Dagblaðið - 20.10.1981, Síða 16

Dagblaðið - 20.10.1981, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. Þjóöfrægir fyrir gáfiir og skemmtilegheit ■ segir Thor Vilhjálmsson um frœndur sína, Þingeyinga Pekingóperan þarfmikið að borða The Deep, Blue Sea, pardon, the Ocean nefnist ljóðabók eftir Thor Vilhjálmsson, sem mun hafa komið út 15. október sl. hjá bandarísku bókaút- gáfunni Loon Books. 1 tilefni af útkomu bókarinnar átti blaðamaður DB stutt rabb við Thor. — Hver var aðdragandinn að út- komu þessarar bókar, Thor? „Ég hef oft freistazt til þess að yrkja ljóð á ensku og sum þeirra hafa birzt hér og þar í crlendum bókmennta- og listatimaritum. Löngum var ég að þessu fyrir sjálfan mig og góða vini, sem síðan lokkuðu mig til þess að lesa ljóðin við ýmis tækifæri. Af þessu leiddi að ljóð og ljóð hefur birzt hér og þar, ýmist á ensku eða I þýðingum, m.a. á itölsku, flæmsku og raunar eitt á serbó-króatísku, sem kom mér mjög á óvart. t brúðkaupsveizlu I fjöllum Serbiu reis maður upp, tók fram bókmennta- rit frá Belgrad og las úr þvi ljóð. En hvað þetta hljómar fallega, sagði ég og skildi ekki orð i málinu. Eftir hvem er þetta? „Það er nú eftir þig,” var 'svarið.” — Nafn þessarar bandarlsku bóka- útgáfu, Loon Books (lausl. þýtt: geggjaðar bœkur), hefur komið mörgum til þess að brosa útíannað og orðið kveikja ýmissa brandara. Hvað segirðu um það? „Ég hef nú aldrei heyrt þetta, enda heid ég að framleiðendur aulafyndni hasist upp á þvi að leita til min með afurðir sínar.” — Eru fleiri verk þín vœntanleg erlendis? „Já, það er búið að þýða Fljótt, fljótt sagði fuglinn á norsku. Áður hefur hún komið út á dönsku og sænsku. Norsku þýðinguna gerði skáldið Knut ödegárd, sem er tslendingum að góðu kunnur og nýorðinn tengdasonur landsins. Þaðer lika ágætur maður að þýða hana á þýzku. Ýmislegt annað er á döfinni en það er kannski ekki tímabært að fara að tiunda það. Annars stendur svo illa á I vinnustofu Thors Viihjáimssonar kennir margra grasa, ekki sMur on i verkumhans. DB-mynd Sigurgeir Sigurjónsson. Thor Viihjáknssyni er margt til iista iagt eins og m.a. igæt ummæii gagn- rýnenda bíru með sér, er þeir fjökuðu um myndKstersýningu hens í Djúpinu í fyrra. DB-mynd Gunner Om. að sænski útgefandinn minn, Cavefors, fór á hausinn á þvi að gefa út vandaðar bókmenntir. Hann naut virðingar bókmenntamanna um öii Norðurlönd fyrir bókaval sitt. Sænska kirkjan var stærsti kröfuhafinn og rændi öllum ritlaunum minum, fyrir tvær bækur, með hjálp sænskra lögmanna. Svona er nú réttarstaða rit- höfundar i dag, 1981. Fyrst koma þeir stóru i uppgjörinu, siðast komum við, þessir iitlu einstaklingar, sem skrifum stóru bækurnar.” —Að hverju vinnurðu núna? „Ég reyni nú að koma saman skáidsögu, en hún verður ekki til fyrir þessa vertíð, jólahasarinn i ár. Reynd- ar á ég fleira í handraðanum, af ýmsu tagi, svo sem tiibúið ritgerðarsafn. Og svo freistar nú leikhúsið min. Æ, það er margt sem freistar mín ... — Þegar, árið 1973, birtist eftir þig Ijóð, Se e Sempre (Ef og œtið) i alþjóðlegu safnriti um Ijóðlist, Almanacco lnternazionale dei Poeti. Þar ert þú I góðum félagsskap, innan um stór nöfn. Með hliðsjón af því að i þessari bók eru aðeins 192 Ijóðskáld hvaðanœva úr heiminum, þá virðist þú hafa haslað þér þó nokkurn völl á erlendum vettvangi, sbr. einnig hið alþjóðlega bókmennatímarit Nýju Evrópu. Eitthvað ferðu samt I taugarnar á mörlandanum. Hvað heldurðu að valdi því? „Ég vona að mér endist lengi fjör til að gera það, ef svo er.Anna/s er ég ekkert að skipta mér af því. Það er ekki mitt mál og kemur ekki við mig. Reyndar voru þeir hressir fyrir norðan, frændur mínir Þingeyingar, enda erum við þjóðfrægðir fyrir gáfur og skemmtilegheit, að sögn.” -FG. FÓLK Sigmar sigraði í söng- lagakeppni blaðamanna Blaðamenn héldu sinn ár- lega haustfagnað sl. laugardag þar sem ýmislegt var sér til gamans gert. Skemmtiatriðin sáu blaðamenn sjálfir um og má þar nefna spurningakeppni þar sem Einar Örn Stefánsson fréttamaður útvarps sigraði keppinauta sína frá Tímanum og Þjóðviljanum. Þá var söngkeppni og sigraði þar Sigmar B. Hauksson með glæsibrag. Aðrir keppendur voru Agnes Bragadóttir af Tímanum og Jóhanna Krist- jónsdóttir frá Mogganum. Margvíslegar þrautir voru lagðar fyrir gesti og hljóm- sveitin Aría sá um að halda sem flestum á dansgólfinu. Þó blaðamannaböllin séu ekki eins stórfengleg og pressu- böllin voru hér fyrr á árum þá er oft heljarmikið fjör á þeim. Kristján Örn ljósmynd- ari DB smellti nokkrum mynd- um á ballinu og leyfum við þeim að fljóta með hér á síðunni. -ELA. mSTt'f* * % M * 1 / \ f V • . w- . Friðþjófur Hetgson Ijósmyndarí ásamt eiginkonu slnnl Guðfínnu tílhægrí og stúlku som okkur er sagt að heití Harpa en kunnum ekki frekari skil á. DB-myndir Krístjin öm. Dansinn dunar, fremst i myndinni sjist þau HJörtur Glslason, Mogg- anum, og Kristín Þorsteinsdóttír, Vísi. Pekingóperu-flokkurinn, sem heimsækir Íslendinga nú í vikunni, er að öllum líkindum stærsti sýninga- flokkur sem komið hefur hingað. í honum eru um fimmtíu manns. Alit hefur þetta fólk hina beztu matarlyst því að það borðar fjórar vel útilátnar máltiðir á dag. Meðan á sýningum stendur hámar það í sig súkkulaði til að halda orkunni. Ekki er DB kunnugt um frá hvaða súkkulaðiverksmiðju Þjóðleikhúsið ætlar að kaupa orkugjafann handa kínverska sýningafólkinu. Sú verk- smiðja sem verður fyrir valinu fær alla vega góðan tekjuauka. Enn ganga Svíar fram hjá Indriða Nóbelsverðlaunin í bókmenntum féliu austurriska rithöfundinum Elias Canetti i skaut þetta árið. Það hefur verið spurt og spurt er enn. Hvað ætiar bannsett akademían i Stokk- hólmi eiginlega að ganga lengi fram hjá Indriða G. Þorsteinssyni? Svindlið í kringum Best. Það vakti að vonum mikla athygli á dögunum er ljóst varð að George Best ætlaði ekki að koma til iandsins og leika með Valsmönnum, eins og samið hafði verið um. Valsmenn fengu þessar fréttir fyrir hádegi daginn fyrir leik og voru að vonum súrir yfir tíðindunum. Það vakti því ekki minni athygli er Morgunblaðinu var flett sjálfan leik- daginn að forráðamenn Vals höfðu ekki látið svo lítið að breyta einni einustu auglýsingu i blaðinu. Alls staðar var hamrað á ágæti „snillingsins Best”, sem svo ekki lét sjá sig. Þetta hefðu menn einhvern tíma kallað „svindl”. Blaðiðfór illa í sjálfstœðismenn Blöð ýmiss konar skjóta nú upp kollinum nær daglega víðs vegar um landið. Það nýjasta mun vera Suðri, blað þeirra er búa á Hellu. Fyrsta tölublaðið kom út sl. þriðjudag og í leiðara þess segir: „Eitthvað virðist útkoma þessa blaðs ætla að koma illa við sjálfstæðismenn hér í sýslu, ef svo er geta þeir sjálfum sér um kennt. Markmið þessa blaðs er eingöngu það að koma nýjum fréttum úr sýsl- unni á framfæri og einnig af starf- semi hinna ýmsu félaga.” Síðan er vikið að því að blaðið sé ópólitískt og að þeir sem að því standi séu reynslu- lausir í blaðamennsku. Hins vegar gleymist þeim Suðra-mönnum alveg að geta þess hvers vegna blaðið hafi komið illa við sjálfstæðismenn. Væri fróðlegt að fá þær upplýsingar i næsta blaði. Grœntupp, grœntupp Og í leiðinni látum við einn fylgja með sem við lásum í Suðra: Hús á Hvolsvelli var auglýst til sölu ekki alls fyrir löngu og komu hjón úr Reykja- vík til að líta á það. Frúin tekur eftir því að eigandinn gengur að glugga sem er opinn og kallar út um hann: Grænt upp, grænt upp. Þetta sama skeður þrisvar sinnum. Nú, frúnni var ekki farið að lítast á þessi köll í eigandanum, svo hún herti upp hug- ann og spurði manninn að því hvað hann meinti með þessu grænt upp, grænt upp. Eigandinn gaf það svar að það væru menn úr plássinu að tyrfahjásérblettinn.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.