Dagblaðið - 18.09.1981, Side 13

Dagblaðið - 18.09.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981. 12 c Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Badminton á heimsmælikvarða íHöllinni — alþjóðlegt badmintonmót um helgina — fjórir Evrópumeistarar meðal þátttakenda Um helgina gengst hadmintondeild Vals fyrir opnu alþjóðlegu badmintonmóti og er það haldið í tilefni af sjötiu ára afmæii Vals. Níu erlendir badmintonleikarar taka þátt í mótinu og koma þeir frá þremur löndum, Danmörku, Englandi og Skot- landi. Fjórir keppendanna hafa orðið Evrópumeistarar, Dorte Kjær, Nettie Nielsen og Mark Christiansen frá Danmörku og Helen Torke frá Englandi. Fjórði keppandinn frá Danmörku er Kenneth Larsen sem er mjög framarlega í íþróttinni í sínu heimalandi. Auk Torke koma frá Englandi Martin Dew, sem er landsliðsmaður, og Englandsmeistarinn undir 21 árs, hinn 19 ára gamli Stephen Baddeley. Frá Skot- landi koma þau Charlie Gallagher og Pamela Hamilton sem talin eru beztu badmintonleikarar’ Skota í dag. Ekki má gleyma íslenzku keppendunum en flest bezta badmintonfólk okkar mun etja kappi við hina erlendu gesti. Það verður því badminton á heimsmælikvarða sem boðið verður upp á í Laugardalshöllinni um helgina. Keppnin hefst laugardaginn 19. september kl. 14 og byrjar aftur á sunnudag kl. 10 um morguninn. -VS. Hin 16 ára gamla Helen Torkc, Evrópumeistari unglinga i einliðaleik 1981, verður meðal þátttak- enda á alþjóðlegu badmintonmóti í Laugardalshöll um helgina. Einherjamótið Einherjakeppnin — stórmót þeirra sem farið hafa „holu í höggi” — fór fram um síðustu helgi á Grafarholtsvelli. Leikin var punktakeppni með for- gjöf og sigraði Hannes Eyvindsson, GR. Hannes hlaut 38 punkta, iék 18 holurnar á 72 höggum, en síðan komu þau Svan Friðgeirsson, GR, og Kristín Pálsdóttir, GK, með 35 punkta. Þrjár konur voru meðal keppenda en alls hafa fimm konur farið „holu í höggi” i golfi hér á landi. Veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á 17. braut og hlaut þau Jón Þór Ólafsson GR. Firmakeppni KR Frá knattspyrnudeild KR. Hin árlega firma- og stofnanakeppni KR hefst laugardaginn 19. september næstkomandi. Firma- keppni KR hefur sem kunnugt er skipað sér sess sem stærsta keppni sinnar tegundar hér á landi og fjöldi þátttökuliða skiptir tugum. Vinsældir keppninnar má hiklaust rekja til fyrirkomulags hennar, þar sem liðin eru einungis skipuð sjö leikmönnum og er leikið i 2x 15 mínútur þvert á venjulegan völl. Enn- fremur er fyrirtækjum gert kleift að nota sumar- starfsmenn í keppnina. Áformað er að Ijúka undankeppninni helgina 19.—20. september og úrslitakeppnin fer síðan fram helgina 26.-27. september. Þátttökugjaldi er sem fyrr mjög i hóf stillt eða 600 krónur á hvert lið sem greiðist um leið og þátttakendur sækja reglur keppn- innar og önnur mótsgögn. júgóslavneski landsliðsmaðurinn hjá Bordeaux, hirðir knöttinn næstum af tám Aðalsteins Aðalsteinssonar, 19 ára piltsins í Víkingsliðinu. Aðalsteinn lék i s.h. og var einn albezti maður Vikings. DB-mynd Bjarnleifur. Draumamörk Bordeaux og stórsigur á Víking Franska liðið sigraði 4-0 og sýndi einhvem bezta leik sem lið hefur leikið hér á landi Hvilík snilld — hvílik knattspyrna. Það var stór stund á Laugardalsvellin- um i gær, þegar Vikingur og franska liðið Bordeaux léku fyrri leik sinn i UEFA-keppninni í knattspyrnu. Franska liðið sýndi hreint frábæra knattspyrnu og það er mat þeirra sem bezt til þekkja að sjaldan eða aldrei hafi önnur eins knattspyrna og leik- menn Bordeaux sýndu verið leikin á Is- landi. Auðvitað tókst leikmönnum Vikings ekki að hamla gegn sliku liði. Það vann yfirburðasigur, 4—0, og nokkur marka Frakkanna eru með þeim fallegustu, sem skoruð hafa verið á Laugardalsvellinum. Þarna sást allt önnur knattspyrna en við eigum að venjast. Sorglegt að aðeins um 2500 áhorfendur — 2212 greiddu aðgangs- eyri — skyldu verða vitni að frábærum leik franska liðsins. Hann hefði verð- skuldað margfalt meiri aðsókn. En fáa grunaði vist fyrir leikinn að franska liðið væri svona afburðasnjallt. Þrátt fyrir ofureflið reyndu Víking- ar, einkum eftir því sem leið á leikinn, að leika saman og sækja. Aldrei reynt að „pakka” í vörnina, leika algjöran varnarleik, þegar í ljós kom hve leikur- inn yrði erfiður fyrir þá. Þökk sé Vík- ingum fyrir það. Og þeir fengu sín tækifæri i leiknum, tvívegis varði júgó- slavneski landsliðsmaðurinn Pantelic vel. Fleiri voru færi Víkinga þó ekki væru þau mörg og liðið fékk einar sjö hornspyrnur í leiknum. Þær voru ekki svo miklu fleiri hjá Frökkum. Þrátt fyrir yfirburðina fékk Bordeaux ekki mörg marktækifæri i fyrri hálfleiknum. Liðið keyrði þá á fullu og skoraði þrjú glæsimörk í hálf- leiknum. Diðrik Ólafsson þurfti lítið fleiri nlraunir að gera í hálfleiknum en í þessi þrjú skipti til að verja. Enginn ásakar hann vegna markanna. Það hefði víst enginn varið þau. Fyrsta markið skoraði Jean Fernand- es með þrumufleyg af 30 metra færi. Knötturinn snerti völlinn rétt utan markteigsins og beinlínis spýttist í markið af rennblautu grasinu. Talsvert hafði rignt í gær en veður gat varla verið betra fyrir knattspyrnu. Annað markið, sem blökkumaðurinn Tresor skoraði á 30. mín., var hreint gull af marki. Lék upp miðjuna, gaf á sam- herja, og fékk knöttinn rétt utan vita- teigs. Spyrnti á markið og skotið var svo fast, að maður sá varla knöttinn á leiðinni í markið. Neðst í markhornið, út við stöng. Þriðja markið skoraði Albert Gemmerich á 40. mín. Fékk langsendingu inn í vítateiginn og skor- aði með viðstöðulausri neglingu. Fá voru tækifæri Víkings í hálfleiknum. Heimir Karlsson skallaði yftr markið — Pantelic missti knöttinn eftir auka- spyrnu Ragnars Gíslasonar en varnar- maður bjargaði. Vikingur fékk fjórar hornspyrnur í hálfleiknum en litil hætta skapaðist við þær. 1 síðari hálfleiknum náði Víkings- liðið sér betur á strik, mest vegna ágæts leiks Aðalsteins Aðalsteinssonar, sem kom inn sem varamaður eftir leikhléið. Oft brá fyrir nettum leik og yfirburðir Frakka ekki eins miklir og áður. Pant- elic varði gott skot Aðalsteins, hirti knöttinn síðar næstum af tám hans. Ómar Torfason fékk knöttinn í opnu færi inn undir markteig en hitti boltann ekki. Þá komst Sverrir Herbertsson í færi. Spyrnti yfir. En leikmenn Bordeaux réðu þó alltaf ferðinni. Lacombe miðherji skoraði fjórða markið á 71. mín. með hnitmið- uðu skoti, frekar Iausu, neðst í mark- hornið. Ef til vill átti Diðrik að verja. í lokin varði hann hins vegar tvívegis með miklum glæsibrag. Allir leikmenn Bordeaux eru hreinir snillingar með knöttinn og leikskipulag liðsins stórkostlegt. Varla að sending færi forgörðum. Liðið naut sín virki- lega við þær aðstæður, sem völlurinn bauð upp á. Rennvotur og háll — en yndislegt veður. Blankalogn. Erfitt að gera upp á milli leikmanna. Alain Gir- esse, franski landsliðsmaðurinn, og vinstri bakvörðurinn Francois Bracci, hreint stórkostlegir. Einnig Marius Tresor frábær og svo var um flesta aðra. Hjá Viking var Jóhannes Bárðarson beztur, mjög sterkur miðvörður. Helgi Helgason átti einnig traustan leik við hlið Jóhannesar. Aðalsteinn kom veru- lega á óvart. í heild var þetta mjög lær- dómsríkur leikur fyrir íslandsmeistara Víkings. Þeir gátu varla komizt í betri kennslustund. Það er ómetanlegt fyrir íslenzkt Jið að fá.tækifæri til að leika við slíkt lið sem Bordeaux er. -hsím. „Ég hef ekki séð betri knattspymu leikna hér” —sagði Albert Guðmundsson alþingismaður um leik Bordeauxliðsins „Þetta er bezta lið, sem leikið hefur á íslandi — ég hef að minnsta kosti ekki séð betri knattspyrnu leika hér. Við vorum að tala um það eftir leikinn, gömlu félagarnir, sem lékum saman fyrir 35—40 árum, að betra liö hefði ekki komið hingað til keppni. Við vorum allir sammála um það. Helzt að þýzka landsliðið, sem kom hingað fyrir strið (1938), gæti staðizt samanburð við Bordeaux. Ég held þó varla,” sagði Albert Guðmundsson alþingismaður eftir leikinn í UEFA-keppninni á Laugardalsvelli í gær og hélt áfram. „Það var hrein unun að horfa á leik frönsku leikmannanna, þeir léku gull- knattspyrnu. Allt fullkomið, knatt meðferðin, nákvæmnin í sendingum, leikskipulagið. Það var stór stund að vera viðstaddur þennan leik”. Mikil reynsla „Það er mikil reynsla að leika við slíkt lið. Bordeaux er áreiðanlega lang- bezta lið, sem ég hef séð leika hér á Islandi,” sagði Youri Sedov, hinn so- vézki þjálfari Vikings. „Ég varð alls ekki fyrir vonbrigöum með leik Vikingsliðsins. Við vitum að við getum ekki enn keppt við svo sterk liö en það kemur. Kannski næsta sumar. Ég er ekki hræddur við leikinn i Bordaux. Við höfum engu að tapa og munum sýna að við getum leikið knatt- spyrnu,” sagði Sedov ennfremur. „Þetta var erfitt. Ég bjóst ekki við franska liðinu svona geysilega sterku. Það hlýtur að ná langt í þessari keppni, áreiðanlega eitt albezta lið í Evrópu. Enginn veikur hlekkur, liðsheildin mjög sterk. Knötturinn strax gefinn, enginn reynir að bera af öðrum,” sagði Ómar Torfason, landsliðsmaður í Vík- ing, og hélt áfram. „Ég var óheppinn að hitta knöttinn ekki fyrir opnu marki Frakka í siöari hálfleiknum. Spyrnan var föst og knötturinn smaug framhjá mér. Ég er viss um að ef ég hefði aðeins komið við hann hefði knötturinn farið í markið.” „Það er mikill munur á knattspyrnu atvinnumanna eða áhugamanna. Þetta voru mjög góð úrslit fyrir okkur og við stefnum ákveðnir að sigri í UEFA- keppninni,” sagði Couecou, fram- kvæmdastjóri franska liðsins. „Við vorum ekki með okkar albezta lið, landsliðsmaðurinn Tigana gat ekki komið hingað til íslands vegna veikinda. Víkingsliðiö lék mun betur nú.na en þegar ég sá það leika fyrr í sumar í íslandsmótinu, ég var oft ánægður með leik liðsins, þó einkenni- legt sé að segja það um mótherja."hsím. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 21 I Eitt sterkasta handknattleikslið Sovétríkjanna íheimsókn: Leikur sex leiki á sjö dögum í boði Valsmanna Sunnudaginn 20. september nk. er væntanlegt hingað til lands sovézka handknattleiksliðið Kunsevo og kemur það í boði handknattleiksdeildar Vals. Sem kunnugt er halda Valsmenn upp á 70 ára afmæli félagsins á þessu ári og er heimsókn þessi framlag handknatt- leiksdeildar félagsins til afmælishátíða- haldanna. Valsmenn eru nýkomnir úr 9 daga æfinga- og keppnisferð til Sovétríkj- anna og sér þjálfari Vals, Boris Akbashev, um þessar gagnkvæmu heimsóknir. Hann var þjálfari Kunsevo frá stofnun félagsins árið 1962 til sumarsins 1980 er hann tók við þjálfun Vals. Lið Kunsevo mun leika sex leiki hér á landi á sjö dögum, þar af tvo á Akureyri en þangað fer liðið í boði íþróttafélagsins Þórs. Fyrsti leikurinn verður í Laugardalshöll kl. 20 mánu- daginn 21. september. Þá verður haldið norður og leikið í Skemmunni á Akur- eyri þriðjudags- og miðvikudagskvöld gegn Þór og KA. Á fimmtudagskvöld leikur Kunsevo gegn HSÍ-úrvali í Höll- inni, á laugardag gegn FH í Hafnar- firði og að lokum á sunnudagskvöld gegn Val í Höllinni en sá leikur er einmitt liður í afmælishátíðahöldum Vals. Þess má geta að íslandsmeist- urum Víkings var boðið að leika gegn Kunsevo en Bogdan Kowalczyk, þjálf- ari Víkings, afþakkaði. í liði Kunsevo leika nú 4 landsliðs- menn. Þeirra þekktastur er Vladimir Belov, fyrirliði Kunsevo og sovézka landsliðsins, með yfir 60 landsleiki að baki þó hann sé ekki nema 23 ára. Hinir eru Vladimir Manulenco, örv- hentur hornamaður með fjölda lands- Jack Taylor, einn kunnasti knatt- spyrnudómari heims, sem var eftirlits- dómari á Evrópuleikjum Fram og Vík- ings, verður á fundi Knattspyrnudóm- arasambandi íslands í kvöld í Leifsbúð að Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 20.30. Klingjandi kristall Síðasta stórmótið fyrir félaga golf- klúbbs Ness á þessu keppnistímabili verður á laugardaginn á Nesveliinum. Er það Kristalskeppni NK. Fyrirtækið Tékk-Kristall hf. gefur öll verðlaun til keppninnar og eru þau mjög glæsileg að vanda. Verða veitt sex verðlaun í karlaflokki og fjögur i kvennafiokki. leikja, Dmitri Pukatsjov, stórskytta með 30 landsleiki, og Vadim Valeiso, sem er þriðji markvörður sovézka landsliðsins. Þá kemur með liðinu Nicolai Sjimonov sem var fyrsti mark- vörður í ólympíuliði Sovétmenna 1972 og hefur leikið um 60 landsleiki. Á meðan Kunsevo er á Akureyri mun hann þjálfa markverði Vals hér í Reykjavík. Handknattleiksfélag Kunsevo er ungt að árum og hefur frami þess verið ótrúlega skjótur. Það var stofnað árið 1962 og á rætur sínar í 220.000 manna hverfi í Moskvu. Sjö árum eftir að félagið var stofnað hafði það þrisvar orðið sovézkur meistari, 1966, 1967 og 1969. Liðið hefur einu sinni komizt í undanúrslit í Evrópukeppni en tapaði þá fyrir vestur-þýzka stórliðinu Gummersbach. Sovézkur handknattleikur er í fremstu röð í heiminum í dag. Karla- liðið sovézka vann gullverðlaunin á tveimur síðustu ólympíuleikum, 1976 og 1980. Það eru því engir aukvisar sem væntanlegir eru til landsins og verður fróðlegt að sjá hvernig íslenzku liðunum vegnar í viðureignunum sem fram undan eru. -VS. Heimsmet Yurik Vardanyan, Sovét, setti nýtt heimsmet í léttvigt í lyftingum á HM í Lille i Frakklandi í gær. Snaraði 178 kg. hálfu kilói meira en heimsmet hans var áður. Hann setti einnig heimsmet í jafnhöttun 223 kg og samanlagt. Sigurgeir Sigurðsson r Aðvörun frá Þróttarvini í Noregi: Islendingurinn hjá AK 28 gefiir KIF Kristiansand upplýsingar —Þróttur og KIF mætast í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa f handknattleik „Okkur mun ekki skorta upplýs- ingar um mótherja okkar i Evrópu- keppninni,” sagði formaður KIF Kristiansand, Per Arntsen, í viðtali við norska blaðið Fædrelandsvennen 27. ágúst sl. „KIF leikur við íslenzka liðið Þróttur í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Nafnið var í fyrstu það eina sem við vissum um liðið. En ég veit að íslenzka landsliðið er betra en það norska. Þess vegna reikna ég með að Þróttur sé mjög gott handboltalið. Ferðin til íslands mun kosta okkur 50.000 krónur,” segir Arntsen enn- fremur. Fyrri leikur Þróttar og Kristsiansand verður sunnudaginn 4. október i Laugardalshöllinni en siðari leikurinn verður i Gimlehallen í Kristiansand 11. október. KIF þarf 3000 áhorfendur á þann leik til að standa undir kostnaði, segir norska blaðið. „Við fáum ekki þann áhorfenda- fjölda nema við náum góðum árangri í leiknum í Reykjavík. Minna tap þar en fjögur mörk teljum við í lagi. Við munum ekki senda menn til íslands til að taka upp leik hjá Þrótti — það hefðum við hins vegar gert ef mótherj- inn hefði verið sænskur eða danskur. Ragnar Ól. í úrval Evrópu Ragnar Ólafsson, golfmaðurinn snjalli í GR, hefur verið valinn í úrvals- lið Evrópu, áhugamanna í álfukeppni við Suður-Ameríku dagana 25.—27. þessa mánaðar. Keppnin verður i Buen- os Aires. Þetta er mikill heiður fyrir Ragnar sem einstakling og golfíþrótt- ina á íslandi. Ragnar heldur utan á mánudag til Parísar þar sem leikmenn Evrópu hittast áður en haldið er til Buenos Aires. Fyrir þremur árum var Ragnar valinn í úrvalslið pilta — Evrópuúrvalslið. Stórmót á Austfjörðum: Haustmót Blaksambands- ins haldið íNeskaupstað Ekki er vitað til þess að svo stórt íþróttamót hafi áður verið haldið á Austfjörðum að vetri til. Og ef stórmót frjálsíþróttamanna eru undanskilin er hið væntanlega blakmót án efa eitt stærsta mót sem fram hefur farið í þessum landsfjórðungi. Heimamenn eru þegar farnir að und- irbúa móttöku blakliðanna. Mötuneyti verður komið á fót sérstakiega vegna keppninnar og séð verður fyrir gistingu fyririiðin. -KMU. Stjórn Blaksambands íslands hefur ákveðið að haustmót sambandsins verði í ár haldið í Neskaupstað. Mun blakdeild Þróttar halda mótið sem fram fer dagana 24.—25. október næstkomandi. Búizt er við að flest beztu blaklið landsins mæti til leiks. Aðeins karla- flokkur haustmótsins verður leikinn í Neskaupstað þar sem mótið yrði of viðamikið ef keppni í kvennaflokki og yngri flokkum færi fram þar líka. Ferð til Sögueyjarinnar of dýr. En við fáum verðuga mótherja, þegar hugsað er til aðsóknar á leikinn”, og síðan hefur blaðið eftir formanninum, að íslendingar séu kröftugir handknatt- ieiksmenn og hafi náð betri árangri á alþjóðavettvangi en Norðmenn. ísland eigi hins vegar færri-topp-félagslið en Noregur en beztu lið íslands séu betri en þau norsku. Þá segir formaðurinn að landsliðsþjálfari fslands sé þýzkur. Það er auðvitað ekki rétt. Hilmar Björnsson er landsliðsþjálfari. íslendingurinn aðstoðar Þá ræðir Fædrelandsvennen við Sigurgeir Sigurðsson sama dag og segir að Sigurgeir, sem leikur með AK 28 í Kristiansand og hefur verið búsettur þar í nokkur ár, muni gefa KIF upplýs- ingar um lið Þróttar. Var þjálfari AK 28 í fyrra og blaðið segir að hann geti orðið þýðingarmikill maður fyrir KIF. Sigurgeir var landsliðsmarkvörður íslands í handknattleiknum hér á árum áður, lék með Haukum og Víking. Uppiýsingar þær, sem hann gefur biaðinu, eru hins vegar furðulegar. 'Hann segir. „Það verður að gæta Lars Johnsson. Hann er næstum heilt lið sjálfur. Þessi Lars Johnsson hefur tvívegis verið Evrópumeistari með þýzku liði. Hann er hins vegar kominn heim á ný og auð- vitað aðalmaður Þróttar. Hefur leikið milli 80—90 landsleiki fyrir ísland,” segir Sigurgeir. „Við erum þakklátir fyrir þá hjálp sem Sigurgeir getur veitt okkur á næstu vikum,” segir Arntsen en blaðið snýr . svo aftur máli sínu að Sigurgeir. Segðu okkur eitthvað meir um íslenzkan handknattleik. „íslendingar eru oft ásakaðir fyrir að spila grófan handknattleik. Það tel ég ekki rétt. Hjá félagsliðunum ræður teknískur og taktískur handknatt- leikur. Þar eru íslendingar mun fremri Norðmönnum. Ástæðan til þess, að hjá félagsliðunum er „stútfullt” af pólskum, júgóslavneskum og þýzkum þjálfurum. Auk þess hefur ísland átt marga leikmenn, sem leikið hafa í Þýzkalandi. Þeir hafa komið heim með mikla þekkingu („Know-how” hjá blaðinu). Áhugi á handknattleik er gifurlegur á eyjunni. Það koma fleiri áhorfendur á landsleiki í handknattleik en á lands- leiki i knattspyrnu. KIF má reikna með því að um fimm þúsund áhorfendur verði umhverfis leikvöllinn 4. október og ég get fullyrt, að það er erfitt fyrir eriend lið að sigra á íslandi. Þvi get ég lofað. Þróttur, sem er frá Reykjavík, komst upp í 1. deild fyrir þremur árum. Árið eftir sigraði Þróttur í 1. deild. Ástæðan fyrir árangrinum er Lars Johnsson, sem kom heim frá Þýzkalandi og gekk í Þrótt. Þessi 33ja ára leikmaður er jafn góður í vörn sem á línunni. Takist KIF að „pakka honum inn” er mikið unnið,” segir Sigurgeir Sigurðsson í Fædrelandsvennen. Heldur betur rugl flest og Þróttur þarf varia að óttast þær upplýsingar, þó vinur Þróttar og DB í Noregi hafi af þeim áhyggjur. Hins vegar þökkum við kærlega fyrir blaðaúrklippurnar — og svona í lokin má geta þess, að það er Ólafur H. Jóns- son, sem kom frá Þýzkalandi.og gerðist þjálfari og leikmaður hjá Þrótti. Varla ástæða til að vera að leiðrétta annað í viðtali Sigurgeirs í norska blaðinu. -hsim. Héraðsmót UMSK í Kópavogi: Spjótið flaug vel yfir 60 metrana! Héraðsmót UMSK í frjálsum iþróttum var haldið i Kópavogi nýlega. Athyglisverðasta árangri mótsins náði Hreinn Jónasson, UBK, í spjótkasti er hann þeytti spjótinu 63,24 m sem er héraðsmet. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu þessir: Karlar: 100 m hlaup: Guðni Sigurjónsson, UBK, 11,8 sek., 400 m hiaup: Guðni Sigurjónsson UBK 55,9 sek., 1500 m hlaup: Gunnar Snorrason, UBK,4:50,4 min., 3000 m hlaup: Gunnar Snorrason, JBK,ö:45,l mín., 4x100 m boðhlaup: Þorsteinn Sigurmundsson, Einar Gunnarsson, Sigurjón. og Guðni Sigurjónsson, UBK, 47,9 sek; hástökk: Karl West Frederiksen, UBK, 1,85 m; stangar- stökk: Karl West Frederiksen, UBK, 4,00 m; langstökk: Helgi Hauksson, UBK, 5,94 m; þrístökk: Helgi Hauks- son, UBK, 12,42 m; kúluvarp: Eggert Bogason, Aftureldingu, 13,08 m; spjót- kast: Hreinn Jónasson, UBK, 63,24 m; kringlukast: Þorsteinn Alfreðsson, UBK, 39,37 m; Konur: IÖ0 m hlaup: Heiga D. Árnadóttir, UBK, 12,5 sek.; 400 m hlaup: Hrönn Guðmundsdóttir, UBK, 68,0 sek.; 1500m hlaup: Guðrún Karlsdóttir, UBK, 5:19,0 mín.; 4x 100 m boðhlaup: A-sveit UBK (Helga, Hrönn, Ragna, Ásta) 52,9 sek.; 100 m grindahlaup: Ragna Ólafsdóttir, UBK, 18,2 sek.; hástökk: fris Jónsdóttir, UBK, 1,60 m; langstökk: Helga D. Árnadóttir, UBK, 4,87 m; kúluvarp: Hafdís Ingimarsdóttir, UBK, 8,53 m; spjótkast: Hafdís Ingimarsdóttir, UBK, 30,45 m; kringlukast: Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK, 31,10 m. LANDSUÐSSTULK- URNAR ERLENDIS kvennalandsliðið íhandknattleik íkeppn- isför til Vestur-Þýzkalands og Bretlands Kvennalandsliðið í handknattleik hélt í gær í keppnisferðalag til Vestur- Þýzkalands og Bretlands og verða leiknir fimm leikir í ferðinni. Keppt verður á móti i Vestur-Þýzkalandi þar sem mótherjarnir verða a og b lið Vest- ur-Þjóðverja og landslið Svía. Síðan verður haldið til Bretlands og leiknir tveir landsleikir gegn Bretum. Landslið íslands er þannig skipað í þessari ferð: Markverðir: Jóhanna Pálsdóttir, Val, og Kristín Brandsdótt- ir, ÍA. Aðrir leikmenn: Katrín Dani- valsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Theódórsdóttir og Auður Harðardótt- ir, allar FH, Oddný Sigsteinsdóttir, Fram, Erna Lúðvíksdóttir, Val, Olga Garðarsdóttir, KR, Laufey Sigurðar- dóttir, ÍA, Ingunn Bernódusdóttir, Víkingi, Erla Rafnsdóttir, Katrín Fred- riksen og Guðný Guðjónsdóttir, ÍR. Þjálfari stúlknanna er Sigurbergur Sig- steinsson og fararstjórar Þórður Sig- urðsson, Jón Kr. Óskarsson og Elín Helgadóttir. Leikið verður á þremur stöðum í Vestur-Þýzkalandi, Neuenhaus, Schuttorf og Nordhorn en dvalið verður á síðastnefnda staðnum. í Bret- landi verður dvalið og leikið í London. Stúlkurnar og fylgdarlið þeirra eru væntanleg heim á fimmtudag. -VS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.