Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Blaðsíða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Blaðsíða 5
Hannes Jónsson frá Hleiðargarði: ÞÁTTUR AF ÞORSTEINI í HÓLAKOTI Maður hét Þorsteinn. Bjó I hann á fyrri hluta síðustu ald- ar í Hólakoti í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði. Þorsteinn var að mörgu leyti einkenni- ’ legur og skrýtinn karl. Talinn var hann vel greindur. en hrekkjóttur, og ekki allur þar sem hann var séður. Var mælt, að mjög gaman hefði hann af að bekkjast til við „heldrl menn“ svo sem prest sinn og sýslumann. Fóru margar þess konar sagnir um hann manna á meðal, og skulu örfáar hér sagðar. Er Þorsteinn bjó í Hólakoti, var prestur að Miklagarði Hall- grímur Thorlacius. Voru þá Hólar annexía þaðan. og mess- aði hann þar annan hvom sunnudag. Á þeim tímum vom ekki síður til einkennilegir og sérvitrir menn í embættis- mannastétt, en meðal alþýðu. Má því til sönnunar benda á 1 nafnkunnan prest á Suðurlandi, 1 sem var mikill neftóbaksmaður, ; en tók aldrei í nefið nema úr sömu pontunni, og þáði ekki 1 tóbak hjá öðrum, nema það væri sett áður í hans pontu. ! Ekki drakk hann heldur mjólk, mema úr sömu könnunni. og ekki heldur kaffi, nema úr sama bolla. Hann þurfti ætíð að hafa sömu rúmföt, og sofn- [ aði ekki blund, ef út af því var brugðið og margt fleira var ! af honum sagt. Séra Hallgrímur var einn af þessum undar- legu mönnum. Hann geymdi stundum peninga sína í veggj- arholum í bænum. Vildi hann helzt ekki mjólk, nema úr vissri kú, er hann átti og svo framvegis. Siðavandur var hann með afbrigðum, og var svo mælt. að stundum gengi hann íneð ljós um fram-baðstofuna til að ganga úr skugga um, að engin ósiðsemi væri í frammi höfð af vinnufólki hans, sem jafnan var margt. Hið sama var um öll embættisverk hans. Fylgdi hann þar gömlum venj- ium og siðum, og mátti þar í engu breyta. Var það þá ein- hverju sinni, að hann ræddi við me^hjálpara sinn í Hólum um það, að ekki sýndi söfnuðurinn sér t.ilhlýðilega virðingu, væri fói'- rápa út og inn meðan á " ^ssu stæði og skipaði svo fyrir að kirkjunni yrði læst um leið og messa hæfist. Sagði hann meðhjálpara. að fólk væri svo „purrkunarlaust“ orð- ið af þessu rápi, að hætt væri það að hneigja sig og heykjast í hnjáliðunum, er það gengi hjá sér, meðan hann væri í stóln- um en slíkt væri í mesta máta vítavert. Væri því bezt að það sæti kyrrt. í sætum sínum. Þorði meðhjálpari ekki annað en fara að skipan prests og læsti kirkjunni. er messa fór næ«t, fram. Var illur kurr í messufólkinu yfir þessu, þvf að sumir karlarnir í sókninni höfðu bann sið að ganga einu sinni eða tvisvar út. meðan á mos«u stóð. til að súoa á vasa- pelanum. Kom þá einhverjum í hug að leita til Þorsteins í Hólakoti, því að jafnan hafði hann ráð undir rifi hverju. Tók hann þessari málaleitan vel og ekki ólíklega, og leið svo fram til næsta messudags. Þorsteinn settist, eins og vant var. í sæti sitt í kórnum og datt ekki af honum né draup. Er prestur var kominn í stól- inn, og eitthvað fram í ræð- una, stóð Þorsteinn á fætur og gekk fram gólfið. Hneigði hann sig djúpt, er hann gekk fram hjá presti og heykti sig vel í hnjáliðunum. Hélt hann svo á- fram að kirkjudyrum. Margt fólk var við messu, því að ein- hvem veginn hafði það síazt út, að eitthvað óvanalegt mundi koma fyrir. Varð úr hark nokkurt f kirkjunni, þvi margir stóðu upp úr sætum sínum til að sjá betur hvað gerðist, því að allir þóttust vissir um, að nú ætlaði karl að gera einhverja glennu. Sumir fóru jafnvel úr sætum sínum og gengu á eftir honum fram til dyra. Er Þorsteinn kom að hurðinni, tók hann að rjála við hana. Reyndi hann fyrst með hægð að opna hana, en er það dugði ekki, fór hann að taka fastar á, og það svo, að braka tók og hrikta í henni. Héldu sumir að hann ætlaði að brjóta hana, en svo var þó ekki, þvf allt í einu sneri hann sér við. og sagði svo hátt að heyrðist um alla kirkjuna og yfirgnæfði alveg rödd prests: „Hvað er þetta. Ég get ekki opnað hel- vítis kirkjuna!“. Lagði hann sérstaklega áherzlu á orðið „hel 'íti“. Gekk hann svo aft- ur til sætis síns og hneigði sig eða heykti ekkert fvrir presti. Séra Hallgrímur hespaði mess- una af í skyndi, tók hest sinn og reið heim. Eftir þetta lét hann aldrei læsa Hólakirkju meðan á messu stóð. Svo hefur verið sagt, að séra Hallgrímur hafi verið matrnað- ur mikill og það svo, að o£t þyrfti hann að fá sér bita milli máltíða. en þá borðaði fólk þó jafnan þrímælt. Af þessum sökum lét prestur flytja dá- litla kistu fram að Hólum. Lét hann kistuna standa í kói’bekk f kirkjunni og geymdi í henni soðið hangikjöt, magála, og fleira hnossgæti; fékk hann sér jafnan bita úr kistunni eftir messugerð og lét meðhjálpara sinn, sem var trúnaðarmaður hans, standa vörð á meðan hann snæddi, því ekki vildi hann láta söfnuðinn vita að hann væri matgírugur. Samt vissu allir þetta, og höfðu gam- an af. Var það þá eitt sumar eftir fráfærur, að einn af sauð- um Þorsteins fylgdi jafnan kvíám hans. og lá ætíð á kvía- vegg meðan mjólkað var. Kom þetta stundum fyrir um sauði, og voru þeir kallaðir „kvía- skítir". Leið svo fram til gangna, en þá hvarf kvíaskít- urinn allt í einu, og fannst hvergi, enda ekki mikið leitað, því að haldið var að hann hefði slangrað burt með öðru geld- fé. en um síðustu (3.) göngur rakst einhver á hann í fjárhús- kró þar á túninu. Hafði hann tekið pest, (bráðasótt) dregizt inn í fjárhús og drepizt þar. Var skrokkur hans hinn ferleg- asti, grænn og blár í gegn. Vildi kona ÞorsteinS láta grafa hann, eins og hann kom fyrir, en það aftók karl með öllu. Sagði hann, að úr þessu mætti gera höfðingja-mat. Mun hon- um þá hafa dottið í hug það, er hann framkvæmdi sfðar. Tók karl stóran magál af skrokknum, lagði fyrir konu sína að hleypa hann vel og hengja síðan í eldhús og reykja vel. Sjálfur tók hann kjötið og hengdi upp í eldhúsrótina. Hafði hann njósnir á hvenær næst yrði komið með mat frá Miklagarði f kirkjukistuna. og er hann vissi að svo var, lædd- ist hann inn í kirkjuna oghafði meðferðis pestarmagálinn og eitthvað af kjötinu. Tókst hon- um að komast f kistuna á þann hátt að losa f jöl úr botni henn- ar. bví að harðlæst var hún, og gevmdi nrestur sjálfur lykl- ana. Tók karl það. er í henni var, en lét pestarmðtuna í staðinn. Næsta sunnudag, et prestur messaði í Hólum, sagði Þorsteinn konu sinni frá því. hvað hann hafði aðhafzt; fékk henni mat prests og bað hana að hafa hann tilreiddan. því að eftir messu ætlaði hann að bjóða honum til matar heima í Hólkoti. Nú er að segja frá Hallgrími. Eftir embættisgjörð- ina hugðist hann fá sér góðan bita að vanda, og opnaði kist- una. Réðist hann fyrst á mag- álinn, en ekki hafði hann tugg- ið fyrsta bitann lengi, er hann hrækti honum út úr sér á kirkjugólfið. Tók hann sér þá bita af kjötinu, en allt fór á sömu leið. Kallaði hann þá á meðhjálpara, sem stóð á verði að vanda. og sagði: ..Heyrðu maður", en það var orðtak hans, „nú hefur Ólöfu minni orðið á í messunni“, en hún var kona prests. „Það er. mað- ur, allt óætt, maður. í kistunni. Taktu það, maður, og feldu það. en láttu. engan vita, já þegi þú maður.” Er prestur kom úr kirkju, gekk Þorsteinn á tal við hann, og spurði hvort hann vildi vera svo lítillátur að koma heim með sér og borða. Sagðist karl vel geta skilið það, að hann mundi vera matarþurfi eftir langa ferð til kirkjunnar og embættisgjörðina. Hefði hann beðið konu sína. að hafa eitt- kvað ætilegt tilbúið, er hann kæmi heim. Varð prestur glað- ur við. og gekk heim með Þor- steini, en örstutt er milli bæj- anna. og liggja tún þeirra saman. Bar kona karls begar fyrir þá magál og hangikjöt, og tóku þeir hraustlega til mat- ar síns. Fór hið bezta á með þeim, og skildu með hinni mestu vinsemd Á það var áður minnzt. að Þorsteinn hafði haft það til að erta sýslumann sinn. Ein sag- an um það er þessi. Sýslumað- ur var að halda venjulegt manntalsþing í Saurbæ. Var Þorsteinn mættur þar ásamt mörgum öðrum. Settist hann utarlega á bekk og lét lítið á sér bera. Sýslumaður, skrifarl hans og hreppstjóri sveitarinn- ar sátu við borð innar í þing- salnum. Lásu þeir upp nöfn og þinggjöld manna. Á þeim árum var lftið um peninga í landinu, og var það þá oft. að sýslumenn tóku ýmsan vaming hjá bændum upp f þinggjöld- in, svo sem vaðmál. prjónles, reipi og jafnvel knappheldur. Er nafn karls var kallað upp stóð hann upp og gekk inn að borðinu. Heilsaði hann þeim við borðið með mikilli kurteisl og hneigði sig djúpt fyrií sýslumanni. Hann bar „mussu'* mikla yzt fata, var hún með stórum vösum. Þorsteinn seild- ist niður í annan mussuvasann. og dró upp úr honum gríðar- stóra nautsbuddu og lagði hana með hægð á borðið fyrir fram- an sýslumannn. Buddan var verkuð með ágætum, nauðrök- uð, tvídregin og þræl-elt, svo að hún var lungamjúk. „Þetta Framhald á bl. 113. SUNNUDAGUR — 209

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.