Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Side 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Side 6
JARÐARFÖR BRENDANS BEHANS Eftir bróður skáldsins, DOMINIC BEHAN. E g gleymi aldi'ei morgni bádeg né heldur kvöldi þess dags er við grófum Brendan — í fyrsta sinn mr það ekki hann sem einokaði samræður okkar, og þó gerði hann það þegar allt kemur til alls, því allir töluðu um hann og hans einstæðu afrek. Jafnvel við gröfina gekk saga hans fram hjá eins lifandi og lögreglu- þjónn, sem hann hafði skotið á 1942, og hvíslaði að mér: „Margir úr IRA (lrska lýð- veldishernum) sem hér eru hafa illan bifur á mér fyrir það, að ég kom Brendan einu sinni í tukthúsið, en ég get sagt þeim, að heíði ég skotið aftur þá, hefði ég getað drep- ið hann — bróðir þinn á mér lif sitt að launa.“ Og Brendan stökk ekki bros, því þeir voru farnir að moka yfir hann. Eina jarðarförin þessari lík fór fram 1904 þegar Patrick Dignam var lagður til hvíldar í þessum sama kirkjugarði í Glasne-vin, en við reiknum ekki með henni, því hún gerð- ist aðeins á síðum Ulysses eftir Joyce. Skáld og bændur, Myndin er tckin við úttör Brendans Behans —höfundur greinarinnar, Dominic Bchan mun fremstur til bægri við kistuna. Húfumennirnir munu vcra úr IRA — írska lýðvcldishcrnum. \ málarar og veitingamenn höfðu safnazt saman í þeii-ri von, að Brendan myndi sanna að þetta var allt lygi og rísa úr kassanum eins og Finne- gan til að fara með alla út úr þessum kalda kirkjugarði inn í bjarta morgunsól og bjóða upp á síðasta sopann. En enn dásamlegra var að sjá meira en þúsund menn úr alþýðu- stétt sem höfðu tekið sér frí til að kveðja hann — einn dag, einn fimmta af viku- kaupi: þetta var ekki lítil- f jörleg fórn. Allt verður að hafa upphaf, miðju og endi, allt nema líf Brendans Beh-ans — það átti sér ekkert upphaf nema m\ m vilji kalla það æðku að verja bernskuárum með gömlum sakamönnum og unglingsárum með þroskuðum pólitískum föngum. Hann lék sér ekki lengi með okkur undir ljós- keram götunn-ar, því sex ára gamall var hann genginn í ungherjalið IRA og á sext- ánda afmælisdegi sínum var hann að byrja fyrstu tugt- húsvist sina í Walton fangelsi. Hann var tuttugu og þriggja þegar honum var hleypt út í heiminn — drengur og maður í senn með sitt fyrsta leik- fang — frelsið. Hann hafði ekki séð láifið áður og hrifsaði 210 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.