Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Blaðsíða 10
tíísli í EHífðinni Framhald af bls. 244. an þetta útvarp kæmi — og svo fór fólkið að biðja mig að leika — og ég gerði það. Þetta gelc'k svona í að minnsta kosti þrjú ár og ég sendi út með þessum tækjum, en gat ekki talað neitt. En þegar þetta hafði slík áhrif að allir vildu fá meira að heyra, þá sér hver heilvita maður, að ég varð að fá plöt- ur í viðbót, svo ég fór í Fálk- ann. Þá var þar dóttir Ólafs sem afgreiddi plötur, og auð- vitað urðu miklar vangaveltur hjá mér eins og gengur og gerist, en fyrsta platan sem ég keypti í Fálkanum hét Reginella Campanola, eða eitt- hvað þessháttar. Svo litlu seinna keypti ég plötu með Stefanó Islandi og aðrar með ýmsum söngvurum; man sér- staklega eina sem Pjotr Lis- enko söng á. Síðan bættist við hver platan af annarri. Og svo komu ný Philips- tæki, og þá tók ég afskapleg- an kipp! Ég keypti afbragðs Phillips tæki sem kostaði 700 kr. Þá var nú ekki vandi að lifa úr því, þá vantaði aðeins radíófón sem skipti. Þá auglýsir Hans Þórðar- son nokkra radíófóna — og ég af stað með hjörtun úr vinum mínum og kaupi einn fóninn — hann var aðeins fyrir eina plötu. Þá var þetta komið eins og það á að vera. En náttúrlega vantaði allt- af talið með því. Þá fékk ég einhverja hug- mynd um að það væru til hlutir sem hétu magnari og hljóðnemi, og einhver kunn- Ingi minn bendir mér á að Ottó B. Arnar muni hafa til hvorttveggja. Ottó B. Arnar var þá með verzlun á Klapp- arstígnum. Ég þangað, og tala við Ottó, sem tók mér prýði- lega. Ég spyr hann um magn- ara og hljóðnema. Hann seg- ist eiga hvorutveggja, en mikl- ar hömlur séu á að fá það, því innflutningur sé bannaður. — Ég hafði sagt honum til hvers ég ætlaði að nota þetta og vildi hann greiða fyrir mér eftir föngum. Ég spyr hann hvað þetta eigi að kosta. Tvö þús. og tvö hundruð kr. magnarinn, en hljóðneminn aðeins 240,00 kr. — Er ekki gjallarhorn til líka? spyr ég. — Jú, ég á gjallarhorn, en hef ekki ætlað að selja það. — En hvað kostar það ? — Sjö hundruð krónur. — Já, þakka þér kærlega fyrir. Þá var þetta allt samati orðið 3 þús. 140,00 kr., og það var þó nokkurt fé fyrir aum- ingja sjúklingsræfil, niður- brotinn. En ég borgaði þetta samt. — Og þú varst hamingju- samur að eyða fé þínu þann- Ig? — Já, nú var ekki vandi að lifa! Ég setti í gang þegac ég kom uppeftir — og nú gat ég talað og sagði: — Hér er Útvarp Vífils- staða, og útskýrði fyrir fólk- inu að nú gæti ég talað. Síð- an sendi ég lög frá hinum og þessum — og talaði eitthvað, einhverjar kveðjur með. Seinna flyt ég svo hingað út í Eilífðina.... — Hún hlýtur að vera kom- in til ára sinna. — Nei, hún er ekki gömul, var byggð 1945 eða 46. Þegar ég kom hingað var þetta komið í það horf að plöturnar voru orðnar nokkuð á annað þúsund. Og nú nefni ég útvarpið „Eilífðarradió". — „Hér er Eilífðarradíó! Aðeins nokkur lög fyrir kon- ur og karla, unga og gamla, g’fta og ógifta, en ekki sizt fyrir þá, sem eru í tilhugalífi — og þeir eru nokkuð marg- Ir“. Og svo endaði ég: „Og svo að lokum næstsíðasta lag- ið — og það er til þeirrar allra allra falleguatu. Svo sendi ég kveðjulagið, og allt- af sltt lag í hvert skipti — eins og útvarpið gerir nú — og hefur notað mörg hin sömu lðg og ég lék. — Og nú eru allir ánægðir? — Já, og þó. Helgi læknir frá Keflavík hugði að þetta útvarp væri hrein vitleysa, þegar hann heyrði um það og hélt að það mundi rjúfa frið- inn á heimilinu. En eitt kvöld- ið sendi ég sem kveðjulag: Nú fjöll og byggðir blunda, og það vildi- svo til að Helgi hlustaði þetta kvöld og hann varð svo hrifinn af að ég s'kyldi enda með þessu lagi að hann kom og þakkaði mér innilega. — Útvarpar þú enntþá ? — Nei. Nú þegar Ríkisút- varpið er allan daginn er þetta óþarfi, það var allt ann- að áður, þá var Ríkisútvarpið aðeins nokkra tíma á dag, og þá var þetta útvarp mitt kær- komin dægrastytting, — og auk þess var ég búinn að gera þatta í 12—14 ár; það er nokkurt verk að taka til plöt- ur og leika þær, þó það sé ekki mikið talað líka. Og svo eldist maður einnig. Ég hætti fyrir sex árum hérumbil al- veg. — Mér hefur einmitt skil- izt á mörgum að þetta hafi verið mjög vinsælt hjá þér? — Já, þetta var óskaplega vinsælt. Stundum setti ég gjallarhocn út og lék fycir allan staðinn. — Var þetta gert í fleiri sjúkrahúsum ? — Nei, þetta hefur hvergi verið gert í sjúkrahúsi nema hér, svo að ég viti. Þess var áður getið að inni hjá Gísla er stór skápur frá gólfi til lofts, troðfullur af grammófónplötum, auk kassa sem standa þar hjá, og nú spyrjum við Gísla: — Hve margar hljómplötur áttu þama? —Ég held að þær séu um 6000. — Og hverskonar tónlist er það sem þú hefur safnað? — Það er allavega tónlist, einsöngvar, kórar, hljómkvið- ur, óperur, rímnalög — jafn- vel einar þrjár bítlaplötur! Þarna eru samankomnir þekktustu tónlistarmenn ver- aldar. (Mjög vafasamt er að ann- að slíkt herbergi finnist á Is- landi og þetta herbergi hans Gísla. Þar er svefnbékkurinn hans, borð o.fl. en herbergið er vart meira en 6—8 fer- metrar og ætti að vera greið aðganga að plötusafninu myndi það langt til fylla her- bergið. Útvarpstækin hans eru á veggnum við hliðina á skápnum.) — Hvernig sfóð á því, Gísli, að þú tókst þér þetta útvarp fyrir hendur? — Eins og ég sagði þér í upphafi langaði mig til að stytta mér stundir, og þá helzt á einhvern þann hátt að gleðja náungann um leið. Hljómplötur gat ég fengið og þær fullnægðu þessu marlc- miði. — En hvernig fórstu að því að eignast allar þessar plöt- ur? — Ég hafði þrek til að vinna mér inn peninga hér, og ég lagði kaupið í þetta, af því að ég hafði ánægju af því, og sjúklingarnir engu minni á- nægju en ég. Ég stend líka í þakkarskuld við fólkið í Fálkanum. Ég kom fyrst í Fálkann þannig að það vissi engin deili á mér. Þá var ég svo heppinn að hitita ágæta stúlku sem sýndi mér hlýhug og ágæta fyrir- greiðslu, seinna kom svo önn- ur stúlka, ungfrú Ásta Smith og tók mér með sérsbakri lip- urð, — og ekki má gleyma vini minum Ólafi, sem tók á móti mér sem væri ég bróðir hans. Og auðvitað á Harald- ur forstjóri sinn þátt í þessu. Vitanlega hefði þetta aldrel orðið svona sbórt plötusafn án hans samþykkis, því ég hef oft fengið lánaðar stórar upp- hæðir í Fálkanum. Þakka ég þeim fyrir alla þá fyrir- greiðslu sem ég fékk í Fálk- anum. — Það myndi einhverjum, á þessum síðustu peninga- dýrkunardögum, þykja það harla vafasöm fjárfesting að verja ohku sinni og fé í það eitt að gleðja aðra. — Já, en það finnst mér sjálfsagt. Það er ekki nóg að gleðja sjálfan sig. Tilganguir lífsins er að gleðja aðra, ef maður hefur nokkur tök á því. — Og nú, þegar ég er sjö- tugur og lít yfir Vífilsstaði og hugsa um hugsjónamennina sem byggðu þá, þá hygg ég að það sé spurning hvort þjóðin hefði verið til — a.m.k. með þeim þrótti sem hún nú býr yfir — ef þessara manna hefði ekki notið við og Vífils- staðir verið byggðir, því berklarnir voru á þeim tíma um það bil að hafa yfirhönd- ina Hingað kom fyrst fjöldi manna á öllum aldri til þess eins að deyja. En sem betur fer hefur fleirum batnað en dáið hafa hér — og ég er einn í þeirra hópi. Hreint að segja og skrifa þá lít ég á Vífilsstaði sem helgan stað og blessa alla þá menn, bæði háa og lága, sem hingað hafa komið til góðs, alla sem hér hafa orðið þjóð- inni til blessunar. Senn fer að styttast í dvöl minni — og þá er bezt að kveðja með einni vísu eftir Stefán frá Hvítadal: Brjóst mitt þraut á stormsins stig, streymir vökvinn rauði. Eldar falla yfir mig. — I'irtu þarna, dauði? Svo kveðjum við Gísla Sig- urðsson við plötusafnið sitt í Eilífðinni og þök'kum honum kærlega fyrir viðræðurnar. J. B. Nautabaninn — Flestir munu hafa séð það rétt að forsíðumyndin á síð- asta blaði var af Gísla. Hann er þar á baki nautsins sem hann tamdi í Garðinum. Helga Sigurðardóttir, systir hans, tók myndina. 250 — SUNNUDAGUr

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.