Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1981, Qupperneq 4

Dagblaðið - 20.10.1981, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. DB á ne ytendamarkaði Smjörvi kominn á markaöinn: Harðnar ekki í kætiskáp og er ívið ódýrari en smjörið r*o*l*‘ Sttí/öfx. j; V;*/< ...sá cim NÍmjúki incó ‘itnjöibiiitjði Framleiddur hjá M jólkursamlagi KEA á Akureyri f yrst í stað Smjörvi nefnist nýtt viðbit sem nú er komið á markaðinn hér á landi. Smjörvi er framleiddur úr mjólkur- fitu að 4/5 hlutum en jurtafitu að 1 /5 hluta. Það gerir það að verkum að smjörvi helzt jafnan mjúkur, þótt hann sé geymdur í kasliskáp, en heldur jafnframt smjörbragðinu óbreyttu. Smjörvi er seldur í 300 gr öskjum sem kosta 20,50 kr. Er þá 7,70 kr. ódýrari en smjör sem pakkað er í sams konar öskjur, en tæpum 4 kr. ódýrari pr. kg miðað við smjör i venjulegum pakkningum. Fyrst um sinn verður smjörvi framleiddur hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Að sœnskri fyrirmynd Fyrir rúmum tuttugu árum komu Svíar með sams konar viðbit á mark- aðinn er þeir nefndu „bregott” (þýðir auðsmurt , enda er auðvelt að smyrja með þessu viðbiti og það nær eingöngu notað til þess í Svíþjóð). Bregott hefur notið sívaxandi vin- sælda neytenda og hefur framleiðsla verið tekin upp í mörgum öðrum löndum. Harry Neij frá sænsku mjólkur- samtökunum kom hingað til lands til þess að aðstoða við að koma þessari framleiðslu á laggirnar hér. Fyrir helgina var haldinn blaðamanna- fundur, þar sem nýja framleiðslan, smjörvinn, var kynnt. Greindi Svíinn Neij þar frá ýmsum staðreyndum varðandi „bregott” og útbreiðslu smjörs í heimalandi sínu. Hann sagði m.a. að neyzla smjörs og einnig bregotts hefði aukizt á und- anförnum árum í Svíþjóð. Svíar hafa einnig á boðstólum viðbitið „látt & Iagom”, sem inniheldur aðeins 40% fitu, en smjör og smjörvi innihalda 80% fitu. Feitisneyzla í Sviþjóð er 21,2 kg á mann á ári og hefur verið nokkuð stöðug sl. tíu ár. Af þeirri neyzlu er 8,1 kg framleiðsla mjólkur- búanna, þ.e. smjör, bregott og látt & lagomen 13,1 kger smjörlíki. Forráðamenn Osta- og smjörsöl- unnar sögðu að fituneyzla íslendinga væri svipuð, þó ekki hefðu þeir hand- bærar tölur um skiptingu milli smjörs og smjörlíkis. Harry Neij sagði að á sl. árum hefði notkun smjörs aukizt í Svíþjóð um leið og aukizt hefur eftirspurn eftir öðrum náttúrulegum efnum. Nú nota menn smjör í matargerð. Kjöt er orðið dýrt, sagði Harry Neij. Og þess vegna horfir enginn í að gera það enn betra með því að nota smjör við matreiðsluna. Hann sagði að sænskir bakarar notuðu stundum smjör í framleiðsluna. Rennur sllkt smjörbakkelsi út, jafnvel þótt það sé ívið dýraraen annað. Árið 1975 var gerð könnun á tíu mest seldu tegundum matarfeiti 1 verzlunum í Svíþjóð.Þá var smjörlík- istegundin milda efst á blaði með 21% hlutdeild í markaðinum, smjör- ið var í öðru sæti með 16%, bregott var í fimmta sæti með 7% markaðs- hlutdeild. Árið 1980 var aftur gerð á þessu könnun. Þá var smjörið komið í efsta sæti, en þó aðeins með 13% markaðshlutdeild, og bregott í annað sæti, einnig meö 13%. Milda var nú í þriðja sæti með 12% markaðshlut- deild. Notkun á léttsmjörinu, látt & lagom steig úr 4% markaðshlutdeild og niunda sæti vinsældalistans upp í fimmta sæti og 10% markaðshlut- Sænski sérfræðingurínn Harry Neij með forstjóra Osta- og smjðrsðlunnar, Óskari Gunnarssyni, og smjörgerðarmeistaran- um frá Akureyrí, Héðni Þorsteinssyni. DB-mynd Einar Olason. deild á þessum fimm árum. Svíar eru að vonum ánægðir með auknar vin- sældir smjörsins. Ekkert smjörfjall til Framleiðslan á smjörva á sér all- langan aðdraganda hérlendis. Ekki er hægt að hefja sllka framleiöslu nema að áðurfenginni heimild stjórnvalda. Var á síðasta þingi samþykkt laga- breyting þar sem þetta er heimilað. Aðspuröur sagöi Oskar Gunnars- son, forstjóri Osta- og smjörsölunn- ar, að af sömu ástæðu væri ekki hægt að fara út í framleiöslu „látt & lagom” eða léttsmjörs hér á landi. Nú er ekkert smjörfjall til í land- inu. Smjörbirgðir eru um 500tonn en voru um 1100 tonn í fyrra á sama tíma. Það er því ekkert útlit fyrir smjörútsölu á næstunni. Þess má að lokum geta að smjörv- inn er nákvæmlega eins og smjör á bragðið, enda er þarna um smjör að ræða, þótt skipt hafi verið um hluta af fitutegundunum. -A.Bj. r Oheiðarleg viðskipti bflaumboðanna? Tryggingafélögin lána en ekki umboðin —enginn neyddur til þess að skipta við ákveðið félag Ólafur Hauksson hringdi: Mér finnast óeðlileg þau viðskipti FRYSTIKISTUR FRA ELC0LD 290, 390 og 500 litra. Með Danfoss frystikerfi. Sérstaklega vel ein- r angruð. Meö Ijósi og lás. Kistan sem aldrei bregst. Takmarkað magn. DÚNSK GÆÐAVARA Akurvík, Akureyri Gunrtar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Simi 9135200 bilaumboðanna að bjóða lán í bílum sem keyptir eru nýir gegn því að menn tryggi þá siðan hjá ákveðnum tryggingafélögum. Get ég nefnt sem dæmi að Veltir lánar 15.000 krónur í Volvo ef hann er tryggður hjá Sjóvá. Sama má segja um Bifreiðar og land- búnaðarvélar nema þá er félagið 'Almennar tryggingar. Ég get ekki trúað öðru en að þetta séu ólögmætir viðskiptahættir. Svar: Ég spurði Harald Hjartarson blaðafulltrúa Veltis um þetta mál. Hann sagði að þetta væri ekki alls kostar rétt hjá Ólafi. Sannleikurinn væri sá að það væru ekki bílaum- boðin sem lánuðu fé í bílum heldur væru það tryggingafélögin. Það er til dæmis þannig að ef ég fer og kaupi mér Volvo þá er það Sjóvá en ekki Veltir sem lánar mér 15.000 krónur. Haraldur sagði að ef ég hins vegar vildi ómögulega tryggja þar heldur t.d. hjá Almennum tryggingum gæti ég farið þangað og beðið það félag að lána mér sömu upphæð. Væri í flest- um tilfellum orðið við því ef ég hefði átt löng og góð viðskipti við félagið. Enginn væri því neyddur til þess að tryggja hjá ákveðnu tryggingafélagi. Haraldur benti lika á aðra leið sem væri fær ef menn vildu ekki fá lánað hjá tryggingafélögunum. Það er að fá lán í banka. Hann sagði að ef menn létu leggja laun sinn inn á t.d. Samvinnubankann gætu þeir að nokkrum tíma liðnum fengið gott lán. Það virtist auðveldara núna að fá lán í banka en oft hefði verið og breytti það stöðunni óneitanlega. Lán þau sem tryggingafélögin veita eru með hæstu vöxtum þannig að ekki er óhagstæðara að taka banka- lán. -DS. 15% aukningáosta- neyzlu í september Aukning á ostasölu hjá Osta- og smjörsölunni var 15% í síðasta mán- uði. Er það mesta söluaukning á einum mánuði frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína. Ostur nýtur síaukinna vinsælda meðal almennings en nú eru fram- leiddar í kringum fjörutiu tegundir osta hér á landi. Á blaðamannafundi sem haldinn var fyrir helgi vegna smjörva ooðaði forstjóri fyrirtækis- ins að bráðlega yrði enn frekari aukn- ing á úrvalinu sem fyrirtækið býður upp á. Osta- og smjörsalan rekur nú tvær verzlanir í höfuðborginni, á Snorra- braut 34 og á Bitruhálsi. ( báðum þessum ostabúðum er hægt að fá að smakka á ostunum áður en kaupin eru gerð. Á báðum stöðum er einnig hægt að fá greinargóðar leiðbeining- ar um ostaval og raunar ýmsar vörur sem fara vel með osti, eins og kex, ávextio.fl. -A.Bj. Upplýsingaseóill til samanburöar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplVsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í septembermánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m HK i V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.