Dagblaðið - 20.10.1981, Side 8

Dagblaðið - 20.10.1981, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. D (§ Erlent Erlent Erlent Erlent ÓLAFUR EINAR FRIÐRIKSSON ............^ Að lokinni friðargöngunni í Bonn: HVERJU FÆR FRHJAR- HREYFINGIN ÁORKAD? Þjóðverjar virðast ekki lengur vilja láta stjórna sínum eigin hermálum frá Washington Friðargangan sem farin var í Bonn fyrir rúmri viku var ótvíræð staðfest- ing á vaxandi styrk friðarhreyfingar- innar. Með 250 þúsund þátttak- endum varð þetta stærsta mótmæla- ganga sem farin hefur verið í Þýzka- landi. Gangan var skipulögð af laus- tengdu bandalagi friðarsinna, umhverfisverndarmanna, vinstri- gengið fram fyrir skjöldu og kröf- urnar hafa öðlazt meiri dýpt og þunga. Friðarhreyfingin virðist vera knúin áfram af ríkari þjóðerniskennd en áður hefur verið. Þýzkaland er stór- veldi á efnahagssviðinu en lýtur al- gerlega forræði Bandaríkjanna að því er varðar hermál. Frá lokum síð- Hr NaÍg ES GÍBT NÍCHTS VÍCHfiœ Um 30 þúsund manns lýstu andúð sinni á hernaðarstefnu Bandaríkjanna i Berlin, er Alexander Haig utanríkisráðherra var i heimsókn i Vestur-Þýzkalandi í síðasta mánuði. Á borðanum er ábending til Haig um að ekkert sé mikilvægara en friður. sinna af öllum gerðum og kristilegum samtökum. Friðargöngunni var einkum beint gegn þeirri ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins að koma fyrir tveimur gerðum kjarnorkueldflauga i Vestur- Þýzkalandi innan tveggja ára, — en það er liður í stærri áætlun um endurnýjun og aukningu kjarnorku- vopna í allri Vestur-Evrópu. En einnig komu meðal göngumanna fram miklu víðtækari kröfur sem fóru fram á að bundinn yrði endi á varnarsamstarfið við Bandaríkin og NATO og þeir viðruðu líka þá hugsjón að sameina Austur- og Vestur-Þýzkaland í hlutlaust ríki. Þetta bandalag ólikra hópa, sem sameinast um andstöðuna gegn kjarnorkuvopnum og bandarískri hernaðarstefnu, hefur nú gert hemaðarsamvinnu Vestur-Þýzka- lands og Bandaríkjanna að aðal- ágreiningsmáli stjórnmálaumræð- unnar í landinu, — mál sem ekki var áður á dagskrá. Ástæðurnar fyrir auknu fylgi friðarhreyfingarinnar nú og vaxandi andstöðu gegn bandarískum kjarn- orkuvopnum í Þýzkalandi eru margar. Bandarískar kjarnorkueld- flaugar hafa verið í Þýzkalandi um margra ára skeið og þegar þeim var komið fyrir á sínum tíma var ekki nein viðlíka andstaða gegn því og nú er gegn endurnýjun þeirra. Friðar- hreyfingin hefur líka breytt um eðli. Hún er ekki lengur borin uppi af síðhærðum ungmennum og smá- flokkum yzt til vinstri, eins og einn flokksmaður Sósíaldemókrata- flokksins orðaði það, heldur hafa kirkjuleiðtogar og áhrifamiklir stjórnmálamenn stjórnarflokkanna Genscher utanrikisráðherra og Schmidt kanslari: Friðarhreyfingin of öflug til að hægt sé að snúa við henni baki. Frá fríðargöngunni i Bonn. Vestur-þýzkum hermönnum er ekki leyfilegt að koma fram við slfk tækifærí i einkennisbúningi sínum. Þessir hermenn virtu það bann hins vegar að vettugi og höfðu meðferðis borða sem á var letrað: NATO hermenn gegn kjarnorkueldflaugum. ari heimsstyrjaldar hafa bandarískar hersveitir verið í landinu og stjórnað að miklu leyti hernaðaruppbygging- unni. Mitterrand Frakklandsforseti orðaði þetta réttilega, er hann var spurður um afstöðu sína til endurnýj- unar kjarnorkuvopnanna í Þýzka- landi. Hann sagðist vera því meðmæltur en hins vegar skildi hann vel andstöðu Þjóðverja þar sem hlaðið væri upp í landinu kjarnorku- vopnum sem ekki væru undir stjórn landsmanna sjálfra. Frakkar ættu sín eigin kjarnorkuvopn og væru því ekki ofurseldir ákvörðunum annarra ríkja i þeim efnum, sagði forsetinn. Þessi þjóðernishyggja kom vel fram í ræðu Heinrich Albertz, fyrr- um borgarstjóra Vestur-Berlínar, i friðargöngunni. ,,Ég tala sem þýzkur þjóðernissinni,” sagði hann, en spurði jafnframt hvers vegna þjóðar- hagsmunir þyrftu alltaf að vera tengdir einhverri afturhaldsstefnu. Hann lagði áherzlu á að vinstrimenn þyrftu að sameinast um að endur- vekja þjóðerniskennd þýzku þjóðar- innar og koma á fullkominni sjálfs- stjórn ríkisins, sem nú væri ekki fyrir hendi. Þessir burðuðust með heilt flugskeyti þar sem höfðinu á Reagan Bandaríkjaforseta hafði verið tyllt framan á ... og svo rekur hann út úr sér tunguna f þokkabót. Sameining þýzku ríkjanna virtist vera ofarlega á baugi. „Rússar og Kanar burt úr Þýzkalandi” stóð á einu kröfuspjaldanna. Einn tals- maður þýzkra marxista sagði: „Ef við göngum úr NATO, hvernig geta Austur-Þjóðverjar þá réttlætt áfram- haldandi aðild sína að Varsjárbanda- laginu?” Erhard Eppler, fyrrum ráð- herra Sósíaldemókrataflokksins og núverandi meðlimur framkvæmda- stjórnar hans, sló á svipaða strengi. Hann sagði að Þjóðverjar myndu ekki lengur láta stjórnast af mönnum eins og Weinberger varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem fyrst ógnuðu með yfirvofandi heimsbylt- ingu kommúnista en gæfu stðan þær yfirlýsingar opinberlega að það væri spurning um hvernig en ekki hvenær sovétskipulagið félli saman. Auðvitað, sagði Eppler, eru það fyrst og fremst hagsmunir Bandaríkjanna að koma fyrir eldflaugum í Evrópu og því eigi Þjóðverjar að leggjast gegn því. Eins og aðrir sósialdemókratar, hélt Eppler ræðu sína í göngunni í óþökk samflokksmanns síns, Helmut Schmidts kanslara. Schmidt hafði lagt hart að flokksmönnum Sósi- aldemókrataflokksins að virða gönguna að vettugi en margir þing- menn flokksins og-þúsundir annarra flokksmanna ýmist studdu gönguna eða tóku þátt í henni, þar á meðal Willy Brandt, formaður flokksins. Schmidt er eindreginn stuðnings- maður endurnýjunar kjarnorkueld- flauganna og hann hefur hótað að segja af sér ef þingið samþykki ekki þá áætlun, er hún kemur til kasta þess á næsta ári. En bæði Schmidt og skoðanabróðir hans úr Frjálslynda demókrataflokknum, Genscher utan- ríkisráðherra, virðast nú tilneyddir til að endurskoða afstöðu sína. And- staðan gegn kjarnorkuvopnunum er nú orðin svo mikil innan þeirra eigin flokka að litlar líkur eru taldar á að áætlunin verði samþykkt í þinginu. Schmidt virðist líka þegar vera farinn að draga í land. Áður en gangan var farin lýsti hann því yfir að hún væri stríðsyfirlýsing gegn stjórn sinni. Að göngunni lokinni sagði hann hins vegar að friðarkrafa göngumanna væri einmitt grundvöllurinn að sinni eigin stefnu. Schmidt mun gera sér helztar vonir um að afvopnunar- viðræður stórveldanna muni bera árangur og þar með verði hætt við að staðsetja fleiri bandarisk kjarnorku- vopn í Vestur-Evrópu. Margir leiðandi menn innan Sósí- aldemókratafiokksins hafa sagt að ef flokkurinn taki ekki meira tillit til þeirra krafna sem friðarhreyfingin hefur sett fram geti hann átt á hættu að stofnaður verði nýr flokkur sem setji þær efst á stefnuskrá sína. Fylgi sitt myndi sá flokkur að miklu leyti sækja í raðir sósíaldemókrata og þar með væri núverandi ríkisstjórnar- samstarf í hættu. Að líkindum verður styrkur og fjölmenni friðargöng- unnar til þess að Schmidt og skoðanabræður hans neyðast til að endurskoða afstöðu sína, ef þeir vilja ekki eiga á hættu að flokkurinn klofni. Þó margt beri á milli og Schmidt vafalaust ekki reiðubúinn til að rjúfa samstarfið við NATO frekar en þorri flokksmanna hans eru tölu- verðar líkur á að áætlunin um endur- nýjun kjarnorkueldflauganna verði aldrei að veruleika. Því gæti friðar- hreyfingin áorkað. Styrkur hennar nú liggur ekki sízt í því að þingið og þjóðin stendur ekki frammi fyrir gerðum hlut eins og títt er þegar um er að ræða hermál. Áætlunin var samþykkt árið 1979 og hún kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 1983. Þýzka þingið mun greiða atkvæði um málið á miðju næsta ári svo gefizt hefur óvenjulangur tími til umræðu og aðgerða. 'JlllUlllliH Mi i 11 •) i' i;: íj J c 6 11 i: .iSjl t i í I “ J II 1 Ll I C 1

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.