Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Blaðsíða 9
Tvær konur sendu rétt svör við fyrsta áfanga verðlaunaget- raunar Sunnudags og hljóta verðlaunin: Kvæði Snorra Hjartarsonar 1940—1952. ÍFrsIilin \ verðlaunagetraun Sunnudags urðu þau að tvær konur sigruðu í þeirri keppni — með miklum yfirburðum, eins og það heitir á máli í- GÁTAN Lausn gátunnar í sáð- asta blaði: 1. Kirkja. 2. Að B bar þyngri byrðina stafaði af því að hann bar poka með mjöli, en A 3 mjöl- poka sem höfðu verið tæandir. Næsta viðfangsefni: 1. Hver er sá karlinn hljóður, sem hver og ein húsmóðir hefur utan hjá? Gefinn er matur góður, en glæsilegar tróður honum læri Ijá; einiægt úr hans kvið öðlast bragnar lið, en stelpan lians er stryttuieg, hún stofnar mikinn klið, með sínum harða hausnum hún hnubbar á honum dausnum. 2. , Nýjasta tízlra kvað, aldrei þessu vant, vera mjög heilsusamleg, en það eru svonefndar „hjarta - göngur“, sem einkum feitir og ráðsettir inni- setumenn eru farnir að tíðka. Á sunnudaginn var hélt Páll kaupmaður eld- snemma út úr bænum. Hann hugði hyggilegast að fara e'kki geyst og gekk 4 km á klst. Pétur kaupmaður hafði ætlað að verða honum sam.ferða, en svaf yfir sig og lagði af stað hálftíma síðar og gekk hraðar, eða 5 km á klst. Nú er spurt: Hvor hafði gengið lengra þegar Pétur náði Páli? Og: eftir hve langan táma náði Pétur Páli ? þróttasiðunnar, og gerðu karl- kyninu þar mikla skömm tíl. Þátttaka í getrauninni var mikil og bárust svör vtíðsveg- ar að utan lands og innan, þ. á m. frá útlendingum er hafa kynnt sér íslenzkar bókmennt- ir. Innanlands komu svör, jafnvel frá „afskekktustu“ stöðum — með einni undan- tekningu þó: frá Austfjörð- um barst ekkert svar. — Hvort sem það stafar af al- ræmdum póstsamgöngum við þann landshluta, eða ein- hverju öðru. Úthaldið í þátttökunni var hinsvegar slappt. Margir sendu svör við nökkrum spurningum í röð, hættu síðan og byrjuðu á ný og fjölmargir sendu að- eins svör við spurningum í einu og einu blaði. Þó getur vai-t verið um misskilning að ræða, því það var fram tekið að aðeins þeir sem sendu svör við öllum spurningunum ættu möguleika á að hljóta verð- launin. Einn maður t.d. sendi svör í hverri viku — öll rétt, þar til getrauninni var nærri lokið. þá hætti hann. Getraunin var um að þekkja myndir af ýmsum nafnkunn- um íslendingum, svo og ljóð og höfunda þeirra. Konurnar tvær, Jóhanna Ólafsdóttir, Borgarholtsbraut 37 i Kópavogi og Sigríður Þorsteinsdóttir, Eyrarvegi 13 á Akureyri, svöruðu báðar með ágætum, gerðu grein fyr- ir ævi og helztu störfum mannanna, hvenær þeir voru uppi — og töldu upp Ijóða- bækur skáldanna. (Vaknar þá spurningin hvort ljóð eigi greiðari aðgang að hjörtum og hug kvenna en karla). 1 upphafi var ákveðið að draga um verðlaunin, en þar sem aðeins þessi tvör svör voru rétt, og ekki verður ann- að sagt en báðar konurnar hafi vel til verðlaunanna unn- ið og fá þær því báðar verð- launin. Kvæði Snorra Hjartar- sonar 1940—1952. Við þökk- um öllum þátttakendum í getrauninni, og þá fyrrnefnd- um konum sérstaklega fyrir ágæta fiammistöðu. Jafn- fram þökkum við Máli og menningu fyrir að gefa ljóð Snorra til verðlaunaveitingar. Þáttur um Þorstein... Framhald af bls. 209 ætla ég nú að láta í þinggjald- ið, sýslumaður góður“, sagði hann. .,Vona ég að buddan sé ógölluð og að yður komi vel að fá hana, því að svo hefur mér verið sagt, að þér verðið jafn- an að geyma neftóbak yðar í litlum lambskyll'um, en í þeim geymist tóbakið mun ver.“ Sýslumanni brá nokkuð. Þykknaði í honum og blakaði hann við buddunni, svo að hún féll á gólfið, og glamraði þá við. Þorsteinn þreif til buddunnar og hvolfdi úr henni á borðið. Ultu þá úr henni gljáandi dalir og spesíur. Stakk karl peningunum aftur í ílátið og síðan í vasa sinn. Færðist hann nú allur í aukana og brýndi fast röddina. Bað hann þingvotta og aðra er þar voru viðstaddir, að vera þess minn- ugir, að hann hefði framvísað þinggjaldi sínu. en sýslumaður ekki þegið. og grýtt silfrinu á gólfið sem Júdas forðum. Mundi hann ekki í annað sinn bjóða það fram. Gekk karl þar með umsvifalaust til dyra, tók hest sinn og reið heim. Mælt var að aldrei hefði hann greitt þing- gjaldið, enda hefði sýslumaður látið við svo búið standa og hent gaman að öllu saman. Kona Þorsteins var skap- mikil og svarri nokkur. Hafði hann stundum gaman af að erta hana, og hleypa henni upp, annars var hjónaband þeirra talið sæmilegt. Er hún tók að eldast og verða gigtveik og lasburða, krafðist hún þess ] að karl rýmdi hjónasængina og | flytti í annað rúm, því að rúmt j þyrfti hún að hafa um sig ; vegna lasleika síns. Karl lók þessu illa. og vildi hvergi fara. Sagði sér veitti ekki af að hafa yl af henni á nóttunni, er hann gerðist kulvís mjög. Varð þetta að nokkrum ágreiningi þeirra á milli, en svo fór. að karl mátti láta undan síga og flutti í annað rúm. Eftir að kerling var orðin ein í rekkjunni, tók hún upp þann hátt. að hafa kött hjá sér, er hún hafði mikl- ar mætur á. Var kötturinn all- ar nætur hjá kerlingu, en lá á daginn í rúmi hennar. Datt þá Þorsteini í hug ráð. til að ná sér niðri á kellu. Hann vissi að henni var mjög illa við mýs og jafvel hrædd við þær. Lagði hann sig nú fram til að drepa þær. ef hann komst í færi. Var mælt að slægi hann þær ti! bana með lambhúshettu sinni. Geymdi hann svo skrokkana í vösum sínum og laumaði þeim í rúm kerlingar, og setti milli ] fata á kvöldin áður en hún háttaði. Þegar svo kerling var háttuð og farin að hreiðra um sig, varð hún vör við skrokk-' ana, og stökk þá æpandi fram á gólf, oftast berlæruð. Var þá karli skemmt og hló dátt og lét sig engu skipta þó hún geysaði mjög. Æsti hana bara enn meir, með því að segja. að nú væri úr því skorið. hvor væri betri rekkjunauturinn, hann efla kisi. Ekki dugði þó Þorsteini þessi hrekkur lengi, því að kerling fór að leita í rúmi sínu áður en hún háttaði. Ekki leið þó á löngu, þar til hann gerði henni nýja skráveifu. Það var siður í Hóla- koti, eins og raunar almennt var á þeim árum, að safnað var keitu til ullarþvotta og fleiri þvotta. Var stampur stór eða kaggi þar í eldhúsinu, sem keitunni var safnað í. Einn dag tók karl kisu og dýfði henni að mestu niður í kagg- ann. og lét hana svo lausa. Tók kisa til fótanna eftir bað- ið og hljóp rakleitt til kerling- ar og hristi sig mjög uppi í rúmi hennar. Gengu ýrur af henni um allt. Eftir nokkra stund gekk Þorsteinn til bað- stofu og var honum nokkur forvitni á að sjá. hvað hefði í skorizt, en varð fyrir von- brigðum, því að kerling var hin kátasta, en sagði honum þó, að kisa sín hefði orðið fyr- ir nokkru áfalli, því að dottið mundi hún hafa i keitukagg- an, en til allrar hamingju komizt lífs af. Var svo ekki meira um þetta rætt. Þótt Þor- steinn væri svona hrekkjóttur. var hann að mörgu vænn karl. Hjálpfús við aðra og greiðvik- inn, og því vel kynntur Vísur Sunnudags „Ekki vissi ég að Stefán G. hefði ort vísur!“ hrópaði ungur maður er hann fékk síðasta blað Sunnudags Ef fleiri skyldu vera álíka kunn- ugir ljóðum hans og fyrr- nefndur piltur má benda þe:m á að fáanleg er ágæt útgáfa af ljóðum Stefáns, sem ítenn- ingarsjóður gaf út. I dag höfum við svo enn nokkrar vísur eftir St° han G. Stephansson. Hér eru nokkrar siglinga- vísur úr Rammaslag Undir bliku beitum þá, bát og strikið tökum. Stigum vikivakann á völtum kvikubökum. Byljir kátir kveðast á, hvín í sátri og hjöllum. Báruhlátrar hlakka frá hamra-Iátrum öllum. Mastrið syngur sveit í keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Legðu barminn alvot að, aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað hrönn hin armabláa. SUNNUDAGUR — 213

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.