Dagblaðið - 20.10.1981, Page 20

Dagblaðið - 20.10.1981, Page 20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. 2& d Menning Mfenning Menning Menning Myndlist Tónlist EYJÓLFUR MELSTED tækninni \Flotid Enn er grafíkfélagið komið á stjá. Það heldur nú sína árlegu félags- sýningu í Norræna húsinu. Nú eru liðin 6 ár siðan félagið tók upp þennan fasta lið og sýna nú 15 lista- menn samtals 97 verk. Gestur sýning- arinnar er Kazuya Tachibana. Flotiðá tœkninni Grafikfélagið samanstendur af viðum hóp listamanna sem starfar ólikt bæði tæknilega og hug- myndafræðilega. Það er þó sameiginlegt meö öllum sýnendum aö þeir hafa mjög gott vald á efninu og ráða yfir mikilli tækni. En er það nægilegt? í samanburði' við aðrar listagreinar (málverk, höggmyndir, ritverk, tónlist) hefur lítið verið rýnt í innri byggingu grafíkverka. Menn hafa verið of uppteknir af tæknilegu hliðinni og jafnvel undrandi á þeirri staðreynd að hægt væri að gera „tæknilega góða grafik”. Segja má að grafikmennirnir hafi flotið á tækninni. Því þegar litið er á innri greiningu og inntak koma í ljós afar „þreyttar” hugleiðingar. Þetta eru endurtekningar á gömlum list- sögulegum hugmyndum (griman, konan sem jóð, einmanaleikinh, sur- realísk stefnumót ólikra hluta, lands- lag) sem hafa fengið litla sem enga persónulega umfjöllun og eru aðeins bornar uppi af tæknilegum for- sendum. Þannig höfum við hér á sýningunni endalausar náttúru- stemmningar, þar sem allir tæknilegir möguleikar efnisins eru nýttir til að beisla hina ljóðrænu náttúru, en það er sem vaxtarbroddinn skorti. Ný náttúruupplifun Nokkrir listamenn hafa nokkra sérstöðu á félagssýningunni. Þórður Hall er einn þeirra. Hann hefur lengi unnið með ljóðrænar náttúrustemmningar en brýtur nú upp sitt venjubundna myndmál og vill sundurgreina náttúruna. Þannig sjáum við í myndinni Vorblót (nr. 93) komin fram tvö óllk sjónarhorn í sama rými. Annars vegar hefðbundin náttúrusýn: fjall og geysir. Hins veg- ar flatamynd: landfræðileg úttekt á náttúrunni. Ólikar myndeindir eru síðan tengdar innbyrðis með geometrískum formum. Þetta myndverk er eins konar inngangur að myndinni „i gróandanum 1” þar sem sundur- greiningin er orðin mun ýtarlegri. Enn er það spurningin um að sætta mismunandi myndeindir í sam- eiginlegt myndrými. Hér setur lista- maðurinn inn þverskurð af óper- sónulegum mönnum á sama tíma inn í geometrískt og náttúrulegt umhverfi. Hverri náttúrusýn í mynd- verkinu fylgir síðan þverskurður af „náttúrusýni” (samanber líffræðilegt sýni) afmarkað með geometrísku formi. Þá eru teiknaðir inn á flötinn punktar sem tengdir eru með línum og sýna innri gerð efnisins. Verkið hefur í raun tvöfaldan lestur, í fyrsta lagi sem bein náttúruupplifun og í öðru lagi sem hálfvísindaleg úttekt á náttúrunni. í þessum tvöfalda lestri öðlast mynd- verkið óvenjulangt myndferli sem spannar allt frá minnstu (micro) eindum efnisins til stærri hluta og mismunandi tíma sem er raðað inn í samamyndrými. Inntakslega getum við vart talað um árekstur náttúru og vísinda heldur aðeins um nýja náttúrusýn. Þetta er nútíma náttúra, skoðuð í gegnum sjónpipur nútímamannsins, sem öðlast hefur nýja innsýn og nýjan skilning á náttúrulegum fyrir- bærum. Hvað varðar myndgerðina er greinilegt að hún á margt skylt við concept myndhugsun' Sérhvert form stendur fyrir ákveðna sögn (geometrísk form; vísindahyggja; náttúruform; náttúrulegt umhverfi) sem hefur nákvæmt inntak og litla túlkunarmöguleika. Hér er nánast um að ræða lokað kerfi. Næsta stigið yrði að skrifa inn í formin stærðfræðilega útreikninga á viðkomandi náttúrufyrirbærum. En svo er ekki enn, því listamaðurinn varðveitir vel sína persónulegu ljóðrænu listsýn. Ritmál-myndmál Myndverk þeirra Bjargar Þor- steinsdóttur og Eddu Jónsdóttur sameina ritmál og myndmál. Hér er vissulega um að ræða möguleika til að vikka út myndlistarhugtakið. Þó virðist verkin á sýningunni gjarnan skorta nákvæmari tengsl milli þess- ara tveggja tjáningarmöguleika. Verk þeirra grafíkkvenna enda því gjarnan í ljóðrænum formalisma. Árleg sýning einum of... Sýningin í heild ber öll einkenni samsýninga, þar sem listunnandinn færekki nægilega yfirsýn í listvinnslu hvers listamanns. Þá dettur grafíkfélagið í þá villu, eins og fleiri listhópar, að sýna árlega. Væri nær fyrir grafíkfélagana, sem vinna hægt samkvæmt eðli efnisins, að breyta þessari árlegu uppákomu i biennale. No. 18. Nálxtft V-I eftir Eddu Jóus- dóttur. Æt- ing/blindraletur. *" ^gi Snilldar trumbusláttur á Kjarvalsstöðum Tónlokw á K)arvalHtttðum 14. oktúbw. Rytjondun Rogar Cattaaon áaamt Manualu Wlaalar, Jttaaf Magnúaaynl, Raynl Slgurttaaynl og kvannarðddum úr Kttr TttnHatarakttlana I Raykiavlc undlr atjttm Martalna H. FHðrlka- aonar. Varkafnl: AskaU Máaaon Tokkata, Bláa IJttslfl, Sttnata og Sýn; ZoHán Oaál: Colorstion: Stura Olson: Tankar. Fremur óvenjulegir tónleikar voru haldnir á Kjarvalsstöðum á miðviku- dagskvöld, þar sem slagverk sat í fyrirrúmi. Til leiks var mættur ungur Svíi, Roger Carlsson að nafni, snill- ingur í trumbuslætti. Tónleikarnir hófust á Tokkötu eftir Áskel Másson. í Tokkötu er not- ast við 13 krómatiskar tom tom trommur. Það er ekki á færi nema mjög góðs trommuleikara að koma Tokkötu sómasamlega til skila og ekkert vantaði upp á í leik Rogers Carlssons. No. 96. t gróandan* um I eftir Þórð Hall. Sáldþrykk. Ljósm. DB: KÖE. Hann er bráðflinkur en um leið afar smekkvis, segir Eyjólfur Melsted meðal annars um Roger Carlsson siagverksieikara. DB-mynd Einar Ólason. ræða og Roger Carlsson fékk verðuga meðleikarg, þar sem þau Manuela, Jósef og Reynir voru. Sér- staklega ber þar að geta einleikskafla Manuelu, en Áskell mun einmitt hafa haft hana í huga þegar hann skrifaði stúfinn. Tankar, verk Sture Olssons, eru nokkurs konar virtúósaetyða, sem byggir að vísu ekki svo mjög á handfimi trumbuslagarans heldur krefur hann um að leika jafnt með höfðisem höndum. Sónata var fulllangdregin. Það var eins og Áskell kynni sér ekki læti, og lái honum hver sem vill þegar hann hefur annan eins slag- verkamann og Roger Carlsson að semja fyrir. En ég hygg samt að hinar mörgu, skemmtilegu hug- myndir Áskels hefðu notið sín betur í styttra og hnitmiðaðra stykki. Víst er til trumbu- kammermúsík Tónleikunum lauk með Sýn, verki sem er erfitt í flutningi, en firna áheyrilegt. Þær sungu ljúft ungu kvinnumar úr Kór Tónlistarskólans og leikur Rogers lyfti öllu saman dl skýja. Trumbuslagarar á borð við Roger Carlsson eru ekki á hverju strái. Hann er bráðflinkur en um leið afar smekkvís. Margir eru þeir sem vaða í þeirri villu að trumbur séu há- vaðaverkfæri og lítið annað. Áskell Másson ætti þó að vera búinn að sannfæra menn um að semja má huggulegustu kammermúsík fyrir trumbur einar — og snillingar á borð við Roger Carlsson að ekki þarf endilega að æra hlustir áheyrenda þótt barðar séu bumbur dátt. Verðugir meðleikarar Bláa ljósið fannst mér meira í varið á þessum tónleikum en þegar það var flutt í Félagsstofnun fyrir um það bil ári. Það má að öllum líkindum þakka flutningnum. Nú var um meiri ekta kammérflutning að No. 6. Gamalt bréí eftir Björgu Þor- steinsdóttur. Æt- ing/aquatinta. No. 93. Vorblót eftir Þórð HaU. Sáldþrykk.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.