Dagblaðið - 18.09.1981, Qupperneq 24
Löngum hefur það tíðkazt að börn á
grunnskólaaldrinum biðji um réttarfri
til að vera viðstödd réttir í þeirri sveit
sem dvalizt hefur verið í um sumarið.
Óvenjumargar beiðnir bárust að þessu
sinni frá börnum í Breiðagerðisskóla og
tók þá skólastjórinn, Hrefna Sigvalda-
dóttir, sig til og bauð öllum börnunum
í réttarferð.
Það var enda mikil kátína í morgun
við Breiðagerðisskóla er börnin, yfir
hundrað og fimmtíu, voru að stíga upp
í rúturnar og halda af stað. Viðkomu-
staður verða hinar nýhlöðnu Skeiða-
réttir og verður ferðin því í leiðinni
vettvangskönnun.
Börnin eru á aldrinum 9—12 ára og
sagði Hrefna í samtali við DB í morgun
að ef séð yrði að börnin, svona stór
hópur, yrðu til vandræða á réttarsvæð-
inu, yrði ferðinni flýtt til baka. Annars
koma börnin í bæinn um hálfþrjú i
dag. Má því með sanni segja að dagur-
inn sé spennandi hjá börnunum í
Breiðagerðisskóla.
-ELA/DB-mynd Bjarnleifur.
Næg forgangsorka til stór-
iðju og almennings í vetur
— Hrauneyjafoss ræður úrslitum
„Teknar hafa verið upp viðræður
við stóra orkukaupendur, Álverið og
Járnblendiverksmiðjuna um ástand
og horfur á vetri komanda, á sama
hátt og tíðkazt hefur á þessum árs-
tíma,” sagði Halldór Jónatansson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Lands-
virkjunar, í viðtali við DB.
Krafla framleiðir enga raforku um
þessar mundir og hefur ekki gert um
nokkurt skeið. Þar er verið að taka
upp og yfirfara vélar.
„Hrauneyjafossvirkjun kemur
ekki í gagnið fyrr en 1. nóvember.
Það fer því meðal annars eftir veðr-
áttu næstu vikur að hve miklu leyti
Landsvirkjun verður aflögufær um
afgangsorku þar til Hrauneyjafoss-
virkjun byrjar framleiðslu.
Á hinn bóginn er fyrirsjáanlegt að
engin hætta er á að til skerðingar á
forgangsorku þurfi að koma í haust
eöa vetur, hvorki til stóriðju né al-
mennings, enda er miðlunarforði í
Þórisvatni nokkru meiri nú en var á
sama tíma í fyrra. Úrslitum ræður þó
að sjálfsögðu tilkoma Hrauneyja-
fossvirkjunar,” sagði Halldór Jóna-
tansson.
Hann sagði að álagið hefði að vísu
aukizt um ca 50 megavött með seinni
ofninum í Járnblendiverksmiðjunni
sem og aukinni þörf almennings-
veitna.
„Afgangsorka er fyrst og fremst
fáanleg á sumrin. Hvorki Járn-
blendiverksmiðjan né Álverið tóku
þá orku að fullu í sumar. Eðli málsins
samkvæmt er alltaf undir hælinn lagt
hvernig um hana háttar að vetrarlagi.
Mest er þó um vert, að enginn þarf að
bera skarðan hlut frá borði hvað for-
gangsorku snertir,” sagði Halldór
Jónatansson. -BS.
Fullyrðingar á fullyrðingar ofan:
Verið að búa til
mál iír alls engu
segja f réttamenn
útvarpsinsum
Eiávaðann íkringum
meint„trúnaðarbrot”
íframhaldi af óbirtu
viðtali viðformann
Alþýðuflokksins
Hver fullyrðingin stendur nú gegn
annarri í moldviðrismáli því sem
þyriað hefur verið upp í kringum
fréttastofu útvarpsins og ætlað
„trúnaðarbrot” fréttamanns eða
-manna þar í framhaldi af viðtali sem
Gunnar E. Kvaran fréttamaður átti í
sumar við Kjartan Jóhannsson, for-
mann Alþýðuflokksins.
Viðtal þetta fór fram 30. júlí vegna
lokunar Alþýðublaðsins og var
aldrei flutt opinberlega, enda mun
það aðallega hafa snúizt um að Kjart-
an vildi ekkert segja um lokun
Alþýðublaðsins. Hann sagði þó — og
hefur staðfest það síðar — að
„Alþýðublaðsdeilan” væri „mann-
legur harmleikur” en ekki stjórn-
málaleg átök. Viðtalið spilaði
Gunnar Kvaran síðan af segulbandi
fyrir samstarfsmenn sína.á fréttastof-
unni þann daginn. Nokkru síðar
hafði Vilmundur Gylfason orðrétt á
hraðbergi það sem sagt hafði verið
um „mannlegan harmleik”. Segiif
Gunnar Kvaran að Vilmundur hafi í
votta viðurvist á fréttastofunni lýst
því yfir að hann hefði segulbands-
spólu með viðtalinu við Kjartan
undir höndum en nú segir Vilmundur
það rangt, hann hafi einungis heyrt
viðtalið af segulbandi.
Allt þetta mál, hið ætlaða
„trúnaðarbrot”, hefur verið
viðkvæmnismál á fréttastofunni
allan seinni hluta sumars og var um
það bil að leggjast i lágina þegar
nokkrir útvarpsráðsmenn tóku það
upp aftur i bókunum í framhaldi af
stóryrtum yfirlýsingum Vilmundar
Gylfasonar. Þræta nú allir málsaðilar
— og jafnvel fleira fólk — fyrir að
hafa „lekið” ummælum Kjartans í
Vilmund. Kjartan hefur gefið þá
skýringu á þessum orðum, að hann
teldi það „mannlegan harmleik” að
Alþýðuflokksmenn væru að eyða
kröftum sínum í innbyrðis deilur í
stað þess að einbeita sér að sameigin-
legum baráttumálum.
Keppast nú allir við að hvítþvo sig
af upptökum þessa moldviðris —
fréttastofa útvarpsins, Kjartan
Jóhannsson og Vilmundur Gylfason.
Fréttastofan mun fyrir sitt leyti hafa
sannfærzt um að enginn frétta-
maður þar hafi verið að verki. Þeir
fréttamenn, sem Dagblaðið ræddi við
í morgun, færðust allir eindregið
undan að ræða málið opinberlega og
töldu að verið væri að gera úlfalda úr
mýflugu, búa til mál úr engu, eins og
einn þeirra orðaði það.
-KMU/ÓV.
Spennandi dagun Breiðageroisskola:
0G ÖLL FENGU ÞAU RÉTTARFRÍ...
frjálst, úháð dagblað
FQSTUDAGUR 18. SEPT. 1981.
Illskiljan-
leg með-
f erð vinnu-
plagga
borgar-
stofnana
—segirborgar-
stjóri ísvarbréfi
vegna mats
varðandi
Grjótaþorpið
„Illskiljanlegt er að vinnuplögg ein-
stakra borgarstofnana skuli liggja
frammi hjá Fasteignamati ríkisins,”
segir Egill Skúli Ingibergsson í niður-
lagi svarbréfs borgarráðs til Þorkels
Valdimarssonar. Þorkell sendi, eins og
getið hefur verið í DB, fyrirspurn til
borgarráðs vegna óundirritað bréfs og
beiðni sem lá frammi hjá Fasteigna-
matinu og fjallaði um eignir í Grjóta-
þorpi.
Hjá borgarráði upplýstist, að
umrætt bréf, sem á var stimplað „Ekki
til birtingar” fjallaði um mál, sem enga
formlega umfjöllun hefur hlotið meðal
stjórnvalda Reykjavíkurborgar. Var
borgarstjóra falið að rannsaka tilurð
bréfsins. Um það segir borgarstjóri i
svarbréfinu: „Hér er um vinnuplagg
borgarskipulags að ræða, sem fyrst
kemur til frekari skoðunar, verði til-
laga að skipulagi Grjótaþorps sam-
þykkt.”
„Ljóst er af viðbrögðum borgarráðs
og svarbréfi borgarstjóra, að embættis-
menn borgarinnar hjá skipulaginu hafa
hér teygt sig langt út fyrir þann ramma,
sem þeim er ætlað að starfa innan og
starfsaðferðir þessa fólks eru furðu-
legar,” sagði Þorkell Valdimarsson,
sem sýndi DB afrit af svarbréfinu.
-A.St.
■1 7J*
Uy VIN VIKL Q M HVEI ö jURJ ?RI
Áskrifertdur
DB athugið
Vinningur i þessari vikur er 10
gíra Raleigh reiðhjól frá Fálkan-
um, Suðurlandsbraut 8 Reykjavlk,
og hefur hann verið dreginn út.
Noesti vinningur verður kynntur i
blaðinu á mánudaginn.
Nýir vinningar verða dregnir út
vikulega nœstu mánuði.
hressir betur.