Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1981, Qupperneq 17

Dagblaðið - 20.10.1981, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. 17 Samvizku- fangavika Amnesti Inter- national 1981 Mannréttindasamtökin Amnesty International starfa að því að fá leysta úr haldi rúmlega fjögur þúsund samvizkufanga víða um heim. Það er talið aðeins litið brot allra samvizku- fanga i heiminum. I samvizkufanga- viku Amnesty er að þessu sinni vakin athygli á málum nokkurra samvizku- fanga.Örlög þeirra endurspegla örlög þúsunda annarra. Samvizkufangar eru þeir sem eru fangelsaöir, hafðir í haldi eða beittir þvingunum vegna stjórnmála- eða trúarskoðana sinna, kynþáttar eða kynferðis, litarháttar eða tungu, að viðbættu því að þeir haft hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. Hér verður greint frá eþíópískum samvizkuföngum, GUDINA TUMSA og konu hans, TSEHAI TOLESSA. Vopnaðir menn rændu séraGudina Tumsa, fimmtiu og eins árs, fram- kvæmdastjóra Eþíópísku evangelísku Mekane Jesús kirkjunnarEEMYCog eiginkonu hans Tsehai Tolessa fyrir utan aðalstöðvar safnaðarins í Addis Ababa 29. júlí 1979. Kona kirkjuleið- togans var strax látin laus í útjaðri borgarinnar. Ekkert hefur hins vegar spurzt til Gudinas. Þaö er almennt álitið aö mannræn- ingjarnir hafi verið borgaralega kiæddir öryggisverðir ríkisstjórnar- innar. Eþíópíska stjórnin hefur enga yfirlýsingu birt um málið. En yfiriýs- ingar háttsettra embættismanna stangast á. Haft er eftir einum ráðherra að séra Gudina Tumsa sé í haldi og séfulltrúum erlendra ríkja heimilt að he;msækja hann. Enginn hefur þó til þessa fengið heimsóknar- leyfi. Aörir embættismenn neita því að presturinn séí haldi. EEMYC er að frátöldum ortódox- söfnuðinum Ijölmennasti söfnuður kristinna manna í Eþíópíu og er í Lúterska heimssambandinu. Safnað- arfélagar eru flestir af Oromoætt- kvíslinni í suðurhluta landsins. Engar upplýsingar að fá um afdrif fóiksins Andstaða Oromomanna við her- stjórnina í Addis Ababa er töluverð og ein samtök, Frelsissamtök Oromo OLF, segjast ráða svæðum i sunnan- verðu landinu. Margir Oromomenn, sem grunaðir eru um stuðning við OLF, hafa verið fangelsaðir í Addis Ababa og öðrum borgum. Gudina Tumsa var handtekinn tvisvar sinn- um, í október 1978 og júní 1979, áður en honum var rænt í júlí 1979. Hann hefur ætíð neitað öllum tengslum við Frelsissamtök Oromo. Margir aðrir félagar i EEMYC-söfnuðinum hafa verið handteknir undanfarin þrjú ár, sakaðir um að vera „gagnbyltingar- menn" og „þröngsýnir þjóðernis- sinnar”. Samt hefur söfnuðurinn reynt aö gegna hlutverki i bylting- unni, en hefur þó haldið áfram að gagnrýna það sem úr hófi þykir keyra og gert er i nafni byltingarinnar. Annan febrúar 1980 var Tsehai Tolessa, eiginkona kirkjuleiðtogans, handtekin og margir aðrir Oromo- menn i Addis Ababa. Hún hefur síðan verið í haldi án ákæru og án þess að vera leidd fyrir rétt. Fregnir herma aö hún og margir aðrir haft verið pyndaðir. Einn starfshópur mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna er aö kanna „hvarf” séra Gudinas Tumsas og fimmtán annarra Eþíó- piumanna. Eþíópíska stjórnin hefur i svari við fyrirspum um þá sagt aö heimildir um þá séu ,,úr lausu lofti gripnar og rakalausar”. Fullyrðingar um að fólkið hefði „horfið” væru „uppspuni”. Fulltrúar stjómarinnar gátu ekki útvegað upplýsingar um af- drif fólksins. Þaö gleymir honumeng- inn sem kynntist honum —segir séra Bernharður Guðmundsson um Gudina Tumsa, stóra manninn með miklu hugsjónirnar, en þeir störfuðu saman við útvarpsstöð í Eþíópíu JÓHANNA t ÞRÁINSDÓtTIR Séra Bernharður Guðmundsson, blaðafulltrúi biskups, dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í Eþíópíu á árunum 1973—’77 og urðu þau því vitni að byltingunni: — Þetta var átakanlegur tími, segir séra Bernharður. — Iðulega urðum við vitni að því að stórum bílförmum af ungum námsmönnum var ekið til af- töku. Þeir kölluðu til vegfarenda að þeir vissu að dauðinn biði þeirra, en aðrir yrðu að halda baráitunni áfram. Örlög einstaklinga sem urðu bylting- unni að bráð snertu okkur ekki síður djúpt. Eins og örlög Ke' Gudina, eða séra Gudina, en í Eþíópíu eru ekki not- uð nein ættarnöfn, heldur ganga allir undir skírnarnöfnum sínum eins og hér. Sá maður gleymist mér seint. — Hann var í stjórnarnefnd út- varpsstöðvar sem ég vann við og rekin var af Lúterska heimssambandinu, en hún hefur nú verið lögð niður. Kes Gud- ina lagði mikla áherzlu á notkun fjöl- miðla til. að upplýsa þjóð sína. Hann kom því til leiðar að útvarpað var á 5 tungumálum, en í Eþíópíu eru töluð á annað hundrað tungumál og mállýzkur og eiga sum jafnvel ekkert ritmál. — Kes Gudina var afar hávaxinn, tæpir tveir metrar á hæð, sannarlega stór maður með miklar hugsjónir. Og það stafaði af honum þvílíkri hlýju að það gleymir honum enginn sem átti því láni að fagna að fá að kynnast honum. Hlátur hans og kímnigáfa afvopnuðu fólk svo gjörsamlega að með það eitt að vopni tókst honum oft að skera á hina fíóknustu hnúta á fundum. Dóttir hans var pynduð til dauða, sonur hans „fórst" í bílslysi — Sem dæmi um persónutöfra hans má nefna að hann hlaut ungur styrk til náms við prestaskóla í Minneapolis í Bandaríkjunum og hann hafði þar slík áhrif á bekkjarfélaga sína að 7 af 30 gerðust síðar trúboðar í Eþíópíu. Kes Gudina var framkvæmdastjóri lútersku kirkjunnar Mekane Yesu, eða Húsið þar sem Jesús býr, en stofnun hennar má rekja til trúboðs Norður- landa, Þýzkalands og Bandarikjanna í Eþíópíu. Eftir byltinguna ferðaðist hann víða um land til að útskýra það sem gerzt hafði í afskekktum byggðar- lögum. Hann tók ekki afstöðu gegn nýju stjórninni, en vildi halda sjálf- stæði kirkjunnar. Ofsóknir á hendur kristnum mönnum voru mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar var allt fólk sem vogaði sér að sækja guðsþjónustu handtekið, annars staðar létu yfírvöld sér nægja að beita það „minni” refs- ingum, eins og t.d. að svipta það at- vinnu sinni. Lengi vel þorðu stjórnvöld ekki að hrófla við Kes Gudina, til þess var hann of þekktur maður. En þau tóku dóttur hans, Miriam, sem gísl og pynduðu hana til dauða. Einnig lézt einn sona hans í bílslysi, en margir draga í efa að það hafi í rauninni verið slys. Á þessum tíma var það mjög algeng aðferð að hún tók, eftir því sem eþíópískar konur geta, virkan þátt í kvennahreyfingu kirkjunnar. Þau hjónin áttu stóran barnahóp, mig minnir að þau hafi verið átta. Ber starfið árangur? — Við sem erum svo lánsöm að búa við mannréttindi getum ekki tekið því þegjandi þegar þau eru svo áþreif- anlega brotin á öðrum. Það er siðferði- leg skylda okkar að reyna að hjálpa. Við sem stöndum að Amnesty Internat- ional erum ekki að halda því fram að starf okkar leysi þessi vandamál. En við vitum að starf okkar er einn af dropunum sem hola steininn. T.d. var nú nýlega látinn laus fangi sem einn starfshópurinn innan Amnesty Int- ernational á íslandi hefur barizt fyrir. Séra Bernharöur Guðmundsson. Kes Gudina Tumsa. rómur komst á kreik að hann sæti illa pyndaður i fangelsi. En enginn vdt með vissu um afdrif hans, eða hvort hann eryfirleitt á lífi. Kona hans var handtekin 1980, en taka börn eða aðra nána ættingja and- ófsmanna sem gíslalil aðneyða þáiil að láta af gagnrýni sinni — eða koma i veg fyrir að þeir flýðu land. Kes Gudina hvarf 1979 og sá orð- Dropinn sem holar steininn... Handtekinn fyrír aö stofna nemendafélag í menntaskóla — Fangi sem íslenzkur starfshópur hefur barizt fyrir er nú laus úr haldi í Argentfnu — Já, það er rétt að við fengum nýlega staðfestingu á því að fanginn sem við börðumst fyrir er laus og sloppinn úr landi, sagði Bergljót Guðmundsdóttir, læknaritari á Landa- kotsspítala, er blaðamaður DB innti hana um málið. — Fanginn okkar er Argen- tínumaður, Eduardo Gmtský að nafni. Hann var handtekinn 1974, þá 18 ára að aldri, og var honum gefið að sök að hafa gert tilraun til að stofna nemendafélag í menntaskóla. Það fóru aldrei fram nein réttarhöld í máli hans og hann var sannadega pyndaður. Starfshópurinn okkar tók að berjast fyrir því að Grutský yrði látinn laus 1975, þá undir stjórn Ásgeirs Ellerts- sonar, yftrlæknis á Grensásdeild Borg- arspítalans, en ég tók svo við formennsku fyrir tveimur árum. Baráttuaðferð okkar er m.a. sú að skrifa ótal bréf tU yfírvalda með á- skorunum um að fanginn sé látinn laus með tilvísun til mannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna. Yfirldtt skrifum við ekki föngunum sjálfum, þeir mega ekki fá nema ákveðinn bréfa- Bergljót Guðmundsdóttir læknaritari. fjölda og bréf frá okkur gæti því svipt hann bréfi frá ástvini. En þeir vita samt oftast að verið er að berjast fyrir þá og oft er sú vitneskja það eina sem heldur í þeim voninni um að sleppa. Við ætlum okkur ekki þá dul að halda því fram að það sé eingöngu okkar starf sem frelsaði Grutský úr fangelsinu, en við vonum að við höfum átt þátt í því. Grutský hefur enn ekki haft persónulegt samband við okkur, en samkvæmt bréfi frá aðalstöðvum Amnesty International i London, hefur hann nú fengið landvistarleyfi í ísrael. Við viljum gjarnan styrkja hann áfram ef hann þarf á því að halda og bíðum nú eftir því að okkur verði út- hlutaður nýr fangi til að berjast fyrir. Fólk er hvatt til þess að skrifa yfir- völdum og skora á þau að láta samvizkufangana lausa. í þessu tilviki ber að skrifatil: Lieutenant-Colonel MENGISTU Hailc Mariam Head of the Provisional Military Gov- ernment of Socialist Ethiopia Provisional Military Administrative Council PO Box 5707 Addis Ababa Ethiopia.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.