þessi mikla fylgis-
aukning hans nokkrum áhyggjum
þar í landi.
Á myndinni sjáum við formann
ffans, Carl I. Hagen, fagna kosninga-
sigrinum með konu sinni.