Dagblaðið - 20.10.1981, Page 12

Dagblaðið - 20.10.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. 12 í iBIAÐIÐ Útgafandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóMsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fc áttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir ■ fallur Simonarson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, AtJi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stofáns- dóttir, Elin Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þróinsdóttir, Kristjón Mór Unnarsson, Lilja K. Möller, Ólafur E. Friflriksson, Sigurflur Sverrisson, Viflir Sigurflsson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Ingótfur P. Steins- son. Dreif ingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sfflumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhoiti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaflið hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10 Þingmenn á villigötum Lýðræði er langskásta þjóðskipulag, '/ST- sem upp hefur verið fundið. Það er eina skipanin, sem felur í sér verulega endurnýjunarhæfni. Það er eina ræðið, sem gerir byltingar og kollsteypur óþarfar, af því að það felur í sér hæg- fara síbyltingu. íslendingar geta hrósað happi að vera í hópi um það bil 25 lýðræðisríkja í heimi 150 ríkja heims. Það eru sérstök forréttindi að fá að búa við sæmileg mannréttindi, dálítið frelsi og töluverðan jöfnuð með borgurum ríkisins. Hjá sumum lýðræðisþjóðum kristallast lýðræðið í kjöri forseta. Hjá öðrum kristallast það í kjöri þings, sem síðan velur þjóðinni ríkisstjórn. Við búum við síðara kerfið, sem virðist nokkurn veginn jafn gjald- gengt og hið fyrra. Eigi að síður er lýðræði okkar ekki eins virkt og það ætti að vera. Við kjósum fulltrúa okkar með hangandi hendi og bölvum ýmist í hljóði eða upphátt yfir því, að í rauninni sé ekki um neitt að velja. ,,Þeir bregðast allir,” segjum við. Stjórnmálin minna á vængjahurðir hótela. Flokkarnir eru ýmist úti eða inni. Utan stjórnar stunda þeir ábyrgðarlaust lýðskrum, en innan stjórnar ábyrgðarfull íhaldsúrræði. Að baki mismunandi kenn- inga eru fjórir eins flokkar. Hvassviðrin á alþingi, sem síðan enduróma i fjöl- miðlum, eru að töluverðu leyti marklausar leiksýning- ar, þar sem leikararnir skipta léttilega um hlutverk við stjórnarbreytingar. Enda líta þeir á sig sem lífsreynda atvinnumenn. Einn bezti kostur íslenzkra þingmanna er, að þeir eru ekki fjárhagslega spilltir. Mútuþægni hefur bless- unarlega aldrei orðið plagsiður hér á landi, þótt hún hafi lengi tíðkazt víða erlendis, jafnvel í lýðræðisríkjum. Með þessum orðum er ekki verið að hreinsa íslenzka stjórnmálamenn af fjármálalegu misferli. Því miður felst starf þeirra í reynd að töluverðu leyti í misferli, þótt þeir séu yfirleitt ekki að reyna að auðgast sjálfir. íslenzkir stjórnmálamenn eru önnum kafnir við að skipuleggja og millifæra, gefa fé og lána, niðurgreiða og bæta upp, ríkisstyrkja og -ábyrgjast, veita leyfi og ráða fólk. Það er eins og þeir haldi sig vera fram- kvæmdastjóra fyrirtækis. Sumir þingmenn eru ráðherrar. Aðrir sitja í banka- ráðum og sjóðastjórnum. Enn aðrir sitja i nefndum, sem vasast í að stjórna hlutum, þótt það sé verkefni, sem er sízt við hæfi nefnda. Og allir eru þeir með þessu að brenna peningum. Ekki verður hjá því komizt, að sumir stjórnmála- menn séu ráðherrar. Að öðru leyti ættu þeir að venja sig af því að vera með puttana ofan í öllu, því að það er yfirleitt til tjóns. í staðinn ættu þeir að vanda sig betur við smíði laga. Árangur athafna stjórnmálamanna er einkennilegt hagkerfi, þar sem sjávarútvegur er ekki rekinn, heldur reiknaður á núll, — þar sem landbúnaður trónir efst í gullt’-yggðum reikningsstóli, — þar sem iðnþróun er nánast bönnuð í raun. Áiangurinn felst líka í einokunarstofnunum, sem kasta tómötum á haugana, — ríkisstyrktum hallæris- fyrirtækjum, sem bráðum verða ríkisrekin — og í endalausri röð opinberra bitlinga handa flokks- bræðrum, vinum og vandamönnum. Þegar ástandið er orðið þannig, að hálf þjóðin af- neitar flokkunum samkvæmt skoðanakönnunum, er orðið tímabært fyrir stjórnmálamenn að hætta að kenna fjölmiðlum um lánleysi sitt og byrja að haga sér eins og stjórnmálamenn. „Si pacem vis para bellum” var orðtæki Rómverja til forna: „Ef þú vilt frið, undirbúðu strið”. Hvað sem um það er, er hitt víst, að um fá mál- efni eru skoðanir jafnskiptar og um varnar- og öryggismál. Þannig var t.d. mikill meirihluti brezku þjóðar- innar andstæður vígbúnaði allt þar til síðari styrjöldin skall á, þótt Þjóð- verjar færu hamförum í vopnafram- leiðslu og krefðust meiri „Lebens- raum” af grönnum sínum. Chamber- lain, forsætisráðherra Breta, veifaði bara hvítum vasaklút framan í mann- fjöldann, þegar hann kom heim, eftir að vera búinn að afhenda liðþjálfan- um frá Mlinchen stóran hluta Tékkó- slóvakíu. Á þeim árum höfðu flestir horn í siðu Winston Churchills, „hernaðarsinnaðs einfara”, sem hafði nautn af þvi að standa fyrir framan spúandi fallbyssur óvinanna. Þegar styrjöjdin var skollin á, játuðu menn andvaraféysi sitt og minni- hlutamanninum, Churchill, var fengin stjórn ríkisins. Skulum við bjóða vinstri kinnina, þegar sú hægri er lostin? Annmark- inn reynist oft vera sá í skiptum ein- staklinga og þjóða, að þær kenningar tileinka sér aðallega viðkvæmar sálir. Hinir harðari og ófyrirleitnari blása á þær, en geta oft þakkað þeim auð- veldan leik við hina, sem „veik- geðja” eru. Lýðræðið dæmir hins vegar enga skoðun fyrirfram fráleita. Vaxandi fylgi friðarhreyfinga i Vestur-Evrópu er engin takmörk sett innan ramma lýðræðisins. Ekkert verður fullyrt um, að þeim vaxi ekki svo ásmegin, að Atlanzhafsbandalagið liðist sund- ur og þjóðir Vestur-Evrópu leggi niður vopn sín einhliða af fúsum og frjálsum vilja. Kosningaúrslitin í Grikklandi segja nokkuð um hvað klukkan slær. Carter var í hlutverki góða mannsins Carter Bandaríkjaforseti tók að sér hlutverk góða mannsins þótt upp- skeran yrði ekki vinsældir og virðing þjóðar hans. Carter dró mjög úr valdatafli Bandaríkjanna í öðrum heimshlutum. Með því kom hann þó ekki til leiðar, að Sovétríkin drægju úr íhlutun og hernaðarbrölti, heldur varð athafnasemi þeirra aldrei meiri í Þriðja heiminum en einmit þá. Má þar nefna Ethíópíu, Angóla og Af- ganistan. Harðari stefna Reagans er rökrétt afleiðing þessarar framvindu. Um leið sannar og Atlanzhafsbanda- lagið tilverurétt sinn og hlutverk til friðstillingar. Kjallarinn Sigurður Gizurarson Forsjónin hefur verið okkur hliðholl Við íslendingar megum og þakka forsjóninni fyrir að vera „á réttum stað á landakortinu”. Allt frá því að landinu hlotnaðist fullveldi 1918 höfum við sloppið við hrakninga og hörmungar, eins og þær sem dunið hafa yfir flestar aðrar þjóðir, er öðl- uðust sjálfstæði um sömu mundir, svo sem Finnar, þjóðir Eystrasalts- landa, Tékkar og Ungverjar. Við höfum átt margfalt öflugri þjóðir að nágrönnum, sem þó hafa ekki neytt aflsmunar né látið kné fylgja kviði. Jafnvel Bretar, sem sýndu yfirgang í þorskastríðunum, gengu þó ekki lengra en svo að ekki einu einasta mannslífi var fórnað. Svo vel hefur nábýli okkar, sam- starf og samstaða með vestrænum þjóðum reynzt, að til undantekninga telst í sögunni. Hitt er annað mál, að gífurlegur stærðarmunur gerir það að verkum, að við eins og sitjum á einni grænni grein hins vestræna þjóða- meiðs. Jafnvel Kanadamenn finna fyrir smæð sinni. Trudeau, forsætis- ráðherra þeirra, lét svo ummælt, að nágrennið við Bandaríkin væri eins og að eiga sér svefnstað við hliðina á fíl. Ekki aðeins væri lítið um svefn- frið, þegar fíllinn tæki að hrjóta, heldur mætti öllu fremur líkja því við náttúruhamfarir. Bandaríkjamenn gæta eigin öryggis hór á landi í orði kveðnu gengur varnarsamn- ingur okkar við Bandaríkjamenn út á, að þeir séu á Miðnesheiði til að BL0DTAKAN Tapreksturinn Landsvirkjun hefír sótt um 25% hækkun á töxtum sínum frá og með l. nóv. nk. — Landsvirkjun mundi ekki nærri ná upp jöfnuði í rekstrin- um, þótt 25% fengist 1. nóv. nk. — Samkvæmt — áætlunum frá því í ágúst — verður rekstrarhalli Lands- virkjunar í árslok 26 m.kr. Fáist — þessi 25% — myndi hallinn minnka og verða 18 m.kr. Ofanskráð er nokkurn veginn orð- rétt það sem Mbl. hefír eftir aðstoð- arframkvæmdastjóra Landsvirkjun- ar, hinn 1. okt. sl. Síðan bætir hann við, að afkoman verði enn verri, þar sem forsendur hafi versnað frá því í ágúst. Hann bætir einnig við, að Hrauneyjafossvirkjun komi til með að vega mjög þungt í rekstrarafkom- unniáfyrstaári. Menn ættu að gefa gaum að því sem aðstoðarframkvæmdastjórinn segir um byrði þá, sem verður að rekstri nýju virkjunarinnar. Þetta er taprekstur. Rafmagnsverðið er of lágt. Og ég skil frásögnina þannig, að ekki sé markaður fyrir allt rafmagn- ið. Þetta er þá fréttin. Er hún góð eða vond? Vond, ákaflega vond. Fæstir lesendur blaðsins munu átta sig á því, hve vond hún er. Lesandirtn er semsé að horfa á eftir fjármagni þjóðarinn- ar — sparifé, gróða, afskriftum og jafnvel erlendu lánsfé — þar sem það sést hverfa ofan í hinn mikla svelg taprekstrarins, sem við blasir á öllum sviðum atvinnulífsins, fyrst og fremst framleiðslunnar. Að þetta skuli ger- ast á vettvangi rafmagnsframleiðsl- unnar er hreint hörmulegt. Annað sýnishorn af ástandinu var að finna í Mbl. þegar hinn 25.—26. sept. Þar segir frá því, að Rafmagns- veitur Reykjavíkur hafí fengið heim- ild borgarráðs til þess að taka 37 m. kr. að láni. Af þessari upphæð eru 17 m.kr. til þess að framlengja skuld, sem myndazt hafi í ár, en 20 m.kr. séu vegna næsta árs halla. „Milljón- irnar frá í ár er tapaður slagur,” segir rafmagnsstjóri við Mbl. Hann segir að á árunum 1980—81 hafi almennt verðlag hækkað um 110%, en til þess að mæta útgjöldum, öðrum en kaupum á orku, hafi RR fengið 14% hækkun. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur nemur niðurskurður framkvæmda 18,75 m.kr. á árinu. Samt vantar 12% hækkun á verði vatnsins „sem er al- gjört lágmark til að bjargast”, segir yfirverkfræðingur HR við Mbl. Þannig er þá reksturinn á okkar „olíulindum”; rafmagni fallvatn- anna og jarðhitanum — taprekstur. Við hljótum að hafa yfir.fljótanlegt af fjármagni! Hvað segja húsnæðisleys- ingjarnir? Hinn 18.9 sagði forstjóri SH að frystingin væri rekin með 200 m.kr. tapi. Sagði þetta varlega áætlað. Starfsmaður Verðjöfnunarsjóðs sagði við Mbl. (25.8.) að i frystideild- inavantaðinú25. m.kr. Við þessa upptalningu tapsins Benjamín H. J. Eiríksson mætti bæta löngum hala. Taprekst- urinn, sem alls staðar blasir við, nemur hundruðum milljóna króna. Ódýr kavíar Setjum sem svo, að við gætum framleitt ágætan kavíar við lægsta framleiðslukostnað, en seldum hann síðan á rúgbrauðsverði, þ.e. langt undir framleiðslukostnaðarverði. Þjóðin gæti þá étið á sig velgju á kavíar. Tapreksturinn yrði greiddur á þann hátt, sem ég hefi greint hér að framan: með því að ganga á fjár- magnið. En afleiðingin yrði sú, að þjóðina myndi vanta fé í nýjar fram- kvæmdir: ný atvinnutæki, sem stuðla að auknum afköstum og fleiri at- vinnutækifærum, meiri atvinnu; nýjar íbúðir; framkvæmdir í mannúðarmálum; virkjanir vatns- falla og jarðhita; í stuttu máli, bráð- nauðsynlegar framkvæmdir á öllum sviðum. Því miður er „kavíarinn” allt of stór hluti framleiðslunnar. Ég hefi rætt orkuna, en i rauninni eru landbúnaðarafurðirnar að stórum hluta „kavíar”. Óeðlilega stór hluti fjármagns og ríkistekna fer dl að greiða tapreksturinn. Allt sem laust er gleypir svelgurinn mikli. Tapreksturinn þýðir það, að and- virði afurðanna hrekkur ekki til þess að hægt sé að greiða verkafólkinu fullt kaup. Þrátt fyrir hinn ábyrgðar- lausa vaðal foringja launþegasamtak- anna, verður að fá peninga einhvers staðar, til þess að hægt sé að greiða verkafólkinu kaup. Þar sem þeir fást ekki nægilega miklir fyrir afurð verkafólksins, þá verða þeir að koma annars staðar að. Þessir peningar eru fjármagnið. Fjármagnið er þau laun, sem ekki fást úr afurð þess á greiðslutímanum. Þegar verkamenn reisa ný mann- virki, eða framleiða vélar í þau, þá eru laun þeirra greidd með fjár- magni, því að fyrirtækið, sem stendur fyrir framkvæmdunum, hefir ekkert að selja fyrr en siðar, og svo lengi getur verkamaðurinn ekki beðið launanna. En — eins og vér höfum séð, fjármagnið getur líka horfíð í tapið. Það gerist þegar afurðimar seljast ekki fyrir nægilega mikið til þess að greiða verkafólkinu kaupið. Tapreksturinn er því mikil afæta hjá þjóðinni. Ríkisstjórnin Þjóðin verður fyrr eða síðar að horfast í augu við alvöruna. En hún er þessi spurning: Er nokkurt vit i þessari efnahagsmálastefnu, sem ríkisstjórnin fylgir og mótuð er af fá- einum valdamiklum en ábyrgðar- lausum verkalýðsforingjum og gjald- þrota pólitískum lýðskrumurum — kommaforingjum, — og útfærð fyrst og fremst með hjálp fáeinna metnað- arfullra pólitískra ævintýramanna og flokkspólitískra refskákarmanna? Því miður eru sjúk stjórnmál stór hluti vandans. í gruggugu vatni synda pólitískir krókódílar og fnæsa: ÉG FYRST! Allt frá því núverandi ríkisstjórn kom til valda, hefir þjóðinni verið tekið blóð — og það í vaxandi mæli. Þetta er nú samt ekki það blóð, sem rennur um æðar mannfólksins, heldur það blóð, sem rennur um æðar atvinnulifs hennar. Það er of- sagt að segja, að atvinnulífinu sé að blæða út, en blóðmissir hefir vond áhrif, þótt hann dragi ekki til dauða. Stefnan gerir þjóðina fátækari en ella, og raunveruleg laun standa 1 stað, eða lækka þegar frá líður. Við þessar aðstæður gefast gömul fyrirtæki upp. Fá ný eru stofnuð, og þá helzt ekki nema með fjárhags- legum stuðningi útlendinga, jafnvel fyrir þeirra atbeina, og alls ekki nema með fyrirgreiðslu opinberra sjóða. En það verður að játa, að þegar út- I

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.