Dagblaðið - 18.09.1981, Page 9

Dagblaðið - 18.09.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981. 9 I Erlent Erlent I REUTER 8 Brottrekstur ávíxl Þeir sjö sovézkir sendiráðsmenn i Kairó sem reknir voru úr landi eru nú komnir til Moskvu. Þessar aðgerðir egypzkra stjórnvalda eru taldar upphaf mesta brottreksturs sovézkra sendimanna, tæknimanna og ýmiss konar ráðgjafa síðan Anwar Sadat skipaði 17 þúsund sovézkum hernaðarráðgjöfum að fara fráEgypta- landi 1972. Sovétmenn hafa nú svarað með því að vísa hermálafulltrúa Egypta ásamt 10 samstarfsmönnum hans úr landi. í Kairó er nú aftur á móti hafínn undirbúningur réttarhalda yfir þeim trúarofstækismönnum sem Sadat lét nýlega handtaka í mikilli herferð sinni gegn slíku fólki. Washington: Gasgrímur gegn gula regninu? Talsmaður Bandarikjastjórnar sagði í gær að það gæti tekið allt að tveimur árum að finna mótefni gegn „gula regninu”, eiturefninu sem Bandaríkja- menn hafa ásakað Kremlverja fyrir að nota í hemaði í Afganistan, Kampútseu og Laos. Veldur það stjórninni miklum áhyggjum þar sem eitrið er bráðdrep- andi. Er nú verið að reyna hvort gas- grímur geta veitt vörn gegn þessu eitur- efni sem sagt er að úðað sé úr flug- vélum. Talsmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, fullyrðir að Bandaríkin hafi innan fárra vikna nánari sannanir fyrir því að eitrið hafi verið notað í SA-Asíu. Víetnamar hafa neitað því að hafa beitt eiturefni i hernaði í Laos og Kampútseu. Thailenzki herinn segist aftur á móti hafa sannanir fyrir sliku og bætti við að landamæraverðir hans bæru þess vegna gasgrímur. Líbýa: Gaddafí veitist adKönum Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, sagði á fundi arabaríkjanna að sam- þykkt Bandaríkjamanna og ísraels- manna um samvinnu hefði breytt' stefnunni í sambúðarvanda Israels og arabaríkjanna þannig að þau væru nú orðin vandamál á milli arabaríkjanna og Bandaríkjanna. Washington: Erfiðleikar heima fyrir Komið hefur afturkippur í sambandi við þá áætlun Reagans Bandaríkjafor- seta að selja fimm ratsjárfiugvélar til Saudi-Arabíu þar sem stjórnarand- staðan telur sig hafa meirihluta til að fella tillöguna á þingi. Reagan á einnig í fleiri örðugleikum heintafyrir því nýjar skýrslur stjórnar- innar sýna að það er ekki eins bjart yfir fjárhag landsins og búizt var við. Einnig hefur orðið nokkur lækkun á verðbréfamarkaðinum. Sovézkur hermaður handtekinn í Angóla: Stríösfang- inn okkar — segja S-Afríkumem, en Sovétstjómin er ósammála Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu telja S-Afríkumenn sig hafa gildar sannanir fyrir aðstoð Kreml- verja við Angóla. Lengi hefur allt verið á huldu um sannleiksgildi fregna þessara en nú hafa S-Afríkumenn leyst nánar frá skjóðunni í sambandi við þessi mál. Segjast þdr hafa her- tekið bústað 27 sovézkra ráðgjafa í Xangongo. Að visu voru ráðgjafamir flúnir en skildu eftir allar eigur sínar, þ.á m. fjölskyldumyndir, tómar vodkaflöskur, nákvæm landabréf og önnur sönnunargögn sem S-Afríku- menn telja að sanni síaukna hernað- arlega aðstoð Sovétmanna við Angóla. Rúsínan í pylsuendanum fyrir S- Afrikumenn var þó handtaka þeirra á einkennisklæddum, sovézkum liðs- foringja og hefur nú birtzt mynd af honum í blaðinu Beeld í Jóhannesar- tíorg. Heitir sá Nikolai Fjodoro- witsch. — Þetta er fyrsti rússneski stríðs- fanginn okkar, segir blaðið fagnandi — eins og búizt sé við að þeim muni fjölga. Sovétstjórnin hefur þó aldrei viljað viðurkenna dvöl sovézkra hernaðar- ráðgjafa i Angóla og þar við situr. Sové/ki hermaðurinn Pestrezow: handtekinn i Angóla. HSSHSSIIÍSEgSðSBSðg — - •— . ■ » V, v. Síöasta ferð milli Tuborg og Malmö Þeir eru áreiðanlega ófáir íslending- arnir sem hafa brugðið sér yfir sundið á milli Tuborghafnar í Kaupmannahöfn og Málmeyjar, með þeirri ágætu ferju Sveu Scarlett. En sl. sunnudag fór Svea sína síðustu ferð, rekstrarhalli á þessu ári er kominn upp i 13 milljónir dkr. og því þykir ekki annað fært en leggja ferðirnar niður. Mikið er þrýst á dönsku og sænsku ríkisjárnbrautirnar að fá minna skip í staðinn þar sem ferjufargjöldin hafa verið mun lægri en fargjöld með flug- bátum þeim sem sigla oft á dag milli miðbæjarins 1 Kaupmannahöfn og Málmeyjar. En þessir rekstraraðilar þverneita nema til komi styrkur frá ríki eða bæ. Borgarstjóri Kaupmanna- hafnar, Egon Weidekamp, hefur látið málið til sín taka og hótar að snúa sér til ráðherra. — Það breytir engu um það að við höfum ekki bolmagn til að reka ferj- urnar, segir forstjóri dönsku ríkisjárn- brautanna, Andresen. — Við erum svo sem alveg til í að halda uppi ferðum, bara ef við vitum hver á að borga brús- ann. Aliauglýsir Eftir að stjarna Muhammed Ali, fyrrverandi heimsmeistara i hnefaieik, fór að dala hefur hann snúið sér mcir og meir að auglýsingastarfsemi. Nú hefur hann fengið móður sína, Odessu, í lið með sér og auglýsa þau í sam- einingu risahamborgara fyrir banda- rískt fyrirtæki. Slagorð Alis er: „Það þarf svei mér stóran kjaft til að kyngja svona stórum hamborgara”. Sértrúarsöfnuðir geta verið varasamir: Heilaþvegin afséra Moon Útlendingaeftirlitið í Bandaríkjunum leitar nú ákaft að írskri kennslukonu sem gekk í sértrúarsöfnuð kenndan við séra Sun Myung Moon eftir komu sína til landsins. Segja talsmenn Moon- hreyfingarinnar stúlkuna löngu farna úr landi. Þar sem foreldrar hennar trúa því ekki eru þau nú einnig komin til Banda- ríkjanna og eftir að hafa fengið um þrjátíu manns í lið með sér gerðu þau áhlaup á búðir Moonmanna í Kalir forníu. Vildu þau á þann hátt bjarga dóttur sinni úr klóm safnaðarins, en hún fannst hvergi. — Við viljum ekki að dóttir okkar sé heilaþvegin af söfnuðinum, sagði faðir- inn á blaðamannafundi sem þau hjón héldu vegna máls þessa. Útlendingaeftirlitið hefur nú gefið út skipun um handtöku stúlkunnar á þeim forsendum að landvistarleyfi hennar í Bandarikjunum er útrunnið. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar í tjónsástandi Subaru 1800, árg. 1981. Lada 1500, árg. 1979. Mazda 323, árg. 1979 VolgaT972 og 1973. Cortinaárg. 1972. Skoda 120 LS, árg. 1980., Cortina, árg. 1977. Toyota Corolla, árg. 1978. Fiat 125 P, árg. 1977. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 19. sept. frá kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 5, mánudaginn 21. sept. Brunabótafélag íslands, Laugavegi 103, Reykjavík. Sími 91-26055. Chevy Vanárg. 78 moð um 300 aukahlutum. Innréttaður eins og lítil einkaþota. Tal- stöfl, útvarp og segulband, sjálfskiptur mefi vökvastýri. Krómfelg- ur. Ýmis skipti möguleg og gófl kjör. Komifi og skoflifi mesta lúx- usbil á Íslandi. B,!LAKAL(P llfTllljTl 1,^:: ::l:iMi iiTlilHI llii,,lT,ll!TTi! iTTlHliillíliílIiiIliilllliíii. SKEIFAN 5 -1 SÍMAR 86010 oð 86030 ALTERNATORAR Startarar og varahlutir í rafkerfið Ford Bronco Chevroíet Blaser Dodge Wagoneer Cheroky Datsun Toyota Citroen Mazda Benz Taunus Opel Land Rover Range Rover Cortinu Sunbeam Fiat Volvo Lada o. fl. VERÐ FRÁ KR. 680,00 Póstsendum Varahluta og BILARAF viðgerðaþjónusta Borgartúni 19 - Sími 24700

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.