Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Side 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Side 2
Hver nartaði í súkkulaði- Framhald úr síðasta 'blaði. Það sama kvöld setti pabbi aftur ostbita með stórum djúpum holum í gildruna. Og aftur læddust Systa og Dengsi niður í eldhúsið þegar pabbi og mamma voru sofnuð. í þetta skipti setti Systa miðann við gildruna og Dengsi kom stóru ostabrauði fyrir undir eldavélinni. Bréfið var svo- hljóðandi: . Kœra mýsla. Varaðu pig á gildrunni. Það er ,/úklu betri matur handa þér und- ir eldavélinni. Þákka pér kærlega fyrir að láta kökuna í friði. Ástarkveðjur. Systa og Dengsi. P.S. Ef þig langar til að svara Ég kom heim af dýraveiðum og gekk eftir trjágarðinum í aldin- garði mínum. Hundurinn minn hljóp á undan mér. Allt í einu hægði hann á sér og læddist gæti- lega áfram, eins og hann yrði var við veiði framundan sér. Ég horfði fram eftir trjágarðin- um og kom auga á grátittlingsunga með gult nef og úfið fiður á koll- ininn. Hann hafði dottið úr hreiðr- inu, vafalaust af því að stormur- inn hristi og skók birkitrén í gang- inum. Hann sat nú og baðaði út litlu vængjunum sínum. Tresor færði sig nær honum í vígahug. Þá steyptist allt í einu gamall grátittlingur, svartur á bringunni, niður úr næsta tré og datt eins og steinn niður rétt fyrir framan hundskjaftinn. Með ýfðar fjaðrir, frá sér numinn, titrandi og tístandi, hoppaði hann tvisvar fram mót þessu opna gini, er var sett svo hvössum tönnum, með hug- rekki því sem örvæntingin gefur. Hann hafði steypt sér niður til 2 — ÓSKASTUND kökuna? pessu, skildu þá bréfið eftir undir tehettunni hennar mömmu. — Ég get alls ekki skilið þetta, sagöi mamma daginn eftir. — Við höfum enn ekki náð mýslu. En hún hefur látið kökuna okkar 1 friði. — Já, þetta er skrítið sagði pabbi, ég var alveg viss um að í þetta skipti myndum við ná henni, og hann leit beint á Systu og Dengsa. En Systa og Dengsi voru of æst til þess að geta séð það augnatil- lit, þau voru einmitt í þessu að gægjast undir tehettuna, og hvað heldur þú að þau hafi fundið þar? Hvað annað en bréf. Svar við bréfi þeirra og ekki aðeins eitt, heldur tvö. að frelsa ungann sinn og ætlaði að vera honum hlífðarskjöldur. En all- ur litli kroppurinn titraði af ótta. Hann tísti aumlega. í dauðans ang- ist fórnaði hann sjálfum sér. Hvílík voðaleg ófreskja hlaut hundurinn að vera í hans augum. Og þó hafði hann ekki getað setið kyrr, þar sem hann var óhultur á grein sinni. Vald sem var viljanum öflugra hafði knúið hann til að fljúga ofan. Tresor stóð kyrr, hopaði lítið eitt aftur á bak, það sýndist sem hann lyti sama valdi. Ég varð hrifinn og flýtti mér að kalla á hundinn — og fór leiðar minnar með lotningu í huga mín- um. Já, hlæið ekki! Ég bar sannar- lega lotningu fyrir þessum litla hetjufugli og kærleiksverki hans. Ég fann að kærleikurinn sigraði bæði dauðann og dauðans angist. Kærleikurinn einn er viðhald alls lífs. (Úr Dýravininum eftix Turgenjev.) Og þau voru skrifuð með stórum hallandi stöfum: Kœra Systa og Dengsi. Kœrar pakkir fyrir matinn. Ég mun aldrei oftar snerta súkkulaði- tertuna ykkar. Ástarkveðjur. T. M. Kœra Systa og Dengsi. Kœrar pákkir fyrir að aðvara mig um gildruna. Ég mun reyna að forðast hana héðan í frá. Ástarkveðjur. T. M. Þegar. að kvöldi kom ræddu pabbi og mamma alls ekkert um að setja upp gildruna. Systa og Dengsi voru mjög hissa og hugsuðu mikið um hvað væri eiginlega á seiði. — Heldurðu að við ættum að at- huga hvort þau ætli að reyna að veiöa hana í nótt? hvíslaði Systa að Dengsa, þegar þau voru á leið í háttinn. — Já, ég held að það sé betra að við förum niður í eldhús á eftir, svaraði bróðir hennar. Og svo biðu þau þess að allt yrði kyrrt í húsinu, og gerðu þá það, sem þau höfðu gert tvisvar áður. Dengsi ýtti hægt upp eldhúshurð- inni. En hvað var þetta. Dengsi og Systa voru furðulostin þegar þau sáu.... pabba! Hann beygði sig niður og hélt á vasaljósi í annarri hendi og osti í hinni. Þegar hann heyrði í börnunum, sneri hann sér flóttalega við og þau sögðu öll samtímis. — Hvað eruð þið (þú) að gera hérna? Þá hló pabbi og hann svaraði fyrst. — Ég kom niður til að gefa mýslu. — Þá veiztu tnn leyndarmálið okkar? sagði Dengsi. — Já, hló pabbi, ég bjóst alltaf við einhverju undarlegu frá ykkur. — Svaraðir þú bréfinu okkar? spuröi Systa. — Já, sagði pabbi, ég vissi að ykkur mundi þykja það leitt að fá ekki svar. Framhald í nœsta blaði. Duuðinn og kærleikurínn

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.