Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.07.1964, Síða 1
MUSSAFAR
OG RÍKI
FURSTINN
Einu sinni fyrir langalöngu var
ríkur fursti í Tadzjikistan. Hann
átti tólf ríkisfjárhirzlur sem voru
fullar af alls kyns gulli og gersem-
um og auk þess átti hann undur-
iagra Ö^ttur, Séin hét gP&ía* &ÚS
haíði ákveSið að giftást enguffi öðr-
um en þeim, er ætti meira af gulli
og gersemum en faðir hennar.
Einn af þjónum furstans var
svartur þræll, sem hét Mussafar,
hann var hestasveinn. Hann var
mjög góður við hestana og þeim
þótti mjög vænt um hann, því að
hann varði þá oft fyrir yfirmanni
hesthússins, sem var hræðilega
vondur maður og barði þá oft, þeg-
ar hann var í vondu skapi.
Dag nokkurn kom yfirmaðurinn
fullur inní hesthúsið. Hann var í
ógurlega vondu skapi og lamdi vesa-
lings hestana aftur og aftur. Muss-
afar vildi hjálpa hestunum, brá
fyrir hann fæti, svo að hann datt
og sneri sig um úlnliðinn.
Utan við sig af reiði hljóp yfir-
maðurinn brott til að hefna sín á
Mussafar. Hann gekk rakleiðis til
furstans og sagði:
„Virðulegi fursti. Umhyggja fyrir
þér neyðir mig til þess að ganga
fram fyrir hásæti þitt. Mussafar
auvirðilegasti þræll þinn hefur illt
í hyggju. Hann segist geta fundið
svartar perlur, sem séu eins stórar
og valhnetur. Og þar sem þessar
perlur eru dýrmætustu og sjald-
gæfustu perlur sem finnast í heim-
inum, hlýtur hann að fá dóttur
þinnar Robiu. Þegar furstinn heyröi
þetta, skipaði hann, titrandi af reiði
að leggja svarta þrælinn í bönd og
o o c*>
kasta honum í fangelsi án þess að
yfirheyra hann.
Einn af ráðgjöfum furstans, sem
hét Dilsjod kenndi í brjósti um
Mussafar og vildi hjálpa honum.
Hann fékk furstann til að sækja
fangann. „Ráðgjafi minn Dilsjod
hefur borið í bætifláka fyrir þig“,
sagði furstinn við Mussafar. Yfir-
maður þinn hefur sagt að þú vitir,
hvíir sé að finna perlur, sem eru
eins stórar og valhnetur. Þessvegna
færðu frelsi þitt með því skilyrði
að þú sækir fyrir mig nokkrar af
þessum dýrmætu perlum. En komir
þú ekki með þær, missir þú lífið.
Mussafar hafði aldrei séð perlur,
hvað þá svartar perlur. Hvar átti
hann eiginlega að leita að þeim?
Sorgmæddur og utan við sig af á-
hyggjum lagði hann af stað.
Á leið sinni gegnum landið, kom
hann dag nokkurn að litlu vatni.
Á bökkum vatnsins rakst hann á
fisk, sem lá þar í sandinum og
reyndi án árangurs að komast út
í vatnið. Slíkan fisk hafði Mussafar
aldrei séð fyrr. Hreistur hans glitr-
aði af gulli og uggar skinu í sólinni
eins og skírasti kristall, en hið feg-
ursta við hann voru augun, tvær
svartar perlur. Skyndilega féllu tár
úr augum fisksins. Fullur með-
aumkunar hugsaði Mussafar: Á ég
að drepa þennan fisk aðeins til
þess að furstinn fái tvær svartar
perlur? Hann hugsaði ekki lengi
um þetta, hann tók fiskinn og kast-
aði honum út í vatnið. í sama bili
skall á ógurlegt óveður og upp úr
hafinu kom gamall maður með sítt
mosagrænt skegg.
„Þú hefur gott hjartalag, Mussa-
far“, sagði hann, „þú hefur bjargað
lífi eins af kærustu þjónum mín-
um, gullið og perlurnar hafa ekki
freistað þín, þessvegna vil ég launa
þér.“ Þvínæst dýfði hann síða
skegginu sínu í vatnið og þegar
hann dró það upp aftur, trúði
Mussafar ekki sínum eigin augum:
Græna skeggið var alþakið svört-
um perlum. „Allar þessar perlur
átt þú,“ sagði gamli maðurinn.
„Gættu þeirra vel og sýndu ekki
furstanum þær allar í einu. Þú verð-
ur að muna það, þvi annars mun
þér farnast illa.“ Undrandi safnaði
Mussafar öllum perlunum saman
og hélt heim á leið. Þegar hann
kom til hallar furstans, gekk hann
stoltur fyrir furstann, rétti út hönd-
ina og sýndi honum fjórar svartar
Framhald á 3. síðu.