Dagblaðið - 18.09.1981, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981.
MMBIAÐin
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaöið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrífsto'ustjóri rítstjómar Jóhannos Reykdai.
íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonordóttir,
Krístján Már Upnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs-
son. Drerfingarstjórí: Valgoröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverhotti 11.
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 Knur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Arvokur hf., Skodunni 10.
Áskriftarverö á mánuði kr. 85,00. Verð í lausasölu kr. 6,00.
Enn þáttaskil í Bretlandi
Tveggja flokka kerfið í Bretlandi er
væntanlega hrunið nú, eftir að lands-
þing Frjálslynda flokksins hefur sam-
þykkt, að stefna að kosningabandalagi
við hinn nýstofnaða flokk sósíaldemó-
krata, jafnaðarmanna.
Skoðanakannanir hafa um hríð gefið til kynna, að
kosningabandalag þessara tveggja flokka yrði líklegt
til að vinna hreinan meirihluta á brezka þinginu eða
verða að minnsta kosti stærsti flokkurinn. í Bretlandi
gætir mikillar þreytu með gömlu flokkana stóru.
Landsmenn telja þá báða hafa brugðizt, Verkamanna-
flokkinn og íhaldsflokkinn.
Bretlandi fór stöðugt hnignandi undir ríkisstjórnum
Verkamannaflokksins og miðjumoðsmanna úr íhalds-
flokknum.
Það voru þáttaskil í brezkum stjórnmálum, þegar
Clement Attlee myndaði ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins eftir stríðið og hélt á braut sósíalisma. Þegar
fram liðu stundir, minnkaði áhugi landsmanna á
hinum nýju siðum. Ýmist var Verkamannaflokkurinn
við völd eða íhaldsmenn, sem ekki hrófluðu svo að
teljandi væri við ríkjandi kerfi. Bretland staðnaði.
Mikið atvinnuleysi og verðbólga urðu landlægar plág-
ur. Hverri ríkisstjórninni af annarri mistókst að hrífa
landsmenn úr öldudalnum.
Verkalýðsfélögin efldust svo að afli, að áhrif þeirra
urðu fjötur um fót sérhverri tilraun til viðreisnar. Bret-
land dróst stöðugt aftur úr i framleiðni. Við þær
aðstæður var ofureðlilegt, að landsmenn leituðu að
einhverju nýju. Hið nýja töldu menn sig finna í frjáls-
hyggjuboðskap Margrétar Thatcher.
Hún boðaði landsmönnum að sínu leyti engu minni
byltingu en Clement Attlee hafði gert eftir stríðið. Nú
var meirihlutinn reiðubúinn að söðla um. íhaldsmenn
unnu kosningar undir merki járnfrúarinnar og mynd-
uðu ríkisstjórn.
Ríkisstjórn frjálshyggjumanna hefur lent í mestu
vandræðum. Atvinnuleysi hefur stóraukizt. Verð-
bólgan er áfram mikil. Sem stendur sjá landsmenn fáa
ljósa punkta í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Þeir eru
því enn að leita.
Nýstofnaður jafnaðarmannaflokkur boðar kjós-
endum eitthvað nýtt, sem þó er alls óráðið, hvernig
verður. Hugmyndin er, að með kosningabandalagi við
Frjálslynda flokkinn verði til afl, sem ekki verði háð
forystuliði verkalýðshreyfingarinnar, verkalýðsrekend-
unum brezku. Jafnframt hverfi Bretland af vegi frjáls-
hyggjunnar án þess að ganga eins langt til vinstri og
forystumenn Verkamannaflokksins hyggjast fara.
Því benda skoðanakannanir nú til þess, að þetta
kosningabandalag gæti fengið yfir 40Ýo atkvæða, ef
kosið væri nú, Verkamannaflokkurinn fengi rúm 30%
og íhaldsflokkurinn aðeins um 25% atkvæða.
Miklar sviptingar hafa orðið í kosningum í ýmsum
ríkjum síðustu ár, og ekki allar á einn veg. Frjáls-
hyggjumenn hafa völdin í Bandaríkjunum eftir ára-
tugalangt skeið miðjumoðsmanna. Stjórnir jafnaðar-
manna hafa verið felldar í Svíþjóð og Noregi, og sósíal-
istar hafa náð völdum i Frakklandi og eru ekki úrkula
vonar um sigur á Grikklandi. Bretar veðjuðu sjálfir á
frjálshyggjubyltingu um sinn, en gætu nú enn staðið
fyrir miklum umskiptum — í leit sinni að leið úr
ógöngunum.
Jóhannes Páll páf i II hef ur sýnt meiri pólitísk tilþrif en
nokkurfyrirrennari hans:
Skýr stefnubreyt-
ing i páfagarði
— Hef ur sérstaklega gengið til liðs við þær 60 milljónir
kaþólskra er byggja A-Evrópu
Nýlega var tilkynnt í Varsjá að
Jóhannes Páll páfi II væri væntan-
legur í heimsókn í ágúst næsta sumar.
Þetta verður þá í annað skipti sem
páfinn heimsækir föðurland sitt, Pól-
Iand, síðan hann var kjörinn páfi
1978. Fyrri heimsókn hans, 1979,
hafði vissulega stjórnmálalega þýð-
ingu en búast má við að síðari heim-
sókn hans verði enn áhrifameiri, á
því sviði, vegna hins spennta stjórn-
málaástands í Póllandi. Ef til vill má
vænta þess að páfinn noti tækifærið
og gefi greinargóð fyrirmæli um
hvernig þær 60 milljónir kaþólskra
sem byggja Austur-Evrópu eigi að
mæta þeirri stjórn kommúnista sem
þeir búa við.
Fyrirrennarar hans, Jóhannes
XXIII og Páll VI, lifðu á tímum
þegar álitið var að stjórnir þessar
væru það fastar í sessi að það borg-
aði sig bezt að vera í vinfengi við
þær. Sendimenn þeirra í A-Evröpu
kusu því fremur að ræða við jarðnesk
yfirvöld en kaþólska biskupa og
reyndu ekki að standa uppi í hárinu á
þeim fyrrnefndu.
1 sumum löndum verður páfagarð-
ur af sögulegum ástæðum að leita
blessunar stjórnvalda við biskupsút-
nefningu, sérstaklega í Ungverjalandi
og Tékkóslóvakíu en þar greiðir
stjórnin laun presta. Svo það hefur
verið vissara að halda sér á mottunni.
Páfagarður hefur því orðið að tak-
marka vald sitt. T.d. var samþykkt
árið 1973 útnefning biskups í Tékkó-
slóvakíu sem var þekktur fyrir fylgi
sitt við stjórnina, jafnvel þó hinn ka-
þólski söfnuður væri á móti honum.
Útnefningin var samþykkt með þvi
r
skilyrði að biskup segði sig úr
kommúniskum samtökum presta,
ella yrði útnefningin afturkölluð.
Biskup efndi ekki loforð sitt en páfa-
garður þorði þó aldrei að reka hann.
Þessi atburður varð kaþólskum í
Tékkóslóvakíu mikið áfall og olli trú-
bræðrum í öðrum A-Evrópulöndum
þungum áhyggjum.
ttc1
Vanmáttur páfagarðs gagnvart A-
Evrópu varð til þess að Wyszynski
kardínáli, sem nú er látinn, snerist
gegn útnefningu sérlegs umboðs-
manns páfa í Varsjá eins og pólska
stjórnin ætlaðist til.
Kardínálinn óttaðist að stjórnin
mundi nota erindrekann til að stofna
til vandræða milli pólskra biskupa og
páfagarðs. Enda tókst pólskum
klerkum að halda jafnvægi i sam-
skiptum sínum við stjórn landsins allt
fram að tímum óháðu verkalýðssam-
takanna, Einingar.
Kjör pólsks páfa veldur
straumhvörfum
Kjör Karols Wojtyla, hins pólska
kardínála, til páfa árið 1978 vakti
mikla gleði í A-Evrópu. Kaþólskir
vonuðust þar með til að páfagarður
yrði ekki jafn afskiptalaus um sam-
búð þeirra við kommúnistastjórnir
og áður. Og núna, þremur árum
seinna, má vissulega merkja mikla
breytingu. Páfinn hefur smám
saman komið A-Evrópumönnum að i
lykilstöður í páfagarði. T.d. er
aðstoðarritari sá er sér um tengsl við
A-Evrópu frá Litháen.
Hin nýja stefna páfans kom strax í
Ijós í bréfi er hann sendi i fyrra til
allra landa er undirrituðu Helsinki-
sáttmálann ’75. Þar skilgreinir hann
trúfrelsi sem ófrávíkjanlegt skilyrði
fyrir mannréttindum. Einnig birtir
hann langan lista yfir atriði sem hann
telur til nauðsynlegra mannréttinda
og brjóta mörg þeirra einmitt í bága
við ríkjandi stjómskipulag í A-
Evrópu.
Stalín heitinn benti einu sinni rétti-
lega á að páfinn ræður ekki yfir
neinum her. En Jóhannes Páll páfi
trúir þvi fastlega að kirkjan geti
a.m.k. haft mikil áhrif á baráttu
fylgjenda sinna fyrir trúfrelsi, eins og
t.d. hefur gerzt í Póllandi. Og hann
veit að þá dugar engin linkind við
fjandsamleg stjórnvöld. Þess vegna
A að endasend-
ast með úrelt
menntaskólakerfi
milli bæjarhluta
í Kópavogi?
Enn eru skólamálin í Kópavogi til
umræðu. Og ekki ætla ég að þakka
það bæjaryfirvöldum í Kópavogi að
þau hafþ opnað þá umræðu. Nú
liggur fyrir tillaga í bæjarstjórn um
að selja ríkinu hlut bæjarins í einum
grunnskólanna, Þinghólsskóla, og er
ekki haft fyrir því að leita álits
kennara, hvað þá heldur nemenda,
enda þótt þeir verði sendir á vergang
milli skóla og bæjarhluta.
Grunnskólalög
Sjálfsagt hafa þeir sem að tillögu-
gerðinni standa í bæjarstjórninni, og
vísast fleiri, ekki hugmynd um að sett
voru fyrir nokkrum árum lög sem
heita Lög um grunnskóla hvað þá um
það sem þar stendur. í öllu falli taka
þeir ekkert mark á slíkri laga-
setningu. Hinsvegar taka þeir svo
mikið mark á væntanlegri laga-
setningu um framhaldsskóla að þeir
eru ekkert að bíða eftir henni, heldur
endasendast með úrelt menntaskóla-
kerfi bæjarhluta á milli og tala svo
um að fylgjast verði með þróuninni.
Hvað ætla svo herrarnir í bæjar-
stjórninni að gera er þeir endur-
skipuleggja skólana. Einhver skyldi
ætla að við þær breytingar sem nið-
urlagning eins skóla hafa í för með
sér þurfi allmiklar endurbætur skóla-
húsnæðis — eða er ekki meiningin að
gera slikt. í 25. gr. Laga um grunn-
skóla segir. ,,Við gerð nýs skóla-
húsnæðis og endurbætur eldra
húsnæðis skal séð fyrir aðstöðu fyrir
nemendur til náms utan
kennslustunda og til að neyta máls-
verðar.” Þetta hafa herrarnir ekki
lesið, eða horfa einfaldlega framhjá
þessu, — eða hvernig ætla þeir að
koma fyrir slíkum endurbótum í
Kársnesskóla og Kópavogsskóla (og
e.t.v. víðar) og ætti ekki að vera þörf
á því þegar verið er að senda
nemendur milli bæjarhluta í skóla og
meira að segja þó svo væri ekki?
Enda þótt hvorki lög eða
regiugerð geri ráð fyrir einsetnum
skóla er það yfirlýst stefna.
Einsetinn skóli er ekki síst hagsmuna-