Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Blaðsíða 4
LEIKIR
Hérna er skemmtilegur leikur, er
þið getið leikiö í afmælisboöum eða
þegar þið eruð að leika ykkur inn-
an dyra.
Nokkrir þátttakendanna fara út
úr herberginu, svo að þeir vita ekki
hvað gerist. Á meðan eru settar
9—10 flöskur í röð með nokkru
millibili og einhver fær það hlut-
verk að taka burt flcskumar þegar
honum er gefið merki.
Nú er hinn fyrsti af þeim sem
eru úti, leiddur inn, og ixoniun sagt
að reyna að ganga a yfir hverja
flösku í röðinni án þess að velta
þeim. Það gengur áreiðanlega vel,
en þegar hann fer aftur til baka
þá er bundið fyrir augun á honum.
En rétt áður en hann stígur yfir
fyrstu flöskuna takið þið burt án
þess að hann viti, allar flöskurnar
og þá verður gaman að sjá hann
reyna að ganga yfir flöskurnar
sem ekki eru til staðar.
Þegar hann hefur lokið þessu er
hann áreiðanlega mjög ánægður
yfir að hafa komizt þetta klakk-
laust, þangað til trefillinn er tek-
inn frá augunum á honum, og allir
hlæja. Og þá er kallað á næsta
fórnardýr. — Góða skemmtun.
Hér er skemmtilegt og auðvelt
spil, sem þið getið búið til þegar
ykkur leiðist. Teiknið á spjald
myndina hér fyrir ofan. Innst í
hringinn komið þið fyrir lítilli skál.
Þið getið sjálf ákveðið hve langt
frá þið standið, þegar þið kastið.
Þið getið notað tóman eldspýtu-
stokk til að kasta með. Þið skiptizt
á að kasta og sá sem fyrst kemst
upp í 100 stig vinnur.
4 — ÓSKASTUND
Hvaö sérðu vel?
Nú ætlum við að leggja fyrir ykkrnr þraut til að reyna hvað sjón ykkar er
góð — en varið ykkur, allar fjórar þrautirnar eru ef svo má að orði komast,
„sjónblekking“.
1) Eru þessar tvæir lóðréttu línur beinar eða svigna þær dáiítið inn í miðjunni?
2) Er þetta ein löng lína, sem er skorin af hinum tveim aflöngu ferhyrningum,
eða eru þetta þrjár stuttar?
3) Þessir sjö punktar, sem liggja innst inni á milli strikanna, taka þeir yfir
lengra svæði en hinir sjö sem liggja utar?
4) Feirhyrningurinn, sem er inni í öllum þessum strikum, eru allar hliðar hans
jafnlangar eða er sú neðsta ekki svolítið lengri?
Þegar þið eruð búin að komast að niðurstöðu með því að nota sjónina, fáið
ykkur þá reglustriku og athugið hvort fyrri niðurstaða ykkar er rétt. — Góða
skemmtun.
STÖKUR
DRANCFY
Við skulum ekki víla hót.
Vart það léttir trega.
Það er alltaf búningsbót
aö bera sig karlmannlega.
Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár.
Margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
Margt er sér til gamans gert
geði þungu kasta.
Það er ekki einskisvert
að eyða tíð án lasta.
Sér hvað hefur sína tíð,
svo er að hlæja og gráta.
Hóf er bezt.
Hafðu á öllu máta.
Þar rís Drangey úr djúpi.
Dunar af fuglasöng
bjargið og báðum megin
beljandi hvala þröng.
Einn gengur hrútur í eynni
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.
Jónas Hallgrímsson.