Dagblaðið - 18.09.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981.
Jóhannes Páll II páfi: Meirihállar áhrif á A-Evrópu.
11
Kaþólskir í Austur-Evrópu
AÞYZKALAND
7-6%
% af heildaríbúatölu
TÉKKÚSLÚVAKÍA
71-6%
UNGVERJALAND
60-8%
JÚGÚSLAVÍA
31-7%
SOVÉTRÍKIN
1-2%
Heimildin Almanak kaþölskra 1981
BÚLGARÍA
0-7%
leggja starfsmenn páfagarðs nú mun
meiri áherzlu á fundi með trúarleið-
togum en stjórnvöldum á ferðum sín-
um um A-Evrópu.
Páftnn hefur líka tekið miklu
harðari afstöðu til biskupsútnefn-
ingar í A-Evrópu. Það er þess vegna
ekki tilviljun að enginn „friðarklerk-
ur” (þ.e. a.s. prestur sem vill náið
samstarf við kommúnistastjórnir)
hefur valizt til biskups í A-Evrópu
síðan Jóhannes Páll tók við páfa-
dómi. Þessi stefna hans hefur þegar
valdið vandræðum, sérstaklega í
Tékkóslóvakíu, en þar hafa risið upp
deilur milli stjórnvalda og páfagarðs í
sambandi við útnefningu biskupa.
Afleiðingarnar eru þær að aðeins 3 af
13 biskupsdæmum í Tékkóslóvakíu
eru setin.
í nóvember lenti páfagarður líka i
útistöðum við júgóslavnesk stjórn-
völd þegar hann útilokaði harðan
stuðningsmann stjórnarinnar frá
biskupsembætti í Sloveníu en valdi í
staðinn lítt pólitískan prestaskóla-
rektor.
Afskipti páfa
áhrifarík
Páfinn hvetur líka aðra a-evrópska
biskupa að fylgja dæmi kollega sinna
í Póllandi og sýna meiri baráttuhug í
sambandi við réttindi safnaðarfólks
síns. Hann veit af eigin reynslu að
stjórnvöld reyna oft að einangra
biskupa frá kaþólskum almenningi
og sú aðferð getur jafnvel verið
áhrifaríkari en beinar ofsóknir. Hann
leggur einnig áherzlu á að biskup-
amir berjist ekki aðeins fyrir trúfrelsi
kaþólskum til handa, heldur trúfrelsi
allra.
Hvatning páfa hefur þegar sýnt sig
í verki. Kaþólskir biskupar i Júgó-
slaviu, sem annars hafa lítið látið á
sér kræla, hafa nú t.d. vakið máls á
stjórnaraðgerðum sem þeir telja
brjóta i bága við almenn mannrétt-
indi. Og Frantisek Tomasek, kardi-
náli í Tékkóslóvakíu, er byrjaður á
að gagnrýna stjórnina eftir margra
ára þögn og þolinmæði.
Tékknesk stjómvöld, sem hafa
þungar áhyggjur af þróuninni í Pól-
landi, hafa svarað með því að herða
eftirlit með kirkjunni. En svona til að
bera smyrsl á sárin hafa þau um leið
hækkað laun prestanna. Júgóslav-
neska stjórnin hefur líka snúizt
harðlega gegn því sem hún kallar af-
skiptasemi kirkjunnar en á sífellt
meira í vök að verjast gagnvart
biskupum sínum, sérstaklega þeim
yngri.
Stefna páfagarðs í málum A-
Evrópu hefur þannig tekið miklum
stakkaskiptum. En Jóhannes Páll
páfi hefur enn ekki fundið rétta
kaþólska svarið við marxisma.
Vinstrisinnaðir kaþólikkar á Vestur-
löndum hafa ásakað hann fyrir að
ráða marxískum prestum í S-
Ameríku frá byltingarkenndum
aðgerðum gegn kúgun stjórnvalda á
meðan hann hvetur presta í A-
Evrópu til að berjast af hörku fyrir
mannréttindum. Páfinn vinnur nú að
nýju umburðarbréfi sem á að fjalla
um slikar spurningar. Má kannski
búast við því að það verði eins konar
páfasvar við „Auðmagninu” (Das
Kapital)?
(The Economist',
/
Kjallarinn
Albert Ðnarsson
mál kennara, nemenda og foreldra.
Nú stefnir tillögugerð bæjarstjórnar-
manna í þveröfuga átt, hún eykur á
þau þrengsli sem sligað hafa
skólahald um langan tíma.
Kennara hefur um langan tíma
dreymt um starfsaðstöðu sem gerir
þeim kleift að nýta kennsluhæfni sína
betur. Þeir draumar hafa yfirleitt
gufað upp i þvi aðstöðuleysi sem
þrengsli og fjársvelti valda. Enn um
sinn er kennurum í Kópavogi ætlað
að horfa upp á drauma sína gufa upp
og það sem verra er, starfskraftana
nýtast verr enskyldi.
Með þeim hugmyndum sem voru
á sveimi í kringum grunnskólalögin á
sinum tíma og lifað hafa áfram í
hugum kennara eins og fallegar
myndir úr erlendum skólaritum, var
grunnskólalögunum yfirleitt tekið
ákaflega vel af kennurum. Það var
eitthvað nýtt aðgerast. E.t.v. fengju
nemendur sérstakar og til þess
útbúnar tungumálastofur og sér-
stofur fyrir hinar ýmsu\ náms-
greinar. Námið yrði ekki lengur sama
gamla formið — kennarinn þusandi
fyrir framan misleiða nemendur.
Það er til einhvers að setja lög og
ætla þeim eitthvað ef yfirvöldum ber
ekki að framfylgja þeim og hafa
jafnvel velþóknun hinna æðstu
menntamálayfirvalda til að hunsa
þann vilja sem í lögunum felst. Sumir
brjóta lög — aðrir fara bara ekki eftir
þeim, hver ermunurinn?
Til hvers er allt
þetta vesen?
Jú, allt þetta vesen er vegna þess
að Menntaskólinn í Kópavogi er í
miklum þrengslum og honum þarf að
skaffa húsnæði. Saga þess skóla er
merkileg. MK er nefnilega stofnsettur
sem menntaskóli með fjölbrauta-
sniði. Sniðið á skólanum er klárt, en
hvergi örlar á fjölbrautunum. Um er
að ræða venjulegan gamaldags
menntaskóla. Maður skyldi ætla að
nú á þessum síðustu tímum ætti
eitthvað.tannað að vera
„aðhlúendum” skólamála kappsmál
en að útvega húsnæði fyrir gamla
skólaformið, einkum þegar tillit er
tekið til þess að í Kópavogi eru nú
þegar myndarlegar fjölbrautir starf-
ræktar. Þær brautir hafa verið
byggðar upp sem framhaldsdeildir
grunnskóla vegna þess að beðið er
eftir lögum um framhaldsskóla. Á
þessu kennsluári er nemendafjöldi
framhaldsdeildanna um 100 og
skiptir i fjórar tveggja ára brautir.
Nemendafjöldi MK er um 350 í öllum
fjórum árgöngunum. Fjölbrauta-
námið hefur ekki verið mikið til
umræðu, hvað sem veldur, þrátt
fyrir allt tal og mas um menntaskóla
með fjölbrautasniði. Nei, helsta
kappsmálið hjá „aðhlúendum”
skólamála í Kópavogi þessa dagana
er að leggja niður einn
grunnskólanna í bænum og svo
mikið liggur við að keyra á málið í
gegn í snarhasti, enda þótt ekki sé
gert ráð fyrir að MK fái húsnæðið
fyrr en eftir þetta skólaár.
Hvað veldur þessum æsingi? —
spyr sá sem ekki skilur.
Þinghólsskóli i Kópavogi. Greinarhöfundi þykir lakara að kennarar og nemendur séu ekki spurðir álits á sölu hans, enda
þótt þeir verði sendir á vergang milli skóla og bæjarhluta. DB-mynd.
""
Aðrar lausnir
Auðvitað eru til aðrar lausnir á
þessu máli en þær að -velta vanda
Menntaskólans yfir á grunnskólann
og er slíkt alls engin lausn heldur arg-
asta frekja og vanvirðing við bæjar-
búa, vægast sagt. Enginn hefur
nokkurntímann andmælt því að MK
búi við ófremdarástand í húsnæði.
Samt er vandi MK ekki meir en svo í
augum ráðamanna þar að þeir
höfnuðu tilboði um að á MK yrði létt
með því að tvær bekkjardeildir
færðust í Þinghólsskóla en yrðu
undir yfirstjórn meistara MK. Vandi
er það nú samt, en kannski ekki bara
húsnæðisvandi?
Besta lausnin, eins og málum er
nú komið, er sú að hefjast þegar
handa um að samræma framhalds- .
skólakerfið í Kópavogi, þ.e.
framhaldsdeildirnar í Víghólaskóla
og Menntaskólanum og búa til
fjölbrautaskipulag og þá gjarnan
taka höndum saman við aðra skóla á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Með því
væri framhaldsskólinn í Kópavogi
færður nær því sem væntanleg
framhaldsskólalög gera ráð fyrir.
Húsnæðisvanda framhaldsskólans
mætti leysa á þann veg að starfrækja
aðskildar brautir í skólunum þrem,
Víghólaskóla, Menntaskólanum og
Þinghólfsskóla, þar til sérstakt fram-
haldsskólahúsnæði væri risið. Þá
væri réttast að hefja þegar viðræður
við menntamálayfirvöld landsins um
byggingu slíks skóla, i stað þess að
fara að ræða við þau völd um afsal
grunnskólahúsnæðis fyrir bráða-
birgðamenntaskóla. Starfræksla
framhaldsdeilda við Víghólaskóla
hefur sýnt það og sannað að þetta er
mögulegt, enda þótt ekki sé um
frambúðarlausn að ræða þvi sérstakt
framhaldsskólahús gerir betur.
Albert Einarsson
kennari.