Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Blaðsíða 2
FONDUR Hér hefurðu fugl, sem getur leyst af hólmi hinar venjulegu pappírsflugvélar. Þú þarft aðeins að teikna hann upp eða líma hann á þunnan pappa. Brjóttu hann svo saman í miðjunni eftir strikalínunni. Vængirnir og stélið beygjast öfugt við skrokkinn. Þá er fuglinn tilbúinn, og þegar þú kastar honum upp í loftið, þá á hann að svífa fallega. FRÍMERKI Hinn 24. apríl n. k., eða daginn eftir „sumardaginn fyrsta“, koma út tvö ný ísl. frímerki. — Verðgildi þeirra er: 3,50 kr. blátt og 4,50 kr. grænt. Myndin á merkjun- um er af merki íslenzkra skáta og á þeim standa einkunnarorð skáta: „Vertu viðbúinn". — Frímerki þessi eru teiknuð af Árna Svein- björnssyni og stærð þeirra 20x36 m.m. Það mun hafa verið fyrir rt'imum 50 árum, að fréttir af skátahreyfingunni fóru að berast hingað til lands. Island var þá hluti af Dana- veldi, og því ekki óeðlilegt að áhrifa frá Danmörku gætti hér fyrst i stað — Danir stóðu þá mjög framar- lega í skátaíþróttum og öðru því er að skátamálum snéri. Og kynni íslendinga af þeirra starfsemi hafa sjálf- sagt orðið til mikils gagns. Sumarið 1911 kom hingað til lands, maður að nafni Ingvar Ólafsson. Hann hafði dvalizt í Danmörku um hrið og kynnzt þar starfsemi skáta. Eftir heimkomuna átti hann viðræður við ýmsa drengi í Reykjavík um þennan félagsskap og á- rangurinn varð sá, að sama sumar var hafinn hér að nokkru Ieyti skátastarfsemi. Skátafélag Reykjavíkur var þó ekki formlega stofnað fyrr en 2. nóvember 1912 og starfaði ein sveit í fé- Iaginu þá undir forustu Sig- urjóns Péturssonar. Snemma urðu sveitirnar þrjár og sveitarforingjar þeir Ben. G. Waage og Helgi Jónsson. Næst kemur fél. Væringjar undir stjórn Friðriks Frið- rikssonar. — Hugmyndin um Bandalag ísl. skáta kem- ur fyrst fram 1916. Um það leyti voru íslenzkir skátar um 80 talsins. Á ýmsu gekk um stofnun bandalagsins, en Myndin í þættinum í dag er af nýútkominni bridgebók, sem ég held að margan bridgespilara fýsi að eign- ast. Bridgebók þessi er sér- stök hvað höfunda snertir, þar eð flestir beztu bridge- spilamenn og rithöfundar hafa lagt hönd á plóg. Hafa þekktir sérfræðingar, sem Charles H. Gorden, Terence Reese, Harrison-Gray, Kempson, Jannersteen skrif- að kafla í bókina. í bókinni er grein um einn íslenzkan bridgemeistara, Stefán Stef- ánsson, sem marga mun langa til þesg að lesa. Bókin heitir „Bridge Writer’s Choice 1964“ og er 183 blaðsíður að stærð og öll hin smekklegasta úr garði gerð. Verð bókarinnar hér á landi verður 140 krónur og geta væntanlegir kaupendur snú- ið sér til Stefáns Guðjohn- sen, sími 10811, sem er um- boðsmaður höfunda hérlend- is. VfiRTtl VIOBÚtNta 17. júní 1927 má telja að bandalag það, er nú er, hafi verið stofnsett, og telja kunnugir að Aðalsfeinn heit. Sigmundsson hafi átt einna mestan þáttinn í, að af stofnun varð. Fyrsti skáta- höfðinginn mun hafa verið A. V. Tulinius. Skátahreyfingunni íslenzku hefur vaxið mjög fiskur um hí'ygg þessa hálfu öld, sem liðin er frá stofnun hennar. Margar deildir og mörg fé- lög skáta, bæði drengja og stúlkna eru nú starfandi um land allt. Skátar unna úti- lífi og fjallaferðum. Skáti er drenglyndur, glaðvær, hjálpsamur og góður lags- maður — og hann er „ávalt viðbúinn!“ Hér er einn kafli bókar- innar í lauslegri þýðingu. Er hann eftir Carl A. Perroux, sem er fyrirliði ítölsku heimsmeistaranna. Kaflinn inn heitir: „How the World Championskip may have been decided". Heimsmeistaratitillinn gæti hafa byggzt á þessu eina spili: Norður gefur, n—s á hættu. Norður ♦ Á-10-7-6-2 ¥ K-G-9-3 ♦ 7 ♦ K-G-6 Vestur Austur A 3 A K-D-G-4 ¥ 10 ¥ 2 ♦ K-D-8-6-4 ♦ G-10-9-5 * A-D-10 * 8-7-3-2 9-5-4 Suður ♦ 9-8-5 ¥ Á-G-8-7-6-5-4 ♦ Á-3-2 ♦ ekkert Norð. Aust. Suð. Vest. 1 A P 3 ¥ 4 * 4 G P 5 ¥ P 6 ¥ D P P RD P P P Vestur spilaði út spaða- þristi, sem var drepinn með ásnum í borði. Sagnhafi tók hjartakóng, trompaði laufa- sex, tók tígulás og tromp- aði tígul. Laufagosinn var trompaður og síðasti tígull- inn trompaður í borði. Laufakóng var spilað út og spaði gefinn í að heiman. Vestur átti slaginn, en var neyddur til þess að spila í tvöfalda eyðu og vannst hin redoblaða slemma á því Þetta spil átti sinn þátt Framhald á bls. 142. 134 — SUNNUDAGUR V

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.