Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Qupperneq 1

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Qupperneq 1
Drengurinn Dagur og stúlkan Nótt Þessa sögu sendi okkur Ingibjörg Haraldsdóttir alla leið frá Moskvu, en par stundar hún nám við einn háskóla borgarinnar. Hún pýddi hana úr rússneskri barnabók eftir brœður nokkra Bondarjenko að nafni. Hún sendi okkur einnig aðra sögu, sem við birtum í einhverju næstu blaða. Langt, langt austur í Síberíu stóð lítið hús í skógarrjóðri. Fyrir mörgum árum átti drengur heima í þessu húsi. Hann hét Dagur. Á hverjúm morgni hljóp hann til mömmu sinnar, hennar Dögunar og sagði við hana: „Mamma, nú fer ég út að leika mér.“ Dögun leyfði honum alltaf að fara. Drengurinn flýtti sér inn í skóginn og blístraði fjörugt lag. Hvar sem hann kom birti af degi, blómin opnuðu krónur sínar og fuglarnir hófu upp söng. Dagur lék sér fram á kvöld, en þá sneri hann aftur heim og fór að sofa. Þannig var það alltaf. En einu sinni hitti Dagur litla, dökkhærða stúlku á leið sinni. Hún sat á steini, henti dimmrauðum rósablöðum útí lítinn læk og horfði á eftir þeim er þau hringsnerust í straumnum og hurfu. Þessi stúlka var Nóttin. Dagur horfði á hana úr fjarlægð og brosti, því að honum leizt vel á hana. Hún var niðursokkin í hugsanir sínar og virtist vera döpur. Og því blíðar sem Dagur brosti, þeim mun bjart- ara varð í kringum þau og þeim mun glaðlegar sungu fuglarnir í trjánum. Skýin á himninum roðn- uðu og spegluðu sig 1 læknum. En stúlkan tók ekki eftir neinu. Hún hélt áfram að fleygja rósablöðum í lækinn og hugsa. „Litla stúlka“, sagði Dagur lágt. Hún leit á hann svörtum augum, hrópaði upp yfir sig og spratt á fætur. Stórar dimmrauðar rósir hrundu úr kjöltu hennar ofan í lækinn. „Litla stúlka", endurtók Dagur og teygði hendurnar í átt til hennar. „Sérðu hvað hér er fal- legt. Komdu, við skulum leika okk- ur saman. Ég skal flétta þér blóm- sveig og gefa þér fallegustu rósina í skóginum. En hvert ertu að fara? Ertu hrædd við mig? Þú þarft ekki að vera hrædd við mig, ég ætla ekki að gera þér neitt.“ En stúlkan þrýsti litlu höndun- um að barmi sér og þokaði sér var- lega inn í runnana, þar sem enn voru skuggar. Augu hennar tindr- uðu. Henni leizt vel á þennan dreng sem birzt hafði henni svo skyndi- lega, en frá honum stafaði svo sterku ljósi, að hún var hrædd. Drengurinn teygði höndina í átt til hennar og sagði biðjandi: „Farðu ekki frá mér. Við skulum leika okkur saman. Ég skal tína handa þér liljur, margar, margar liljur. Og bjöllublóm. Ég skal sýna þér öll blómin í skóginum okkar. Hérna er svo mikið af alls konar blómum. . . . Farðu ekki burt. Ég er alltaf aleinn. Leiktu við mig.“ En litla stúlkan Nótt hörfaði undan og hristi höfuðið, lengra og ar kisu meðan hún var úti. Hún mynd- in er af svíni fyrir utan kofann sinn. Stefanía Þorgrímsdóttir, Garði, Mývatnssveit. lengra. Og drengurinn Dagur hélt lengra. Hann teygði hendurnar í í humátt á eftir henni, lengra og lengra í átt til hennar og bað hana að yfirgefa sig ekki. Dögun beið sonar síns langt fram á kvöld. Hún sat við opinn glugg- ann og horfði útí mánalýstan skóg- inn, en drengurinn kom ekki. Hann kom ekki næsta dag og ekki þriðja daginn heldur. Hann kom alls ekki. Enn þann dag í dag gengur hann á eftir stúlkunni Nótt og segir við hana: „Litla stúlka, af hverju ferðu frá mér? Ég er alltaf aleinn. Vertu hjá mér. Ég skal syngja þér söng um sólskinið." En stúlkan hristir höfuðið og hörfar undan honum, lengra og lengra. Og drengurinn gengur á eftir henni. Og hvar sem þau fara birtir af degi, blómin opna krónur sínar og fuglarnir syngja. Dögun leiddist biðin eftir syni sínum. Hún flutti niður aö hafinu og settist þar að. Húsið þeirra stóð autt og yfirgefið í skógarrjóðrinu. Enn í dag stendur það þar, en eng- inn mun nokkru sinni finna það. Enn fallegar myndir frá Carii

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.