Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.07.1964, Blaðsíða 2
DÆMISÖGUR ÍVANS KRILOFFS
Menntun ríkisarfans
Ljónið, konungur skógarins, átti
einn son. Þegar hann var ársgamall
áleit faðirinn að tími væri kominn
til að mennta soninn. Hver átti nú
að verða kennari unga ríkisarfans?
Hver gat alið hann svo viturlega
upp að hann yrði hæfur til að rikja
yfir öllum dýrum skógarins?
Moldvarpan er fræg fyrir aðgætni
sína. Hún hreyfir sig aldrei án þess
að gæta vel að jarðveginum fyrir
framan sig. Hún étur aldrei nokk-
urn bita án þess að hreinsa hann
fyrst. En þótt móldvarpan gæti vel
að öllu, sem er í nánd við hana,
þá sér hún ekkert frá sér.
Og konungsríki ljónsins er ekk-
£rí_moIdvörpubÉéÍi.
Svo er auðvitað pardusdýrið. Það
er hugrakkt og sterkt og snillingur
í bardögum. En það hefur enga
þekkingu á borgaralegum málum.
Konunugurinn verður að vera ráð-
gjafi og dómari, auk þess sem hann
er hermaður.
Uglan, konungur fuglanna, frétti
af vandræðum ljónsins. Hún kom
og bauðst til að annast uppeldi rík-
isarfans.
Ljónið var mjög hrifið. Enginn
var færari um að annast menntun
sonar hans en konungur fuglanna.
Ríkisarfinn litli var strax senduir
heim til uglunnar til þess að læra
að stjórna.
Nokkur ár liðu. Menntun ríkis-
arfans var lokið og hann sneri heim
til föður síns. Konungurinn kallaði
þegna sína saman, faðmaði son
sinn fyrir framan þá og sagði:
„Elskulegi sonur, dauði minn nálg-
ast óðum, og nú ætla ég að afhenda
þér veldissprotann. Segðu mér hvað
þú hefur lært og hvernig, þú ætlar
að stjórna.“
„Faðir minn“, svaraði ríkisarfinn.
„Ég veit meira en nokkurt þessara
dýra. Ég þekki nafn hvers einasta
fugls. Ég veit á hverju hver einasti
fugl lifir og hvað hann verpir mörg-
"Hm eggjum. Og strax og ég verð
2V — ÖSKASTUND
konungur ætla ég að kenna öllum
dýrum skógarins aö byggja sér
hreiður.“
Laun íkornans
íkoma nokkrum var boðið að
dveljast við hirð ljónsins.
„Þú verður einn af hirðmönnum
konungsins“, sagði ljónið vinsam-
lega, „og þegar þú lætur af þjón-
ustu verður þér launað með heilu
hlassi af hnetum.“
„íkorninn var hreykinn yfir að
þjóna konungi skógarins og gerði
allt sem hann gat til að þóknast
húsbónda sínum. Hann hentist til
og frá og var svo önnum kafinn
við að annast sendiferðir að hann
vana tima til að eta.
Hinir íkornarnir voru alltaf að
brjóta sér hnetur og leik sér 1
trjánum. En konunglegi íkorninn
hafði engan tíma til að skemmta
sér með þeim. Hann var á sífelldum
þönum að gegna erindum konungs.
Loks varð íkorninn gamall og
þreyttur og gat ekki lengur hlaupið
nógu hratt. Ljónið leysti hann frá
störfum og hann fékk heilt hlass
af hnetum.
Hneturnar voru einstakar i sinni
röð. j>2sr yoru tínáar gf be§|a trjáiT-
um og voru stórar og góðar. Eng-
inn hafði áð3ur séð svona stórar og
fallegar hnetur.
Það var aðeins-eitt sem íkorninn
harmaði. Hann var orðinn gamall
og hafði misst allar tennurnar.
Duglegur
drengur
Kæra Óskastund.
Ég þakka þér fyrir allar
skemmtilegu sögurnar og
getraunirnar sem þú hefur
birt. Ég ætia að senda þér
mynd af dreng sem er að
raka saman laufbiöðum sem
fallið hafa af trjánum.
Ingibjörg V. Friðbjörnsd.
Hlíðarhvammi 3, Kópav. J